Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 6 ,
SKOÐUN
r
%
f rÓn
M
METRO
Skeifan 7 • Sími 525 0800
OPID TIL
21
ÖUKVÖID
Veitum
persónulega
. þjónustu við rétt
val á vinnufatnaði
Þar sem íslendingar
hafa hafnað orðinu ár-
hundrað og nota öld í
merkingunni ‘hundrað
ára tímabir, spyr Þór-
hallur Vilmundarson,
hvers vegna ekki að
taka upp þúsöld um
„þúsund ára tímabil“?
Næsta sýning verður sunnudaginn 5. nóvember 2000
Forsala aðgöngumiða I slma 552 3000 / 530 3030 eða á netinu, midasala@leik.is
ar njóta einnig þess, að
þeir eiga langmestan
bókmenntaarf frá
miðöldum, sem þeir
geta ausið af við
nýyrðasmíð.
Snilldarorðið öld
minnir okkur á hefð í
smíð islenzkra nýyrða:
að mynda stutt og lag-
góð orð um grunnhug-
tök, sem síðan má nota í
samsett orð. Nægir að
nefna sem dæmi nýyrð-
in sími, tölva, þyrla og
rafmagn, á útlendum
málum telefon, comput-
er, helicopter og elektr-
icitet. Af nýyrðunum
eru síðan leidd samsett orð eins og
símskeyti, fartölva, þyrluflug og raf-
stöð. Með slíkri orðasmíð hefur tekizt
að gera íslenzka tungu gagnsærri en
tungur nágrannaþjóða og auðskiljan-
legri almenningi og jafnframt að
margra dómi rismeiri og fegurri að
þessu leyti.
Á 18. öld tóku Þjóðverjar upp
Jahrtausend um ‘þúsund ára tímabil’
og Danir eftir þeim ártusinde, sem
hefur hingað til einkum verið nefnt
árþúsund á íslenzku. Þús- í orðinu
þúsund er talið hafa merkt upphaf-
lega ‘stór-’ eða ‘fjöl-’, skylt nafnorð-
unum þjós og þúst (Isl. orðsifjabók),
en síðari liðurinn -und er talinn hafa
merkt ‘hundrað’, enda koma mynd-
imar þúshund og þúshundrað einnig
fyrir í fornmáli. Þús- hefur þannig í
þessu orði fengið merkinguna ‘tíu’
eða ‘tífalt’ (þegar um er að ræða tí-
rætt hundrað), og þúsund eða þús-
hundrað ár merkir því ‘tíu hundruð
ár’. Orð hliðstæð orðinu þúsund eru
til í öllum germönskum málum
(ensku thousand, þýzku Tausend) og
einnig í baltneskum og
slavneskum málum (lit-
háísku túkstantis, rúss-
nesku tysjatsja). Aðeins
í fomnoirænu máli er
síðari liður orðsins
varðveittur í heild: þús-
hund og þúshundrað, en
þær myndir era lykill-
inn að skilningi á orð-
inu.
Þegar ég stóð frammi
fyrir því verkefni að
gera tillögur um götu-
nöfn í nýju hverfi í Graf-
arholti í Reykjavík
sumarið 1999, kom mér
til hugar, að vel færi á
því að velja nöfn tengd
þúsund ára afmæli kristnitöku og
landafunda í vestri, sem þá var á
næsta leiti. Við þá umhugsun hnaut
ég um orðið árþúsund, sem mér
fannst allt of stirt í samsetningum:
Árþúsundsvegur og Áiþúsundshverfi
var ótækt. Þetta kveikti einfalda
hugsun: Þar sem íslendingar hafa
hafnað orðinu árhundrað og nota orð-
ið öld í merkingunni ‘hundrað ára
tímabil’, hvers vegna þá ekki að taka
upp orðið þúsöld um ‘þúsund (þ. e.
þúshundrað) ára tímabil’ eða ‘tíu ald-
ir’? Segja mætti þá / lok þúsaldar, á
nýrri þúsöld, um þúsaldamótin, á 3.
