Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 33
LISTIR
DJASS
Geisladiskar
TÓMAS R. & EINAR MÁR:
I' DRAUMUM VAR
ÞETTA HELST
Einar Már Guðmundsson: rödd,
Óskar Guðjónsson: sópran- og ten-
órsaxófónn, Eyþór Gunnarsson:
píanó og slagverk, Tómas R. Ein-
arsson: bassi og Matthías M. D.
Hemstock: trommur.
Hljóðritað f Reykjavík 3. janúar
2000. Mál og menning (MM-021)
2000.
Ljóðadjass ítoppklassa
LÖNG hefð er fyrir samvinnu
djassleikara og Ijóðskálda. Allan
Ginsberg og Langstone Huges
hljóðrituðu með djössurum og hér á
landi hafa ljóðskáld á borð við Jó-
hann Hjálmarsson og Matthías
Johannessen verið iðin við að lesa
ljóð með Carh Möller, Guðmundi
Steingrímssyni og félögum.
En það er munur á lestri ljóð-
skálda með djassundirleik og þegar
djassmeistarar samtvinna eigin ljóð-
lestur tónlist sinni. Mér koma strax í
hug meistaraverk á borð við „Pretty
and the Wolf“ eftir Duke Ellington,
„Freedom" eftir Charles Mingus og
„Malcolm, Malcolm, Sempre
Malcolm" eftir Archie Shepp. Þeh-
þremenningar voru vel skáldmæltir
og bjuggu yfir glæstri rödd. Norska
skáldið Jan Erik Vold hefur verið
flestum öðrum iðnari að túlka ljóð sín
við djassleik. Chet Baker, Philip
Catherine, Red Mitchelle og Doug
Raney auk fjölmargra frábærra
norskra djassleikara hafa leikið á
skífum hans. Jan Erik les póhtísk
ljóð sín af mikilli djasstilfinningu og
nær syngur á stundum. Tónlistin er
oft andstæða ljóðanna og skerpir það
jafnvel boðskapinn.
A nýjum diski Tómasar R. Einars-
sonar bassaleikara og tónskálds og
Einars Más Guðmundssonar skálds
og rithöfundar er önnur leið farin.
Ljóð Einars eru ekki síður pólitísk en
Jan Eriks, en ekki eins opin og skáld-
skaparmálið markvissara. Tómas
semur tónlist sína í anda ljóðanna og
jafnt lög sem spuni efla áhrif þeirra,
eru samstæður þeirra. Einar upphef-
ur skífuna á lágstemmdari nótum en
við erum vön að heyra hann: „Vor-
kvöld í Reykjavík". Tónhstin blúsuð í
takt við snarkandi sjónvai’psmynd
um löggur og glæpona frá bíóáiunum
„þegar réttlætið sigraði að lokum“.
Oskar, Tómas og sér í lagi Eyþór,
magna stemmninguna í sólóum sín-
um að Ijóðalestri loknum. Samban
rennur síðan ljúf með „Sagnaþulnum
Hómer“, slagverkið er príma og Ey-
þór ekki síðri sagnaþulur en Hómer.
Peter Gunn-bragur er á tónlistinni
við „Dansaðu, fíflið þitt, dansaðu" og
þótt lestur Einars væri fulleintóna í
sífellu ákafans magnaði tónlistin
hann vel, blástur Óskars á nótum
Shepps fyrir sjötíu og Eyþór með
Domino í fingrunum. Ballaðan
„Ræðupúlt öreiganna" var ljúf og
þarna tókst Einari vel að samtvinna
lesturinn tónlistinni. Karabískur roll-
inismi ríkti í „Styttum", þar sem ým-
is fræg smákvæði Einars fléttuðust
saman, s.s. „Gefðu mér sjúss / en
vertu ekkert að hafa fyrir því / að
segja mér ævisögu þína“.
Til varnar sauðkindinni er ekta
norræn Tómasarballaða og
impressjónískir hljómar Eyþórs gefa
tóninn. Tómas magnar lestur Einars
og sóló Óskars í lokin í takti við augu
sauðkindarinnar „full af þjáningu“.
