Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
271. TBL. 88. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morðum
ETA
mótmælt
Hæstiréttur Flórída hafnar beiðni lögfræðinga Gore varaforseta
N eitar að fyrir skipa
ÁÆTLAÐ er að 900.000 manns
hafi komið saman í miðborg
Barcelona í gærkvöld til að mót-
mæla morði á Ernest Lluch, fyrr-
verandi heilbrigðisráðherra
Spánar, og fleiri drápum aðskiln-
aðarhreyfingar Baska, ETA.
Lluch var myrtur í bflageymslu í
borginni á þriðjudagskvöld og
talið er að hann sé 21. fórnar-
lamb ETA á árinu.
talmngu 1 Miami-Dade
Miami. Reuters.
AL Gore, varaforseti Bandarílqanna
og forsetaefni demókrata, varð íyrir
áfalli í gærkvöld þegar hæstiréttur
Flórída ákvað að hafna beiðni lög-
fræðinga hans um að fyrirskipa kjör-
stjóm fjölmennustu sýslu ríkisins,
Miami-Dade, að ljúka handtalningu
atkvæða í forsetakosningunum 7.
nóvember. Fylgi Gore hefur hins veg-
ar aukist í handtalningu í annarri
Israelar slíta sam-
sýslu og demókratar sögðust enn
vera vongóðir um að varaforsetinn
færi með sigur af hólmi í Flórída og
yrði þar með næsti forseti Bandaríkj-
anna.
Demókratar sögðust ekki ætla að
játa sig sigraða þótt innanríkisráð-
herra Flórída lýsi Bush sigurvegara
kosninganna á sunnudagskvöld eins
og búist er við.
Ron Klain, sem á sæti í landsnefnd
demókrata, sagði að aðstoðarmenn
(Jore teldu að handtalning í tveimur
sýslum, Broward og Palm Beach,
myndi duga til að vinna upp 930 at-
kvæða forskot George W. Bush, for-
setaefnis repúblikana, í Flórída.
Klain sagði að Gore myndi líklega
ekki áfrýja ákvörðun hæstaréttar
Flórída í gær til hæstaréttar Banda-
ríkjanna. Hann bætti við að Gore
myndi ekki þurfa að játa sig sigraðan
því báðir frambjóðendumir væm lík-
legir til að vefengja úrslitin í nokkmm
sýslum.
Hæstiréttui- Flórída úrskurðaði á
þriðjudag að heimilt væri að halda
áfram handtalningunni og niður-
stöður hennar ættu að gilda þegar
lokaúrslit forsetakosninganna í ríkinu
verða tilkynnt, að því tilskildu að taln-
ingunni lyki á sunnudagskvöld.
Kjörstjóm Miami-Dade ákvað hins
vegar daginn eftir að hætta handtaln-
ingunni á þeirri forsendu að ekki væri
hægt að ljúka henni á tilsettum tíma.
Handtalningin hafði þá staðið í tvo
daga og Gore hafði bætt við sig rúm-
lega 150 atkvæðum í sýslunni. Sam-
kvæmt ákvörðun kjörstjórnarinnar
verða þessi atkvæði ekki látin gilda
þegar lokaúrslitin verða tilkynnt.
Doug Hattaway, talsmaður lög-
fræðinga Gore, sagði að þeir hefðu
óskað eftir því að hæstiréttur fyrir-
skipaði kjörstjóminni „að ljúka hand-
talningunni, eða að minnsta kosti
talningu nómlega 10.000 vafaat-
Reuters
Bill Clinton skoðar kalkún í eld-
húsi bústaðar forsetans í Camp
David þar sem hann dvaldi á
þakkargjörðardeginum.
kvæða“. „Hæstiréttur ætlaðist ekki
til þess að úrskurður hans á þriðjudag
yrði notaður sem afsökun til að telja
ekki atkvæðin," bætti hann við.
Fylgi Gore eykst í Broward
Þegar lögfræðingamir lögðu fram
beiðnina vora dómararnir að halda
upp á þakkargjörðardaginn, sem er
almennur írídagur í Bandaríkjunum.
Beiðnin var send heim til allra dómar-
anna sjö og þeir samþykktu einróma
að hafna henni.
Handtalningu var haldið áfram í
Broward og Palm Beach. Varaforset-
inn hefur bætt við sig 180 atkvæðum í
Broward en fylgi frambjóðendanna
hefur ekkert breyst í handtalningunni
í Palm Beach. I báðmn sýslunum er
verið að endurskoða þúsundir vafaat-
kvæða.
starfi öryggissveita
Loftslagsráðstefnan í Haag
Deilt um mála-
miðlunartillögu
Haag. Morgunblaðið.
