Morgunblaðið - 18.10.2000, Page 50
5£ MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
I
t
Ástkaer móðir mín, tengdamóðir og amma,
SESSELJA DAVÍÐSDÓTTIR,
Álfalandi 5,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu-
daginn 16. október.
Jarðarfcrin auglýst síðar.
Inga Karlsdóttir, Gunnar Jónasson,
Jónas Þór Gunnarsson, Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín, dóttir okkar, systir og mágkona,
LAURA VAN BEVEREN,
lést á heimili sínu í Pequannock, N.J. í U.S.A, miðvikudaginn
11. október.
Ted Van Beveren,
Petrún Sigurðardóttir Yuhas, Walter Yuhas,
Linda Bionci, Joseph Bionci,
Pamela Heckmann, Mark Heckmann,
og aðrir vandamenn.
t
faðir okkar,
Elskulegur eiginmaður minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGARÐ BJÖRNSSON,
Skagfirðingabraut 4,
Sauðárkróki,
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudaginn
15. október.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 21. október kl. 16.00.
Jakobfna Valdimarsdóttir,
Kári Valgarðsson, Hulda Tómasdóttir,
Valgarð H. Valgarðsson,Valdfs Skarphéðinsdóttir,
María Valgarðsdóttir, Guðmundur Gíslason,
Sverrir Valgarðsson, Karlotta Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR
fyrrverandi prófastsfrú,
Saurbæ,
Hvalfjarðarströnd,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu-
daginn 20. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins.
Hrafnkell Sigurjónsson, Unnur Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær frænka okkar,
SIGURLAUG JÓNA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Flatahrauni 16a,
Hafnarfirði,
sem lést föstudaginn 13. október, verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
19. október kl. 15.00.
Margrét Jóna Guðjónsdóttir, Jónína B. Jónasdóttir,
Auðbjörg Guðjónsdóttir, Haligrímur Jónasson,
Haligrímur Guðjónsson, Jónas Þór Jónasson,
Guðný Védfs Guðjónsdóttir, Edda Jóna Jónasdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
REGÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR
frá Skógargerði,
sem lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík,
fimmtudaginn 12. október síðastliðinn, verður
jarðsungin frá Húsavíkurkirkju föstudaginn
20. október kl. 14.00.
Guðný Helgadóttir, Pétur Jónasson,
Björg Helgadóttir, Þráinn Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
SVEINBJÖRN
SVEINBJÖRNSSON
+ Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
fæddist á Isafirði 22.
ágúst 1924. Hann
lést á öldrunardeild
Heilbrigðisstofnunar
ísafjarðar 22. sept-
ember siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Sveinbjörn Halldórs-
son, bakarameistari
á ísafirði, f. 14. ágúst
1888, d. 13. septem-
ber 1945, og kona
hans Helga Jakobs-
dúttir, húsmóðir á
ísafirði, f. 24. aprfl
1889, d. 26. aprfl 1979. Systkini
Sveinbjörns: Steinunn, f. 8. aprfl
1913, d. 5. september 1984; Helga
Karitas, f. 24. mars 1915, d. 15.
júní 1916; Böðvar, f. 7. aprfl 1917,
d. 15. júní 1999; Halldór, f. 12.
nóvember 1919; Marta, f. 25.
mars 1922; Sigríður, f. 19. desem-
ber 1927; Jóhanna, f. 17. maí 1930
og stúlka fædd andvana 19. nóv-
ember 1932.
Hratt flýgur stund:
Mér virðist það í minningunni að-
eins „augnablik" síðan við frændur
böksuðum ýmislegt saman vestur á
æskuslóðum okkar beggja, ísafirði,
en samt eru rúmir sex tugir ára síð-
an fyrstu minningarbrotin áttu sér í
raun stað, en þá var ég, lítill snáð-
inn, látinn ýta á eftir handkerrunni,
sem frændi stýrði frá bakaríi föður
síns við Hafnarstæti í útibúið við
Túngötu. Ekki var nokkurt gagn í
aðstoðarmanninum, heldur var
hann hafður með í för til að gáskast
með enda var „sendiherrann" ávallt
sérlega léttur í lund og uppátækja-
samur, tæpum 10 árum eldri.
Tæpum áratug síðar áttum við
iðulega samleið utan vinnutíma, en
þá stóð virðulegur heimilisfaðir að
byggingu sumarbústaðar inni í
Tungudal og eyddi öllum frítíma
sínum, þá stundina, í að koma fjöl-
skyldunni fyrir í ilmi birkis og
bjarka í Skóginum. Það stórmynd-
arlega hús bæði teiknaði hann „frí-
hendis" og byggði nær allt sjálfur,
enda sá ég sem „handlangari" stað-
arins þá fyrst hver hamhleypa hann
var til verka og aðkunnáttu hvað
smíðum viðvék, allir kvarðar léku í
hendi hans. Þá orkaði á mig hversu
feikihandsterkur hann var, meðal-
maðurinn á hæð, frekar grannur
vexti en geysivel á sig kominn, enda
íþróttamaður góður.
