Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 30

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR18. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Menningar- rölt með öll- um hinum Efnt var til menningarnætur í áttunda sinn í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag. Urður Gunnarsdóttir rölti milli sýninga, sá óvenjulegar fjölskyldumyndir, íslenska myndlist, þefaði af dýrasýningu og sá Thorvaldsenssafn í nýju ljósi. FJÖLDINN á götum Kaupmanna- hafnar sl. föstudagskvöld staðfesti svo ekki verður um villst að Danir kunna að meta menningamætur. Stemmningin var afslöppuð, tugir þúsunda manna keyptu sér menning- arpassa og röltu milli viðburða og sýninga og nutu þess að vera úti í kvöldsvalanum ásamt öllum hinum. Tæplega 290 aðilar tóku þátt í menn- ingamóttinni og þar áttu íslendingar sína fulltrúa, listakonumar Steinunni Þórarinsdóttur og Sossu. Danir hafa haldið menningamótt í átta skipti og hefur fjöldinn sem kaupir sér menningarpassa aukist með ári hverju. A síðasta ári voru það um 50.000 og var fjöldinn svipaður þetta árið. Þeir sem að menningar- nóttinni standa hafa að sjálfsögðu kannað fram og til baka hverjir taka þátt í henni og komist að því að stærsti hópurinn sé fólk á aldrinum 20-29 ára, þar á eftir komi aldurshóp- urinn 30-39 ára. Það hefur komið nokkuð á óvart hversu fá böm eru á ferð með foreldrum sínum en hlýtur þó að teljast skiljanlegt ef tekið er mið af því að margir eru á ferð allt frá kl. 18 þegar menningamóttin hefst og fram undir miðnætti er henni lýkur og þótt menningarrölt næri sálina em fótleggimir gengnir upp að hnjám eftir úthaldið. Hvert næst? Menningarrölt í Kaupmannahöfh er notaleg upplifun fyrir þá sem vilja sýna sig og sjá aðra en mannijöldinn gerir það að verkum að líklega er betra að geyma sumar sýninganna þar til um hægist. Fjöldi sýninga, uppákomna, tónleika, upplestra, leiksýninga og opinna húsa er svo mikill að taka verður sér góðan tíma til að skipuleggja kvöldið. „Hvert næst?“ var líklega algengasta spum- ingin sem heyrðist þetta kvöld og ekki nema von. Atti að fara og heimsækja skattamálaráðuneytið eða lögreglu- stöðina, sem höfðu opin hús, fara í kirkju, hlusta á ungskáld eða jazz, brot úr óperam, kíkja inn á einhver af þeim rúmlega 40 galleríum sem höfðu opnað dyr sínar þetta kvöld, fara á safh, líta inn til reiðhjólasmiðsins, gullsmiðs eða í leikhússmiðjuna? Raðimar era víða hundrað metra, t.d. höfðu þúsundir manna stillt sér upp í raðir víðs vegar um Kristjáns- borgarhöll til að skoða hana. Einkum lokkuðu veggteppi Bjorns Norgaards en þau koma jafnan ekki fyrir al- menningssjónir þar sem þau era í Riddarasalnum sem er einkum notað- ur fyrir opinberar móttökur. Vegg- teppin era gjöf danskra iðnrekenda til Margrétar drottningar á fimmtugs- afrnæli hennar en vora sett upp ára- tug síðar er hún varð sextug í apríl sl. Þau sýna merkisatburði í sögu þjóð- arinnar, merka Dani, stjómarskrána og konungsfjölskylduna að ógleymd- um eftirlætishundum Hinriks drottn- ingarmanns. Það vakti á sínum tíma athygli að Norgaard, sem þekktur er fyrir að vera í andstöðu við hið hefð- bundna, skyldi fenginn til að skreyta Riddarasalinn. Veggteppin, 17 tals- ins, era blanda litsterkrar popplistar og hefbundinnar útsaumslistar þar sem raktar era hetjusögur í myndum. Fyrir utan Kristjánsborg, í Holm- ens kanal, hefur fjöldi fólks safnast til að dást að óvenjulegu listaverki, sem margir Kaupmannahafnarbúar þekkja, ,Agnete og Havmanden", brúður sem