Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.10.2000, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Rýra vegaverktakar 'gildi viðvörunarmerkja? VERKTAKAR i vegagerð kvarta mikið yfir því að ökumenn virði ekki hraðatak- markanir þeirra. Sér í lagi þegar verið er að leggja slitlag eða laga vegbrúnir og þess háttar. Nokkuð er til í því en af hverju skyldi Váð vera? Er það með- fædd þrjóska ís- lenskra ökumanna eða glannaskapur og sjálfseyðingarhvöt. Nei aldeilis ekki. ís- lenskir ökumenn eru Jón Gröndal hins vegar miklir ein- staklingshyggjumenn og treysta betur eigin dómgreind og því sem þeir sjá en umferðarmerkjum sem þeir kannski sjá engan tilgang í. Nú má enginn misskilja mig. Ég er ekki að afsaka það að ökumenn keyri ekki eftir umferðarmerkjum. Ég ætla hins vegar að leiða rök að því að kannski beri verktakarnir sjálfir á því nokkra ábyrgð. r Standa merkin of lengfi? Öll höfum við komið að nýlagðri klæðningu með tilheyrandi lausa- möl. Þó nokkrir hafa lent í vand- ræðum og jafnvel velt bílum sínum þegar bíllinn tók að rása vegna þess að of hratt var keyrt. Umferð- in er mjög gjarnan tekin niður í 30 km og seinna hleypt upp í 50 km þegar lausamölin fer að minnka. En höfum við ekki öll komið að köflum þar sem mölin er löngu keyrð út og vegurinn rennisléttur en merki er sýna 50 km hámarks- hraða eru enn til staðar? Verktak- arnir þá komnir í hvarf og jafnvel búnir með kaflann sinn og famir. Hvað hugsa ökumenn sem koma að svona köflum og sjá þessar merk- ingar en enga vegavinnu? „Þessi merki gilda ekki lengur, mölin hættulega er keyrð út. Rennislétt framundan og engin vegavinnu- tæki sýnileg. Það hlýt- ur að hafa gleymst að taka merkið. Ég keyri bara eins og venju- lega.“ Sem sagt viðvörun! En engin hætta sýni- leg. Reynslusaga að vestan í sumar Síðustu helgina í júlí í sumar fór ég vestur á firði. Keyrði Barðaströndina og norður tU Bolungar- víkur. Síðan inn Djúp- ið til baka til Reykja- víkur. Strax í Bröttubrekku varð maður var við vegavinnu. A leiðinni til Búðardals voru langir kaflar Umferðin Þessi vinnubrögð ala á óvirðingu fyrir hraðatakmörkunum, segir Jón Gröndal, ef ökumenn sjá ekki ástæðuna fyrir þeim. með hraðatakmörkunum sem ekki höfðu nokkurn tilgang lengur. Engin vinna var lengur í gangi og vegurinn beinn og breiður. Verk- takinn hafði flutt sig en gleymt að fylgjast með því að vegspottinn var tilkeyrður og leyfa eðlilegan hraða aftur. Merkingarnar stóðu því enn. Verra var ástandið á Steingríms- fjarðarheiði þar sem bara einn kaflinn með nýju slitlagi, sem orðið var tilkeyrt en bar enn 50 km hraðatakmörkun, var 7 km að lengd. Rennisléttur og ekki tæki að sjá. Ætlast menn til að ökumenn taki svona brandara alvarlega? Svipað þessu mátti sjá víða á leið- inni til Reykjavíkur. Vinna við vegaxlir á Reykjanesbraut Einn er sá staður þar sem brýna nauðsyn ber til að ökumenn taki mark á viðvörunum. Það er á Reykjanesbrautinni þar sem hrað- inn er oft 100-110 km. Mikil vinna fór þar fram í haust við að breikka vegaxlir og setja á þær slitlag. Trekk í trekk var fundið að merk- ingum verktakanna. Oft vegna þess að þær voru ónógar og lélegar þegar vinna var í gangi. Eitt fyrsta skilti sem fólk kom að sagði vega- framkvæmdir næstu 2-4 km. Síðan merki sem sýndi 50 km hámarks- hraða. Vegurinn var eðlilegur og ekki nokkurt tæki eða mannskap að sjá. Næst gastu keyrt í 5-10 mínútur án þess að sjá nokkuð