Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Heilsuhagfræðingur um kostnað innan heilbrigðiskerfa
Lyfjakostnaður gjarnan
ofmetinn í umræðunni
„SJÓNARMIÐ heilsuhagfræði
verða æ mikilvægari eftir því sem
heilbrigðiskerfí verða umfangsmeiri
og kostnaðarsamari,“ segir Göran
Karlsson, doktor í heilsuhagfræði,
sem starfar hjá AstraZeneca í Sví-
þjóð, en hann var nýverið staddur
hér á landi og flutti meðal annars
fyrirlestur á ráðstefnu Samtaka
verslunarinnar um heilsuhagfræði.
Göran sagði í samtali við Morgun-
blaðið að með auknu vægi hagfræði-
sjónarmiða almennt væri tekið æ
meira tillit til þeirra innan heil-
brigðiskerfa í mörgum löndum, til
dæmis Svíþjóð, enda sé afar mikil-
vægt að skoða kostnaðarliði innan
heilbrigðiskerfis í tengslum við
hvern annan og í tengslum við ytri
þætti.
„Heilsuhagfræði verður að skoð-
ast mjög stóru samhengi,“ segir
Göran. „Þegar litið er á kostnað inn-
an heilbrigðiskerfisins má ekki ein-
göngu horfa á lyfjakostnað heldur
verður einnig að líta til annarra
kostnaðarliða svo sem kostnaðar við
rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu-
stöðva. Einnig þarf að skoða kostn-
að sem er fjær, svo sem kostnað við
félagslega þjónustu. Þar að auki
kemur til óbeinn kostnaður sem geti
verið gríðarlegur, svo sem kostnað-
ur vegna vinnutaps eða framleiðslu-
taps.“
Göran segir að oft á tíðum megi
finna meginhluta kostnaðar við
Morgunblaðið/Jim Smart
Göran Karlsson, doktor í heilsu-
hagfræði, flutti fyrirlestur á
ráðstefnu Samtaka verslunar-
innar um heilsuhagfræði.
sjúkdóma og veikindi utan heil-
brigðiskerfisins og telur hann að
lyfjakostnaður sé gjarnan ofmetinn
í umræðu um kostnað innan heil-
brigðiskerfisins.
„Ég veit ekki hvernig málin
standa hér á íslandi en ef staðan í
Svíþjóð er skoðuð, má áætla það
gróflega að lyfjakostnaður sé um
15% af beinum kostnaði innan heil-
brigðiskerfisins. Svo má áætla að
óbeinn kostnaður, sem er fyrst og
fremst vinnutap og framleiðslutap,
sé álíka mikill og beini kostnaðurinn
og þá er lyfjakostnaðurinn orðinn
ennþá minna hlutfall af heildar-
kostnaði vegna heilbrigðismála,"
segir Göran.
Lyf eru hluti af tækniþróun-
inni innan Iæknavisindanna
Hann segir jafnframt að lyfja-
kostnaður hafi vissulega aukist
mjög mikið og meira en aðrir kostn-
aðarliðir innan heilbrigðiskerfísins.
„En samt er lyfjakostnaður til-
tölulega lítill hluti af heildarkostn-
aðinum og oft má réttlæta hann með
því að hann leiðir til þess að lækka
annan kostnað, til dæmis við annars
konar meðferð og vinnutap," segir
Göran.
Hann segir þegar lyfjakostnaður
aukist, lækki annar kostnaður við
sjúkrahúsrekstur jafnan og að einn-
ig verði að taka með í reikninginn
þau auknu gæði lífs sem lyf hafi
gjarnan í för með sér.
Göran segir einnig að ekki megi
gleymast að lyf séu afurð og hluti af
þeirri tækniþróun sem orðið hafi
innan læknavísindanna. Því sé eðli-
legt að kostnaður við ný lyf sem
unnin hafa verið með hátæknilegum
aðferðum sé hár fyrst í stað. Svo
lækki hann að sjálfsögðu, auk þess
sem að hann verði til þess að kostn-
aður við áframhaldandi þróun lyfja
verði lægri.
Ljósmynd/Sveinn Benediktsson
Sybille Wtittenhorst varð 4 milljónasti gesturinn í íslenska skálanum á
EXPO 2000. Við hlið hennar er eiginmaður hennar, Werner.
Fjórar millj-
ónir gesta
í EXPO-
skálann
SYBILLE Wtittenhurst frá Ruhr-
héraðinu í Þýskalandi varð á mánu-
daginn fjögur milljónasti gestur ís-
lenska skálans á Heimssýningunni í
Hannover, EXPO 2000.
Sigríður Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri íslenska skálans,
segir að þar með hafi takmarkinu
verið náð varðandi fjölda gesta inn
í sýningarskálann. Hinn 9. október
sl. var slegið aðsóknarmet en þá
komu 40.299 gestir inn í skálann.
