Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 48
£8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
+ Jón S. Guðmunds-
son biíVélavirki
fæddist í Reykjavík 5.
maí 1922. Hann lést á
heimili súiu Ljósvalla-
götu 22, laugardag-
inn 7. október síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Kristín Margrét
Jónsdóttir, f. 8. nóv-
ember 1900 í Reykja-
vík, d. 20. maí 1927,
^og Guðmundur Jóns-
* son verslunarmaður,
f. að Kirkjubóli í
borgarfírði 14. októ-
ber 1893, d. 31. des-
ember 1947. Þau eignuðust (jögur
böm og var Jón elstur þeirra. Hin
era: 1) Eysteinn, f. 5.8. 1923,
kvæntur Valgerði Þ. Guðleifsdótt-
ur, þau eiga fjögur börn. 2) Ásgeir,
f. 19.2. 1926, kvæntur Jóhönnu
Þorsteinsdóttur, þau eiga þrjú
böra. 3) Kristín Margrét, f. 29.4.
1927, gift Pétri Jóhannssyni, þau
eiga þijú böra. Systkini samfeðra.
4) Sigríður Ósk, f. 1.10. 1930, gift
Mikael Gabríelsyni, þau eiga þijú
böra. 5) Ólafur, f. 16.10. 1931, d.
Það var óvænt frétt sem ég heyrði
frá móður minni á laugardeginum 7.
október að hann Jonni væri dáinn.
Hann hafði kvartað yfir magaverkj-
um dagana á undan en samt ekki
þannig að hann vildi láta lækni skoða
sig og var að eigin sögn að lagast deg-
inum áður en hann lést. Jonni var
ekki mikið fyrir það að láta aðra hafa
fyrir sér þá frekar en á öðrum tíma.
Jonni er mér og okkur systkinun-
um mjög minnisstæður. Hann bjó alla
sína tíð á Ljósvallagötu 22 í húsi því
sem faðir hans og þeir bræður
byggðu á sínum tíma meðan að móðir
mín og systir þeirra sá um heimilið.
Mamma og pabbi bjuggu síðan á
neðstu hæðinni þangað til þau fluttu
þaðan 1964. Það var alltaf mikið tál-
hlökkunarefni hjá okkur systkinun-
um þegar farið var í heimsókn á Ljós-
vallagötuna til Jonna. Maður vissi
sem var að alltaf var til nammi hjá
Jonna og það brást aldrei að vel væri
tekið á móti okkur. Jonni var mikill
4.2. 1978, hann var
ókvæntur. 6) Árai, f.
20.11. 1933, d. 4.6.
1999, fyrri kona hans
var Katrín Kristjáns-
dóttir, d. 1987, þau
eignuðsut fimm böm.
Seinni kona Árna er
Ruth Woodward. 7)
Ólína, f. 21.5. 1938,
gift Einari Sigur-
bergssyni, þau eiga
sex böm. 8) Sigurð-
ur, f. 7.2. 1940, d.
13.8.1971.
Jón lauk gagn-
fræðaprófi frá Gagn-
fræðaskóla Ingimars og fékk
sveinsréttindi í bifvélavirkjun árið
1956. Hann vann lengi á bifreiða-
verkstæði Sambandsins en stofn-
aði sjálfur bifreiðaverkstæðið Drif
í Súðavogi ásamt tveimur félögum
si'num og ráku þeir það í nokkur
ár. Síðustu árin fram til starfsloka
vann Jón við bflaréttingar í Bfla-
skálanum hf.
Útför Jóns fer fram frá Fríkirkj-
unni í dag og hefst athöfnin klukk-
an 15.
áhugamaður um skák og ég var ekki
hár í loftinu þegar að hann byijaði að
kenna mér mannganginn. Síðan voru
yfirleitt alltaf tefldar nokkrar skákir í
hverri heimsókn. Við fórum síðan
saman á ýmis merk skákmót sem
haldin voru hér á landi. Sérstaklega
var minnisstætt þegar að við fórum á
heimsmeistaraeinvígið milli Fischers
og Spasskys sem haldið var í Laugar-
dalshöllinni 1972 og Jonni leiddi
mann í allan sannleikann um kepp-
endur og þá ekki síst Fischer sem
greinilega var í uppáhaldi hjá honum.
