Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 66

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 66
66 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 A,----------------------------- SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HVERSVEGNA ÞÚSÖLD? AÐ undanfömu hafa birzt í Morg- unblaðinu þrjú lesendabréf um nýyrðið þúsöld, sem ég undirritaður ber ábyrgð á. Af bréfunum má ráða, að bréfritarar hafa ekki áttað sig á, hvað liggur til grundvallar orðinu, en frá því skýrði ég í greinargerð um götunöfn í nýju hverfi í Grafarholti, sem birtist m. a. í Morgunblaðinu 27. ágúst 1999. Þórhallur Hróðmarsson í Hvera- gerði segir í bréfi 13. september sl.: „þar sem öld þýðir hundrað ár þýðir þúsöld, samkvæmt minni málkennd og mínum stærðfræðiskilningi, þús- und aldir.“ Bréfritari segir, að orð þetta hafi margir „apað eftir“, „en um þverbak keyrði þó þegar fréttastjóri Ríkissjónvarpsins tók sér þetta orð- skrípi í munn um síðustu helgi, en fjölmiðill hans finnst mér öðrum fremur eiga að standa vörð um ís- lenska tungu.“ I þætti um íslenzkt mál 21. október sl. segir umsjónarmaður þáttarins, Gísli Jónsson, að Pálmi Jónsson á Sauðárkróki teiji í bréfi, „að orðið þúsöld = þúsund ár sé ekki rétt hugs- að og vill kalla fyrirbærið tugöld, finnst að hitt sé hundrað þúsund ár.“ Gísli kveðst ekki ætla í neina reikn- ingslist, en minnir á sex orð, sem nú hafi komið fram um hugtakið, og vís- ar í fyrrnefnda grein Þórhalls Hróðmarssonar. Vegna þeirra, sem kynnu að vilja fræðast um sögu umræddra orða, þykir mér rétt að gera fáeinar at- hugasemdir við frásögn Gísla af orð- unum: 1) Orðið a ldatugur (misritað í þætt- inum aldartugur), sem Gísli kveðst halda, að Þór Jónsson blaðamaður (f. 1964) sé höfundur að, kemur sam- kvæmt seðlasafni Orðabókar Háskól- ans fyrir í kvæði Einars Benedikts- sonar Haugaeldi í Hafbliki 1906 (áður prentað í Þjóðólfi árið 1900), en síðar í verkefnavinnu tengdu náminu nýti ég mér gríðarlegt magn upplýsinga sem er að finna í Gagnasafninu og kaupi greinarnar í lausasölu þegar mér hentar." í Gagnasafni Morgunblaðsins er að finna fréttir og greinar Morgunblaðsins frá árinu 1987 fram á þennan dag. Greinar, fréttir, viðtöl eða umfjöllun er auðvelt að finna, hvert sem viðfangsefnið er. Gagnasafnið nýtist öllum sem þurfa að afla heimilda og fróðleiks í starfi, námi og leik. Áskrift frá 2.000 kr. á mánuði eða lausasala 60 kr. greinin. • Áskrifendur geta látið sérstakan Vaka vakta Gagnasafnið og fengið sendan tölvupóst • Öflug leitarvél frá AUTONOMY • Með fréttum og greinum fylgja myndir, kort og gröf Kynntu þér Gagnasafnið á mbl.is eða hringdu í síma og fáðu nánari upplýsingar. 569 1122 GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS Á mbl.is eru fleiri dæmi um orðið, auk þess sem það er í Orðabók Menningar- sjóðs (undir árþúsund). 