þúsöld f. Kr., Þúsaldarh veliing,
þúsaldarfundur o.s.frv. Með þessu
Þórhallur
Vilmundarson
móti fengist samræmi við aldakerfíð
íslenzka. Jafnframt losnuðu menn við
þann vanda, sem fylgir því að nota ár-
þúsund í samsetningum. Sá vandi
hefur leitt til þess, að sjá má í blöðum
rökleysur eins og árþúsundanefnd og
Árþúsundahvelfíng, af því að menn fá
sig einfaldlega ekki til að segja ár-
þúsundsnefnd og Árþúsundshvelfíng.
Fleiri en ég hafa sætt sig miður vel
við árþúsund. í dansk-íslenzkri orða-
bók sinni, sem út kom 1851, þýðir
Konráð Gíslason Aarhundrede
„hundrað ára öld“ og Aartusinde „eitt
þúsund ára“. Málvöndunarmannin-
um Kom'áði var hér orðs vant, enda
nýyrðasmíð skammt á veg komin á
hans tíð, en hann hleypti ekki árþús-
undi Finns Magnússonar inn í orða-
bók sína. Helgi Hálfdanarson hefur
sett fram í stað árþúsunds orðið stór-
öld, áður er getið um tugöld, og jafn-
vel hefur heyrzt tíöld og teinöld. Öll
hafa þessi orð þó þann ókost, að þau
skírskota ekki umsvifalaust til töl-
unnar þúsund eins og þúsöld gerir
(sbr. á latínu og ensku millennium, af
mille ‘þúsund’). Orðið aldatugur fer
vel í Haugaeldi Einars Benediktsson-
ar, en þar þurfti hann á orðinu að
halda vegna stuðlasetningar og hefur
sennilega smíðað það sjálfur til þeirra
nota: Auðsins jötunafl var dregið /
aldatug úr kynsins hönd. Hins vegar
er orðið ekki þjált í samsetningum.
Sveinbjörn I. Baldvinsson nefndi
kvæði sitt, sem börnin sungu á Arn-
arhóli, Þúsaldarljóð, en ég efast um,
að hann hefði getað fengið sig til að
nefna það Aldatugarljóð, hvað þá Ár-
þúsundsljóð.
Orðið þúsöld er smíðað - vonandi í
anda Konráðs - út frá grannorði, sem
íslendingar hafa tekið fram yfir ár-
hundrað, þeim til handa, sem kynnu
að telja sig geta notað það til hagræð-
is og málfegranar á líðandi og kom-
andi þúsöld.
Að lokum bið ég menn að hafa í
huga þessar einföldu jöfnur, ef
nýyrðið þúsöld ber á góma:
hundrað ár = öld
þús(h)und(rað) ár = þúsöld
Höfundur er prófessor.
barna- og fjölskylduleikrit sýnt i
Sunnudaginn 5. nóv. kJ. 13 og 15:30 ■ Sunnudaginn 12. nóv. kl. 15:30 ■ Sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:30
Bónus
fyrir
korthafa
Nú getur þú greitt með EUROCARD og
MasterCard greiðslukortum í Bónus!
Bangsimon Agnar Jón Egílsson ■ Kaninka Laufey Brá Jónsdóttir ■ Kanga RagnheiÖur Elín Gunnarsdóttir
Bárður eyrnaslapi Ólafur Guðmundsson ■ Grislingur & Ugla Ingibjörg Reynisdóttir ■ Gúri & Kríli Óskar Völundarson &
Kolfinna Nikulásdóttir ■ Leikstjórn GuÖmundur Jónas Haraldsson ■ Leikmynd & búningar María Ólafcdóttir
Tónlist & textar Magnús Eirfksson ■ Tónlistarstjórn Karl Olgeir Olgeirsson ■ Hljóðheimur Hilmar Öm Hilmarsson
Framleiðandi Finnbogi Kristjánsson
www.mbl.is