Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 25
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FÁLEGA hefur verið tekið í tillögu
Radikale venstre-flokksins um að
gefa Júníhreyfingunni og Þjóðar-
hreyfingu gegn Evrópusambandinu
kost á að bjóða fram til danska þjóð-
þingsins í næstu kosningum án þess
að safna til þess undirskriftum eins og
nýir flokkar verða að jafnaði að gera.
Ástæða tilboðsins er, að sögn
Elisabeth Amold, flokksformanns
Radikale, að auðvelda hreyfingunum
að komast á þing og hafa þar með
áhrif á stefnu stjómvalda í Evrópu-
málum.
Radikale var einn þeirra flokka
sem studdu aðiid að evrópska mynt-
samstarfinu og gengur vafalaust
fleira til en góðvildin ein. Flokkamir
sem vom fylgjandi aðild gagnrýndu
Júníhreyflnguna og Þjóðarhreyfing-
una mjög fyrir ábyrgðarleysi en hvor-
ug hreyfingin á sæti á þingi.
Fulltrúar Júníhreyfingarinnar
sitja hins vegar á Evrópuþinginu.
„Nei-hreyfingarnar taka aldrei neina
pólitíska ábyrgð. Meðlimirnir fljúga
aftur til Brassel, lifa í vellystingum á
háum launum og gagnrýna danska
stjómmálamenn," segir Amold í sam-
tali við Politiken.
Júníhreyfingin var stofnuð til að
vinna gegn aðild Danmerkur að
Maastricht-sáttmálanum árið 1992 og
beitti sér ennfremur mjög gegn aðild-
inni að myntsamstarfinu nú. Stuðn-
ingsmenn hreyfingarinnar koma hins
vegar úr öllum dönsku stjórnmála-
flokkunum og eiga það eitt sameigin-
legt að vera í andstöðu við of náið
Evrópusamstarf, þótt ekki séu þeir
mótfallnir Evrópusambandinu sem
slíku. Vegna þessa hefur hreyfingin
og aðrir stjómmálamenn, t.d. jafnað-
armenn og Sósíalíski vinstriflokkur-
inn, tekið dræmt í hugmynd Amolds.
Segir Jens-Peter Bonde, formaður
hreyfingarinnar, að hún myndi ein-
faldlega klofna ef hún ætti að taka af-
stöðu til annarra mála en þeirra er
varði ESB.
Reuters
Bretadrottning
heimsækir páfa
ELÍSABET Bretadrottning ræddi í
gær við Jdhannes II Pál páfa í
fyrstu heimsókn sinni til Páfagarðs
í 20 ár. Spenna hefur verið í sam-
skiptum kaþólsku kirkjunnar við
aðrar kirkjur vegna umdeilds
skjals sem gefið var út í Páfagarði í
september, en þar var fullyrt að
mótmælendakirkjur og enska bisk-
upakirkjan væru ekki „sannar
kirkjur". Bretadrottning og páfi
lögðu þó áherslu á það sem samein-
ar kirkjurnar á fundi þeirra í gær
og sögðu bæði að stefna bæri að
einingu meðal kristinna manna í
heiminum.
Venja er að páfi og þjóðhöfðingj-
ar sem sækja hann heim flytji ræð-
ur eftir fundi þeirra en í þetta sinn
létu páfi og Bretadrottning nægja
að skiptast á umslögum sem inni-
héldu yfirlýsingar þeirra. Mun það
meðal annars hafa verið gert til að
þreyta ekki páfa.
Vilja Júní-
hreyfinguna
í framboð
ÞÍN FRlSTUND - OKKAR FAG
VINTERSPORT
Blldshöfða • 110 Reykjavlk • slmi 510 8020 • www.intersport.is
NORTHBROOK
ANDREA
Stílhreint vesti með
vösum að framan.
Fæst einnig grátt og
svart. St. S-XL.
Kr. 2.850,-
3.890,-
Dömudeildin í IIMTERSPORT
er sneisafull af flottum sport-
fatnaði fyrir konur á öllum
aldri. Komdu í INTERSPORT
ef þú vilt vera sportleg.
NORTHBROOK
NORTHBROOK CASEY
Sportlegar vindbuxur með
netafóðri og rennilás á
skálmum. Góðir vasar.
Fást í fleiri litum. St. XS-XL
kr. 4.440,-
Vindbuxur
4.440
Nýtt kortatímabil
N-LINE
Hlý og þægileg
rúllukragapeysa
úr 100% bómull.
Einnig til rauð.
St. XS-L,
Kr. 3.890,-
ímyndarvanda
AI Gore, forsetafram-
bjóðandi demókrata,
þarf að ávinna sér
traust kjósenda á ný,
eftir að uppvíst varð
um ónákvæmni í
málflutningi hans í
kappræðum.
BANDARÍSKIR stjórnmálaskýr-
endur hafa undanfarna daga velt því
mikið fyrir sér hvaða mynd AI Gore
myndi reyna að gefa af sér í síðustu
sjónvarpskappræðunum við George
Bush, sem fram áttu að fara í St.
Louis í nótt að íslenskum tíma.
„[Verður það] hinn yfirlætisfulli
valdamaður sem tapaði stigum á því
að reyna að vinna of mörg í fyrstu
viðureigninni, hinn ofurtillitssami
frambjóðandi sem tapaði stigum á
því að reyna ekki að vinna nógu
mörg í öðrum kappræðunum, eða
einhvers konar sambland þar á
milli?“ sagði leiðarahöfundur The
Washington Post í gær.
