Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Opnunarhátið Alþjóðlegrar raf- og tölvutónlistarhátíðar í Salnum í kvöld V erk fyrir tónband og flugelda flutt utandyra Meðal þeirra tónskálda sem flutt verða verk eftir á opnunarhátíð ART2000, alþjóðlegu raf- og tölvutón- listarhátíðarinnar, sem hefst í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld eru þeir Magnús Blöndal Jóhanns- son og Lárus H. Grímsson. Margrét Sveinbjörnsdóttir ræddi við þá um verkin og gluggaði í efnisskrá þessara fyrstu tónleika hátíðarinnar. Opnunarhátíðin er haldin í samvinnu við Tónskáldafélag ís- lands og Erkitíð og markar upphafíð að þriðju og síðustu tón- leikaröð Tónskálda- félagsins sem haldin er í tengslum við Reykjavík - menning- arborg Evrópu árið 2000. Auk þess sem flutt verða í Salnum verk eftir íslensk tón- skáld, þá Magnús Blöndal Jóhannsson, Ríkharð H. Fríðriks- son, Hilmar Þórðarson, Þorstein Hauksson, Þorkel Sigur- björnsson og Lárus H. Grímsson, verður tónlist framin utandyra; 3 pýramíd- ar, verk fyrir tónband eftir Jóhann G. Jó- hannsson og Target, verk fyrir tónband og flugelda eftir sænska tónskáldið Aake Parmerud. Um er að ræða Islandsfrum- flutning á síð- astnefnda verkinu, sem er samið fyrir tölvuhljóð og flugelda og verður flutt með hjálp öflugs hljóð- kerfis. Sjálfir opnunartónleikarnir eru einungis fyrir boðs- gesti en öllum er frjálst að njóta flugeldaverksins sem hefst um kl. 21.30 og mun heyrast og sjást víða að. Hefur ekki sagt skilið við framúrstefnuna OPNUNARVERK tónleikanna í kvöld verður Sonorities III eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Verkið skrifaði hann fyrir segulband og píanóleikara árið 1972 og var það frumflutt á tónlcikum Listahátíðar í Reykjavík sama ár. „Halldór Haraldsson spilaði inn á bandið og hann lék einnig á píanóið þegar verkið var frumflutt,“ segir Magnús, sem var fyrstur fslenskra tón- skálda til að semja raftónlist. Það verður Peter Máté sem leikur á píanóið í kvöld á móti segulbandinu. Sonorities útleggst Hljómar og mikið meira hefur tónskáldið ekki að segja um það verk. Á sunnudag gefst hátíðargestum færi á að heyra tvö önnur verk eftir Magnús, Atmos og Samstirni. Hann segir gaman að geta þess að fyrir nokkrum árum hafi nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum gert myndband með Samstimi sem bakgrann. Er að semja verk fyrir Rut Ingólfsdóttur Á næstunni kemur út á vegum Smekkleysu geisladiskur með verkum Magnúsar Blöndals Jóhannssonar. „Algjör framúrstefna," segir tónskáldið þegar það er spurt um innihald disksins. Um þessar mundir kveðst hann vera að semja nýtt verk með Rut Ingólfs- dóttur fiðluleikara í huga en hún tók upp verk eftir hann, Dimensions, á einleiksdisk sinn sem kom út í fyrra. „Það hefur enginn treyst sér til að flytja það nema hún,“ segir hann. Þegar hann er beðinn um að lýsa verkinu sem hann er að skrifa núna segir hann að það sé noktúma fyrir fiðlu og pianó. „Það er eiginlega hárómantfskt verk. Mjög saklaust - engin fram- úrstefna." En þar með er ekki sagt að þú hafir alveg sagt skilið við framúrstefnuna - eða hvað? „Nei, nei, nei,“ flýtir tónskáldið sér að segja. Morgunblaðið/Sverrir Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld. Morgunblaðið/Golli Peter Máté leikur pfanóhluta verks Magnúsar Bl. Jóhannssonar fyrir pfanó og tónband. Lýrískt, látlaust o g rómantískt Morgunblaðið/Ámi Sæberg CamiIIa Söderberg leikur á kontrabassablokkflautu sína og fleiri flautur í verki Lárusar H. Grúnssonar, „Þar sem syndin er falleg". ÞAR sem syndin er falleg er heitið á verki Lár- usar H. Grímssonar, sem Camilla Söderberg frumflytur á opnunartónleikum ART2000 í kvöld. Verkið, sem tekur urn tíu mfnútur í flutn- ingi, skrifaði Lárus að beiðni Camillu fyrir kontrabassablokkflautu og tónband. Að auki koma við sögu tenórflauta og renessansflauta sem einnig er kölluð sópranflauta og er sérlega hljómmikil að sögn tónskáldsins. Lárus hafði nýlokið við að taka upp band- hluta verksins þegar blaðamaður hitti hann í gær. Aðspurður hvað hann hafi tekið upp á