fljóta undir vatnsyfir- borðinu við brúna yfir síkið, lýstar upp af dularfullri birtu. Skammt frá Strikinu, sem kaup- glaðir íslendingar þekkja, sýnir lista- Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lísander og Demtríus keppa um hylli Helenu. Draumur á Jónsmessu- nótt aftur á fjalirnar SÝNINGAR á gamanleiknum Draumur á Jónsmessunótt hefjast á ný í Þjóðleikhúsinu nk. föstudag, 20. október, en leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á liðnu vori. Draumur á Jónsmessunótt er einn vinsælasti gamanleikur Shake- speares þar sem tvinnast saman draumur og veruleiki, galdrar og kostulegar ástarflækjur. Draumkennd og Ijóðræn sýning þar sem allt getur gerst - og allt er leyfilegt, segir í kynningu. Fulltrúar elstu og yngstu lista- manna Þjóðleikhússins sameina krafta sína í þessum vinsæla gam- anleik sem var frumsýndur á 50 ára afmælisdcgi Þjóðleikhússins 20. apríl síðastliðinn. Ljósmynd/Peter H. Olsen/Polfoto Frá Menningarnótt í Kaupmannahöfn. konan Sossa í gallerí Sct. Gertrad við Hyskenstræde. Hún sýnir málverk af konum, dularfullum og seiðandi. Sossa stundaði myndlistamám í Kaupmannahöfn fyrir margt löngu og segist halda tryggð við borgina, sýnir nú fimmta árið í röð. Frá Sossu liggur leiðin í St. Nikol- aj-kirkjuna, sem hýsir sýningarsali og kaffihús og þar era tvær athyglis- verðar sýningar. Önnur nefnist „Eg dýrið“, og er ætluð bömum en heillar hina fullorðnu jafnt. Myndlistar- mennfrnir John Olsen og Lars Abra- hamson ásamt rithöfundinum Vagn Lundbye hafa sett saman sýningu sem lyktar, heyrist og sést, og sem má skríða um, skoða og snerta. Her- bergi fullt af fuglshræjum bak við gler og með spegla í gólfi og lofti, kynjadýr í formalíni, beinagrindur, illa þefjandi skreið og loðfeldir sem bregða má sér undir skapa undraver- öld. Á kirlquloftinu er allt annað uppi á teningnum, þar er sýning á Qölskyld- umyndum breska ljósmyndarans Richards Billingham sem myndar eigin fjölskyldu og felur ekkert. Myndir hans af lífi bresks lágstéttar- fólks og drykkjusjúklinga hafa gengið fram af mörgum, sem þykir nálægð Billingham við viðfangsefnið óþægi- leg. Frá Nikolaj-kfrkjunni er tilvalið að halda í annað guðshús, Holmens- kirkju, þar sem nemendur og kennar- ar við Konunglega danska tónlistar- konservatoríið léku Brandenborgarkonserta Bachs fyrir troðfullri kirkju í þrígang. „Maður um mann“ í Nýhöfn Frá Holmens-kirkju liggur leiðin í Nýhöfn, þar sem Norræna ráðherra- nefndin hefur að nýju opnað sýning- arsal í húsakynnum sínum í Store Strandstræde. Fyrsti listamaðurinn er Steinunn Þórarinsdóttir en skúlpt- úrsýning hennar ,,Maður um mann“ var fyrst sýnd á Islandi fyrr á þessu ári. Verkin era unnin í ál og jám og falla einkar vel inn í rýmið í salnum. Til Kaupmannahafnar kemur sýning- in frá Bonn og era frekari landvinn- ingar á döfinni. Menningarröltinu lýkur í Thor- valdsenssafni þar sem Islendingar eiga sitt í listamanninum. Kvik- myndatökumaðurinn Peter Klitgaard hefur sviðsett safnið sem er óneit- anlega tilkomumikið í myi-krinu en styttumar era lýstar upp með bláu Ijósi og seiðandi saxófóntónar hljóma innan- sem utandyra. Bertil Thor- valdsen nýtur sín sannarlega vel í nýju ljósi. Rabb um ís- lenskar og argentínsk- ar kvenna- bókmenntir Morgunblaðið/Halldór B. Runólfs Frá sýningu Ilelgu Magnúsdóttur í aðalsal Listasafns ASÍ. Úr hafínu MYIYDLIST Ljstasafn ASÍ, Ásmundarsal MÁLVERK - HELGA MAGNÚSDÓTTIR Til 22. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. GRÍSKA eyjan Sífnos verður Helgu Magnúsdóttur tilefni til list- rænnar tjáningar. Þessi litla eyja í Hringeyjaklasanum rís úr sæ eins og ævintýraheimur. í minni vestrænna þjóða vora grísku eyjamar ódáinsak- urinn þar sem vættirnar undu sér við gleði og söng. Eitthvað af þessari paradísardýrð, ríkri af sól, hvítum klettum, blá- grænu hafi og endalausri menningar- leifð hyggst Helga miðla okkur með málverkum sínum. Sumpart er hún á réttri leið en sumpart fatast henni flugið eins og Ikaros forðum daga. Ef til vill hefur Helga ekki gert upp við sig hvaða áreiti það era sem hún vill miðla, dýpt hafsins, krafti sólskinsins eða tilfinningunni fyrir þessu öllu í senn. Formatið er ef til vill of stórt í stóra verkunum og of lít- ið í litlu verkunum. Eins eru málverk hennar of bundin sjónrænni upplifun á kostnað andrúmsloftsins. Þau era hvorki raunsæ né abstrakt en miðla þó ekki nægilega óræðu augnabliki upplifunarinnar. Ef til vill væru vatnslitir nærtæk- ari og hentugri miðill en olíulitir á hörstriga. Alltént þarf Helga að til- einka sér smærri stærðir því stóra veririn þynna um of hugsunina án í RABBINU hjá Rannsóknar- stofnun í kvennafræðum fimmtu- daginn 19. október, kl. 12-13 í stofu 201 í Odda, verða kynntar fyrstu niðurstöður samanburðar- rannsóknar Hólmfríðar Garðar- sdóttur á íslenskum og argentínsk- um bókmenntum. Bornar eru saman skáldsögur eftir íslenskar og argentínskar konur sem gefnar voru út á síðasta áratug og skoðað hvort og hvernig fræðiumræða síð- ustu áratuga, sérstaklega umræð- an um afbyggingu og femínisma, koma fram í verkum þeirra. Niður- stöðurnar sem kynntar verða benda til þess að líkja megi ís- lenskum og argentínskum kvenrit- höfundum við einhvers konar bók- menntalegar tvíburasystur sem aldar eru upp hjá ólíkum fóstur- foreldrum. Skáldkonur beggja landa fjalla fyrst og fremst um að- stæður og aðbúnað kvenna og varpa ljósi á staðsetningu þeirra í samfélaginu. Þessi sameiginlegi kjarni takmarkar þó ekki fjöl- breytni og margbreytileika verk- anna né kemur í veg fyrir tilraunir með bókmenntaformið eða leik með ögrandi nýjungar í efnisvali og stíl. Mismunur íslensku og ar- gentínsku skáldkvennanna felst aftur á móti einkanlega í því að ís- lensku skáldkonurnar eru óskuld- bundnari umfjöllunarefni sínu en þær argentínsku sem gagnrýna stöðugt umhverfi sitt og aðstæður kvenna. Skáldsagnaritun þeirra tekur því virkari og beinni þátt í fræða- og samfélagsumræöu síð- ustu ára. Hólmfríður Garðarsdóttir lauk BA-prófi í spænsku frá Háskóla Islands og háskólanum í Buenos Aires í Argentínu árið 1989. Hún lauk námi í uppeldis- og kennslu- fræðum frá Háskóla íslands vorið 1993, MA-námi frá Texasháskóla í Austin haustið 1996 og svokölluðu „comprehensive“-prófi til doktors- gráðu haustið 1998 um leið og hún varði rannsóknaráætlun að dokt- orsritgerð við Texas-háskóla. Ásamt stundakennslu við Háskóla Islands og umsjón með spænsku; kennslu við tungumálamiðstöð HÍ vinnur hún að doktorsritgerð um samtímabókmenntir kvenna í Rómönsku-Ameríku. þess að skila upplifuninni í staðinn. Þefr Bonnard, Klee og Matisse náðu að miðla þeirri dýpt andrúms- loftsins við Miðjarðarhafið sem Helga er væntanlega á höttunum eft- ir og þurftu þó ekki að leita á náðir yfirstærða. Það væri ekki dónalegt fyrir hana að setjast á skólabekk hjá þeim kumpánum og velta vöngum yf- ir því hvernig þeim tókst að miðla skynjun sinni af sólinni, sjónum og óendanleik menningai'innar án þess að flenna út formatið. Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.