Hin seinni ár sáumst við Jonni ekki
oft enda var ég fluttur til Vestmanna-
eyja. Skákkunnáttunni hirti ég h'tt um
að halda við enda ekki við neinn
Jonna að tefla. A seinni árum byijaði
Jonni að æfa pútt með eldri borgun-
um og það var þá aðeins að ég gæti
endurgoldið honum skákkennsluna
með því að sýna honum hvemig best
væri að bera sig að í púttinu.
Það verður fátæklegra núna um
jólin að hitta ekki Jonna á jóladag
eins og undanfarin ár en minningin
um hann verður ekki langt undan.
Um góðan dreng sem alltaf hafði tíma
til að ræða málin.
Systkinum hans votta ég samúð
mína og bið góðan guð að geyma
Jonnavel.
Jóhann Pétursson.
Elsku frændi.
Það er nú hálfskrítið að setjast nið-
ur og skrifa fáein kveðjuorð því lát
þitt bar mjög óvænt að. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann. Eins
og þegar ég var lítil hvað það var allt-
af gaman að fara í heimsókn til þín á
Ljósvallagötuna, alltaf áttir þú eitt-
hvert gott í skál, sama hvenær við
komum. Eins eru mér alltaf svo minn-
isstæð jólin þegar ég var 10 ára. Það
var alltaf svo spennandi að opna jóla-
pakkann frá þér, Óla og Dóru. Nema
þegar styttist í pakkana verð ég þess
áskynja að pakkinn til mín var bara
pínulítill. Mamma sá sem betur fer
hvað verða vildi og sagði hughreyst-
andi að það væri yfirleitt fallegast í
litlu pökkunum. Og eins og mér
fannst þetta líta illa út, tók ég nú held-
ur betur gleði mína, því í litla pakkan-
um var minn fyrsti gullhringur.
Ég veit að það verður vel tekið á
móti þér á nýjum stað, Guð veri með
þér.
Þín systurdóttir,
Auður Pétursdóttir.
Við fráfall frænda okkar, Jonna,
eins og hann var alitaf kallaður, er
margs að minnast. Húmor og gal-
skapur kemur upp í hugann, ásamt
elsku til lesturs og skáldskapar. Sem
dæmi um það er vísa eftir uppáhalds-
skáld hans, Kristján Jónsson Fjalla-
skáld, sem Jonni fór löngum með um
sjálfan sig:
Þú ert sá mestí maður, Jón,
makalaus bæði í raun og sjón.
En furðuleg er flónska sú
að fáir vita það - nema þú!
Þegar við systkinin ólumst upp var
hann Jonni frændi alltaf til staðar.
Ótal sinnum bönkuðum við uppá hjá
honum og fengum Nóakonfekt ásamt
leiðsögn í sögu, skák eða landafræði
og nutum nærveru hans. Staðamöfn
og kennileiti á Islandi voru sérstakt
áhugaefni hans og var hvergi sá hóll
sem hann kunni ekki að nefna og
segja sögu af. Þótt Jonni eignaðist
ekki böm sjálfur voram við öll bömin
hans. Hann elskaði böm og hafði á
þeim einstakt lag. Aðfangadagskvöld-
in vora sérstök. Þegar við systkinin
voram búin að taka upp okkar pakka
heima hjá okkur var farið niður og
þar biðu Jonni og Dóra með sína
pakka óopnaða. Þar sátum við og nut-
um þess að fá að taka upp pakkana
með þeim. Þetta breyttist við fráfall
Dóra en alltaf höfum við „átt“ Jonna á
aðfangadagskvöld.
Það var eins og tíminn stæði í stað
þegar Jonni var heimsóttur. Áratug-
irnir höfðu markað hverjum hlut sinn
stað og það var eins og því gæti ekk-
ert breytt. Yfir öllu hvíldi ró og æðra-
leysi; amstur dagsins átti hér ekkert
erindi. Hjá honum var eins og opnuð-
ust dyr inn í fortíðina, á vit æskuár-
anna og þeirra daga þegar fimmtu-
dagar vora sjónvarpslausir og
útvarpsrásin ein. Nú þegar þessar
dyr falla að stöfum lýkur mikilvægum
kafla í lífi okkar systkinanna sem mun
ávallt vera okkur kær.
