Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 22

Morgunblaðið - 01.10.2000, Page 22
MUiiGuNHLAiJHJ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 23 22 SUNNUDAGUK 1. OKTOBER 2UO0 Landmannalaugar eru í senn þekkt útivistar- og jarðhitasvæði. Hvernig er farið að því að meta virkjunar- hugmyndirnari Virkjunarmenn hafa lengi verið að þróa að- ferðir til að meta hagkvæmni virkjana. Lítill ágreiningur er því um hvemig sá útreikningur gengur fyrir sig. Stóra spumingin snýst um hver sé dýrmætasta nýting landsins í víðustum skilningi. Ekki aðeins í tengslum við nýtingu bænda, hlunnindi og ferðamannaþjónustu. Hið svokallað tilvistargildi má ekki gleymast. Að upplifa eða vita að maður hefur tækifæri til að upplifa náttúmna. Mest athyglin beinist þó að vemdun náttúr- unnar, t.d. að varðveita sérstök vistkerfi, fágæt- ar plöntur eða fuglategundir. Nýleg skýrsla Náttúmfræðistofnunar Islands felur í sér að- ferð til að flokka landið eftir gróðurfari. Eftir að hvert svæði hefur verið flokkað í svokallaðar vistgerðir (habitat) er hægt að álykta fyrir um helstu dýrategundir og fleira. Gengið er út frá þremur stigum viðmiða, þ.e. að náttúmfyrirbæri sé sérstætt fyrir héraðið, landið eða jafnvel heiminn allan. Verndargildið er minnst á fyrsta stiginu og hækkar síðan með vaxandi sérstöðu. Stigsetningin verður væntan- lega notuð í lífríkið, jarðfræðina og svo lands- lagið. Það er erfitt að meta gildi landslags. Engu að síður er ástæða til að velta viðfangsefninu fyrir sér eins og gert verður í sérstakri málstofu í október. Forvitnilegt verður að heyra hvað heimspekingar, listamenn og landslagsljós- myndarar hafa að segja um hinar ólíku hliðar landslagsins. Afstæður smekkur Varpa fallegustu myndir ljósmyndarans ekki Ijósi á sérstöðu iandsins? Smekkur okkar er auðvitað bæði afstæður og háður ýmsum ytri skilyrðum. Eðlilega horfa bændur mest til græna landsins og hafa vænt- anlega haft nýtingargildið í huga. Borgarbúar hafa gjaman hrifist af ósnortinni náttúra eins fjarri borgarmenningu og hugsast getur. Gagn- stætt flestum Islendingum em erlendir ferða- menn oft yfir sig hrifnir af svartri eyðimörkinni Morgunblaðið/Kristinn Sveinbjörn segist vera náttúruunnandi. Þar ráði uppeldi, dvöl í sveit sem unglingur og nám sitt í nátt- úrufræðum þar sem kennarar hafi verið niargir helstu frumkvöðlar okkar um náttúruvernd, svo sem Sigurður Þórarínsson. Á jarðhitasvæðunum þykir lýti að leggja þurfi vegi og leiðslur þvers og krass um landið. Sums staðar má nú spara vegi og leiðslur með því að bora holur á ská útfrá sama pallinum. Á lághitasvæðunum er vatninu dælt upp með þeim afleiðingum að sjálfrennsli til yfirborðs hverfur, t.d. era allir hverir horfnir í Reykjavík og Mosfellssveit. Á háhitasvæðunum bregður svo við að um leið og vatn er tekið með bor- holum lækkar þrýstingur í vatnsæðum og vatn- ið fer að sjóða í berginu. Gufa stígur til yfir- borðs, t.d. hefur gufan aukist mjög mikið í Svartsengi. Ekki er langt síðan uppgötvaðist að sjaldgæf- ar örverur þrifust í allt að 100 gráða hita í nátt- úralegum hverum. í framhaldi af því kom í Ijós möguleiki á því að vinna úr örveranum efni á borð við erfðaefni. Nú hafa menn af því áhyggj- ur af virkjanir valdi því að náttúrulegir hverir hverfi og þar með fágæt lífsskilyrði örveranna. Ólíklegt er að sum háhitasvæði verði virkjuð. Aldrei held ég að virkjað verði við Hrafn- tinnusker eða í Landmannalaugum, enda er þar um vinsæla ferðamannastaði að ræða. Annars snýst spurningin um sambúð eins