Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
*
Hvaleyrarbraut 18-20 220 Halnarfjörður. Sími: S6S-S0SS / Fax: S6S-S0S6
FRÆSARAR,
Rennibekkir
5AGIR.
Af hverju eru Islendingar
verstu ökumenn Evrópu?
Heimspekingar
nota mikinn tíma til að
skilgreina og velta
vöngum yfir fyrirbær-
inu hefð eða „tradit-
ion“ á útlensku. Hér
mun ekki farið út í þá
sálma, nema að skil-
greina fyrirbærið
gróft með því að segja
að hefð sé áunninn
vani sem getur verið
annaðhvort vondur
eða góður.
Sá vani sem hér er
til umræðu er aksturs-
hefð íslendinga og
þegar tekið er mið af
tjónatíðni og slysum í
umferðinni, má með góðri sam-
visku segja, að aksturshefð Islend-
inga sé slæm ef ekki alvond. Nýj-
asta viðbótin við þessa slæmu hefð
er einhver sú heimskulegasta sem
um getur en hér er átt við farsím-
anotkun bílstjóra við akstur. Ekki
er ósennilegt að aukning umferðar-
óhappa síðust tvö ár megi að mestu
rekja til þessarar viðbótar. Þetta
er erfitt að sanna en breskar rann-
sóknir benda til að áhrif símtalsins
á aksturinn geti varað löngu eftir
að samtalinu líkur.
Fólk, sem ekur mikið erlendis,
verður yfirleitt fyrir „sjokki“ þegar
það kemur aftur út í umferðina
hér. Góðir ökumenn reyna til að
byrja með að aka skynsamlega með
því t.d. að hafa eðlilegt bil á milli
bíla en komast brátt að því að það
er ekki hægt því fljótlega er kom-
inn bíll í bilið.
Það sem gerist er að menn að-
lagast ótrúlega fljótt aksturhefð-
inni sem ríkir á hverjum stað. Sem
sagt, hin slæma aksturshefð Is-
lendinga gerir góða ökumenn að
slæmum ökumönnum.
Áberandi eru tvær tegundir af
ökumönnum í umferðinni hér á
aka
Friðrik G.
Friðriksson
landi. Þeir sem
varlega, þeir „svína“
inn á aðalbrautir löt-
urhægt svona til að
það fari ekki fram hjá
neinum hvað þeir eru
að gera. Þeir aka helst
á vinstri akrein á tví-
breiðum götum því
þar er oftast minni
umferð og svo þegar
þeir gefa stefnuljós
halda þeir að þeir séu
að aka strætó og eigi
allan rétt. Hin tegund-
in, oft ungir ökumenn,
virðast alltaf vera að
missa af einhverju og
aka hratt á vinstri og
hægri akgrein til skiptis og fylla í
öll bil sem myndast milli bíla. Þetta
gera þeir án þess að gefa stefnuljós
því annars gæti ökumaðurinn, sem
Umferðin
Slæm aksturshefð ís-
lendinga, segir Friðrik
G. Friðriksson, gerir
góða ökumenn að slæm-
um ökumönnum.
þeir eru að fara fram úr, aukið
ferðina til að minnka bilið sem þeir
ætluðu að smeygja sér í. Það hefðu
þeir gert sjálfir. í Formúlu eitt
nota menn ekki stefnuljós!
Eitt er það land í Evrópu þar
sem aksturshefðin kemst næst því
að vera jafnslæm og á Islandi en
það er hefðin í Ungverjalandi. Þeir
hafa brugðist við því með að hafa
aksturshraða á hraðbrautum þann
lægsta sem þekkist í allri Evrópu.
Auk þess eru Ungverjar það lán-
samir að vera fátækir og geta ekki
leyft sér þau dýru og hraðskreiðu
ökutæki sem við íslendigar eigum,
þannig að bæði slysin verða ekki
eins alvarleg og tjónin ekki eins
dýr.
Vandamálið sem hér um ræðir er
tvíþætt. Annars vegar hin slæma
aksturshefð, sem verður dýrt að
breyta, og hins vegar bein lögbrot,
svo sem að keyra á rauðu ljósi, aka
undir áhrifum og ekki síst það sem
kostar flest mannslíf, akstur á
ólöglegum hraða. Breyting til batn-
aðar á báðum þessum þáttum geta
sparað mörg mannslíf og lækkað
iðgjöld trygginga svo um munar.
