Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUK 1. OKTÓBER 2Ú00 MUiitiUNBLADltí Landmannalaugar eru í senn þekkt útivistar- og jarðhitasvæði RAMMAAÆTLUN UM NYTINGU VATNSAFLS OG JARÐVARMA Leið úr sjá Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls ogjarövarma er ætlaó aö losa íslendinga úr sjálfheldu háværra deilna um einangraöa virkjunarkosti. Anna G. Ólafsdóttir sett- ist niöur meö verkefnisstjóranum Sveinbirni Björnssyni jaróeölisfræöingi ogvarð margs vísari um Ramma- áætlunina ogöll óþrjótandi tækifærin til nýtingarvatns- afls ogjarövarma í íslenskri náttúru. EFTIR annasamt starf háskólarekt- ors var Sveinbirni boðið að stýra vinnu við Rammaáætlun um nýtingu vatns afls og jarðvarma vorið 1999. Hann stóðst ekki mátið, enda hvort tveggja í senn raunvísindamaður og náttúru- unnandi. Annars segist hann sjálfur halda að aðallega hafi verið sóst eftir reynslu hans frá rektorsárunum af því að sætta ólík sjónarmið sérfræðinga og stúdenta. Hvað sem því líður er greinilegt að Sveinbjörn hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu og kippir sér ekM upp við að stöðugur straumur tölvuskilaboða skjóti upp kollinum á tölvuskjánum á meðan blaðamaður- inn baunar á hann spurningum. Hver er tilgangur Rammaáætlunarinnar? Hingað til hefur umræðan oftast snúist um eína virkjunarhugmynd í einu, þá sem er mest aðkallandi í það sinnið. Deilurnar hafa oft orðið háværar, enda verulegir hagsmunir í húfi. Ekki gera sér allir grein fyrir kostnaði orkufyrir- tækjanna við undirbúningsstigin þrjú, þ.e. for- athugun, frumhönnun og verkhönnun. Virkj- unina þarf nánast að verkhanna til að svara öllum kröfum í lögum um mat á umhverfisáhrif- um. Ekki er nema von að erfitt sé að kyngja því að ekkert verði af framkvæmdum eftir að hundruðum miUjóna hefur verið kostað til und- irbúningsins. Með Rammaáætluninni er ætlunin að reyna að losna úr þessari sjálfheldu með því að kanna og bera saman allar fyrirliggjandi virkjunar- hugmyndir á forathugunarstiginu. Markmiðið er að gefa vísbendingu um hvaða virkjunarkostir séu álitlegastir í framtáðinni frá sjónarhóli hagkvæmni og umhverfis. Fyrsta sðgulega andstaðan við virkjunarhug- mynd vegna umhverfismála var við Laxárvirkj- un. Bændur byrjuðu á því að mótmæla því að jarðir færu undir vatn og virkjunin stefndi lax- veiði í hættu. Undirtektir átthagafélaga og al- menn þjóðernisvakning gáfu mótmælunum byr undir báða vængi og gerðu útslagið um að heim- iluð stífla varð mun lægri en fyrstu áfrom ráð- gerðu. Afieiðingin af því var að orkuframleiðsl- an nægði ekki til að svara þörfinni fyrir orkunotkun á Norðuriandi og ráðist var í fram- kvæmdir við Kröfluvirkjun. Vegna ófullnægjandi undirbúnings, eldgoss og fleiri erfðileika gengu framkvæmdirnar ekki eins vel og áætlanir höfðu gert ráð fyrir í upp- hafi. Virkjunin átti í erfiðleikum með gufuöflun í 15 ár og gífurlegt fé tapaðist. Að rnínum dómi náðist farsæl lausn í deilum um hvort rétt væri að fórna hluta Þjórsárvera undir miðlunarlón á sínum tíma. Horfið var frá hugmyndinni og farið í svokallaða Kvíslaveitu. Með því að veita nokkrum ám austan Þjórsár inn í Þórisvatn náðist að mestu áætlað takmark um orkuframleiðslu og flestír gátu unað vel við sitt. Nú er almenn ánægja með að Þjórsárverum skyldihlíft. Já, annars er athyglisvert að í samkomulag- inu um að hlífa Þjórsárverum kemur fram að fremur mætti gera miðlunarión á Eyjabökkum. Núna eru væntanlega fiestir sammála því að æskilegt sé að leyfa Eyjabökkum og Snæfelli að njóta sín í ósnortinni heild. Eyjabakkar eru gott dæmi um hversu föst við erum enn í að einblína aðeins á einn kost í einu. Verkefnisstjórnin hóf vinnu sína á meðan á viðkvæmum deilum um Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkalónið stóð. Þar sem virkjunin hafði verið heimiluð féll hún ekM innan verklýsingar Rammaáætlunarinnar. Eft- ir frestun Fljótsdalsvirkjunar horfði dæmið allt öðruvísi við og Eyjabakkar og reyndar Kára- hnjúkavirkjun eru komin á fyrsta áfanga Rammaáætlunarinnar. Þó getur vel farið svo að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun verði tekin á meðan við erum enn að vinna okkar vinnu. Snýst um sambúð Hvemig fer vinnan við Rammaáætlunina fram? Ég stýri 16 manna verkefnisstjórn Ramma- áætlunarinnar. Undir hana heyra fjórir faghóp- ar um 50 sérfræðinga. Faghópur um náttúru- og minjavernd metur áhrif ákveðinna hugmynda um virkjanir á gróð- ur, dýralíf, landslag, jarðmyndanir og minjar. Faghópur um útivist og hlunnindi hugar að áhrifum á útivist, landbúnað, landgræðslu, skógrækt, lax- og silungsveiðar og skotveiði. Faghópur um þjóðhagsmál metur langtíma- áhrif nýtingar orkulinda á efnahag, atvinnu- og byggðaþróun. Að síðustu skilgreinir faghópur um orkulind- ir þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu og metur orkugetu og orkukostnað hvers þeirra. Þess er vænst að orkufyrirtækin skili inn beiðnum um athugun á þeim virkjunarhug- myndum sem þau bera fyrir brjósti. Að öðrum kosti mun Orkustofnun semja skýrslur sem lýsa virkjunarhugmyndum. Þessar skýrslur frá orkufyrirtækjum eða Orkustofnun verða lagðar fyrir faghópa til mats. Hver faghópur skoðar hugmyndina út frá sínu fagsviði og gefur ein- kunn. Verkefnistjórnin hef ur ákveðið að nýta svokallaða AHP-aðferð sem gefur hverjum lið vægi sem ákveðið er fyrirfram, b.e. áður en far- ið er að meta einstök svæði. Eg get nefnt að vægi lífríkisins gæti verið 5, laxveiðinnar 2, ferðaþjónustunnar 2 og áfram væri hægt að telja. Aðferðin verður nýtt til að draga afleiðingar virkjunar saman í einn mælikvarða. Á móti þeim kvarða kemur síðan ávinningurinn af virkjuninni. Einkunnir á þessum kvörðum verða svo nýttar til að draga virkjunarkostinn í dilka og raða þeim innbyrðis. Vinna okkar gæti í fyrsta lagi sýnt fram á að friða ætti ákveðin vatnasvæði um ókomna tíð, í öðru lagi að verndargildi svæðisins eða mikil- vægi þess til annarra nota en virkjunar væri svo mikið að ekki væri vert að fylgja hugmynd um virkjun eftir meðan betri kostir finnast og í þriðja lagi að annmarkar á virkjun væru svo litlir að álitlegt væri að ráðast í gerð hennar. Hvaðliggja margar virkjunarhugmyndir fyr- ir? Hugmyndirnar eru um 100 talsins, 60 í vatnsaflinu og 40 í jarðhitanum. Miðað við vöxt- inn í þjóðfélaginu myndu um 30 megavött nægja til að sinna aukningu á þörfinni á hefð- bundnum heimamarkaði næstu 3 árin. Harðn- andi samkeppni er að verða um að þjóna þjóðfé- laginu með 10 til 30 megavatta jarðhita- virkjunum. Stóru vatnsaflsvirkjanirnar eru allt að 10 sinnum stærri og koma því ekki að fullum notum fyrr en eftir um 30 ár nema stór nýr orkunotandi komi inn um leið og vatnsaflsvirkj- unin er tekin í gagnið. Fylgir ekki minna jarðrask jarð- hitavirkjunum? Hvoru tveggja fylgja bæði kostir og gallar. Einna snúnast hefur reynst að finna vatns- aflsvirkjun um miðlunarlón. Á hálendinu er víð- ast auðn nema í árfarvegum og giljadrögum. Bestu svæðin fyrir miðlunarlón eru því oft grónustu svæðin á hálandinu. Með nútímatækni í gerð jarðganga er hægt að veita vatni milli landshluta þvert á fjallgarða. Aftur á móti verð- ur að huga vel að hugsanlegum afleiðingum, t.d. af því að framburður hverfur, vatnsrennsli eykst þar sem ám er veitt saman en minnkar í gamla farveginum. Annars þurfa afleiðingarnar ekki alltaf að vera neikvæðar. Laxveiði í Blöndu er talin hafa batnað neðan virkjunar miðað við veiðina fyrir virkjunarframkvæmdirnar. Rennslið er orðið jafnara og eyrarnar grónari. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.