„Stelpan sem þú elskaðir“ er að sjálf-
sögðu blús og svo er komið að „Bein-
unum á bjargbrúninni“ þar sem
þungur bassinn og rödd skáldsins
fallast í faðma og Óskari tekst sér-
lega vel að móta persónulegan tón á
Sýning á Skriðuklaustri í Fljótsdal
Hönnun og handverk
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
SÝNINGIN Nytjalist úr náttúiunni
var opnuð í Gunnarsstofnun á
Skriðuklaustri sl. föstudagskvöld.
Tuttugu og sex listamenn eiga verk á
sýningunni og hafa þau verið valin
sem þverskurður af bestu íslensku
nytjalist samtímans. Þema verkanna
er vatn og efniviðurinn allur náttúru-
legur og afar fjölbreyttur.
Sjá mátti á sýningunni ílíkur og
fylgihluti, skartgripi, töskur, út-
skurðarmuni, borðbúnað og ýmsa
húsmuni, auk sértækra hönnunar-
verka. Athygli vakti hversu sýning-
unni er haganlega fyrir komið í
glæsilegum húsakynnum Skriðu-
klausturs, en áhersla var lögð á ein-
faldleika og vítt rými í allri framsetn-
ingu verkanna.
Þess má geta að Signý Ormars-
dóttir, fatahönnuður á Egilsstöðum,
er meðal þeirra sem eiga verk á sýn-
ingunni.
Sýningin, sem fyrst var sett upp í
Ráðhúsi Reykjavíkur í ágúst sl., er
framlag þróunarverkefnisins Hand-
Skúli Björn Gunnarsson, for-
stöðumaður Gunnarsstofnunar,
og Sunneva Hafsteinsdóttir,
verkefnissljóri Hönnunar og
handverks.
verks og hönnunar til Reykjavíkur -
menningarborgar Evrópu árið 2000.
Sýningin á Skriðuklaustri stendur til
22. október en verður eftir það áfram
á faraldsfæti og flyst næst til Stykk-
ishólms.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Verk eftir Margréti Jónsdóttur
og Margréti Guðnadóttur.
Sótt og
dauði ís-
lensk-
unnar
FLUTT verður dagskrá úr
bókinni Upplýsingaröldin -
úrval úr bókmenntum 18. ala-
ar sem ber yfirskriftina „Sótt
og dauði íslenskunnar", á
Súfistanum annað kvöld,
fimmtudagskvöld, kl. 20.
Þar mun Þorfinnur Skúla-
son, annar ritstjóri bókarinn-
ar, kynna hana og lesið verð-
ur valið efni. Meðal þeirra
texta sem lesið verður úr má
nefna „Arnbjörgu" eftir
Björn Halldórsson í Sauð-
lauksdal, en þar er að finna
ýmsar leiðbeiningar fyrir
verðandi húsfreyjur; „Stutt
en einföld ávísun um að fá
drukknaða og helfrosna til
lífs aftur“ eftir Jón Eiríksson
en sá titill skýrir sig sjálfur
og „Sótt og dauði íslenskunn-
ar“ eftir Eggert Ólafsson.
Dagskráin var fyrst flutt í
vor.
Aðgangur er ókeypis.
Höggmyndasýning í
Sparisjóði Garðabæjar
SÝNING á verkum
Péturs Bjarnasonar
myndhöggvara verð-
ur opnuð í Spari-
sjóði Garðabæjar,
Garðatorgi 1, á
morgun, fimmtudag,
kl. 17.
Ilöggmyndirnar
voru á sýningu sl.
sumar á norrænu
vinabæjarmóti í
Birkerod, Dan-
mörku, vinabæ
Garðabæjar.
Pétur Bjarnason
er fæddur í Reykja-
vík 20. september
1955. Hann útskrif-
aðist úr skúlptúr-
deild MHÍ 1982, árin
1985-1988 var hann
í skúlptúrnámi við
Nationaal Hoger
Instituut voor
Schone Kunsten,
Antwerpen, Belgíu.
Fjöldi höggmynda eftir Pétur
er í einkaeign og eign opinberra
aðila hér á landi og erlendis. Pét-
ur hefur tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum á Islandi, Birkerod,
Eitt verka Péturs á sýningunni.
Antwerpen, Brussel og New
York. Sýningin verður opin á af-
greiðslutíma sparisjóðsins kl.
