Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 54

Morgunblaðið - 18.10.2000, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 Jé.. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2000 MINNINGAR + Gróa Jakobína Jakobsdóttir fæddist í Snotrunesi á Borgarfirði eystra 24. nóvember 1913. Hún lést á Dvalar- heimilinu Ljósheim- um, Selfossi, 9. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 16. október. Elsku amma. Mig langar að minn- ast þín með fáum orð- um og þakka þér fyrir stundirnar okkar saman, sem eru mér ógleymanlegar. Það var alveg sérstakt að ferðast með þér þar sem þú sagðir mér svo ótal margar sögur, t.d. af álfum og tröllum, og sérstaklega er hún minnisstæð sagan af tröllakirkjunni sem er í klettunum í Ölfusinu og ekki var síður gaman þegar við fórum um þínar æskuslóðir og þú sagðir mér frá árum þínum þar. Ógleymanlegt er þegar við komum að Litla Steinsvaði í Hróarstungu þar sem þú ólst upp fram að fermingaraldri og þú sýndir okkur ferjustaðinn og sagðir okkur frá hon- um Guðmundi fóstra þínum sem ferjaði yfir Lagarfljótið og henni Gróu fóstru þinni og nöfnu og hvað þér þótti vænt um perl- urnar þínar, Dyrfjöll- in, og þú sagðist ætla að fljúga í gegnum dyrnar á þeim, en aldrei varð úr því nema þá kannski í huganum. Arin sem þú áttir á Hornafirði hjá Ingibjörgu og Dúdda og börnunum þínum þar voru þér kær og gaman var að koma til þín í Hoffellið þar sem þú dvaldist í sex ár eftir að afi dó og þar til þú veiktist svo að þú gast ekki búið lengur ein, en ég veit að þér leið vel þar innan um fallegu fjöllin sem þar voru í ná- lægð við þig. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar leið að jólum því þá komst þú til okkar og varst fram yfir ára- mót, og oft sátum við og rökrædd- um um lífið og tilveruna, allt milli himins og jarðar, og vorum við ekki alltaf sammála, þar sem við vorum bæði föst á okkar skoðunum, en oftast þó. Mikið þótti mér gaman að heyra frásagnir þínar úr Vatna- garði sem fyrir mér voru algjör ævintýri. Og ekki fannst mér það síður ævintýri þegar þú sagðir frá Astralíuferðinni sem þú fórst alein í og mér fannst ótrúlegt afrek þar sem þú varst orðin 75 ára þegar þú fórst í þá ferð og algerlega mállaus á aðra tungu en íslensku, skildir að vísu dönsku en ekki ensku. Mikið gátum við tínt af steinum og stundum voru allir vasar fullir þó að bíltúrinn væri ekki langur og mun ég varðveita þá um ókomin ár. Og þegar við bjuggum fyrir austan komst þú oft til okkar. Þá var nú gaman í bíltúrunum sem við fórum alltaf í á sunnudögum, fyrst var keyptur ís, svo lagt í hann og síðan komu frásagnirnar þínar um þess- ar slóðir sem ég gat endalaust hlustað á hvort sem það voru sögur úr Héraðinu, Borgarfirði eystri eða Seyðisfirði. Þær mun ég geyma með minningunni um, þig elsku amma mín. Þar sem af miklu er að taka læt ég þetta gott heita og ylja mér við minningarnar um þig. Það er gott að vita að þú ert nú komin til hans afa og þér líður vel. Þótt ég sé langt í burtu og geti ekki verið við útför þína er ég þar samt í huganum. Megir þú hvíla í friði, elsku amma mín. Þórður Kristinn. GROA JAKOBINA JAKOBSDÓTTIR + Guðrún Jóns- dóttir fæddist 1. maí 1905. Hún lést á heimili sínu 13. sept- ember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Hvíta- sunnukirkjunni 21. september. Það telst hár aldur að verða 95 ára og þyk- ir merkilegt, sem það og er. En það verð ég að segja að merkilegra þykir mér trúin og traustið sem þú hafðir á Jesú í svo mörg ár. Stöðugt, allt til enda, baðstu fyrir okkur fólkinu þínu í svo mikilli vissu um bæn- heyrslu. Guð er