Hefðina er hægt að bæta en ekki
með nýjum reglum eins og að
hækka aldurstakmark, lækka há-
markshraða eða leyfilega alkóhól-
prósentu því hefðin er sterkari
reglunum. Hefð er einungis hægt
að breyta með breyttu hugarfari og
það næst best með hræðsluáróðri
eins og hærri sektum og aukinni
löggæslu og/eða helst með ítarleg-
um áróðri í áhrifaríkustu fjölmiðl-
unum sem eiga að leiða til þess að
ökumenn sjálfir finni til sektar-
kenndar þegar þeir gera annað en
rétt. Gott dæmi er hinn mikli
áróður gegn reykingum, sem hefur
haft það í för með sér að reykinga-
menn læðast nánast með veggjum
þegar þeir reykja. Þessar aðgerðir
kosta mikla peninga en þeir skila
sér fljótt í færri og minni tjónum
og lækkandi iðgjöldum trygginga.
Með nýju og betra hugarfari munu
ökumenn sjálfir taka óbeinan þátt í
löggæslunni og jafnvel beinan þátt
með því að tilkynna yfirvöldum ef
þeim misbýður framkoma annarra
ökumanna.
Er hægt að fækka
dauðaslysum?
Það er til ráð. Ef íslendingar
myndu tileinka sér og hrinda í
framkvæmd eftirfarandi uppá-
stungu munu þeir ekki aðeins
fækka alvarlegum slysum, þar með
dauðaslysum, og lækka gjöld vegna
trygginga, heldur einnig skrá sig í
alþjóðasögu sem fyrirmynd ann-
arra þjóða og vera kannski í fyrsta
skipti brautryðjendur í einhverju
sem er skynsamlegt. Þetta ráð er
mjög ódýrt miðað við ávinninginn.
Það er til einföld og ódýr tækni
sem takmarkar hraða ökutækja.
Hámarkshraði á íslandi er 90 kíló-
metrar. Tillagan gengur út á það
að íslenska ríkið setji í lög og
styrki og skyldi hvern einasta bíl-
eiganda til að koma slíku tæki fyrir
í bílum sínum þannig að þeir kom-
ist ekki yfir t.d. 100 km hraða, þess
vegna 80 eða 90 fyrir stærri og
þyngri ökutæki eins og nú þegar
tíðkast víða erlendis. Ekkert öku-
tæki fengi skoðun nema vera með
slíkan útbúnað. Undantekninga^
gætu þess vegna verið lögregla,
bruna- og sjúkrabílar.
Það er langt í það, að vegakerfi
Islendinga verði það öruggt eða
bílarnir sjálfir það öruggir að það
megi endurskoða þessa uppá-
stungu.
Þar til eru engin haldbær rök
fyrir því af hverju það ætti ekki að
taka upp þessa tilhögun. Helstu
mótrökin sem heyrast eru þau að
framúrakstur verði hættulegri en
ella. Það mun koma í hlut sérfræð-
inga að meta þessa hættu en miða
við yfirleitt kraftmikla bíla, f>á
munu þessi rök duga skammt. Það
er mikill munur hvort bifreið lendir
í árekstri á t.d. 100 til 110 km
hraða eða á 150 km hraða og þar
yfir.
Höfundur er fararstjóri hjá tírval-
títsýn.
Hörð keppni
fram undan
SIÐUSTU ár hefur
keppni meðal fatlaðra
orðið mun harðari og
árangri fleygt fram.
íþróttir þehra eru
teknar af meiri alvöru í
fleiri löndum og stærri
ríkin eru farin að láta
til þeirra meiri pen-
inga en áður sem skil-
ar sér í betri árangri
og meiri þátttöku.
Iþróttafólkið fær meiri
og betri þjálfun, meiri
tíma til æfinga og betri
tæknilega og læknis-
fræðilega aðstoð en
nokkurn tíma áður. I
kjölfar þessa eru auglýsingatekjur
einnig farnar að setja mark sitt á
íþróttir fatlaðra. Hér er keppt til
verðlauna.
Keppnin á Óiympíumótinu í
Sydney verður harðari nú en
nokkru sinni fyrr. Þetta hefur allur
íslenski hópurinn sem nú er í Sydn-
ey fyrir löngu gert sér grein fyrir
og miðað undirbúning sinn við.