EXPO 2000 lýkur hinn 31. október
næstkomandi.
Gatnamálastj óri segir nagladekk valda miklum skemmdum á malbiki
GATNAMÁLASTJÓRINN í
Reykjavík segir að nagladekk séu í
langflestum tilvikum óþörf við vetr-
arakstur í höfuðborginni. Það sé af-
ar fátítt að þannig aðstæður skapist
á götum borgarinnar að eiginleikar
nagladekkjanna nýtist. Nagladekk-
in eigi hinsvegar sök á stórum hluta
þeirra gatnaskemmda sem verða í
borginni en árlega er um 250 millj-
ónum króna varið til viðgerða á
malbiksslitlagi í Reykjavík.
Gatnamálastjóri birti á síðasta
ári auglýsingu þar sem íbúar
Reykjavíkur voru hvattir til að nota
ekki nagladekk. Sigurður Skarp-
héðinsson gatnamálastjóri segir að
ekki hafi verið tekin ákvörðun um
hvort gripið verði til svipaðra að-
gerða nú. Hann biður Reykvíkinga
þó að hugsa vel sinn gang áður en
þeir setji nagladekk undir bifreiðar
sínar. Það sé ljóst að nagladekkinn
valdi miklum skemmdum á malbiki
Nagladekk
eru í flestum
tilvikum óþörf
en ökumenn njóti að sama skapi af-
ar lítils ávinnings. Flesta daga vetr-
ar aki ökumenn um á auðum götum
en malbikið slitni mest þegar bílar
aki á nagladekkjum á auðum, blaut-
um götum.
Velja nagladekk
af gömlum vana
Sigurður segir ekki nauðsynlegt
nema fyrir örfáa, t.d. þá sem aka
mikið utanbæjar eða á næturnar,
að aka á nagladekkjum. Margir láti
hinsvegar nagladekk undir bíla
sína af gömlum vana. Sigurður tel-
ur einnig að margir hafi ekki gert
sér grein fyrir því að á síðustu ár-
um hafi orðið mikil þróun i fram-
leiðslu vetrarhjólbarða. Þeir séu nú
mun öruggari en áður.
Engin könnun hefur verið gerð á
vegum gatnamálastjóra á notkun
nagladekkja. Sigurður segist þó
hafa það á tilfinningunni að heldur
hafi dregið úr notkun þeirra undan-
farin ár. Það fari reyndar nokkuð
eftir veðurfari hvort menn setji þau
undir eða ekki. Þegar snjói
snemma setji menn nagladekk
frekar undir.
Aðspurður um hvort árekstrum í
Reykjavík myndi fjölga ef borgar-
búar hættu að nota nagladekk
sagði Sigurður erfitt væri að meta
það. Það væru þó til skýrslur sem
gæfu til kynna að slysum myndi
fjölga eih'tið. Hinsvegar ætti þá eft-
ir að taka tillit til þeirra slysa sem
verða vegna slits á malbiki.
Nýlega voru settar reglur í Ósló,
höfuðborg Noregs, sem skylda
ökumenn til að kaupa sérstakt leyfí
til að aka um á nagladekkjum. Sig-
urður segir þetta freistandi hug-
mynd. Hann telur þó líklegt að Al-
þingi yrði að setja slíkar reglur.
Eldsvoði
í parhúsi í
Olafsvík
ELDUR kom upp í parhúsi við Sand-
holt 10 í Ólafsvík í gærmorgun. Húsið
er mikið skemmt af völdum hita, sóts
og reyks. Endurbætur á húsinu hafa
staðið yfir síðan í sumar og var við að
ljúka.
Neyðarlínunni var tilkynnt um
eldsvoðann um kl. 11 og fór slökkvilið
Ólafsvíkur þegar á staðinn. Slökkvi-
starf gekk greiðlega en talsverður
hiti hafði myndast innandyra og flest-
ar rúður höfðu sprungið. Húsið var
mannlaust þegar eldurinn kom upp.
Eldsupptök eru ekki að fullu íjós
en lögreglan á Ólafsvík telur líklegt
að eldinn megi rekja til vinnu við
pípulögn fyrr um morguninn.
Húsið er steinsteypt parhús sem
byggt var um miðja öldina. Engar
skemmdir urðu á hinni íbúð hússins.
♦ ♦ ♦
Fantabrögð
ekki sönnuð
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað 26
ára mann af skaðabótakröfu 28 ára
manns en sá sagðist hafa farið úr axl-
arlið vegna fantabragða yngri
mannsins í slagsmálum á Hornafirði
í júní 1995.
