Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 6 , SKOÐUN r % f rÓn M METRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 OPID TIL 21 ÖUKVÖID Veitum persónulega . þjónustu við rétt val á vinnufatnaði Þar sem íslendingar hafa hafnað orðinu ár- hundrað og nota öld í merkingunni ‘hundrað ára tímabir, spyr Þór- hallur Vilmundarson, hvers vegna ekki að taka upp þúsöld um „þúsund ára tímabil“? Næsta sýning verður sunnudaginn 5. nóvember 2000 Forsala aðgöngumiða I slma 552 3000 / 530 3030 eða á netinu, midasala@leik.is ar njóta einnig þess, að þeir eiga langmestan bókmenntaarf frá miðöldum, sem þeir geta ausið af við nýyrðasmíð. Snilldarorðið öld minnir okkur á hefð í smíð islenzkra nýyrða: að mynda stutt og lag- góð orð um grunnhug- tök, sem síðan má nota í samsett orð. Nægir að nefna sem dæmi nýyrð- in sími, tölva, þyrla og rafmagn, á útlendum málum telefon, comput- er, helicopter og elektr- icitet. Af nýyrðunum eru síðan leidd samsett orð eins og símskeyti, fartölva, þyrluflug og raf- stöð. Með slíkri orðasmíð hefur tekizt að gera íslenzka tungu gagnsærri en tungur nágrannaþjóða og auðskiljan- legri almenningi og jafnframt að margra dómi rismeiri og fegurri að þessu leyti. Á 18. öld tóku Þjóðverjar upp Jahrtausend um ‘þúsund ára tímabil’ og Danir eftir þeim ártusinde, sem hefur hingað til einkum verið nefnt árþúsund á íslenzku. Þús- í orðinu þúsund er talið hafa merkt upphaf- lega ‘stór-’ eða ‘fjöl-’, skylt nafnorð- unum þjós og þúst (Isl. orðsifjabók), en síðari liðurinn -und er talinn hafa merkt ‘hundrað’, enda koma mynd- imar þúshund og þúshundrað einnig fyrir í fornmáli. Þús- hefur þannig í þessu orði fengið merkinguna ‘tíu’ eða ‘tífalt’ (þegar um er að ræða tí- rætt hundrað), og þúsund eða þús- hundrað ár merkir því ‘tíu hundruð ár’. Orð hliðstæð orðinu þúsund eru til í öllum germönskum málum (ensku thousand, þýzku Tausend) og einnig í baltneskum og slavneskum málum (lit- háísku túkstantis, rúss- nesku tysjatsja). Aðeins í fomnoirænu máli er síðari liður orðsins varðveittur í heild: þús- hund og þúshundrað, en þær myndir era lykill- inn að skilningi á orð- inu. Þegar ég stóð frammi fyrir því verkefni að gera tillögur um götu- nöfn í nýju hverfi í Graf- arholti í Reykjavík sumarið 1999, kom mér til hugar, að vel færi á því að velja nöfn tengd þúsund ára afmæli kristnitöku og landafunda í vestri, sem þá var á næsta leiti. Við þá umhugsun hnaut ég um orðið árþúsund, sem mér fannst allt of stirt í samsetningum: Árþúsundsvegur og Áiþúsundshverfi var ótækt. Þetta kveikti einfalda hugsun: Þar sem íslendingar hafa hafnað orðinu árhundrað og nota orð- ið öld í merkingunni ‘hundrað ára tímabil’, hvers vegna þá ekki að taka upp orðið þúsöld um ‘þúsund (þ. e. þúshundrað) ára tímabil’ eða ‘tíu ald- ir’? Segja mætti þá / lok þúsaldar, á nýrri þúsöld, um þúsaldamótin, á 3. þúsöld f. Kr., Þúsaldarh veliing, þúsaldarfundur o.s.frv. Með þessu Þórhallur Vilmundarson móti fengist samræmi við aldakerfíð íslenzka. Jafnframt losnuðu menn við þann vanda, sem fylgir því að nota ár- þúsund í samsetningum. Sá vandi hefur leitt til þess, að sjá má í blöðum rökleysur eins og árþúsundanefnd og Árþúsundahvelfíng, af því að menn fá sig einfaldlega ekki til að segja ár- þúsundsnefnd og Árþúsundshvelfíng. Fleiri en ég hafa sætt sig miður vel við árþúsund. í dansk-íslenzkri orða- bók sinni, sem út kom 1851, þýðir Konráð Gíslason Aarhundrede „hundrað ára öld“ og Aartusinde „eitt þúsund ára“. Málvöndunarmannin- um Kom'áði var hér orðs vant, enda nýyrðasmíð skammt á veg komin á hans tíð, en hann hleypti ekki árþús- undi Finns Magnússonar inn í orða- bók sína. Helgi Hálfdanarson hefur sett fram í stað árþúsunds orðið stór- öld, áður er getið um tugöld, og jafn- vel hefur heyrzt tíöld og teinöld. Öll hafa þessi orð þó þann ókost, að þau skírskota ekki umsvifalaust til töl- unnar þúsund eins og þúsöld gerir (sbr. á latínu og ensku millennium, af mille ‘þúsund’). Orðið aldatugur fer vel í Haugaeldi Einars Benediktsson- ar, en þar þurfti hann á orðinu að halda vegna stuðlasetningar og hefur sennilega smíðað það sjálfur til þeirra nota: Auðsins jötunafl var dregið / aldatug úr kynsins hönd. Hins vegar er orðið ekki þjált í samsetningum. Sveinbjörn I. Baldvinsson nefndi kvæði sitt, sem börnin sungu á Arn- arhóli, Þúsaldarljóð, en ég efast um, að hann hefði getað fengið sig til að nefna það Aldatugarljóð, hvað þá Ár- þúsundsljóð. Orðið þúsöld er smíðað - vonandi í anda Konráðs - út frá grannorði, sem íslendingar hafa tekið fram yfir ár- hundrað, þeim til handa, sem kynnu að telja sig geta notað það til hagræð- is og málfegranar á líðandi og kom- andi þúsöld. Að lokum bið ég menn að hafa í huga þessar einföldu jöfnur, ef nýyrðið þúsöld ber á góma: hundrað ár = öld þús(h)und(rað) ár = þúsöld Höfundur er prófessor. barna- og fjölskylduleikrit sýnt i Sunnudaginn 5. nóv. kJ. 13 og 15:30 ■ Sunnudaginn 12. nóv. kl. 15:30 ■ Sunnudaginn 19. nóv. kl. 15:30 Bónus fyrir korthafa Nú getur þú greitt með EUROCARD og MasterCard greiðslukortum í Bónus! Bangsimon Agnar Jón Egílsson ■ Kaninka Laufey Brá Jónsdóttir ■ Kanga RagnheiÖur Elín Gunnarsdóttir Bárður eyrnaslapi Ólafur Guðmundsson ■ Grislingur & Ugla Ingibjörg Reynisdóttir ■ Gúri & Kríli Óskar Völundarson & Kolfinna Nikulásdóttir ■ Leikstjórn GuÖmundur Jónas Haraldsson ■ Leikmynd & búningar María Ólafcdóttir Tónlist & textar Magnús Eirfksson ■ Tónlistarstjórn Karl Olgeir Olgeirsson ■ Hljóðheimur Hilmar Öm Hilmarsson Framleiðandi Finnbogi Kristjánsson www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.