Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sjókvíaeldi, sisona ÚRSKURÐUR Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra um að fyrirhugað sjó- kvíaeldi á laxi í Mjóa- firði þurfi ekki að fara í umhverfismat orkar tvímælis, svo að ekki sé dýpra í árinni tek- ið. Ráðherrann heldur því fram að úrskurð- urinn hafi ekki for- dæmisgildi gagnvart afgreiðslu annarra umsókna um sjókvía- eldi við strendur Is- lands. Eg leyfi mér að efast um að það gangi eftir. Siv Friðleifs- dóttir hefur markað þá stefnu í embætti umhverfisráðherra að náttúran skuli ekki njóta vafans þegar deilt er um áhrif fram- kvæmda á umhverfið. Furðu sæt- ir að æðsti maður umhverfismála hér á landi skuli ekki bera hags- muni náttúrunnar fyrir brjósti ellegar fylgja anda þeirra al- þjóðasamninga á sviði náttúru; verndar sem við erum aðilar að. I nágrannalöndunum eru ráðherrar umhverfismála oft umdeildir vegna þess að þeir eru einarðir málsvarar umhverfisverndar, stundum þvert á stefnu ríkis- stjórnarinnar sem þeir sitja í. Því er ekki að heilsa hér á landi. Ófullnægjandi laga- umhverfí Ný lög um mat á umhverfis- áhrifum framkvæmda, sem sett voru á Alþingi síðastliðið vor, færðu margt til betri vegar í um- hverfismatsferlinu. Lögin eru þó ekki fullkomin frekar en önnur mannanna verk og strax orðið Ijóst að ýmislegt þarfnast lagfæringa við. Samkvæmt lögun- um er þauleldi fiska tilkjmningaskylt til Skipulagsstofnunar. Það þýðir að í hverju tilviki beri Skipulags- stofnun að leita ráð- gjafar og meta hvort framkvæmdin eigi að fara í umhverfismat. Eins og kunnugt er kvað Skipulagsstofn- un sjókvíaeldi í Mjóa- firði ekki þurfa að fara í mat og ráðherrann staðfesti þann úrskurð. Aðaláhyggjuefni þeirra sem kærðu úrskurð Skipulagsstofnunar til ráðherra er að sjókvíaeldi á norskum laxi við íslandsstrendur stofni íslenska laxinum í hættu vegna erfðamengunar og smitsjúk- dóma. Nýju umhverfismatslögin taka ekki á spurningunni um erfðablöndun og eru því í raun ófullnægjandi tæki í mati á áhrif- um sjókvíaeldis á umhverfið. í grein sérfræðinga Veiðimálastofn- unar í Veiðimanninum frá því í júní í sumar er sérstaklega varað við ófyrirsjáanlegum afleiðingum erfðablöndunar laxastofna og mælst til þess að farið sé með gát í sjókvíaeldi við strendur Islands. Byggja fyrst - teikna svo Á sama tíma og umhverfisráð- herra hleypir sjókvíaeldinu í gegn í Mjóafirði hvetur landbúnaðar- Umhverfi ✓ I nágrannalöndum okk- ar eru ráðherrar um- hverfismála oft um- deildir vegna þess, segir Þórunn Svein- bjarnarddttir, að þeir eru einarðir málsvarar umhverfisverndar. Því er ekki að heilsa hér á landi. ráðherra sömu ríkisstjórnar til varúðar og setur á fót vinnuhóp sem fara á ofan í saumana á möguleikum sjókvíaeldis hér við land. Hefði ekki verið nær að leyfa vinnuhópi landbúnaðarráðherra að starfa og skila niðurstöðum áð- ur en lengra var haldið í þessu máli? Nei, ríkisstjórn Islands ætl- ar að byggja fyrst og teikna svo. Enn og aftur á að ana út í eldis- ævintýr án heildarstefnumörkun- ar í atvinnugreininni ellegar kortlagningar á því hvar sé best að stunda sjókvíaeldi hér við land. Slíkt ber hvorki faglegum vinnubrögðum, framsýni né póli- tísku hugrekki vott. Höfundur situr í umhverfís- nefnd Alþingis. Þórunn Sveinbjarnardóttir LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 6J, Amerískir hvíldarstólar Amerisku heilsudýnurnar Handboltinn á Netinu ROSNER Kvensíðbuxur þrjár skálmalengdir mikið úrval Suðurlandsbraut 50, simi 533 0100, (bláu húsin við Fákafen). Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16. 0mbKis Laugardagar til lukku í ACO Sony hljómtækjasamstæða Laugardagstilboð ACO Opið frá ki. 11:00-16:00 Hljómtækjasamstæða Magnari 2x60W RMS Útvarp með FM/AM RDS klukku geislaspilari fyrír 3 diska Tvöfalt segulband auto-reverse Tónjafnari með minnum 2 Way hátalarar Fjarstýring MP3 spilarí/hljóðupptaka 32 Mb minni stækkanlegt í 64 Mb tónjafnari hugbúnaður á geisladiski heyrnartól rafhlöður taska SONY 24.900 kr. D-Link 17.900 kr. Vertu vandláturá vörumerkin ACO er opið á laugardögum í allan vetur og mun alltaf hafa á boðstólum eina eða fleiri vörutegundir á sérstöku laugardagstilboði. 300 hugsaðu I skapaðu I upplifðu Skaftahlffi 24 • Sfmi 630 1800 • Fax 530 1801 • www.aco.ls MHC-BX3 DMP-100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.