Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 61

Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sjókvíaeldi, sisona ÚRSKURÐUR Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að fyrirhugað sjó- kvíaeldi á laxi í Mjóa- firði þurfi ekki að fara í umhverfismat orkar tvímælis, svo að ekki sé dýpra í árinni tek- ið. Ráðherrann heldur því fram að úrskurð- urinn hafi ekki for- dæmisgildi gagnvart afgreiðslu annarra umsókna um sjókvía- eldi við strendur Is- lands. Eg leyfi mér að efast um að það gangi eftir. Siv Friðleifs- dóttir hefur markað þá stefnu í embætti umhverfisráðherra að náttúran skuli ekki njóta vafans þegar deilt er um áhrif fram- kvæmda á umhverfið. Furðu sæt- ir að æðsti maður umhverfismála hér á landi skuli ekki bera hags- muni náttúrunnar fyrir brjósti ellegar fylgja anda þeirra al- þjóðasamninga á sviði náttúru; verndar sem við erum aðilar að. I nágrannalöndunum eru ráðherrar umhverfismála oft umdeildir vegna þess að þeir eru einarðir málsvarar umhverfisverndar, stundum þvert á stefnu ríkis- stjórnarinnar sem þeir sitja í. Því er ekki að heilsa hér á landi. Ófullnægjandi laga- umhverfí Ný lög um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda, sem sett voru á Alþingi síðastliðið vor, færðu margt til betri vegar í um- hverfismatsferlinu. Lögin eru þó ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk og strax orðið Ijóst að ýmislegt þarfnast lagfæringa við. Samkvæmt lögun- um er þauleldi fiska tilkjmningaskylt til Skipulagsstofnunar. Það þýðir að í hverju tilviki beri Skipulags- stofnun að leita ráð- gjafar og meta hvort framkvæmdin eigi að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er kvað Skipulagsstofn- un sjókvíaeldi í Mjóa- firði ekki þurfa að fara í mat og ráðherrann staðfesti þann úrskurð. Aðaláhyggjuefni þeirra sem kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra er að sjókvíaeldi á norskum laxi við íslandsstrendur stofni íslenska laxinum í hættu vegna erfðamengunar og smitsjúk- dóma. Nýju umhverfismatslögin taka ekki á spurningunni um erfðablöndun og eru því í raun ófullnægjandi tæki í mati á áhrif- um sjókvíaeldis á umhverfið. í grein sérfræðinga Veiðimálastofn- unar í Veiðimanninum frá því í júní í sumar er sérstaklega varað við ófyrirsjáanlegum afleiðingum erfðablöndunar laxastofna og mælst til þess að farið sé með gát í sjókvíaeldi við strendur Islands. Byggja fyrst - teikna svo Á sama tíma og umhverfisráð- herra hleypir sjókvíaeldinu í gegn í Mjóafirði hvetur landbúnaðar- Umhverfi ✓ I nágrannalöndum okk- ar eru ráðherrar um- hverfismála oft um- deildir vegna þess, segir Þórunn Svein- bjarnarddttir, að þeir eru einarðir málsvarar umhverfisverndar. Því er ekki að heilsa hér á landi. ráðherra sömu ríkisstjórnar til varúðar og setur á fót vinnuhóp sem fara á ofan í saumana á möguleikum sjókvíaeldis hér við land. Hefði ekki verið nær að leyfa vinnuhópi landbúnaðarráðherra að starfa og skila niðurstöðum áð- ur en lengra var haldið í þessu máli? Nei, ríkisstjórn Islands ætl- ar að byggja fyrst og teikna svo. Enn og aftur á að ana út í eldis- ævintýr án heildarstefnumörkun- ar í atvinnugreininni ellegar kortlagningar á því hvar sé best að stunda sjókvíaeldi hér við land. Slíkt ber hvorki faglegum vinnubrögðum, framsýni né póli- tísku hugrekki vott. Höfundur situr í umhverfís- nefnd Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 6J, Amerískir hvíldarstólar Amerisku heilsudýnurnar Handboltinn á Netinu ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, simi 533 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. 0mbKis Laugardagar til lukku í ACO Sony hljómtækjasamstæða Laugardagstilboð ACO Opið frá ki. 11:00-16:00 Hljómtækjasamstæða Magnari 2x60W RMS Útvarp með FM/AM RDS klukku geislaspilari fyrír 3 diska Tvöfalt segulband auto-reverse Tónjafnari með minnum 2 Way hátalarar Fjarstýring MP3 spilarí/hljóðupptaka 32 Mb minni stækkanlegt í 64 Mb tónjafnari hugbúnaður á geisladiski heyrnartól rafhlöður taska SONY 24.900 kr. D-Link 17.900 kr. Vertu vandláturá vörumerkin ACO er opið á laugardögum í allan vetur og mun alltaf hafa á boðstólum eina eða fleiri vörutegundir á sérstöku laugardagstilboði. 300 hugsaðu I skapaðu I upplifðu Skaftahlffi 24 • Sfmi 630 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.ls MHC-BX3 DMP-100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.