Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 18.10.2000, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR BACH- -MANN SIG URÐSSON + Gunnar Bach- mann Sigurðsson fæddist 11. ágdst 1959. Hann lést 14. september síðastlið- inn og fór útfór hans fram frá Digranes- kirkju 25. septem- ber. Gunnar Bachmann Sigurðsson, félagi okk- ar og samstarfsmaður í Málbjörgu, félagi um stam, er látinn aðeins rétt liðlega fertugur að aldri. Við kynntumst Gunnari þegar hann kom inn í stjórn Málbjargar fljótlega eftir stofnun félagsins. Hann sat í stjórn í rúm átta ár, eða allt til dauðadags, lengst af sem gjaldkeri. Gunnar vann ötullega að málefnum félagsins og var mjög áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var alltaf full- ur vilja til að gera það sem til þurfti og með þeirri bjartsýni og jákvæða hugarfari sem var honum í blóð borið fannst honum allt vera mögulegt. Saman tókum við þátt í ýmsum til- vaunum til þess að vinna með stamið og er óhætt að fullyrða að með þeim tilraunum hafi hann náð nokkrum árangri í því að ná valdi yfir staminu, eins og við gerðum flest. Þegar haldnir voru fundir var Gunnar alltaf sá sem hægt var að treysta á. Jafnvel þegar illa gekk og fáir mættu hélt hann uppi merkjunum og frægur var fundur- inn þar sem hann mætti einn. Stam er erfið fötlun sem ekki er víst að allir átti sig á, vegna þess að því fylgir oft félags- leg einangrun. En Gunnar lét það ekki aftra sér frá því að kynnast fólki og þegar vinskapur var kominn á gætti Gunnar þess að halda honum við með því að hringja og kíkja í heimsókn. Hann var vinur vina sinna. Við sjáum á bak góðum félaga og öflugum liðsmanni, en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast Gunnari. Gunnars er einnig sárt saknað í fjölmennum hópi fólks á Norður- löndunum sem hann hafði kynnst í gegnum tíðina á Norrænum ráð- stefnum fólks sem stamar. Ekki síst á ráðstefnunum sem haldnar voru á íslandi í fyrra og árið 1994. Margt af þessu fólki hefur beðið íyrir samúð- arkveðjur til fjölskyldu Gunnars. Fyrir hönd félaga í Málbjörgu sendum við unnustu Gunnars, for- eldrum, bróður og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þess að Guð veiti þeim styrk í sorg sinni. Benedikt Benediktsson, Björn Tryggvason. + Ástkær sonur minn, ÓLAFUR GUÐJÓN ÁRSÆLSSON, Brekkustíg 17, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. október. Jónína J. Brunnan. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR H. JÓSAVINSSON, Búðarnesi, Hðrgárdal, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 20. október ki. 13.30. Jarðsett verður að Myrká. Ebba Guðmundsdóttir, Halldór Gunnarsson, Björg Dagbjartsdóttir, Svanhildur Gunnarsdóttir, Magnús Lárusson, Bergljót Gunnarsdóttir, Sigrún H. Gunnarsdóttir, Jósavin Gunnarsson, Ingibjörg Helgadóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Þórhildur Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Doris Maag, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ARI JÓNSSON frá Fagurhólsmýri, sfðast til heimilis á Langholtsvegi 177, Reykjavík, sem andaðist á Landakotsspítala aðfaranótt laugardagsins 14. október, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Reykja- vík föstudaginn 20. október kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hans, er bent á að hafa samband við Landakotsspítala eða Land- spítalann Fossvogi. Sigríður Halidóra Guðmundsdóttir, Jón Guðni Arason, Aðalheiður Sigfússdóttir, Guðmundur Jóhann Arason, Anna Hólmfríður Yates, Aðalgeir Arason, Margrét Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Einar Sigurbergur Arason og barnabörn. JÓHANNES MARKÚSSON + Jóhannes Mark- ússon fiugstjóri fæddist f Reykjavík 9. september 1925. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 29. sept- ember sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 11. október í kyrrþey, að ósk hins látna. Líf manns er heil- mikið ferðalag og sam- ferðamenn margir. Kynni við þessa samferðamenn eru einnig margvísleg, góð eða miður góð, í flestum tilfellum kannske hlut- laus - viðkynni, sem vart verður tek- ið eftir - menn koma og fara, án þess að skilja eftir sig spor. Aðrir eru slík- ir áhrifavaldar, að þeir sem þeim kynnast verða ekki samir menn á eftir. Þannig var með samband Jó- hannesar Markússonar og mitt, allt frá því er hann giftist systur minni og með okkur tókust kynni. Ungur menntskælingur stóð á tímamótum að loknu stúdentsprófi og nú voru góð ráð dýr. Áform um að slást í lið með fjölmennri stétt lög- fræðinema við Háskóla íslands virt- ust vera að bera í bakkafullan lækinn og viku loks fyrir áhrifum þess áhuga á flugmálum sem Jóhannes hafði þegar vakið hjá undirrituðum. Með því voru örlög ráðin - stefna tekin. Að loknu atvinnuflugprófi má segja að atvinnuhorfur í stéttinni hafi ekki verið glæstar, enginn virt- ist hafa þörf fyrir ungan og reynslu- lausan flugmann. Naut ég þá mágs míns, Jóhannesar, sem oftar, studdi hann mig með ráðum og dáð. Að loknu framhaldsnámi í loftsiglinga- fræðum tókst fyrir tilstilli hans og annarra góðra manna að vekja áhuga erlends flugfélags á þessum reynslulitla nýliða, nýir þræðir spunnir í örlagavefinn - og svo koll af kolli, þar til undirritaður þótti geta staðið íyrir sínu í sveit gjald- gengra flugliða. Þar sem ég nú rita þessar línur í erlendri borg, kemur mér í hug sumarið 1973 - nýjar krossgötur. Ég var þá búsettur er- lendis og hafði mér borist í hendur tilboð um flugstjórastöðu hjá jap- anska ríkisflugfélaginu Japan Air Lines. A sama tíma stóð til boða að hefja störf hjá flugfélagi sem Loft- leiðir hf. höfðu stofnað í Lúxemborg ásamt öðrum aðilum, Cargolux S.A. Jóhannes var á þessum tíma í stjórn Loftleiða og var hann mikill hvata- maður þessa máls, flaug reyndar mikið og gjarnan fyrir þetta nýja fé- lag sjálfur. Það varð úr að undirrit- aður hætti við Austurlandaævintýr- ið, settist að í Lúxemborg og hóf störf íyrir Cargolux S.A. Má segja að hér hafi Jóhannes kippt í örlaga- þræði á nýjan leik þótt óbeint væri. Nú, þegar hann hefur hafið sig til flugs í hinsta sinn, þakka ég honum samfylgdina og óska honum góðrar ferðar um himingeiminn til þess áfangastaðar sem för okkar allra er heitið tfl. Ingi Kolbeinsson, Lúxemborg. Þegar ég frétti af andláti Jóhann- esar Markússonar varð mér sem oft- ar htið upp á vegg á skrifstofu minni, en þar hefur hangið um langt árabil hópmynd af flughði Loftleiða hf. frá því í júlí 1949. Á þessari ljósmynd eru flugmenn, flugvélstjórar, sigl- ingafræðingar, loftskeytamenn og flugfreyjur, allt ungt og glæsilegt fólk, sem ljómar af lífsþrótti og stolti yfir aðild sinni að uppbyggingu flugsins á íslandi. Á þeirri rúmu hálfu öld sem liðin er frá töku ljósmyndarinnar hefur um helmingur starfsfélaganna frá 1949 horfið frá þessum heimi, og í dag, þegar ég renni augunum ennþá einu sinni yfir myndina, er þar áber- andi heil röð flugliða, þvert yfir myndina, sem allir eru gengnir á vit feðranna, auk annarra vítt og dreift í öðrum röðum. Á Ijósmyndinni eru alls 30 flughðar og með Jóhannesi Markússyni eru nú horfnir 15 þeirra, sem gengdu störfum í stjómklefa um borð í flugvélum Loftleiða. Þó svo að Jóhannes