og í Kerlingarfjöllum. Ekki er útilokað að hægt væri að virkja jarðhita þar þótt meginhvera- svæðið væri látið ósnortið og skíðaskólinn starf- aði óbreyttur. inni í landi. Engu að síður megum við ekki láta hugfallast og stefnum að því að koma á einhvers konar flokkun á landslagi. Sjaldgæfasta lands- lagið verður væntanlega talið dýrmætast o.s.frv. Með því móti verður vonandi komið í veg fyrir slys eins og urðu við að Rauðhólamir vora teknir í undirlag undir Reykjavíkurflugvöll. Núna er að koma upp Elliðavatns- og Vatns- endadeila og sjálfsagt að málin séu rædd. Alltof oft hefur því miður gerst að menn hafa áttað sig alltof seint á að eitthvað sem virðist vera mjög algengt í náttúranni er í rauninni orðið mjög sjaldgæft. Ég get nefnt að nauðsyn- legt er að fara að með varúð á Reykjanesskaga, enda er þar varla nokkurt ósnortið jarðhita- svæði lengur. Þegar öll svæði á Reykjanes- skaga og í Hengli hafa verið virkjuð þurfa Reykvíkingar að fara upp að Torfajökli eða Kerlingarfjöllum til að sjá náttúrulegt og ósnortið jarðhitasvæði. Hvuða skoðun hefur þú á aðferð Náttúru- fræðistofnunar við að meta náttúruverndar- gildi? Ég tel að sá grannur sem Náttúrafræði- stofnun hefur lagt sé tímamótaverk í mati á verndargildi náttúra og muni ekki aðeins gagn- ast Rammaáætlun við sitt mat, heldur Náttúra- vernd ríkisins við gerð náttúraverndaráætlunar og Skipulagsstofnun við svæðisskipulag og við RAMMAÁÆTLUN UM NÝTINGU VATNSAFLS OG JARÐVARMA Leið úr sjálfhelau Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls ogjarövarma er ætlaó aö losa íslendinga úr sjálfheldu háværra deilna um einangraöa virkjunarkosti. Anna G. Ólafsdóttir sett- ist niöur meö verkefnisstjóranum Sveinbirni Björnssyni jaröeölisfræöingi og varö margs vísari um Ramma- áætlunina ogöll óþrjótandi tækifærintil nýtingarvatns- afls ogjarövarma í íslenskri náttúru. EFTIR annasamt starf háskólarekt- ors var Sveinbimi boðið að stýra vinnu við Rammaáætlun um nýtingu vatns afls og jarðvarma vorið 1999. Hann stóðst ekki mátið, enda hvort tveggja í senn raunvísindamaður og náttúra- unnandi. Annars segist hann sjálfur halda að aðallega hafi verið sóst eftir reynslu hans frá rektorsárunum af því að sætta ólík sjónarmið sérfræðinga og stúdenta. Hvað sem því líður er greinilegt að Sveinbjöm hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu og kippir sér ekki upp við að stöðugur straumur tölvuskilaboða skjóti upp kollinum á tölvuskjánum á meðan blaðamaður- inn baunar á hann spumingum. Hver er tilgangur Rammaáætlunarinnar? Hingað til hefur umræðan oftast snúist um eina virkjunarhugmynd í einu, þá sem er mest aðkallandi í það sinnið. Deilumar hafa oft orðið háværar, enda veralegir hagsmunir í húfi. Ekki gera sér allir grein fyrir kostnaði orkufyrir- tækjanna við undirbúningsstigin þijú, þ.e. for- athugun, framhönnun og verkhönnun. Virkj- unina þarf nánast að verkhanna til að svara öllum kröfum í lögum um mat á umhverfisáhrif- um. Ekki er nema von að erfitt sé að kyngja því að ekkert verði af framkvæmdum eftir að hundruðum milljóna hefur verið kostað til und- irbúningsins. Með Rammaáætluninni er ætlunin að reyna að losna úr þessari sjálfheldu með því að kanna og bera saman allar fyrirliggjandi virkjunar- hugmyndir á forathugunarstiginu. Markmiðið er að gefa vísbendingu um hvaða virkjunarkostir séu álitlegastir í framtíðinni frá sjónarhóli hagkvæmni og umhverfis. Fyrsta sögulega andstaðan við virkjunarhug- mynd vegna umhverfismála var við Laxárvirkj- un. Bændur byrjuðu á