Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 2

Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bankaráð Búnaðarbankans samþykkir sameiningarviðræður við Landsbankann Fulltrúar bankanna hitt- ust í gærkvöld Vilja stofna embætti umboðs- manns aldraðra í ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU sem sjö þingmenn Sjálfstæðis- flokks hafa lagt fram á Alþingi er lagt til að ríkisstjórninni verði fal- ið að stofna embætti umboðs- manns aldraðra sem sinni gæslu hagsmuna og réttinda aldraðra. Guðmundur Hallvarðsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. I greinargerð hennar segir að mik- il nauðsyn sé á að stjórnvöld taki tillit til hagsmuna aldraðra þegar teknar séu ákvarðanir sem þá varði, ekki síst þegar hliðsjón er höfð af því að Islendingar verða elstir allra þjóða og að hlutfall aldraðra af heildaríbúafjölda fari vaxandi. I greinargerð segir að nauðsyn- legt sé að stöðugleika sé gætt í hvívetna hvað varði fjárhagslega afkomu aldraðra. Þar segir einnig að það yrði augljóslega léttir íyrir starfsfólk vist- og hjúkrunarheim- ila að geta vísað til umboðsmanns ýmsum deilumálum sem upp komi, t.d. milli nánustu ættingja um fjár- mál og eignir. Segja flutnings- menn jafnframt að löggjafanum beri að setja lagaramma um starf- semi sérhæfðrar öldrunarþjónustu þar sem kveðið verði á um þau skilyrði sem einkaaðilum og opin- berum aðilum, sem starfa að þess- um málum, beri að uppfylla. --------------- Með 800-1.000 e- töflur innvortis Með 80 smokka innvortis KARLMAÐUR um þrítugt var handtekinn af Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli síðdegis á sunnudag. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að maðurinn var með um 800-1000 e-töflur innvortis. Nákvæmt magn var ekki vitað í gær þar sem maðurinn hafði ekki enn skilað öllu efninu af sér. Maðurinn var lagður inn á Landspítala - háskólasjúkrahús í Fossvogi og þess beðið að efnin gengju niður. Að sögn læknis á spítalanum var líðan mannsins með ágætum í gær. Þó er alltaf nokkur hætta á að smokkarnir rifni en slíkt getur reynst ban- vænt. Maðurinn kom með flugvél frá Frankfurt síðdegis á sunnudaginn. Leitað var að fíkniefnum í farangri hans en ekkert fannst við leitina. Ástæða þótti til að senda manninn i röntgenmyndatöku og kom þá í ljós að maðurinn hafði gleypt 80 smokka sem taldir eru innihalda um 800-1000 e-töflur. BANKARÁÐ Búnaðarbanka íslands hf. samþykkti í gær að hefja viðræður um mögulega sameiningu bankans og Landsbanka íslands hf. Var Pálma Jónssyni, formanni bankaráðsins, og Þórólfi Gíslasyni varaformanni falið að leiða viðræðumar fyrir hönd bank- ans. Fulltrúar bankanna hittust vegna komandi viðræðna í gærkvöldi. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti í síðustu viku að ganga til við- ræðanna og fól Halldóri J. Kristjáns- syni bankastjóra að leiða þær af hálfu bankans. í tilkynningu frá bankaráði Búnaðarbankans segir að á fundinum hafi jafnframt verið ákveðið að samn- ingaviðræður verði í höndum banka- stjómar í samræmi við verkaskipt- ingu sem ákveðin verði af formanni og varafoi-manni bankaráðsins. Banka- ráðið leggi áherslu á að haft verði samráð við forystu starfsmannafélags bankans í þeim sameiningarviðræð- um sem í hönd fara á næstunni. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, heim- sótti í gær álverksmiðju og at- hafnasvæði Norðuráls á Grundar- tanga ásamt fulltrúum iðnaðar- ráðuneytisins og átti fund með forráðamönnum Norðuráls um óskir fyrirtækisins um stækkun ál- verksmiðjunnar í allt að 300 þús- und tonna framleiðslugetu á ári. Á mánudag funduðu forsvarsmenn Norðuráls með Landsvirkjun af sama tilefni. Tómas M. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri tækni- og umhverf- Sólon R. Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði eftir fundinn í gærkvöldi að menn hefðu hist og rabbað saman en annar fundur hefði ekki verið ákveðinn. Sagði hann unnið að málinu áfi'am og kvaðst ekki vilja greina nánar frá umræðum. Pálmi Jónsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að farið yrði í þessar viðræður á jafnréttisgrund- velli á næstu dögum. „Við förum í þessar viðræður með það að mark- issviðs Norðuráls, sagði við Morg- unblaðið að heimsókn ráðherrans og fylgdarliðs hans hefði verið ánægjulegt. Fundurinn á eftir hefði jafnframt verið gagnlegur og ákveðið hefði verið að báðir aðilar ynnu áfram að málinu og hittust aftur eftir mánuð. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði við Morgun- blaðið sl. laugardag, að fyrirtækið þyrfti að fá að vita hvort og hvern- ig væri hægt væri að áfangaskipta byggingu álversins. Það auðveld- aði svör vegna óska fyrirtækisins miði að leiða málin til lykta með já- kvæðri niðurstöðu. Stærðarmunur bankanna verður auðvitað metinn í skiptitölum milli bankanna og er eitt af því sem ræða verður í þessum samningaviðræðum," sagði hann. Bankaráðið fundaði fyrst um málið á mánudag en þeim fundi var síðan frestað og lauk í gær. Pálmi segir að vegna seinkunar í flugi hafi heim- koma eins bankaráðsmanns erlendis frá tafist og eins hafi menn verið um orkuþörf. Tómas segir að hugsanleg áfangaskipting fram- kvæmdanna hafi verið til umræðu á fundinum með Landsvirkjun. „Okkur líst ekki nógu vel á þær hugmyndir því við viljum stækka verksmiðjuna í einu lagi,“ sagði Tómas. Hugmyndir Norðuráls ganga út á að 240 þúsund tonna verksmiðja verði tilbúin árið 2004 og eftir það verði með nýjustu tækni hægt að hagræða nægilega til að auka framleiðsluna upp í 300 þúsund tonn á ári. ákveðnir í að ræða málin í þaula áður en ákvörðun væri tekin. Pálmi bætti því við að bankaráðið hafi samþykkt samhljóða að fara út í viðræðumar. Einn hafi þó setið hjá við afgreiðsluna og látið bóka efasemdir sínar. Fékkst ekki gefið upp hver það var. Á hluthafafundi Búnaðarbankans, sem haldinn var á mánudag, var sam- þykkt að auka hlutafé í bankanum um 250 milljónir kr. með útgáfu nýrra hlutabréfa. Hlutafé í bankanum eykst þar með úr 4,1 milljarði ki-. í 4,35 milljarða. Verður hlutafjáraukningin notuð til að fjármagna stofnun dóttur- fyrirtækisins Bunadarbanki Intema- tional S.A. í Luxemborg. Einkaaðilar eiga ríflega fjórðung hlutafjár í bank- anum á móti ríkinu. Þai' af er Kaup- þing stærsti einstaki eignaraðilinn. Aðspurður sagðist Pálmi ekki hafa orðið vai' við óánægju fulltrúa ann- arra hluthafa en ríkisins með fram- vindu mála. Eldur í báti á Akranesi SLÖKKVILIÐIÐ á Akranesi var kvatt að skipasmíðastöðinni Þorgeii' & Ellert hf. á Akranesi í gærkvöldi en þá logaði eldur í lúkar á báti sem verið er að setja á perustefni inni í stöðinni. Fljótt gekk að slökkva eldinn en tals- verðar skemmdir urðu á stýrishúsi bátsins. Talið er að neisti frá logsuðu hafi komist í tréverk í lúkarnum. Að sögn Þorgeirs Jósefssonar framkvæmdastjóra urðu menn, sem vom að koma úr vinnu á Grundar- tanga laust fyrir klukkan 21, varir við að reyk lagði frá skipasmíðastöðinni. Þorgeir sagði að unnið hefði verið við suðu á bátnum um klukkan 16 og síð- asti starfsmaðurinn fór úr húsinu um hálftíma síðar. Hefði eldurinn senni- lega verið að krauma frá þeim tíma. Eldurinn var ekki mjög mikill en tals- verðar skemmdir urðu af hita og sóti. Norðurál fundar með iðnaðarráðherra og Landsvirkjun Líst illa á hugmyndir um áfangaskiptingu Itlöróiiiúl' tiltiití ^ •3 efouíu ísland með í umsókn um EM 2008/C3 f VERINU í dag er sagt frá tillögum Hafrannsóknastofn- unar um veiðibann á innfjarðarækju norðanlands, breyt- ingum hjá útgerðarfélaginu Þorbimi-Fiskanesi og fjallað um stefnumörkun FAO um öryggismál fiskimanna. Dúfa búin að semja við Breiðablik og Gimli / C1 Með Morgun- blaðinu í dag fylgir blað frá Raf- & tölvutón- listarhátíðinni á íslandi. Út- gefandi er Art 2000. 1 ► Teiknimyndasögur • ► Myndir • ► Þrautir 2 ► Brandarar J ► Sögur • ► Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.