8.30-16 alla virka daga til 9. nóv-
ember.
tenórinn í seiðandi millispili. „Róbin-
son Krúsó snýr aftur“ og „Skærulið-
arnir hafa umkringt Vatnaskóg“ eru
leikin í frjálsum stíl og Adams/Pull-
en-kvartettinn kemur upp í hugann.
Diskinum lýkur svo á einu besta ljóði
Einars: „Ég hugsa um þig“ þar sem
gamalkunnugt Tómasarstef hljómar
undir. Þarna má heyra andstæður
ljóðs og lags magna hvor aðra upp
eins og Jan Erik Vold tíðkar títt og
lestur og hljóðfæraleikur fallast 1
faðma í minningunni sem Einar hef-
ur grafið: „Með ljósbáan miða milli
fingranna á leiðinni þangað sem /
notuðu smokkarnir / niðurbrotnu
skipin / og geðveikrahælið gult bíða
þín enn / á sextán snúninga hraða
gegnum líf / sem safnar baugum í
svefni." Það er ekki hægt að segja
annað en vel hafi tekist til við að
bræða djass og ljóð saman á þessum
diski þótt upplifunin sé ekki eins
sterk og á tónleikunum í fyrra. Einar
Már flaskar stundum á áherslum og
hefur tæpt vald á tungunni þegar
hraðinn er sem mestur. Það kom lítt
að sök á tónleikunum þar sem galdur
lífsins ríkti - geislinn er kaldari. En
ljóðin eru frábær og tónlistin gæðir
þau enn magnaðra lífi og bestu sólóar
Eyþórs Gunnarssonar eru tær list
sem seint gleymast.
Tómas R. Einarsson er eitt
fremsta djasstónskáld sem við höfum
eignast. Þessi diskur, eins og diskar
hans þrír á undan, er fjær hinum
harða djassi sem einkenndi fyrstu
diska hans fjóra, en brátt er von á
einum slíkum, hljóðritunum hans
með kvintettinum þar sem Jens
Winther blæs í trompetinn, og ef
marka má tónleika þeirra félaga á
Jazzhátíð Reykjavíkur verður mikil
veisla að hlusta á þann disk, en það er
líka veisla að hlusta á í draumum var
þetta helst - bara öðruvísi.
Vernharður Linnet
Foreldrar, kennarar,
SKÓLASTJÓRAR
og RÁÐGJAFAR í SKÓLAÞJÓNUSTU
Á barniö erfitt með heimanámið?
Eru agavandamál í bekknum?
Þarf að bæta félagsleg samskipti?
Fer mikill tími í viðbrögð vegna agabrota?
Eru margir einstaklingar með sérþarfir?
Hvað er til ráða?
Lesefni „Gríptu til góðra ráða.
Handbók í atferlisstjórnun.”
Umbun, samningar, mótun hegðunar, félagastuðningur og
viðbrögð við vanda. Bekkjarstjórnun, ótækt orðbragð
einstaklingsnámskrá, einelti, samskipti heimilis og skóla.
Bókin er til í flestum skólum landsins, hjá félagsþjónustu og
heilsugæslu. Eina bókin af þessu tagi á íslensku.
Örfá eintök eftir til sölu hjá höfundi.
Námskeið
bæta hegðun, líðan og námsárangur
• „Gríptu til góðra ráða” 20 tímar
Atferlisgreining, stjórnun og hvatning.
Raunhæf verkefni og hagnýt fræðsla.
Efni samnefndrar bókar.
• „Morningside - kennslulíkanið I” 30 tímar
Kennslu- og matsaðferðir. Beitt er sömu
aðferðum og kenndar eru. Verkleg þjálfun.
Færni tvöfaldast í viku hverri uns markmið nást.
Fyrirlestrar, kynningarerindi
Sérsniðin þjálfun og ráðgjöf
á vettvangi
Aimenn atferlis- og kennsluráðgjöf
Svara einnig fyrirspumum á síðunni
http:// netdoktor.is
Þjónusta í heimabyggð
Pantanir og nánari upplýsingar:
Talsími & bréfsími: 562 14 67.
Netfang: adda@ismennt.is
Guðríður Adda Ragnarsdóttir,
atferlisfræðingur og kennari.