því að mótmæla því að jarðir færa undir vatn og virkjunin stefndi lax- veiði í hættu. Undirtektir átthagafélaga og al- menn þjóðemisvakning gáfu mótmælunum byr undir báða vængi og gerðu útslagið um að heim- iluð stífla varð mun lægri en fyrstu áfrom ráð- gerðu. Afleiðingin af því var að orkuframleiðsl- an nægði ekki til að svara þörfinni fyrir orkunotkun á Norðurlandi og ráðist var í fram- kvæmdir við Kröfluvirkjun. Vegna ófullnægjandi undirbúnings, eldgoss og fleiri erfðileika gengu framkvæmdimar ekki eins vel og áætlanir höfðu gert ráð fyrir í upp- hafi. Virkjunin átti í erfiðleikum með gufuöflun í 15 ár og gífurlegt fé tapaðist. Að mínum dómi náðist farsæl lausn í deilum um hvort rétt væri að fórna hluta íjórsárvera undir miðlunarlón á sínum tíma. Horfið var frá hugmyndinni og farið í svokallaða Kvíslaveitu. Með því að veita nokkram ám austan Þjórsár inn í Þórisvatn náðist að mestu áætlað takmark um orkuframleiðslu og flestir gátu unað vel við sitt. Nú er almenn ánægja með að Þjórsárverum skyldi hlíft. Já, annars er athyglisvert að í samkomulag- inu um að hlífa Þjórsárveram kemur fram að fremur mætti gera miðlunarlón á Eyjabökkum. Núna era væntanlega flestir sammála því að æskilegt sé að leyfa Eyjabökkum og Snæfelli að njóta sín í ósnortinni heild. Eyjabakkar era gott dæmi um hversu íost við eram enn í að einblína aðeins á einn kost í einu. Verkefnisstjómin hóf vinnu sína á meðan á viðkvæmum deilum um Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkalónið stóð. Þai- sem virkjunin hafði verið heimiluð féll hún ekki innan verkiýsingar Rammaáætlunarinnar. Eft- ir frestun Fljótsdalsvirkjunar horfði dæmið allt öðravisi við og Eyjabakkar og reyndar Kára- hnjúkavirkjun era komin á fyrsta áfanga Rammaáætlunarinnar. Þó getm- vel farið svo að ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun verði tekin á meðan við eram enn að vinna okkar vinnu. Snýst um sambúð Hvemig fer vinnan við Rammaáætlunina fram? Ég stýi'i 16 manna verkefnisstjóm Ramma- áætlunarinnar. Undir hana heyra fjórir faghóp- ar um 50 sérfræðinga. Faghópur um náttúra- og minjavemd metur áhrif ákveðinna hugmynda um virkjanir á gróð- ur, dýralíf, landslag, jarðmyndanir og minjar. Faghópur um útivist og hlunnindi hugar að áhrifum á útivist, landbúnað, landgræðslu, skógrækt, lax- og silungsveiðar og skotveiði. Faghópur um þjóðhagsmál metur langtíma- áhrif nýtingar orkuiinda á efnahag, atvinnu- og byggðaþróun. Að síðustu skilgreinir faghópur um orkulind- ir þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu og metur orkugetu og orkukostnað hvers þeirra. Þess er vænst að orkufyrirtækin skiii inn beiðnum um athugun á þeim virkjunarhug- myndum sem þau bera fyrir brjósti. Að öðram kosti mun Orkustofnun semja skýrslur sem lýsa virkjunarhugmyndum. Þessar skýrslur frá orkufyrirtækjum eða Orkustofnun verða lagðar fyrir faghópa til mats. Hver faghópur skoðar hugmyndina út frá sínu fagsviði og gefur ein- kunn. Verkefnistjómin hef ur ákveðið að nýta svokallaða AHP-aðferð sem gefur hveijum lið vægi sem ákveðið er fyrirfram, þ.e. áður en far- ið er að meta einstök svæði. Ég get nefnt að vægi lífríkisins gæti verið 5, laxveiðinnar 2, ferðaþjónustunnar 2 og áfram væri hægt að telja. Aðferðin verður nýtt til að draga afleiðingar virkjunar saman í einn mælikvarða. Á móti þeim kvarða kemur síðan ávinningurinn af virkjuninni. Einkunnir á þessum kvörðum verða svo nýttar til að draga virkjunarkostinn í dilka og raða þeim innbyrðis. Vinna okkar gæti í fyrsta lagi