Héraðsdómur Austurlands hafði
dæmt yngri manninn til að greiða
þeim eldri tæpar 600 þúsund krónur
vegna tapaðra tekna, þjáninga og
varanlegs miska.
Hæstiréttur vísar hins vegar til
þess að vitnum bar ekki saman um
atburðarás og að fyrsta frásögn
mannins af atburðinum, sem skráð
var hjá lækni, var ekki á þá leið að
hinn maðurinn hefði togað hann úr
axlarlið. Telur rétturinn ekki að
fantabrögð hafi verið sönnuð.
Mynd-
bands-
spólan úr
sjálfsala
OLÍS hefur sett upp myndbanda-
sjálfsala í samvinnu við fyrirtækið
Videoheima á þremur bensín-
stöðvum félagsins, þ.e. við Gullin-
brú, íMjóddinni og Álfheimum.
Jóhannes Daviðsson forstöðumað-
ur segir að fyrsti sjálfsalinn hafi
verið settur upp í júní síðastliðn-
um en þessi þjónusta hafi lítið
verið kynnt. Á bensínstöðinni við
GuIIinbrú stendur sjálfsalinn úti
en þeir eru enn inni í Mjóddinni
og Álfheimum.
Sjálfsalinn er með snertiskjá.
Viðskiptavinur velur fyrst flokk
mynda, þ.e. spennumyndir, gam-
anmyndir o.sv.frv. og fær þá upp
myndir á skjáinn af þeim titlum
sem í boði eru. Greitt er fyrir
myndirnar með kreditkorti sem
Morgunblaðið/Ásdís
Yfir 100 nýjustu titlamir eru á
boðstólum í sjálfsölunum.
Jóhannes segir að hafi þann kost
að þar með sé tryggt að bannaðar
myndir komist ekki í hendur ung-
menna. Þegar myndbandsspól-
unni er skilað er kreditkorti aftur
stungið í sjálfsalann og greiðslan
gjaldfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu
Kærumáli einstaklings gegn
íslenska ríkinu vísað frá
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL
Evrópu í Haag hefur vísað frá
kærumáli Gísla Konráðssonar gegn
íslenska ríkinu þar sem það þótti
ekki tækt til efnismeðferðar. Málið
snerist um svokallaða málsforræð-
isreglu aðila í einkamáli.
Málið hefur verið til skoðunar
hjá Mannréttindadómstólnum frá
miðju ári 1996.
Kæra Gísla kom til vegna dóms
Hæstaréttar frá því í mars árið
1995 í skaðabótamáli hans gegn
Brimborg og Sjóvá-Almennum.
Krafðist Gísli skaðabóta af trygg-
ingarfélaginu og eiganda þriggja
vöruflutningabifreiða vegna tjóns
sem varð í umferðaróhappi í Dala-
sýslu árið 1989 þegar Gísli ók
fólksbíl út af vegi er hann mætti
vöruflutningabifreiðunum. Var
m.a. deilt um hverjir hefðu ekið
gáleysislega.
í undirrétti voru Gísla dæmdar
skaðabætur þar sem ökumenn
vörubílanna hefðu ekið af gáleysi.
Brimborg og Sjóvá-Almennar
áfrýjuðu til Hæstaréttar, sem sneri
dómnum við og sýknaði áfrýjend-
ur. Hæstiréttur taldi ósannað að
rekja mætti óhappið til annars en
ógætni Gísla Konráðssonar sjálfs.
Gísli kærði þessa niðurstöðu
Hæstaréttar til Mannréttindadóm-
stólsins þar sem hann taldi að rétt-
urinn hefði litið framhjá því að
gefa aðilum kost á að leggja fram
frekari sönnunargögn áður en mál-
ið var dómtekið. Aðilar málsins
höfðu gert samkomulag um að lög-
regluskýrslur yrðu lagðar fram
sem gögn í málinu, þrátt fyrir að
þær væru ófullkomnar. Taldi Gísli
að með þessu hefði verið brotið
gegn rétti aðila til réttlátrar máls-
meðferðar, samkvæmt 1. málsgrein
6. greinar Mannréttindasáttmála
Evrópu.
Mannréttindadómstóllinn komst
að þeirri niðurstöðu að kærandi
hefði ekki sýnt fram á að sam-
komulag lægi fyrir milli málsaðila
um hvaða atvik ætti að leggja til
grundvallar í málinu. Þar sem ekki
væri ljóst að slíkt samkomulag
lægi fyrir hefði kærandi ekki getað
verið viss um að Hæstiréttur
breytti ekki niðurstöðu í málinu.
Af þeirri ástæðu hafi ekki verið
sýnt fram á að brotið hefði verið
gegn rétti kæranda til réttlátrar
málsmeðferðar. Því var kærunni
vísað frá eins og fyrr greinir.