óeðlilegt. Loksins keyrðirðu fram á eitt tæki eða tvö sem voru að vinna. Þar voru engar merkingar. Svona gekk þetta allan seinnipart sum- ars. Hraðinn tekinn niður á 5-7 km kafla en verið að vinna á 150 til 200 m. Ökumenn keyrðu auðvitað á 90- 100 hvað sem öllum takmörkunum leið. Hægðu á sér þá 100 metra sem verið var vinna á rétt meðan farið var framhjá tækjunum og síð- an var gefið í. Lokaorð Hvaða skilaboð senda svona vinnubrögð ökumönnum? Þessi vinnubrögð ala á óvirðingu fyrir hraðatakmörkunum ef ökumenn sjá ekki ástæðuna fyrir þeim. Vegaverktakar verða að sinna því að færa merkin og taka þau fljótt niður ef ekki er lengur sýnileg ástæða fyrir þeim. Leggja verður styttri kafla undir í einu þegar ver- ið er að vinna. Að mínu mati er ábyrgð vegaverktaka mikil. Höfundur er umferðaröryggis- fulltrúi. Opinn í báða enda YMSUM hefur þótt undarlegt viðhorf utan- ríkisráðherra í Evrópu- málum. Það er engu lík- ara en menn hafi gleymt því að þessi góði maður tilheyrir flokki sem er opinn í báða enda og er þá nokkur leið að ímynda sér hvað slfldr menn gera eða gera ekki. Það er t.d. auðvelt að lofa öllu fögru iyrir kosningar segir „fólk í fyrirrúmi og o.s.frv.“ Síðan þegar búið er að krækja sér í ráðherrastóla, snúa þá loforðunum heim til föðurhúsanna, renna þeim ljúflega niður og láta þau síðan fara hefðbundna leið út með öðrum úr- gangi. Og þó að utanrfldsráðherra virðist orðinn mjög Evrópusinnaður er það ekkert skrýtið. Mér sýnist vel við hæfi, segir Aðalheiður Jónsdóttir, að nefna þetta samkrulls- fyrirbæri Hræðslu- bandalag Evrópu. Er það ekki bara þessi gamla , já, já og nei, nei stefna," sem Framsókn- arflokkurinn var löngum kenndur við ef ég man rétt? En það skyldu þeir menn athuga sem langar að færa valdabullunum í Brussel fullveldi Is- lands á silfurfati, munu þeir þó aldrei komast upp með sams konar vinnu- brögð og notuð voru þegar EES- samningurinn var lögleiddur með naumum meirihluta á þingi og þjóð- inni var synjað um að greiða atkvæði. Þá er líka mikilvægt að upplýsa þjóð- ina vel um hvað hún velur og hveiju Aðalheiður Jónsdóttir Lífsnauðsynleg þjónusta J ÍSLENSK fyrirtæki sem stunda kynningar og heildsöludreifingu lyfja eru nauðsynlegur hluti af ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Almenn- ingur verður lítið var við þennan þátt í daglegri starfsemi fyrirtækj- anna þar sem lyfjum er einvörð- ungu dreift til lyfjabúða og lyf eru einungis kynnt fyrir heilbrigðis- starfsmönnum. Þjónusta við heil- brigðiskerfið Lyfjakynnar fyrirtækjanna kynna fyrir læknum og öðrum heil- brigðisstarfsmönnum nýjungar og eiga þar með sinn þátt í að upplýsa um betri og hagkvæmari meðferð- ^rkosti við sjúkdómum. Dreifingar- fyrirtækin eru samkvæmt lögum hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu. Það er skylda þeirra að tryggja að ávallt séu til nægilegar birgðir af nauðsynlegum lyfjum í landinu. Einnig þurfa þau í neyðartilvikum að geta útvegað önnur lyf með skömmum fyrirvara. Algengt er að dreifingarfyrirtækin liggi á hverj- um tíma með þriggja mánaða birgðir af lyfjum. Skortur á einstökum lyfjum er sjaldgæfur og kemur sér mjög illa fyrir þá sem á þeim þurfa að halda. Það er til marks um hve sjaldan þetta gerist að skorturinn verður þá að fréttaefni. Skortur á lyfjum er nánast alltaf vegna framleiðslu- vandamála hjá framleiðanda við- komandi lyfs. Dreifingarfyrirtækin sjá um að senda lyf til sjúkrahúsa og apóteka