Gore hefur lengi legið undir
ámæli fyrir að vera fjarlægur og
jafnvel „gervilegur" í fasi, og í kosn-
ingabaráttunni þykir hann hafa sýnt
mörg og nokkuð ólík andlit. Á sum-
um kosningafundum hefur hann
verið leiftrandi og heillað viðstadda
upp úr skónum, á öðrum stundum
hefur hann þótt heldur þurr á
manninn, og nokkram sinnum hefur
hann þótt vera beinlínis leiðinlegur.
„Hinn fullkomni Gore“
Framkoma Gores í tvennum
fyrstu kappræðunum þykir líka
býsna ólík. Margir stjórnmálaskýr-
endur hafa lýst þeirri skoðun sinni
að fas varaforsetans í fyrstu kapp-
ræðunum hafi verið þaulæft og hafi
virst honum óeiginlegt. Hann var
einnig gagnrýndur fyrir yfirlætis-
lega framkomu í garð Bush,
frammíköll og hneykslunarstunur. I
öðram kappræðunum þótti hann
hins vegar einum of tillitssamur og
meðvitaður um að vekja ekki sterk
neikvæð viðbrögð hjá áhorfendum.
Ráðgjafar Gores hafa því síðustu
Forsetakosningar
OÉbsbIII
WBm =
daga, ef marka má bandaríska fjöl-
miðla, lagt allt kapp á að skapa
frambjóðandanum nýja og betri í-
mynd fyrir síðustu sjónvarpskapp-
ræðurnar. „Hinn fullkomni Gore“
væri skjótur til svara án þess að
virðast of kappsamur, með málefnin
algerlega á hreinu án þess að
hljóma eins og biluð plata, og fær
um að koma með baneitraðar at-
hugasemdir og skot á andstæðing-
inn án þess að ofbjóða áhorfendum.
Ónákvæmni
eða ósannsögli
The New York Times hafði í gær
eftir William Daley, sem stjómar
kosningabaráttu Gores, að varafor-
setinn myndi vera „hann sjálfur" í
síðustu kappræðunum, og banda-
rískir stjómmálaskýrendur vora á
einu máli um að það myndi án efa
reynast happadrýgst. Sumir efuðust
þó um að Gore vissi sjálfur hvernig
hann ætti að „vera hann sjálfur".
Allur ferill Gores hefur miðað
beint að Hvíta húsinu og nú era að-
eins þrjár vikur þangað til í ljós
kemur hvort hann nær því takmarki
sínu. Eftir síðustu kappræðurnar í
gærkvöldi tekur við snarpur enda-
sprettur, og úrslitin munu að miklu
leyti ráðast af því hvort varaforset-
anum tekst að samsama sig ímynd-
inni um „hinn fullkomna Gore“.
En Gore hefur átt við fleiri vanda-
mál að etja en ímyndarkreppuna.
Stuðningsmenn Bush hafa dregið
trúverðugleika hans í efa, og svo
virðist sem áróður þeirra hafi náð til
nokkurs hluta kjósenda.
I fyrstu sjónvarpskappræðunum
nefndi Bush mikla skógarelda í Tex-
as sem eftirminnilegan atburð úr
embættistíð sinni sem ríkisstjóra.
Gore reyndi að sýnast vinsamlegur
og hrósaði Bush fyrir viðbrögð hans
við eldunum, og bætti við að hann
hefði sjálfur skoðað hættusvæðið í
fylgd með James Lee Witt, yfir-
manni almannavarna alríkisins.
Ekki leið á löngu þar til stuðnings-
menn Bush komu fram í fjölmiðlum
og sökuðu Gore um ósannsögli.
Varaforsetinn hefði vissulega heim-
sótt hættusvæðin, en ekki í fylgd
með Witt, heldur aðstoðarmanni
hans. Gore neyddist til að biðjast af-
sökunar á þessari „ónákvæmni“og
gaf þá skýringu að hann hefði svo
oft farið í slíkar vettvangsheimsókn-
ir með Witt að sig hefði misminnt.
Repúblikanar hafa heldur ekki
þreyst á að gagnrýna Gore fyrir
dæmisögu sem hann sagði í kapp-
ræðunum af fimmtán ára stúlku í
Sarasota í Flórída, sem neyddist til
að standa í kennslutímum vegna
húsnæðisskorts skólans. í ljós kom
að stúlkan hafði aðeins þurft að
standa í einn dag.
Gore sakaði repúblikana á móti
um ósanngjarnan rógburð, og vísaði
til handskrifaðs bréfs sem faðir
stúlkunnar hefði ritað sér. Hann
lagði áherslu á að þó stúlkan hefði
síðar fengið stól og borð „breytti
það ekki þeirri staðreynd að það
vora 36 nemendur í skólastofu sem
var hönnuð fyrir 24“.
Reyndar hefur George W. Bush
einnig gerst sekur um að fara með
alvarlegar staðreyndavillur í kapp-
ræðunum, meðal annars varðandi
dauðarefsingar, utanríkismál og
jafnvel sína eigin stjómun í Texas,
en það hefur þó einhverra hluta
vegna ekki vakið nærri því jafn
mikla athygli fjölmiðla.
Gore berst við