góður, gaf mér og bömunum mínum tækifæri til að heimsækja þig kvöldið áður en þú fórst til Hans sem þú elskaðir svo heitt. Mamma sat hjá þér, Séttu sinni, en gaf mér stund með þér einni, þannig að ég gat kvatt þig og þakkað þér fyrir allt. Minningamar hrannast upp og sýna mér leynt og ljóst hversu mikilvæg þú varst. Allt sem þú gafst svo fúslega af sjálfri þér í trausti á Jesú. Þú varst blíð, góð og skiln- ingsrík, en um leið mjög ákveðin. - Kyrrð- in og friðurinn sem við áttum saman á Fitinni gleymist mér ekki. Ég held ég hafi ekki verið eldri en 15-16 ára. Veglaus, vamarlaus, vængbrotin leitaði ég til þín og sannarlega brást þú ekki. Missirinn að þér er mikill en mestur þó, alveg örugg- lega, fyrir Selmu systur, sem þú tókst að þér og sem síðustu árin tók þig að sér og kom þar í ljós einlæg góðvild hennar og hjálpsemi. Hjá henni er tómarúmið áreiðanlega mest, henni sem hafði mest af þér að segja. Ég er henni þakklát fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi þér og ég horfði á, til þess að gera úr fjarlægð. - Margar góðar minning- ar, fátækleg orð sett í kveðjubréf, þannig er það sjálfsagt oftar en ekki. Ég þakka Guði fyrir þig elsku amma mín á Hóló, ég veit hvað ég þarf að gera og vegna allra minna „verð ég“. Ég þekki sannleikann sem skiptir svo miklu máli fyrir okk- ur mennina. Langflestir eiga von þótt þröskuldar og hrösun tefji fyrir skilningi á kærleika Krists. Enn og aftur, takk amma mín elskuleg fyrir allt og ég bið algóðan Guð, í Jesú nafni, að bænheyra þig þótt farin þú sért okkur frá. Það er okkur, fólkinu þínu og öllum öðrum, hollast að gefa gaum að orði Drott- ins. Það er áreiðanlegur sannleikur sem þú skynjaðir, upplifðir og skild- ir svo vel. Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni! Hreinlyndum hæfir lofsöngur. Lofið Drottin með gígjum, leikið fyrir honum á tístrengjaða hörpu. Syngið honum nýjan söng, knýið strengina ákaft með fagnaðarópi. Því að orð Drottins er áreiðanlegt, og öll verk hans eru í trúfesti gjörð. (Sálm. 33,1-4.) Með kærri kveðju. Þín Bryndís (Binka), Hafþór, Þorri og Embla. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ársþing Brids- sambands Islands Ársþing Bridssambands íslands var haldið í húsnæði BSÍ, Þöngla- bakka, 15. okt. sl. Helstu viðfangsefni þingsins voru fjármál sambandsins og stefnumót- un, en eftir mjög góðan árangur á ól- ympíumótinu í haust eru menn bjartsýnir um framtíð íþróttarinnar. A þinginu var Guðmundur Agústs- son endurkjörinn forseti. Með hon- um í stjórn eru: Anton Haraldsson, ísak Örn Sigurðsson, Ljósbrá Bald- ursdóttir, Olafur Steinason, Sig- tryggur Sigurðsson og Stefán Garð- arsson. I varastjórn voru kosin: Elín Jóhannsdóttir, Erla Sigurjónsdóttir og Kristján Örn Kristjánsson. Gullsmárabrids Tuttugu og tvö pör tóku þátt í „tví- menningi“ hjá Bridsdeild FEBK í Gullsmára fimmtudaginn 12. októ- ber sl. Miðlungur 220. Beztum ár- angri náðu: NS Karl Gunnarss. - Sigurberg Sigurðss. 261 Unnur Jónsdóttir - Heiður Gestsdóttir 243 Þórhallur Arnas. - Þormóður Stefánss. 240 AV Helga Helgad. - Þórhildur Magnúsd. 259 Guðm. A Guðmundss. - Jón Andréss. 257 Kristjana Halldórsd. - Eggert Kristinss. 240 Sveitakeppni mánud. 16. október. Tvímenningur fimmtud. 