xinu sinni eða oftar á dag. Einnig ^5urfa þau að geta brugðist skjótt við neyðartilvikum hvenær sem er sólar- hringsins, alla daga ársins. Þetta er hluti af neyðarþjónustu lyfjadreifenda til að hindra lyfjaskort í neyðartilvikum. Þjónusta við al- menning Almennt er óheim- ilt að auglýsa lyf á Islandi. Lausasölulyf, sem Tryggingastofn- un ríkisins tekur aldrei þátt í að greiða, má þó aug- lýsa með ströngum skilyrðum. Þar sem mörg lausasölulyf eru einnig til í styrkleikum sem krefjast lyf- seðils, gerir þetta lyfjafyrirtækjun- um erfitt um vik við að miðla upp- Islensku fyrirtækin, segir Sturla Geirsson, starfa samkvæmt sömu Sturla Geirsson gæðastöðlum og önnur lönd Vestur-Evrópu. lýsingum til almennings varðandi umrædd lyf. Lausasölulyf geta í mörgum tilfellum bætt líðan fólks þannig að í stað þess að leggjast í rúmið sé það fært um að vera á fót- um og stunda vinnu. Meðal lyfja í þessum flokki má nefna ýmis verkjalyf, magalyf, of- næmislyf, mixtúrur o.fl. Lyfjaframleiðend- ur hafa þó gjarnan heimasíður þar sem hægt er að fræðast um lyf þeirra og eins getur almenningur ráðfært sig við lyfjafræðing í apóteki. Öryggi Hvað öryggi í lyfja- málum varðar býr Is- land við löggjöf sem er á við það besta sem gerist. Islensku fyrir- tækin starfa sam- kvæmt sömu gæðastöðlum og önn- ur lönd Vestur-Evrópu. Til að mynda þarf að tryggja að þau lyf sem flutt eru inn til landsins hafi markaðsleyfi hér og séu að öllu leyti eins og markaðsleyfíð segir til um. Halda þarf sérstaklega utan um hverja framleiðslulotu hvers lyfs sem flutt er til landsins, þannig að í samvinnu framleiðanda, dreif- anda og apóteks sé hægt að rekja hverja framleiðslulotu frá framleið- anda lyfsins til einstaklingsins sem keypti lyfið. Margir starfsmenn starfa í fyrirtækjunum við eftirlit og að tryggja að gæðastöðlum sé framfylgt. Nýstofnuð Lyfjastofnun fer með umsjón lyfjamála hér á landi. Lyfjanefnd ríkisins metur skrán- ingargögn lyfja og umsóknir um markaðsleyfi m.a. með tilliti til ör- yggis og meðferðarlegs gildis. Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með innflutningi og framleiðslu lyfjafyrirtækjanna ásamt því að þau fari eftir lögum, reglum og gæðastöðlum sem við eiga í hverju tilviki. Til viðbótar við innra eftirlit lyfjafyrirtækjanna setur ríkisvaldið því ytri eftirlitsaðila með og stuðlar þannig að auknu öryggi og trygg- ingu á hagsmunum almennings. Markmið íslenskir lyfjainnflytjendur eru hluti af heilbrigðiskerfinu. Mark- mið þeirra er að miðla upplýsingum og að tryggja að ávallt séu til nægi- legar birgðir af nauðsynlegum lyfj- um í landinu. Fyrirtækin eru þann- ig þjónustuaðili, annars vegar við lyfjaframleiðendur og hins vegar við aðra aðila í heilbrigðiskerfinu. Árlega veita erlendir lyfjaframleið- endur umtalsverðum fjárhæðum inn í íslenskt efnahagslíf í gegnum umboðsmenn og innflytjendur lyfja og síst má gleyma að þeir fjár- magna iðulega rannsóknir hér á landi sem unnar eru af íslenskum læknum og öðrum sérfræðingum. Lyfjaiðnaðurinn þarf á vel mennt- uðu starfsfólki að halda og gjarnan hafa ýmsir vaxtarsprotar í lyfja- rannsóknum hér á landi vaxið upp í skjóli þessara fyrirtækja eða með fulltingi þeirra. Islenskir lyfjainnflytjendur hafa ekki skammtímagróða að markmiði sínu, enda kæmi það þeim í koll síð- ar. Markmið fyrirtækjanna er að þjóna íslendingum til lengri tíma og stuðla að réttri lyfjanotkun, hagkvæmni og auknum lífsgæðum. Höfundur