Við höfum nú misst góðan frænda
og vin, en eram rík af minningum um
sérstakan mann sem á sinn stað í
hjörtum okkar um ókomna tíð.
Kristján Fjallaskáld yrkir við lát
vinar síns:
Nú samvist þinni ég sviptur er;
—ég sé þig aldrei meir!
Astvinirnir, sem ann ég hér,
svoallirfaraþeir.
Ég felli tár, en hví ég græt?
Þvíheimskingiéger!
Þín minning hún er sæl og sæt,
ogsömuleiðégfer.
Já, sömu leið! En hvert ferð þú?
Þig hylja sé ég gröf;
þar mun ég eitt sinn eiga bú,
umævisvifinnhöf.
Enerþínsálasigrikætt
ogsælabúinþér?
Eg veit það ekki! - sofðu sætt!
-ensömuleiðégfer.
Anna, Stefán og Elísabet.
Hann Jonni frændi okkar er látinn.
Við frændsystkinin urðum þess að-
njótandi að hafa þó nokkur kynni af
þessum föðurbróður og afabróður
okkar. í bamæsku okkar var það föst
venja að fara til Jonna frænda á
sunnudagsmorgnum með Eysteini
bróður Jóns, sem er faðir undirritað-
rar en afi undirritaðs. Þótti okkar al-
veg ómissandi að koma við á Ljós-
vallagötunni eftir að búið var að fara
niður að Tjöm til að gefa öndunum og
skoða skipin á höfninni.
Alltaf þótti okkur jafn gaman að
þessum reglulegu heimsóknum okkar
enda Jonni einstaklega ljúfur heim að
sækja og með eindæmum bamgóður.
Tók hann okkur ætíð opnum örmum
og bar í okkur kræsingar sem jafnan
saman stóðu af Nóakonfekti og app-
elsíni og vakti alltaf jafn mikla lukku.
Kom Jonni okkur ætíð til að finnast
við vera aufúsugestir og þótti okkur
sem hann hefði ekki síður gaman af
þessum heimsóknum en við.
Jonni átti forláta rafmagnsspil sem
hann geymdi uppi í skáp og dró fram
með mikilli viðhöfn er okkur krakk-
ana bar að garði. Þótti okkur mikið til
þessa undratækis koma og eyddum
ófáum stundum í að reyna að velja
réttu svörin til að fá ljósið til að
blikka. En þetta var ekki það eina
sem gerði þessar heimsóknir sérstak-
ar. Jonni var mikill skákáhugamaður
og kenndi okkur krökkunum mann-
ganginn. Var taflinu jafnan stillt upp
á sófaborðinu og var Jonni óþreytandi
við að tefla við okkur ef svo bar undir.
Það var þó frekar annað okkar, þ.e.
Arnar Már, sem smitaðist af þessum
skákáhuga Jonna frænda og átti það
til á seinni áram að fara einsamall til
Jonna á Ljósvallagötuna til þess að
tefla þó ekki væri nema eina og eina
skák. Átti þetta sinn þátt í því að þeir
frændur voru hinir mestu mátar og
höfðu mikið dálæti hvor á öðrum.
Fyrir utan þessar reglulegu sunnu-
dagsheimsóknir var alltaf farið á
Ljósvalíagötuna á Þorláksmessu, eft-
ir að komið var úr kirkjugarðinum, og
var slík heimsókn órjúfanlegur hluti
af jólastemmningunni í okkar huga.
Er árin liðu tók sunnudagsheim-
sóknunum að fækka smám saman þar
tO þær hættu alveg er við krakkamir
komumst á ákveðið aldursskeið.
Jonna frænda hittum við þó reglulega
í matarboðum í Fossvoginum og var
hann þar fastur gestur í jóla- og
páskaboðum. Var það okkur mikils
virði að fá að halda tengslum við
Jonna með þessum hætti.