sýnt fram á að friða ætti ákveðin vatnasvæði um ókomna tíð, í öðra lagi að vemdargildi svæðisins eða mikil- vægi þess til annarra nota en virkjunar væri svo mikið að ekki væri vert að fylgja hugmynd um virkjun eftir meðan betri kostir finnast og í þriðja lagi að annmarkar á virkjun væra svo litlir að álitlegt væri að ráðast í gerð hennar. Hvað liggja mai-gar virkjunarhugmyndir fyr- ir? Hugmyndimar eru um 100 talsins, 60 í vatnsaflinu og 40 í jarðhitanum. Miðað við vöxt- inn í þjóðfélaginu myndu um 30 megavött nægja til að sinna aukningu á þörfinni á hefð- bundnum heimamarkaði næstu 3 árin. Harðn- andi samkeppni er að verða um að þjóna þjóðfé- laginu með 10 til 30 megavatta jarðhita- virkjunum. Stóra vatnsaflsvirkjanimar era allt að 10 sinnum stæiri og koma því ekki að fullum notum fyrr en eftir um 30 ár nema stór nýr orkunotandi komi inn um leið og vatnsaflsvirkj- unin er tekin í gagnið. Fylgir ekki minna jarðrask jarð- hitavirkjunum? Hvora tveggja fylgja bæði kostir og gallar. Einna snúnast hefur reynst að finna vatns- aflsvirkjun um miðlunarlón. Á hálendinu er víð- ast auðn nema í árfarvegum og giljadrögum. Bestu svæðin fyrir miðlunarlón era því oft grónustu svæðin á hálandinu. Með nútímatækni í gerð jarðganga er hægt að veita vatni milli landshluta þvert á fjallgarða. Aftur á móti verð- ur að huga vel að hugsanlegum afleiðingum, t.d. af því að framburður hverfur, vatnsrennsli eykst þar sem ám er veitt saman en minnkar í gamla farveginum. Annars þurfa afleiðingarnar ekki alltaf að vera neikvæðar. Laxveiði í Blöndu er talin hafa batnað neðan virkjunar miðað við veiðina fyrir virkjunarframkvæmdirnar. Rennslið er orðið jafnara og eyramar grónari. Með gerð Rammaáætlunar vilja stjórnvöld að lagt sé mat á virkjunarkosti og þeir flokkaðir með tilliti til orku- getu og hagkvæmni, gildis þeirra fyrir þjóðarhag og at- vinnu og byggðaþróun í land- inu, svo og áhrif á náttúrufar og umhverfi, náttúru, hlunn- indi, útivist og menningar- og búsetuminjar. Áætlunin nær ekki til virkjana sem þegar hafa verið heimilaðar. mat á umhverfisáhrifum allra framkvæmda. Norðmenn ákveðin fyrírmynd Hvaða tímamörk hefur verkefnisstjórnin sett sér? Við stefnum að því að vera búin að meta á bil- inu 20 til 25 hugmyndir í árslok 2002. Forgang hafa hugmyndir um virkjun jökulánna á hálend- inu með umdeildum miðlunarlónum og jarðhita- svæði nálægt byggð. Að ósk stjómvalda verður reynt að draga út úr vinnunni sérstakan saman- burð á helstu virkjunarhugmyndum sem fela í sér miðlunarlón til samanburðar við Kára- hnjúkavirkjun í árs lok 2001. Hálslón hefur verið til umræðu vegna Kára- hnjúkavirkjunar upp á síðkastið. Hin lónstæðin norðan Vatnajökuls era Eyjabakkalón og Am- ardalslón. í lónunum þremur mætti geyma vatn frá Jökulsá í Fljótsdal, Jökulsá á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Bugslón yrði í austari Jökulsá í Skagafirði norðan Hofsjökuls. Langisjór yrði til miðlunar á vatni Skaftár, tæki við hlaupum hennar. Þaðan yrði vatni veitt yfir í Tungnaá og Þjórsá þar sem það nýttist í Sigöldu-, Hraun- eyja-, Búðarháls-, Sultartanga-, Búrfells- og Urriðafossvirkjun á leið til sjávar. Norðhnga- öldulón yrði í Þjórsá neðst í Þjórsárveram. Það- an yrði vatni veitt í Þórisvatn um Kvíslaveitur. Allt era þetta umtals verð miðlunarlón og mörg í viðkvæmu umhverfi. Við viljum bera áhrif þeirra saman og sjá hvemig Hálslón raðast í þeim samanburði. Hvenær er hægt að búast við að öðrum áfanga verði lokið? Eftir að kúfurinn hefur verið tekinn af