er forstjóri Lyfjaverslun- ar íslands hf. hún hafnar og sleppa öllum blekkingum í það skipti ef slíkt skyldi vera hægt! Lýðveldið var form- lega stofnað á Lögbergi 17.06.1944 og lýðveldis- fáninn dreginn að hún við mikil fagnaðarlæti. Daginn eftir fóru fram mikil hátíðarhöld í Reykjavík og víða um land í tilefni af lýðveld- isstofnun. Það væri vissulega sögulegur atburður ef nú, á 2000 ára afmælinu sem nálgast óðum, sæju valdhafar þann kost vænstan að biðja valda- klíkuna í Brussel að taka við fullveldi Islands í von um að fá í staðinn styrki, kannski fyrir sjávarútveginn! Sem nú „ku“ standa á horriminni vegna þess að fjármunirnir hafa ver- ið bomir út úr greininni en þeir munu varla sækja gull í greipar ESB, miklu lfldegra væri að ein af ríkustu þjóðum heims yrði látin taka þátt í að styrkja þær fátæku þjóðir sem þar eru fyrir. Þó að íslenskir ráðamenn hafi oft misboðið lýðræði og fullveldi er varla hægt að trúa því að þeir séu svo djúpt sokknir í niðurlægingu og vesældóm að þeir kjósi að fleygja frá sér full- veldinu til stórveldisins sem sýnilega á að stofna í Evrópu. Og það stór- mennskubrjálæði sem sumir ráða- menn virðast haldnir af, að þeir gætu í slfloi samfélagi ráðið heilmiklu í ákvarðanatöku er ótrúlega fáránlegt og minnir einna helst á gáfnafar Bakkabræðra þó að sagan sé að öðru leyti ólík. Breiðu bökin og þeir ósnertanlegu Ég ætla samt rétt að vona að utan- rfldsráðherra gleymi ekki að segja frá því, þrátt fyrir aðalmálið, inn- göngu í ÉSB, hvemig þeim gekk að efna kosningaloforðin; „fólk í fyrir- rúmi o.fl., o.fl. í þeim dúr,“ og þegar fyrrverandi ífldsstjórn komst til valda hvemig henni tókst strax í byrjun síns sögulega ferils að finna breiðu bökin; lækka skattleysismörk- in niður í 63 þúsund krónur og kippa greiðslum til aldraðra og öryrkja úr sambandi við almenna launaþróun. Ef þeir hefðu ekki strax í upphafi fundið breiðu bökin væra laun þess- ara hópa 20% hærri en þau era í dag, miðað við að þau héldu sama hlutfalli við almenn laun eins og áður var. Svona fara menn að því að afla ríkinu tekna ásamt ýmsum fleiri krókaleið- um en gæta þess vandlega að koma ekki allt of nálægt þeim ósnertanlegu sem öll þjóðin hlýtur að vita hveijir era. Svo að síðustu vona ég að Fram- sóknarflokkurinn fái verðskuldaða kosningu þegar þar að kemur. - Verst hvað er langt þangað til. En svo að ég víki aðeins nánar að fullveldisafsali hefði slík hugmynda- fræði langt fram yfir miðja öld verið talin jafngilda landráðum. En hvað heíúr breyst? Satt er það að við höf- um dýrkeypta reynslu af ranglátum stjómvöldum. Þar sem kjaramisrétti fer stöðugt vaxandi en hægt er þó að losa sig við rangláta stjómendur hér heima. En hvers er lítil þjóð megnug hér norður við heimskautsbaug ef fullveldið er látið í hendur valdaklík- unnar í Brassel sem varð til af ótta þessara þjóða hverrar við aðra; ef vera mætti að þeim tækist að lifa í friði og hætta að drepa hveijir aðra af græðgi í meiri völd og fleiri lönd. Gaman væri að geta skyggnst inn í framtíðina og sjá hvemig komandi kynslóðir muni líta á þann ráðherra sem hefir fengið það á heilann að láta þessa menn ráða að fullu yfir landi okkar og þjóð. - Er þetta ekki samfé- lagsfyrirbæri sem verðskuldar í raun og vera að kallast hræðslubandalag? Því sýnist mér vel við hæfi að nefna þetta samkrallsfyrirbæri „Hræðslu- bandalag Evrópu“. Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.