Með þessum fáu orðum vijjum við
minnast frænda okkar og um leið
þakka honum fyrir þær stundir sem
hann svo fúslega gaf okkur.
Guðrún Margrét Eysteins-
dóttir, Arnar Már Kristinsson.
JÓNS.
, GUÐMUNDSSON
jS.UA R
OSWALDS
simi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
ADAI SHUn i 41$ • 101 RI VKJAVÍK
Díivic) higer Óhifur
Útfdrdrstj. Útfmtrstj. Útfmtrstj.
I ÍKKLSTUVINNIJSTOI A
HYVINDAR ÁRNASONAR
+ Sveinn Ólafur
Sveinsson húsa-
smíðameistari fædd-
ist að Nýlendu undir
Austur-Eyjafjöllum
24. júní 1924. Hann
lést á Landspftalan-
um í Fossvogi 4.
oktdber síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Víðistaða-
kirkju 13. október.
Sveinn Ólafur
Sveinsson, mágur
minn, er látinn. Það átti
sér nokkum aðdrag-
anda en sem betur fer án þjáninga að
séð varð. Ég heimsótti hann á gjör-
gæsludeild fyrr í haust og sá þá að
hverju dró. En ég átti eftir að sjá
hann aftur þegar ég lagðist sjálf inn á
Borgarspítalann 22. september. Ég
var ekki fyrr búin að jafna mig eftir
svæfingu þegar ég mundi eftir að
spyrja hvort hann væri ennþá lifandi.
Mér fannst ég þurfa að kveðja hann
áður en ég yfirgæfi spítalann. Svo ég
fór upp á fimmtu hæð þar sem hann
lá einn á stofu. Þetta var undurfalleg-
ur dagur, sólin skein skært inn um
gluggann á þennan næstum lífvana
líkama. Þegar ég var búin að litast
um á vistlegri stofunni leit ég út um
gluggann á fagurt útsýnið yfir Foss-
voginn.
Eg settist síðan í stólinn og lét hug-
ann reika. Þama átti ég stund sem
var einstök. Þarna fann ég hve bilið
er stutt milli lífs og dauða og hve
dauðinn getur líka verið kærkominn
ef ekkert annað er
framundan. Ég fann
einhvem innri frið við
að sitja þama. Það var
eins og stofan væri full
afkærleikaogró.
Svenni, eins og hann
var alltaf kallaður, var
fríður maður með bjart
yfirbragð á sínum yngri
áram, yfirvegaður og
rólegur. En stríðinn og
fastur fyrir ef því var að
skipta, næstum ósveigj-
anlegur. Hann hækkaði
þá bara röddina gegn
viðmælanda og sagði;
ég held nú bara ekki og hló svo sínum
sérstaka hlátri þegar hann hafði bet-
ur í samræðunum. Hann þurfti
snemma að þola mikið mótlæti, hann
var innan við fermingu þegar barna-
hópurinn missti mömmu sína og
þurfti að fara til vandalausra. Heimili
þeirra á Nýlendu undir Eyjafjöllum
leystist upp eins og algengt var á
þeim tíma. Þetta er nokkuð sem mót-
ar fólk til frambúðar. Öll komust
þessi böm upp og urðu myndar- og
dugnaðarfólk. Svenni fór til séra Jóns
M. Guðjónssonar í Holti undir Eyja-
fjöllum, síðar prests á Akranesi, og
þaðan fermdist hann. Séra Jón gifti
líka Svenna og Rebekku, konu hans,
og skírði einhver af bömum þeirra,
svo af því má ráða að hjá þessu fólki
hafi Svenna liðið vel. Rebekka, systir
mín, og Svenni kynntust ung að áram
og þau kynni hafa dugað rúm fimmtíu
ár. Þeim hefur famast vel og eignast
fimm mannvænleg böm og mörg
bamaböm. Rebekka og Svenni hafa
alla tíð verið miklar fjölskyldumann-
eskjur, alltaf að hugsa um að bömun-
um og barnabömunum liði sem best.
Það vora mörg handtökin að hlúa að
þeim. Þá era ótalin handtökin að hlúa
að þeim sem til þeirra hafa leitað,
bæði skylt og óskylt fólk. Má þar
nefna Guðjón Einarsson og fleiri.
