Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 18

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ L HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Framkvæmdir úti í Örfírisey ganga samkvæmt áætlun Uppbygging mun halda áfram næstu 5 til 10 ár MIKLAR framkvæmdir hafa verið úti í Örfirisey undanfar- in ár en svæðið er eina þróun- arsvæði gömlu hafnarinnar. Jón Þorvaldsson, forstöðu- maður tæknideildar Reykja- víkurhafnar, sagði að upp- byggingin myndi halda áfram í 5 til 10 ár í viðbót, en búið er að úthluta öllum lóðum Reykjavíkurhafnar í vestur- höfninni og er uppbygging að hefjast þar á næstunni. Undanfarna áratugi hafa hafnaryfirvöld unnið að land- gerð og landþróun í Örfiris- ey, en árið 1997 var byrjað á landfyllingu vestast á eynni og er nú búið að fylla upp í 3 hektara af landi. Jón sagði að búið væri að gefa vilyrði fyrir lóðum á fyllingunni og munu t.d. Ellingsen ehf., sem nú rekur verslun á Grandagarði 2 og Seglagerðin Ægir, sem nú er með starfsemi sína á Eyjarslóð, flytja starfsemi sína út á fyllinguna. Hann sagðist reikna með því að framkvæmdir við byggingu húsa á fyllingunni hæfust næsta vor. Þjónustusvæði fyrir olfustöðina Jón sagði að landfylling á svæðinu myndi halda áfram á næstu árum og að mikil eftir- spurn væri eftir lóðum þar. Samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 hektara fyll- ingu og að því loknu mun nýtt land teygja sig frá Ána- naustum og út að olíutönk- unum eða meðfram Fiski- slóðinni. Jón sagði að fyll- ingarnar myndu þó ekki ná lengra út í haf en þær gerðu í dag. A milli olíutankanna og Fiskilóðar, vestast á eynni, er nokkuð stórt svæði sem enn er óbyggt. Jón sagði að fyrir- hugað væri að byggja upp þjónustusvæði fyrir olíustöð- ina og birgðaflutninga á þess- um stað. Hann sagði nauð- synlegt byggja upp þessa þjónustu þarna, þar sem olíu- stöðvarnar í Skerjafirði og á Laugarnesi hefðu verið lagð- ar niður, en þar voru olíufé- lögin með ýmiss konar þjón- ustustarfsemi áður. Hann sagði að fleiri olíutankar myndu hins vegar ekki rísa á þessu svæði. Bygging nýrrar olíuhafnar við Eyjagarð var stærsta verkefni hafnaryfirvalda í langan tíma að sögn Jóns, en verkinu lauk fyrir um hálfu ári. Nú geta olíuskip, allt að 40 þúsund tonn að stærð, lagst að bryggju en áður þurftu þau að liggja við bauju og dæla olíunni í land í gegn- um neðansjávarleiðslu. Morgunblaðið/Ásdís Búið er að breyta skipulagi gatnamóta Reykjanesbrautar og Hlíðarbergs til að greiða fyrir umferð úr Set- bergshverfí. ít- ' •______________________________________ _____________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________ Þriggja hektara landfyiling par sem Ellingsen og Seglageröin Ægir munu vera með starfsemi — • ; r Framtíðar ^ -r . landfyllingar- 4 : svæöi pF I .. . ■ íí I • . ■*- Æ.' Framtíöar þjónustusvæði olíufélaganna Ný olíuhöfn við Eyjagarð Greitt fyrir umferð úr Set- berg’shverfi Hafnarfjöróur BREYTINGAR hafa verið gerðar á gatnamótum Reykja- nesbrautar og Hh'ðarbergs í Hafnarfirði til þess að tryggja greiðari umferð um þau á álagstímum. Svanlaugur Sveinsson, starfsmaður um- hverfis- og tæknisviðs Hafnar- fjarðarbæjar, sagði að umferð úr Setbergshverfinu hefði gengið mjög hægt íyrir sig á álagstímum, sérstaklega á morgnana, og því hefði verið ákveðið að breyta skipulagi þeirra. Svanlaugur sagði að íbúar hefðu kvartað mikið vegna gatnamótanna, en tvær ak- reinar hggja út úr hverfinu við gatnamótin. Vinstri akreinin var aðeins ætluð bílum sem hugðust beygja til vinstri en hægri akreinin var ætluð þeim sem hugðust halda beint áfram niður Lækjargötuna sem og þeim sem hugðust beygja til hægri á Reykjanes- braut, í átt til Reykjavíkur. Mislæg gatnamót Að sögn Svanlaugs olh þetta nokkrum töfum þar sem vinstri akreinin var jafnvel auð á meðan löng röð var á hægri akreininni. Hann sagði að nú hefði skipulaginuverið breytt þannig að vinstri akreinin væri ætluð þeim sem hygðust beygja til vinstri eða fara beint áfram, en hægri akreinin væri aðeins ætluð þeim sem hygð- ust beygja til hægri. Svanlaugur sagði að þessar breytingar væru aðeins hugs- aðar sem bráðabirgðalausn því ráðgert væri að gera mis- læg gatnamót á svæðinu, en fjármunir til þess að byggja þau eru á vegaáætlun fyrir ár- in 2000 til 2004. Verkið er nú í forhönnun og er gert ráð fyrir því að ný mislæg gatnamót verði tilbúin árið 2003 eða 2004. