Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 21

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 21 Nýr hök- ull gefinn Tálknafirði - Hinn 10. október sl. voru liðin hundrað ár frá fæðingu Guðmundar Guðmundssonar frá Innstu-Tungu í Tálknafirði. Af því tilefni gáfu börn og barnabörn Guðmundar og Kristfnar Magnús- dóttur, eiginkonu hans, Stóra- Laugardaissöfnuði forkunnar- fagran hökul. Hökullinn, sem er gefinn í minningu þeirra hjóna, er fjólu- blár að lit, sem er litur fostunnar. Einnig fylgdi höklinum stóla, vel- um og palla í sömu litum. Hökull- inn var hannaður og unninn að öllu leyti af nunnunum í Karmelk- laustrinu f Hafnarfirði og er hann mjög vandaður að allri gerð. Sr. Sveinn Valgeirsson sóknar- prestur veitti gjöfinni viðtöku. í stuttu ávarpi sem hann flutti af þessu tilefni, útskýrði hann mynd- ir og tákn sem á höklinum eru. Einnig útskýrði sr. Sveinn laus- lega liti kirkjuársins og þá sér- staklega fjólubláa litinn. Stóra- Laugardalskirkju hafa áður verið gefnir tveir höklar, sem nunnurn- ar í Hafnarfirði hafa gert. Þessi dagur var einnig merkis- dagur hjá Magnúsi Kr. Guðmundssyni og Jónu Sigurðar- dóttur, en þau áttu 50 ára brúð- kaupsafmæii. Magnús er sonur Guðmundar og Kristínar, sem áð- ur var getið. Þá má geta þess að dóttir Jónu og Magnúsar, Sædís Magnúsdóttir og Björgvin Sigur- jónsson eiginmaður hennar, áttu 30 ára brúðkaupsafmæli þennan sama dag. Sala tóbaks á Suðurnesjum 20 af 30 stöðum selja ekki ungling- um tóbak KÖNNUN á sölu tóbaks til ein- staklinga yngri en 18 ára á 30 sölustöðum á Suðurnesjum sýndi að á 20 stöðum var ungl- ingunum neitað um afgreiðslu, eða á 66,7% sölustaða, en á 10 stöðum, 33,3%, var þeim selt tóbak. Könnunin fór fram 22. september á vegum Samtaka fé- lagsmiðstöðva á Suðumesjum í öllum bæjarfélögum þar. Fyrirkomulag könnunarinnar var á þann veg að unglingur fór á sölustað og óskaði eftir að kaupa sígarettupakka. Ungling- ur fór ekki á sölustað í heima- byggð sinni. Fengi hann af- greiðslu greiddi hann fyrir pakkann og hélt á braut. Uti fyr- ir beið starfsmaður félagsmið- stöðvar sem sneri inn á sölu- staðinn með unglingnum og greindi starfsmanni sölustaðar- ins frá því að umrædd könnun stæði yfir. Var farið fram á að fá að skila pakkanum gegn endur- greiðslu og var það samþykkt alls staðar þar sem unglingar höfðu verið afgreiddir. I frétt frá aðstandendum könnunarinnar segir að niður- staðan sýni að unglingar eigi erfitt með að fá keypt tóbak á sölustöðum á Suðumesjum. í sambærilegri könnun 18. mars var niðurstaðan sú að 64,5% sölustaða seldu unglingum tób- ak. „Rekstraraðilar verslana á Suðumesjum hafa tekið þá nið- urstöðu alvarlega og tekið sig á til að koma í veg fyrir sölu tób- aks til unglinga,“ segir einnig í fréttinni. LANDIÐ HEILSAN AÐ BILA EÐA BILUÐ? Verkiro.fi. Kynning á yfirdýnum með stillanlegu tifandi segulsviði. í Þingsal nr. 8, Hótel Loftleiðum Miðvikudagskvöldið 18. október kl. 21.00 Tvíblindar vísindarannsóknir staðfesta mjó'g góð óhrif stillanlegra segulsviðsbylgna. Einföld í notkun! Með hjálp lítillar tölvu, stillir þú á þá tíðni segulbylgna, sem þú vilt fá í hvert sinn sem þú hvílir þig eða sefur. Tifandi segulsvið getur hugsaniega bcett úr hjó þér og aukið vellíðan þína. Uppl. í síma 4834840, netpóstur: natthagi@centrum.is Morgunblaðið/fp.. Frá afhendingu hökulsins. Þau börn Guðmundar og Kristínar sem gátu verið viðstödd afhendinguna eru f.v. Guðmundur S. Guðmundsson, Jó- hanna Guðmundsdóttir og Magnús Kr. Guðmundsson, þá koma þeir Marínó Bjarnason meðhjálpari, sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur og Sigurður A. Magnússon form. sóknarnefndar. Bless bursti Nú á ég skilið að fá uppþvottavél ávorit 0850 U-W /innur verk sín í hljóði >etta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri »g svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 2 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi »g svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. 'ið vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en lendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og - ettlingana með hæfilegri virðingu. AEG Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is RðDICf?!____________ Geislagötu 14 • Sími 462 1300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.