með því að meta 25 virkjanahugmyndir gæti biðin eftir niðurstöðum úr öðram áfanga orðið heldur lengri. Fyrir því era einkum tvær ástæður, þ.e. að þrýstingur á niðurstöður verður væntanlega orðinn minni og ekki era til eins ítarlegar upp- lýsingar um önnur svæði. Því þarf lengri tíma til undirbúningsrannsókna áður en mat fer fram. Vinnan heldur síðan áfram uns allar hugmynd- imar hafa verið metnar. Norðmenn hafa verið okkur ákveðin fyrir- mynd. Þar í landi var byrjað að meta virkjana- hugmyndir með svipuðum hætti fyrir um 20 ár- um. Þá höfðu þeir nýtt um 65-70% af mögulegum virkjunarhugmyndum. Hér er ástandið annað, því eftir er að nýta um 80% af hugsanlegum virkjunarmöguleikum í vatnsafli og jarðhita. Norðmenn era enn að meta hug- myndir og því er ekki ólíkegt að íslendingar verði að velta því sama fyrir sér í fyrirsjáanlegri fram tíð. Hvaða áhrifhefur hugsanlegur Vatnajökuls- þjóðgarður ávirkjunarhugmyndir ? Vatnajökulsþjóðgarður sem nær bara til ís- hettunnar og Skaftafells snertir ekki virkjunar- hugmyndir. Ef hugmyndin er víkkuð svo að hún taki tU lands allt umhverfis jökuhnn koma inn víðtækir hagsmunir bænda og virkjanamanna. Þeir sem tala um stærri þjóðgarð vfija að metið verði gildi þjóðgarðs norðan Vatnajökuls sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði bæði fyrir at- vinnuhf og náttúravemd samhliða mati á gildi landsins fyrir virkjanir og mati á umhverfis- áhrifum Kárahnjúkavh-kjunar með Hrauna- og Fljótsdalsveitu. Nú er til umræðu hvemig standa mætti að slíku mati. I sumum tilvikum geta þjóðgarður og önnur afnot farið saman og jafnvel styrkt hvert annað, en það þarf að skoða í hverju tilviki. Háleitar hugmyndir Hvaða gildi hefur mat Rammaáætlunar fyrir niðurstöður Alþingis ? Við höfum enn ekki fengið skýr svör um hvaða gildi matið hafi við lokaákvörðun um virkjunarleyfi. Með tímanum verður væntanlega að koma í ijós hvaða vægi niðurstöðumar hafa í kerfinu. Verkefnisstjórnin heldur áfram sínu striki. Nokkurrar tortryggni gætti í helstu hagsmuna- hópunum til að byrja með. Náttúravemdar- samtök höfðu af því áhyggjur að ætlunin væri að halda þeim uppteknum við sandkassaleik á meðan ákvarðanir um virkjanir yrðu teknai' einhvers staðar annars staðar. Vfrkjanaaðilam- ir höfðu af því áhyggjur að tilgangurinn væri að tefja virkjanaframkvæmdirnar. Núna virðist tiltrúin á verkefnið vera komin hjá báðum aðilum. Aðalvandinn felst í því að menn era famir gera sér talsvert háleitar hug- myndir um hverju Rammaáætlunin getur skil- að. Smám saman verða væntingarnar vonandi raunsærri. Raforkubúskapur aukabúgrein! Hvaða áhrif telur þú að frelsi í raforkufram- leiðslu eigi eftir að hafa í framtíðinni? Hvorki almenningur né þingmenn virðast hafa gert sér nægilega vel grein fyrir því að með nýjum raforkulögum verður orkuframleiðsla gefin frjáls, væntanlega innan tveggja ára. Sú leið verður væntanlega farin að ríkið eða sterkt fyrirtæki á vegum ríkisins taki að sér rekstur landsnets, þ.e. dreifinets fyrir raforkuna. Hver sem er getur síðan framleitt rafmagn og samið við fyrirtækið um flutning á netinu. Eftir að breytingin hefur tekið gildi verða það ekki stjórnmálamenn heldur sjálfstæð orkufyrir- tæki sem taka ákvörðun um hvaða virkjanir verða byggðar og hvenær. Þau eiga vonandi eft- ir að hafa okkar niðurstöður til hliðsjónar við mat á því hvaða virkjunarhugmyndir séu lík- legastar til að ná fram að ganga án teijandi vandræða. Hefur raforkuframleiðsla verið gefín frjáls í nágrannalöndunum ? Já, í flestum