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krakkarnir í 4. og 5. bekk í grunnskólum Garðabæjar gróðursettu 1.000 plöntur á fímmtudaginn. Aldamótalundur ungra barna Garðabær UM þijú hundruð níu og tíu ára nemendur í Flataskóla og Hofsstaðaskóla í Garða- bæ gróðursettu á fimmtu- dag um eitt þúsund plöntur í svokölluðum aldamóta- iundi æskunnar í Búðarkinn í Garðabæ. Lundurinn var gerður í tilefni aldamótanna og þar geta börnin fylgst með plöntunum vaxa um leið og þau sjálf vaxa úr grasi. Verkefnið er á vegum aldamótanefndar Garðabæj- ar. Garðyrkjudeild Garða- bæjar sér um lundinn og út- vegar trjáplöntur en Þráinn Hauksson landslagsarkitekt sá um hönnun lundarins. Attu 34 prósent rekstrar- afgang af skatttekjum Kópavogsbæn Kópavogsbær: Vaxtakostnaður fá:. Rekstrarafgangur í hlutfalli við • ý í hlutfalli við skatttekjur aat^^^skatttekiur 34,24% 1995 1996 1997 1998 1999 1995 1996 1997 1998 1999 Kópavogur SKATTTEKJUR Kópavogs námu 170 þúsund krónum á hvem íbúa á síðasta ári og juk- ust að raunvirði um 4,3% frá árinu 1998. Samtals hafði bær- inn 3.759 milljónir króna í skatttekjur, 353 m.kr. meira en árið 1998. Rekstrarafgang- urinn var 1.287 milljónir króna eða 34% af skatttekjum. Þetta kemur fi-am í árs- skýrslu Kópavogsbæjar, sem verið er að dreifa til bæjarbúa um þessar mundir. 2.307 milljónir króna runnu til reksturs málaflokka á veg- um bæjarins. Langstærsti ein- staki hðurinn er vegna rekst- urs grunnskólans, sem tók til sín 1.019 m.kr. á síðasta ári, en útjgöld til fræðslumála jukust um 12% að raungildi frá fyrra ári. Næstfjárfrekasti mála- flokkurinn er félagsþjónusta, en til hennar teljast rekstur leikskóla í bænum. Félags- þjónusta kostaði Kópavogsbúa alls 606 miHjónir króna í fyrra, þar af runnu 402 m.kr. til reksturs leikskóla og leikvalla. „Almennur rekstrarkostn- aður, án fjármagnsliða, sem hlutfall af heildarskatttekjum bæjarsjóðs lækkaði frá 1998 til 1999 úr 62% í 61%. Ef htið er fram hjá tekjufærslu vegna lækkunar á lífeyrisskuldbind- ingu verður hlutfalhð 66% fyr- ir árið 1999,“ segir í árs- skýrslunni. Fjármagnsliðir vógu mun minna í rekstri bæjarins í fyira en undanfarin ár. í fyrra var fjármagnskostn- aður 165 miHjónir króna, eða 4,4% af skatttekjum Kópa- vogsbæjar en 274 m.kr. eða 8,3% af skatttekjum árið 1998, 282 m.kr. eða 10,3% af skatt- tekjum árið 1997 en árið 1996 var hlutfalhð 13,3%. Rekstrarafgangur hefúr einnig farið vaxandi, nam l. 287 m.kr. í fyrra, eða 34% af skatttekjum, en var 964 m.kr., 29% af skatttekjum 1998; 589 m. kr., 24% af skatttekjum árið 1997. Fjárfestingar Kópavogs sl. ár námu 1.634 m.kr. Þar af 719 m.kr. vegna gatna og holræsa, en á móti komu tekjur upp á 559 m.kr. Þá var fjárfest fyrir 109 m.kr. vegna leikskóla og 319 m.kr. vegna Smáraskóla og Lindaskóla, Heildarfjár- festingar að frádregnum tekjum og framlögum námu alls 926 m.kr. í fyrra hægði heldur á hinni miklu íbúafjölgun, sem ein- kennt hefur Kópavog tvö fyrri ár. íbúum bæjarins fjölgaði um 5,6% á árinu 1999, eða 1.192 manns, og voru 22.568 í árslok. Á árinu 1998 fjölgaði íbúum um 1.574 eða 7,9%, 1997 fjölg- aði um 1.249 íbúa, eða 6,7%. 1996 nam fjölgunin 5,1%, eða 893 íbúum. r i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.