Frjálsíþróttanefnd IF hefur unnið
að þessu marki síðan eftir HM í
Birmingham 1998. í Sydney verða
tveir frjálsíþróttamenn að keppa
fyrir íslands hönd, þeir Geir Sverr-
isson spretthlaupari úr Breiðabliki í
Kópavogi og Einar Trausti Sveins-
son, 18 ára kastari úr Borgarnesi
sem keppir í kringlukasti og spjót-
kasti spastískra.
Þeir hafa báðir náð a-lágmörkum
í sínum greinum sem þýðir í raun að
þeirra möguleikar á verðlaunasæt-
Kári Jónsson
um ættu að vera mjög
raunhæfir.
Langur
aðdragandi
í dag þegar Ólymp-
íumót fatlaðra í Sydn-
ey verður sett lýkur
meðal annars þrettán
mánaða markvissri æf-
ingalotu hjá Geir
Sverrissyni sprett-
hlaupara. Geir, sem á
síðustu leikum, í
Atlanta, vann til silfur-
verðlauna í þremur
keppnisgreinum 100
m, 200 m og 400 m
hlaupum, stefnir nú að því að endur-
taka leikinn og komast á pall í öllum
Fatlaðir
Fjöldi stuðningsaðila,
segir Kári Jónsson, hef-
--------------------7-----
ur stutt við starf IF.
þremur greinunum. Slíkt verður að
teljast til mikilla afreka þar sem
enginn annar keppandi í sprett-
hlaupum leggur út í að keppa í öll-
um greinunum á Ólympíumóti. Með-
al ófatlaðra er það einnig mjög fátítt
að slíkt gerist. Geir er meðal keppn-
isreyndustu einstaklinga þessara
leika. Hann er nú að keppa á sínum
fjórðu leikum, hóf ferilinn í sundi en
skipti síðan yfir í spretthlaup. Fyrir
Geir snýst þátttakan aðeins um
keppnina um verðlaunasætin, að því
hefur allur hans undirbúningur mið-
að síðustu þrettán mánuði.
Ómetanlegur
stuðningur
í Geirs tilfelli hófst undirbúning-
urinn um miðjan september í fyrra
þegar samstarf hans og undirritaðs
var afráðið. Síðan þá hefur hann
notið ómetanlegs stuðnings frá fyr-
irtækjum og fagaðilum til að gera
árangurinn sem mestan. Fyrirtækið
Össur hf. hefur veitt aðstoð við stoð-
tæki og hlaupagreiningu. Kópavogs-
bær, Toyota-umboðið og Össur hf.
hafa veitt fjárhagslega aðstoð til æf-
inga með þjálfara og íþróttaskor
KHÍ hefur veitt faglega aðstoð um
leið og aðgang að mannvirkjum sín-
um á Laugarvatni. Er þessum aðil-
um færðar sérstakar þakkir fyrir
þeirra framlag.
Fjöldi stuðningsaðila hefur stutt
við starf ÍF og hafa gert þessa þátt-
töku mögulega og okkar íþróttafólk
samkeppnishæft við það sem best
gerist meðal annarra þjóða. Vil ég
nota tækifærið og þakka öllum þess-
um aðilum þeirra þátt í undirbún-
ingnum og óska íslensku þjóðinni til
hamingju með að eiga slíka afreks-
íþróttamenn.
Með von um að árangur íþrótta-
manna okkar og framganga í Sydn-
ey verði þeim sjálfum og þjóðinni til
sóma.
Höfundur er fijálsíþróttaþjálfari ÍF.
Opið hús.
MIÐVIKUD.' FÖSTUD. KL. 1D-19.
LAUGARD. KL. 1D-1B.
SUNNUD. KL. 10-17.
***26 ára traust samstarf við íslenskan iðnað.***
Elizabeth Arden
kynning í
Lyf&heilsa
Melhaga í dag, miðvikudag 18. október
Sértilboð:
CERAMIDE 24. stunda rakakremi (50 ml), hreinsimjólk (50 rnl),
andlitsvatni (50 ml) og ampúlum, allt í einni öskju.
Tilboðsverð: 3.500 kr.
/ i
10% afsláttur á öllum Arden-vörmn
meðan á kynningmmi stendur!
Ef þú kaupir Arden-viirur fyrir 3.000 kr,
eða meira, fœrð þú gjöf að verðmæti 3.000 kr.