I millitíðinni hafði ég í mörg ár
notið frændsemi við þá bræður alla
Hinn 16. júní
1946 kvæntist
Sveinbjörn Jónínu
Jóhönnu Krist-
jánsdóttur, frá fsa-
firði, f. 5. júni 1922.
Foreldrar Jónínu
voru Alberta Al-
bertsdóttir og
Kristján Stefáns-
son. Sveinbjörn og
Jónína eignuðust
sex börn: Helgu, f.
19. janúar 1947,
Krislján, f. 21. maí
1949, Sveinbjörn, f.
19. desember 1950,
Bertu, f. 7. júlí 1952, Halldór, f. 4.
maí 1957 og Marzellíus, f. 4. febr-
úar 1959. Sveinbjörn og Jónína
slitu samvistir.
Hinn 22. ágúst 1984 kvæntist
Sveinbjörn Regínu Onnu Hall-
grímsdóttur, f. 1. júní 1936. Þau
slitu samvistir.
Útför Sveinbjörns var gerð frá
ísafjarðarkirkju 28. september
síðastliðinn.
þrjá, bæði við störf í Rækjuverk-
smiðjunni, í Neðstakaupstað, Mat-
vörubúðinni í Sólgötu, hjá Ríkisskip
og víðar, en þá, á krepputímum, var
ekki sjálfgefið að að krakkar og
unglingar fengju störf við hæfi. Alls
þessa minnist ég nú að leiðarlokum
með þakklæti til þeirra allra, þótt
aldrei hafi ég fært það í orð né letur
fyrr. Samgangur milli heimilanna
var reyndar mikill, allt frá frum-
bernsku minni, því til móðurbróður
leitaði móðir mín, ung stúlka norðan
úr Strandasýslu, um atvinnu árið
áður en þessi sonur hans fæddist og
mun hún hafa aðstoðað heimilið við
frænda sinn á bleium og lungann af
æskuárum hans, svo og þau yngri
systkini öll, eftir aðstæðum, þau sjö
ár sem hún naut tilsjónar og vernd-
ar heimilisins í bakaríinu.
Við giftingu færðist móðir mín að-
eins fjögur hús úr stað og því nær-
tæk samvistin, en milli hennar og
móðurinnar í bakaríinu, með börnin
sín sjö, myndaðist silfurþráður, sem
aldrei slitnaði. í mörg ár gengu þær
tvær saman sér til heilsubótar norð-
ur um eyri og höfðu alla veröldina
að spjalla um, heimili, afkomendur,
frama barnanna og framtíð. Inni-
lega vænt þótti mömmu einnig um
að ein dóttir þeirra hjóna, Marta,
leigði hjá henni í mörg ár í annarri
íbúðinni heima, í einstaklega góðu
nábýli, og þar fæddi Marta sín efni-
legu böm. Og í þá daga þótti mér
ekki amalegt, með skyldleikann í
BJARNI
G UÐBJÖRNSSON
+ Bjarni Guð-
bjömsson vél-
stjóri fæddist í
Reykjavík 5. desem-
ber 1933. Hann lést á
heimili sínu 4. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fossvogskirkju
13. október.
Maður finnur aldrei
eins mikið til vanmátt-
ar síns gagnvart örlög-
unum og þegar manni
berast svipleg tíðindi
óvænt. Þannig fór fyrir
okkur þegar við fréttum að Bjarni
væri allur.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Bjarna. Á farsælum starfs-
ferli sínum ferðaðist hann um út-
höfin blá, sem vélstjóri á varðskip-
um og síðan á hafrannsóknarskipinu
Bjarna Sæmundssyni. Eitt af aðal
áhugamálum hans í frítíma sínum
voru ferðalög um hálendi íslands og
ferðalög til annarra landa. Hann
hefur verið fjölskylduvinur okkar og
ferðafélagi til margra ára. Jafnt
sumar sem vetur var haldið á fjöll,
stuttar eða langar ferð-
ir, alltaf jafn viðburða-
ríkar og skemmtilegar
og ávallt stutt í glensið
hjá Bjarna og Stínu.