nágrannalandanna. Fyrstu áhrifin hafa verið að dregið hefur úr virkjunarframkvæmdum. Sums staðar þótti mönnum fjárfestingar hafa verið of miklar og atvinnuvegurinn ekki nægi- lega arðbær. Ég spái því að áfram verði meiri ásókn í að virkja jarðhita. Að Hitaveita Suðumesja og Orkuveita Reykjavíkur sækist eftir 30 mega- vöttum hér og þar tii að mæta orku þörfinni á allra næstu áram. Eins er spennandi að sjá hvort raforkubændur fara að spretta upp í sveitunum, gera raforkubúskap að aukabúgrein og selja samtals allt að 30 megavött inn á dreifi- netið. Um skeið hefur talsvert verið fjallað um kosti vetnis sem eldsneytisgjafa. Hversu stóra virkj- un þyrfti til að fullnægja þörf íslenska bíla- og skipaflotans? Virkjun af svipaðri stærð og Kárahnjúka- virkjun (600 MW) gæti framleitt eldsneyti fyrir bíla- og skipaflota landsmanna. Til þess þarf um 12% af þeirri orkugetu sem óvirkjuð er. Nú er slíkt eldsneyti veralega dýrara en bensín og ol- ía, en á næstu áratugum gætu verðhlutföll breyst. Ef til þess kemur að hagstæðara verður að selja raforku til eldsneytisframleiðslu en orkufreks málmiðnaðar getum við lagt niður af- skrifaðar málmverksmiðjur og nýtt orkuna í framleiðslu á eldsneyti. Þið hafíð kynnt Rammaáætlunina úti á landi. Hvað hefur heimamönnum verið efst íhuga? Við höfum haldið fundi á Reyðarfirði, á Akur- eyri og Sauðárkróki. Á fundunum höfum við kynnt verkefnið og virkjunarhugmyndir í við- komandi héraði. Nokkuð lýsandi er að Skagfirð- ingar virðast almennt frekar hlynntir því að ráðist verði í Villinganesvirkjun. Á hinn bóginn er greinilegur vilji fyrir því að bíða með Skata- staðavirkjun með Bugslóni þar til hægt verði að tryggja að orkan verði nýtt í héraðinu sjálfu. Eðlilegt er að upp komi áhyggjur af því að að- eins komi erlent tímabundið vinnuafl að upp- byggingunni. Verktakar á svæðinu hagnist á meðan á framkvæmdunum standi og tómarúm myndist í kjölfarið. Á döfinni er að halda fundi á Hvoisvelli eða Hellu og Kirkjubæjarklaustri til að kynna virkj- unarhugmyndir í Torfajökli og Skaftafellssýslu. Torfajökull er eitt alstærsta jarðhitasvæði landsins. Um leið hefur svæðið mikið útivistar- gildi og nægir þar að nefna hinn svokallað Laugaveg. Þess vegna þarf að fara að með var- úð og ræða nýtinguna út frá sjónarhóli svæðis- skipulags, þ.e. hvar sé eðlilegt að gera ráð fyrir útivistarsvæði, iðnaði o.s.frv. Skaftá er við- kvæmust í Skaftafellssýslu og hagsmunir bænda, vegagerðarinnar og landgræðslunnar fara ekki alltaf saman. Hólmsá er gimileg til virkjunar, enda vatnsmikii alit árið. Lónstæðið er ekkert sérstaklega viðkvæmt og gæti skapað skilyrði fyrir ágætis virkjun á stærð við Blöndu- virkjun. Markarfljótið er mikið vatnsfall og lík- lega erfitt til virkjunar. Við eigum frekar von á því að þar verði vemdarþættimir ofan á. Eins er athyglisvert að við Markarfljót era hliðstæð gljúfur og Hafrahvammagljúfur. Aftur á móti er lítið búið að rannsaka ár á borð við Hverfis- fljót og Djúpá. Hvernig verður tengslunum við almenning háttað? Landvemd skipuleggur og annast samráð við almenning. Haldnir era kynningarfundir, opnar málstofur og allt efni er sett á heimasíðu þar sem það er aðgengilegt almenningi. Þegar drög að skýrslum sem lýsa virkjunarhugmynd og hugsanlegum áhrifum virkjunar era tilbúin verða þau kynnt almenningi og faghópum, at- hugasemdum og ábendingum komið til höfunda skýrslnanna og þær endurskoðaðar. Kynning yrði bæði á Neti og á kynningarfundum í héraði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.