Rebekka og Svenni hafa alla tíð verið
fyrirhyggju- og ráðdeildarmanneskj-
ur. Við Svenni unnum saman í fleiri
vertíðir. Þá bjó ég hjá þeim á Merk-
urgötu 8 í Hafnarfirði en þar áttu þau
heima í mörg ár en fluttu seinna á
Sævang. Svenni stundaði sjó í nokkur
ár, síðan var hann leigubílstjóri í
Hafnarfirði. Þá réðst hann í fiskvinnu
hjá Jóni Gíslasyni og það var þá sem
ég kynntist Svenna. Við unnum í
frystihúsinu Frosti hf. Það var á
margan hátt erfiður en skemmtilegur
tími. Eldsnemma á morgnana
löbbuðum við frá Merkurgötunni upp
alla Norðurbraut í hvaða veðri sem
var. Það átti ekki við Svenna að mæta
of seint svo heldur var farið í fyrra
lagi. Þá þekktist það ekki að venju-
legt verkafólk væri með bíl undir
rassinum. Sömu leið löbbuðum við til
baka oft að löngum og ströngum
vinnudegi loknum. Sérstaklega var
erfitt þegar maður var að koma
skreiðarfiskinum í hjallana. Þá var
ekki í tísku að svíkjast um og það veit
ég að Svenni kunni ekki. Honum þótti
vænt um sína vinnuveitendur og vann
þeim vel.
Seinna settist Svenni á skólabekk.
Hann fór í Iðnskólann til að læra
smíðar þó að þau væra komin með
stóra fjölskyldu. Hann útskrifaðist
þaðan og fór síðan í meistaraskóla og
þaðan útskrifaðist hann með fyrstu
einkunn þrátt fyrir litla undirstöðu-
menntun. Eftir það vann hann við
smíðar við hinar ýmsu byggingar.
Hann vann um áraraðir við að bæta
og breyta húsakynnum á Hrafnistu í
Reykjavík og keyrði þá á milli.
Svenni var einkar laghentur og snot-
urvirkur við allt sem hann gerði.
Hann bjó yfir einstakri þrautseigju
og gafst aldrei upp þrátt fyrir mikinn
mótbyr. Hann lenti í tveimur alvar-
legum slysum sem ég man eftir. Ann-
að skiptið datt hann ofan af vörabíls-
palli og mjaðmarbrotnaði. Hitt
skiptið fór hann í vélsög og missti
framan af fjóram fingrum annarrar
handar. Það hefðu margir gefist upp
við öll þessi áföll en það var ekki inn í
myndinni hjá Svenna. Hann hélt
ótrauður áfram eftir margra mánaða
þjáningar í bæði skiptin. Þegar hann
var svo kominn á aldur, sem kallað
er, fóra þau, hann og Rebekka, að
búa til alls konar smáhluti af miklum
hagleik. Þau gerðu listafallega barna-
kofa og vora með einn slíkan í smíð-
um þegar tímaglasið rann út. Ég sá
hjá þeim sveitabæi og kirkjur sem
hann smíðaði og hún málaði. Þau hafa
verið sívinnandi allt sitt líf. Rebekka
og Svenni hafa alltaf verið mikil nátt-
úrabörn. Þau hafa ræktað skógar-
lund fyrir sunnan Hafnarfjörð. Þau
hafa lagt einstaka alúð við húsið sitt
og umhverfi. Þeirra unaðsstundir
vora að fara í sumarhús og losna við
skarkala þéttbýlisins. Gunnar, sonur
þeirra, var þeim mjög náinn og fór
oftast með þeim í lengri og styttri
ferðir.
Nú er þessu öllu lokið. En eftir
sitja minningamar um góðan föður,
afa og lífsföranaut. Ég veit að Svenna
er sárt saknað af allri fjölskyldunni,
ekki síst af litlu barnabömunum sem
elskuðu ömmu og afa svo mjög.
Ég sendi Rebekku, systur minni,
og öllum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur.
Ragna Aðalsteins.
SVEINN ÓLAFUR
SVEINSSON