bandið segir Lárus að þar sé „bara elektróník, sömpluð hljóð og FM-synthesis hljóð“ - hvað sem það nú annars þýðir. „Eg var beðinn um að semja Iýrískt verk, sem ég og gerði. Þetta er bara nokkuð látlaust verk og rómantískt, fyrir utan nokkra létta ryþmíska spretti sem eru þarna á kafla. Camilla spilar þetta afskaplega vel - ég er nýbúinn að heyra þetta hjá henni,“ segir hann. „Þar sem syndin er falleg“ En hvernig skyldi standa á nafni verksins, „Þar sem syndin er falleg“? „Þetta er ekki beint dæmigert nútímamúsíkstykki, það er bara snot- urt og sætt og hefur ekki mikið að gera með harðlínunútímatónlist heldur eitthvað sem er fallegt. Sjálfsagt finnst einhverjum syndsamlegt að semja svona sem nútímamúsík. En ég tók þann pólinn í hæðina fyrir einum fimmtán árum að fara út í léttari músfk og áheyrilegri - þó að það sé nú kannski dálftið stórt orð,“ segir Lárus. Virk ár- angurs- stjórnun KVIKMYIVPIR Stjörnubíó, Sambí6in iltabakka, Regnbnginn, Borgarbíð Akureyri „WHAT LIES BENEATH" ★ ★★ Leikstjóri: Robert Zemeckis. Hand- rit: Clark Gregg. Kvikmyndataka: Don Burgess. Aðalhlutverk: Mich- elle Pfeiffer, Harrison Ford, Diana Scarwid, James Remar, Miranda Otto. DreamWorks 2000. BANDARÍSKI leikstjórinn Robert Zemeckis hefur gert úr draugasögunni What Lies Beneath dágóða spennumynd í anda Alfred Hitchcocks. Má reyndar greina í mynd hans áhrif frá öðrum leikstjór- um sem fengist hafa við spennu eins og Kubrick í The Shining og jafnvel franskra sporgöngumanna meistar- ans eins og spennumyndaleikstjór- ans Claude Chabrols, mikils Hitch- cocks-aðdáanda. What Lies Beneath er fyi-st og fremst góð og hugvitsam- lega útfærð draugasaga um mið- aldra konu sem telur sig verða vara við draug ungrar konu í húsinu sínu. Meira að segja Michelle Pfeiffer er góð í hlutverki miðaldra konunn- ar, sem virðist hafa allt sem smá- borgaralegt lífið hefur upp á að bjóða, stórt og fallegt hús, myndar- legan eiginmann, sem er frægur vís- indamaður (þó aldrei eins frægur og faðir hans), tvo bíla í hlaði, barn í há- skóla, velgengni lífsins er að sjá um allt hennar fallega hús. Nágrann- arnir eru að vísu nokkuð hávaða- samir, nágrannakonan virðist lifa í ótta við manninn sinn, og svo gerist það að Pfeiffer finnur fyrir óhugnan- legri nærveru í húsi sínu, einhverju úr fortíð sem henni var falin. Handritið virkar ágætlega sem nútímadraugasaga og fagmennsku Zemeckis er viðbragðið. Það eitt að fylgjast með kunnáttumanni eins og honum fást við að byggja upp og losa um spennu með kliðmjúkum mynda- vélahreyfingum er næg skemmtun í sjálfu sér þótt stundum virki hann einhvern veginn of öruggur með sig, jafnvel vélrænn. Hann er ekki að gera neitt nýtt með spennumynda- formið heldur sækir hann óspart í þann myndabanka sem fyrir er og nýtir sér hann til að búa til góða af- þreyingu. Hann skapar drungalegt andrúmsloft í kringum góðviljaðan sakleysingja og hrekkir okkur reglulega með því að setja hann í kringumstæður fullar af ótta og hryllingi. Framan af fer hann einnig skemmtilega með litla hliðarsögu af nágrönnum Pfeiffer sem er eins og snaggaraleg útgáfa af Glugganum á bakhliðinni með Pfeiffer í hlutverki James Stewarts en James Remar í hlutverki Raymond Burrs. Þar er fín Hitchcockísk glæpakómedía á ferð- inni og þótt hún sé útúrdúr fellur hún furðulega vel að meginsögunni. Pfeiffer er í talsvert erfiðu hlut- verki. Hún er í mynd allan tímann og þarf að kljást við ráðgátur og hús- drauga með óttablandinni virðingu fyrir viðfangsefninu og hún fer glettilega vel með hlutverkið þangað til það fer að skipta áhorfandann nokkru máli hvað um hana verður. Ofurstjarnan Harrison Ford er auð- vitað traustur eins og klettur í henn- ar lífi, hlutlaus til að byrja með en kemur meira inn í myndina þegar á líður. Hversu langt eru menn tilbúnir að ganga til þess að ná árangri í lífínu? Ut á það gengur myndin. Er morð aðeins annað orð yfir virka árang- ursstjórnun? Svarið liggur í virki- lega finni afþreyingu gerðri af hroll- vekjandi frásagnargleði. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.