Engan vitum við betri
að lesa í skýin, veður-
fregnirnar og annað
það sem þarf til að
finna út hvar á landinu
viðraði best til ferða-
laga. Bjami hafði
ávallt notalega nær-
veru og mikið jafnaðar-
geð og var jafnan
kjölfestan í ferðahópn-
um, hann var maðurinn
með ,jæja“-réttindin. Bjarni var
þolinmóður og laginn sama hvort
sem var við matargerð, viðgerðir
eða hvað annað sem hann tók sér
fyrir hendur, allt gerðist hávaða-
laust, eins og af sjálfu sér.
Bjarni kom oft við heima hjá okk-
ur, gaf sér tíma til að fá smákaffi-
sopa og spjalla, kíkja inn í bílskúr,
spá og spekúlera og hafa skoðun á
málum. Voru einmitt síðustu
samverustundir okkar slík heim-
sókn en þá komu Bjami og Stína
færandi hendi, en honum hafði lengi
bakhöndinni, að geta kíkt annað
slagið inn um hlera eða dyr í bakarí-
inu og sníkt skonrok, rúsínur eða
sveskju, en slíkur munaður var ekki
hversdagsfæða um þær mundir.
Eins og oft ber til verða þáttaskil
á högum manna. Sveinbjöm fór í
Verzlunarskólann og lauk þaðan
góðum prófum, kom heim aftur og
tók við verkumsjón hjá bróður sín-
um Böðvari. Sveinbjörn kvæntist
einstaklega elskulegri og góðri
stúlku úr heimabyggð, Jónínu
Kristjánsdóttur, eignaðist sex vel
gefin og myndarleg böm. Hann
varð með velstæðari mönnum,
fremstur meðal jafningja og fram-
tíðin blasti við með atvinnuöryggi
og lífsfyllingu. En gamalt spakmæli
segir: „Sitt er hvað gæfa og gjörvi-
leiki". Ég fór suður í skóla og at-
vinnuleit og átti ekki afturkvæmt,
en frétti ávallt að heiman um gengi
þeirra bræðra. En þá stóð sól ekki
alltaf í hádegisstað, eins og vænt-
ingar stóðu til og eins og uppeldið,
hæfileikarnir og skólagangan gáfu
vonir um. Ofurhuginn frændi minn,
með börnin smá og yndislegt heim-
ili, hafði, eins og fleiri úr Melaætt-
inni frá Trékyllisvík, boðið sjálfum
Dionysus upp í fangbrögð, en hér
dugði hvorki handstyrkur né gjörvi-
leikur til, úrslitin vom því sem næst
ráðin fyrirfram.
Margra ára bylta leiddi til dep-
urðar, sem sá einn þekkir er reynir,
og varð hinn eftirfarandi og óum-
flýjanlegi skilnaður þeirra hjóna
honum sárari en táram taki, en
hann tregaði konu sína allar götur
síðan. Fór honum þar líkt og Guð-
rúnu Ósvffursdóttur forðum daga.
Þegar birti á ný, eftir áralanga
glímu, flutti frændi minn suður í
annað umhverfi, fann sér annan
starfa hér í Reykjavík sér til viður-
væris. Hann fann sólargeisla í seinni
eiginkonu sinni, Regínu Hallgríms-
dóttur, sem annaðist hann í nokkur
ár með þolinmæði og umhyggju þar
til þau skildu eftir að frænda brást
heilsan og hann hvarf heim á ný.
Þessi kjörviður úr Melaættinni
varð aldrei sá hlynur, sem efni stóðu
til að setti svip sinn á umhverfi sitt,
samferðamönnum og ættmönnum
til góðs. Réðu þar ill örlög, kannske
mannsvilja ofar. Niðjum hans nýt-
ast þó arfgengir hæfileikar og
reynsla.
Nú mun hann lagður til hvíldar í
þeim sama firði þar sem foreldrar
hans og mörg skyldmenni eiga sér
hinstu hvílu, á milli fjallanna Ernis
og Eyrarfjalls, hamingjustaður
hans áður fyrr og örlagavaldur.
Við, frændur hans handan göt-
unnar á Isafirði, þökkum honum all-
ar velgjörðir liðins tíma, biðjum
honum blessunar guðs svo og ást-
vinum hans öllum.
Kjartan P. Kjartansson.
fundist vanta betri jámsög í skúr-
inn.
Bjarni var maður sem kunni að
njóta lífsins og gaf sér tíma til þess.
Við viljum þakka Bjama fyrir
þær samverastundir sem við höfum
átt og þann lærdóm og þroska sem
við höfum öðlast af samvistum við
hann.
Við minnumst Bjarna sem góðs
vinar og félaga. Jeppaferðirnar
verða ekki þær sömu án þín. Kæri
vinur, við söknum þín sárt.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Elsku Stína, Guðrún, Rakel, mak-
ar og börn, ykkar missir er mikill.
Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Óskar, Sigrún og börn.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.