hafi ekki verið í hópi þeirra, sem íyrstir hófu flugnám og vörðuðu leiðina að þeim flug- rekstri, sem við þekkj- um í dag, verður hans samt ávallt minnst sem eins af frumherjunum í flugsögu íslands. Meðan heimsstyrjöldin síðari geisaði var Kanada eitt af fáum lönd- um þar sem flugskólar á vegum ann- arra en hernaðaryfirvalda voru starfræktir. Þangað höfðu flug- mennirnir Sigurður Ólafsson og Jó- hannes Snorrason farið til flugnáms og síðar þeir Alfreð Elíasson, Krist- inn Olsen, Magnús Guðmundsson og Smári Karlsson. Jóhannes, ásamt fleiri ungum mönnum, fetaði í fótspor braut- ryðjendanna og hóf flugnám við flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg í Kanada árið 1944. Að aflokinni síðari heimsstyijöld buðust hagkvæmari möguleikar til flugnáms í Bandaríkjunum og því af- réð flugnemahópurinn að færa sig um set og taka upp nám hjá Spartan School of Aeronautics í Bandaríkjun- um, en þaðan lauk Jóhannes flug- námi árið 1946. Við komuna til íslands hóf Jó- hannes fljótlega störf sem flugmaður hjá Loftleiðum hf. sem þá voru í ör- um vexti, höfðu haslað sér völl í far- þegaflugi og auk þess fengið verk- efni við síldarleit. Meðan Loftleiðir stunduðu innan- landsflug voru sjóflugvélar nær ein- vörðungu notaðar til að halda uppi flugsamgöngum við sjávarpláss á Vestfjörðum og annarra staða þar sem ekki var til að dreifa nothæfum flugvöllum. Jóhannes var flugstjóri á öllum flugvélum, sem notaðar voru á innanlandsleiðum Loftleiða, en það voru auk hefðbundinna landflugvéla flugvélar útbúnar flotholtum til notkunar á sjó eingöngu og flugbát- ar, sem bæði var hægt að lenda á sjó og landi. Oft kemur fram í tali flugmanna, sem kynnst hafa sjófluginu og lýsa því í Ijóma endurminninganna, að tími sjóflugsins hafi verið hvort tveggja í senn, erfiðasti og um leið skemmtilegasti hluti starfsferils þeirra. Þó ég minnist þess ekki að Jóhannes hafi sérstaklega haldið á lofti þeim dýrðarljóma, sem stafaði af sjófluginu, efa ég ekki að það hafi heillað hann eins og flesta flugmenn og flugliða, sem komu að sjófluginu á einn eða annan hátt. Jóhannes var talinn einkar fær flugmaður, hvort sem um var að ræða stjórn sjóflugvéla eða hefð- bundinna landflugvéla. Forráða- menn félagsins gerðu sér snemma grein fyrir hæfileikum Jóhannesar sem flugstjóra og sérstakri hæfni hans til að ráða fram úr vandamál- um, sem urðu við flugstarfsemina, oftast án nokkurs aðdraganda og um leið við erfiðar aðstæður. Honum voru því snemma falin mörg vanda- söm verkefni íyrir hönd félagsins, þar á meðal að sækja Catah'na flug- bátinn Dynjanda til Atlanta í Georg- íu í Bandaríkjunum og fljúga honum til Reykjavíkur. Jóhannesi var einkar umhugað um velferð og hag Loftleiða, enda var það áberandi hvemig hann lagði sig stöðugt í líma, í einu og öllu, við að gera hag félagsins sem mestan og með þeirri fyrirmynd, sem hann sjálfur var, hvatti hann aðra til frek- ari dáða. Jóhannes sat sem varamað- ur í stjóm Loftleiða síðustu tvö árin, sem félagið stundaði flugrekstur undir eigin nafni, og eftir samein- ingu Flugfélags íslands og Loftleiða og stofnun Flugleiða hf. var hann kjörinn varamaður og síðar aðalmað- ur í stjóm þess félags. Sem flugstjóri og einn af stjómendum Flugleiða vann Jóhannes nýja félaginu af al- hug og ekki af minni eldmóði en sínu gamla félagi, Loftleiðum. Jóhannes kom snemma að félags- málum atvinnuflugmanna og var einn af stofnendum Félags íslenskra atvinnuflugmanna, FIA, og sat þar löngum í samninganefndum og stjórn. Hann lét öryggismál og að- búnað flugáhafna og farþega mikið til