2) Orðið ávþúsund, sem Gísli ber Sigurð Eggert Davíðsson kennara á Akureyri (f. 1946) og fleiri fyrir, kem- ur samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans fyrir í Aldamótssöng eftir danska rithöfimdinn W. H. F. Abra- hamson í þýðingu Finns Magnússon- ar prófessors í Minnisverðum tíðind- um, Leirárgörðum 1799-1806. Frá lokum 19. aldar eru önnur dæmi um orðið í seðlasafninu, og á þessari öld er það m.a. í mannkynssögubókum. Sumir hafa þó ekki kunnað við hið fastsamsetta árþúsund og hafa notað í þess stað áraþúsund (t.d. Þorleifur H. Bjamason). 3) Orðið tugöld, sem Gísli segir, að nú komi frá Pálma Jónssyni á Sauð- árkróki, er í heiti sálms Sigurbjarnar Einarssonar biskups, A mótum tug- alda, sem fluttur var á kristnihátíð á liðnu sumri. í sama íslenzkuþætti Gísla segir Ámi R. Ámason alþingismaður: ,AHt síðan Reykjavíkurborg ákvað þessa misheppnuðu nafngift á nýja hverfið í Grafarholti hefur þetta orðskrípi (þ. e. þúsöld) dunið á okkur linnulaust í fjölmiðlum þar til nú að Mogginn hóf upp betra tungutak. Mér fannst al- gjör óþarfi og raunar óþurftarverk að smíða slíkt orðskrípi og halda fram sem nýyrði í stað árþúsunds. Eða hvernig þætti sömu mönnum nýyrðið hundöld um hundrað ár í stað ald- ar?“ Þingmanninum er greinilega heitt í hamsi. En hefði ekki verið ráð, áður en giipið var til stóryrðanna, að kynna sér betur, hvaða hugsun liggur að baki nýyrðinu þúsöld? Að gefnu þessu tilefni þykir mér rétt að rifja upp helztu rökin fyrir nýyrðinu og útskýra sumt nánar en ég gerði í fyrmefndri greinargerð minni: A 17. öld tóku Þjóðverjar að nota orðið Jahrhundert um ‘hundrað ára tímabil’ og Danir síðan eftir þeim orð- ið ái-hundrede. íslendingar völdu aðra leið og gáfu nafnorðinu öJdþessa merkingu. Upphaflega merkti öld ‘menn’, þ. e. ‘þeir, sem aldir em’ (af sögninni að ala), en síðan ‘manns- aldur’, þá ‘tímabil’ (sbr. Sturlung- aöld) og loks ‘hundrað ára tímabil’. Jón Árnason biskup nefnir hundrað ára öld í Kalendarium Gregorianum 1707, Finnur Magnússon talar um liðna öld í fyiTnefndum Aldamóts- söng, og Magnús Stephensen birti Eftirmæli átjándu aldar 1806. Þetta er sama leið og farin var í latínu, þar sem saeculum, sem í upphafi merkti ‘mannkyn, kynslóð’, fékk merking- una ‘mannsævi’, þá ‘tímabil’ og loks ‘hundrað ára tímabil’. Nafnorðið öld er ákaflega hagan- legt orð í síðastnefndri merkingu, eins og sjá má, ef borið er saman á tólftu öld á íslenzku og i det tolvte ár- hundrede á dönsku, sem hefði getað cirðið á tólfta árhundraði á íslenzku. Islendingar geta sagt stutt og laggott í aldarlok, en Danir verða að segja t.d. i slutningen af árhundredet. Að ekki sé minnzt á muninn á samsettu orðunum árhundredskifte á dönsku og aldamót á íslenzku, setp fætt hefur af sér orð eins og aldamótaljóð og aldamótakynslóð. Satt að segja er Þjóðverjum margt betur lagið en smíð nýyrða úr efniviði þjóðtungunn- ar, enda háir þeim - og reyndar öðr- um germönskum þjóðum en Islend- ingum - æfingarleysi, þar sem þær hafa þegið aragrúa tökuorða úr róm- önskum málum og grísku. Islending- Nettoi^ c Babinnréttingar Vantar þig nýtt og betra baö fyrir jólin? Nú er lag, því viö bjó&um allt ab Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.