19. október. Mæting kl. 12.45. Bridsfélag- Suðurnesja Gunnlaugur Sævarsson og Karl G. Karlsson sigruðu í sveitarokki sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir félagar fengu 202 stig. Helztu keppinautarn- ir voru Þröstur Þorláksson og Heið- ar Sigurjónsson sem voru með 196 stig, Kristján Kristjánsson og Garð- ar Garðarsson með 194 stig og feðg- amir Kjartan Ólason og Óli Þór Kjartansson með 185 stig. HELLUSTEYPA JVJ Vagnhöfða 17 112 Reykjavík Sími: 587 2222 Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð Tolvupústur: sala@hellusteypa.is Næsta keppni félagsins er baro- meter tvímenningur og er áætlað að spila í 4 kvöld. Spilað er á mánudags- kvöldum kl. 19,30 í félagsheimilinu við Sandgerðisveg. Undankeppni Islandsmótsins í tvímenningi Undankeppni íslandsmótsins í tví- menningi verður spiluð helgina 28.- 29. október. Laugardag verða spilað- ar tvær 27 spila lotur og ein lota á sunnudag. Spilamennska byrjar kl. 11 báða dagana. 31 par vinnur sér rétt til að spila í úrslitunuin ásamt 8 svæða- meisturum og Islandsmeisturum síðasta árs. Skráning í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 11. okt. var þriðja kvöldið af sjö í haustsveitakeppninni hjáokkur. Urslit urðu sem hér segir: Hekla-JónErlingsson 25- Þroskahjálp-Nesfiskur 20-10 Toyota - Guðfinnur 25-4 Röstinsatyfir 1. sæti Hekla með 75 stig 4. sæti Þroskahjálp með 59 stig 2. sæti Röstin með 47 stig Gestir og áhorfendur ávallt vel- komnir og munið að það er alltaf heitt kaffi á könnunni. Norðurlandsmót í tvímenningi Norðurlandsmót í tvímennings- keppni í brids fer fram á Sauðár- króki sunnudaginn 22. október nk. Mótið hefst kl. 10 stundvíslega og reiknað er með að spiluð verði um 60 spil, en það fer eftir þátttöku. Mótshaldari er Bridsfélag Sauðár- króks og spilastaður er Bóknámshús Fjölbrautaskólans við Sæmundar- hlíð. Spilaður verður Barometer-tví- menningur, keppnisgjald er kr. 2000 fyrir parið og er mótið öllum opið. Þátttaka tilkynnist íyrir fimmtu- dagskvöld 19. október. Þátttaka tilkynnist Ásgn'mi Sigur- björnssyni, sími 893-1738 og heima- sími 453-5030 eða Guðna Kristjáns- syni, sími 861-3499 og heimasími 453-5359. Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 • Reykjavík f’-í? IM IM IM Smiðir/verkamenn óskast til starfa nú þegar. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í símum 897 3643 og 895 8888. Byggingafélag Garðars & Erlendar ehf. Hársnyrtisveinn eða meistari Óskum eftir hársnyrtisveini eða meistara sem allra fyrst. Upplýsingar veita Freyja og Gagga í símum 544 4900, 897 4878 og 698 1086. HEYRNARLAUSRA Framkvæmdastjóri Félag heyrnarlausra óskar eftir framkvæmdastjóra. Félag heyrnarlausra er hagsmunafélag og vinn- uraðýmsum baráttumálum heyrnarlausra, m.a. að bæta aðgengi heyrnarlausra að sam- félaginu. Kröfur eru: • Táknmálskunnátta æskileg og þekking á samfélagi heyrnarlausra • Hugmyndaauðugur einstaklingur, sem er opin fyrir nýjum leiðum • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur er til 27. september 2000. Umsóknum skal skila til formanns Félags heyrnarlausra, Berglindar Stefánsdóttur, Laugavegi 103, 105 Reykjavík. Ertu sniðugur kokkur sem hefur áhuga á indverskri matargerð? Hafðu þá samband við Unni í síma 698 4130. Sölustörf á nýrri ferðaskrifstofu Ný, öflug og framsækin ferðaskrifstofa, sem tekurtil starfa í Reykjavíká næstu vikum, óskar eftir að ráða nokkra vana sölumenn til starfa. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir fólk sem vill starfa hjá metnaðarfullri og öflugri ferðaskrifstofu sem kemur inn á markaðinn af miklum krafti eftir nokkrar vikur. Fullum trúnaði er heitið og öllum verður svarað. Umsóknum/fyrirspurnum þarf að skila inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 28. október með sem ítarlegustum upplýsingum um menntun, starfsferil og aðra þætti, sem áhrif kunna að hafa, merktum: „Ný ferðaskrifstofa — 10229".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.