sín taka, bæði á félagslegum vett- vangi og einnig sem yfirflugstjóri og þjálfunar- og eftirlitsflugstjóri Loft- leiða á árunum 1957-1969. Til marks um þennan þátt var það fyrir fram- sýni og þrotlausa áeggjan Jóhannes- ar sem yfirflugstjóra, að félagið af- réð að setja upp flughermi í kjallara höfuðstöðva félagsins á Reykjavík- urflugvelli og tryggja með því mark- 'vissa þjálfun flugáhafna og styrkja enn frekar stoðir öryggismála í starfsemi félagsins. Starf sitt sem flugstjóri rækti Jó- hannes af alúð og gekk ríkt eftir því við áhöfn sína að farið væri í einu og öllu eftir starfsreglum félagsins, hvort heldur sem um var að ræða hreinlæti og snyrtimennsku í klæða- burði eða ákvæði varðandi útfærslu flugsins. Sem eftirlitsflugstjóri sannprófaði hann reglulega, hvort flugliðar væru nægjanlega vel að sér í öllu, sem laut að öryggismálum. í þessu augnamiði var hann óþreytandi við að útskýra reglur félagsins og leggja spurn- ingar fyrir flugáhafnir. I millilandaflugi Loftleiða og síðar Flugleiða var Jóhannes flugstjóri á öllum flugvélagerðum, sem tengdust Ameríkufluginu. Það þótti mikið átak þegar Flugleiðir afréðu að taka breiðþotu í sína þjónustu og festu kaup á DC-10 flugvél. Til að fljúga fyrsta áætlunarflug Flugleiða með breiðþotu, og um leið fyrsta breið- þotuflug í rekstri íslensks flugfélags, voru valdir tveir af elstu flugstjórum félagsins á þeim tíma, þeir Smári Karlsson, sem flaug frá New York til íslands, og Jóhannes Markússon, sem flaug frá Islandi til Lúxemborg- ar. Jafnframt því að starfa sem flug- stjóri á hefðbundnum flugleiðum Loftleiða og Flugleiða tók Jóhannes þátt í flugi á öðrum vettvangi, sem þó tengdist starfsemi félaganna á ein- hvem hátt. Ásamt fleiri íslenskum flugliðum bauð hann fram krafta sína við neyðarflutninga á matvæl- um og lyfjum frá eyjunni Sao Tomé til Biafra í Nígeríu, en til þess verk- efnis voru m.a. notaðar DC-6B flug- vélar, sem Loftleiðir voru hættar að nota í hefðbundnum flugrekstri. Einnig tók Jóhannes, bæði sem flug- stjóri á Cl-44 Rolls-Royce 400 og áhrifamaður innan stjórnar Loft- leiða, þátt í uppbyggingu Cargolux flugfélagsins í Lúxemborg og vann þar ötullega við að tryggja vöxt og viðgang starfseminnar meðan félag- ið var að hasla sér völl á nýjum markaði. Jóhannes kom að flestum leigu- verkefnum á vegum Loftleiða og Flugleiða þar sem kunnátta hans og reynsla við erfiðar aðstæður í fjar- lægum heimshlutum kom sér vel. Hann var ávallt reiðubúinn til að bjóða fram starfskrafta sína þegar félagið þurfti á flugmönnum að halda við leiguverkefni fjarri heimastöðv- um. Þar má t.d. nefna flug með píla- gríma frá Alsír og Nígeríu í Afríku og Jövu í Indónesíu til Jeddah í Saudi Arabíu og flug með vörur til fjarlægra heimshorna. Enda þótt Jó- hannes legði sig, hvar og hvenær sem var, í líma við að gera hag Loft- leiða og Flugleiða sem mestan var öryggi flugstarfseminnar, hvort sem um var að ræða þjálfun flugáhafna, farþegflug á hefðbundnum flugleið- um, flug með múhameðska pílagríma eða flug með vörur milli fjarlægra heimshluta, ávallt í fyrirrúmi. Að leiðarlokum þakka ég af alhug þau hollráð, sem Jóhannes gaf mér, ungum og óreyndum flugmanni við upphaf starfsferils míns hjá Loftleið- um. Flest þeirra heilræða, sem hann og aðrir flugstjórar Loftleiða gáfu mér forðum, hafa, meðvitað og ómeðvitað, dafnað og þroskast með mér og þó svo að þau hafni brátt sem dýrgripir í sjóði minninganna halda þau áfram fullu gildi við alla flug- starfsemi. Ég votta aðstandendum Jóhann-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.