Jenísalem. Reuters, AP, AFP.
EPHRAIM Sneh, aðstoðarvarnar-
málaráðherra ísraels, ræddi í
gærkvöld við einn af ráðgjöfum
Yassers Arafats, leiðtoga Palest-
ínumanna, til að reyna að draga úr
átökunum á Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu. Áður hafði Israels-
her fyrirskipað Palestínumönnum
að fara út úr öllum samstarfsskrif-
stofum ísraelskra og palestínskra
öryggissveita og þar með rofið síð-
ustu formlegu tengsl þeirra.
Palestínskir embættismenn
sögðu að Sneh hefði rætt við
Tayeb Abdel-Rahim, einn af helstu
ráðgjöfum Arafats, í landamæra-
stöð milli Gaza-svæðisins og ísr-
aels. Þeir vildu ekki veita frekari
upplýsingar um fundinn.
Annar ráðgjafi Arafats, Nabil
Abu Rdainah, sagði í gærkvöld að
Palestínumenn hefðu ekki í hyggju
að hefja friðarviðræður að nýju
nema Israelar stæðu við vopna-
hléssamkomulagið sem náðist á
leiðtogafundinum í Egyptalandi
um miðjan október. Samkvæmt
samkomulaginu eiga Israelar m.a.
að flytja hersveitir sínar frá pal-
estínskum bæjum.
Fyrr um daginn skýrði Schlomo
Ben-Ami, utanríkisráðherra Isr-
aels, frá því að Arafat hefði hringt
í Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og sagst
vilja hefja friðarviðræðurnar að
nýju.
Að minnsta kosti einn ísraelskur
hermaður beið bana í sprengju-
vörpuárás á samstarfsskrifstofu
Israela og Palestínumanna á Gaza-
svæðinu í gær. Að minnsta kosti
tveir Palestínumenn særðust.
„Með þessari andstyggilegu árás
hafa Palestínumenn ráðist á ísr-
aelska hermenn sem þeir hafa
unnið með í sjö ár,“ sagði í yfir-
lýsingu ísraelshers. „Herinn hefur
því fyrirskipað Palestínumönnum
að fara út úr öllum samstarfsskrif-
stofunum."
Palestínumenn skutu einnig
ísraelskan hermann til bana og
særðu annan alvarlega í árás úr
launsátri við landamæri Israels og
Gaza-svæðisins.
Liðsmaður skæruliðahreyfingar
íslömsku samtakanna Hamas beið
bana í sprengingu í bíl hans í bæn-
um Nablus á Vesturbakkanum.
Sjónarvottar sögðu að ísraelskar
herþyrlur hefðu skotið flugskeyti á
bílinn en Israelsher neitaði því.
ísraelsk útvarpsstöð sagði að mað-
urinn hefði verið að setja saman
sprengju og hún hefði sprungið.
Maðurinn hafði verið í palestínsku
fangelsi í þrjú ár og var látinn laus
í fyrradag.
Arafat ræðir við Pútín
Embættismenn í Kreml sögðu
að Vladímír Pútín Rússlandsforseti
hefði orðið við beiðni Arafats um
að ræða við hann í Moskvu í dag.
Arafat hefur ítrekað hvatt Rússa
til að taka virkari þátt í tilraunun-
um til að binda enda á átökin.
„NU gildir að finna pólitískt jafn-
vægi. Við þurfum ákvörðun,“ sagði
Jan Pronk, umhverfisráðherra Hol-
lands, í gærkvöld við blaðamenn sem
fylgjast með loftslagsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Haag. Hann hafði
lagt fram málamiðlunartillögur til að
ýta undir samning um hvernig fram-
kvæma ætti Kyoto-bókunina frá
1997 um að draga úr losun loftteg-
unda er valda gróðurhúsaáhrifum.
Pronk sagði, að þótt horfurnar
væru ekki bjartar, tryði hann enn á
möguleika þess að ná samkomulagi,
en það yrði að gerast í síðasta lagi
eftir hádegi á morgun.
Fulltrúar ýmissa umhverfisvernd-
arsamtaka gagnrýndu tillögurnar og
sögðu þær taka alltof mikið tillit til
bandarískra sjónarmiða. Þótt Kyoto-
bókunin kvæði skýrt á um að draga
skyldi úr losun þá gæfu tillögur
Pronks Bandaríkjunum og öðrum
löndum, sem telja að sér veitist erfitt
að uppfylla markmiðin, alltof margar
smugur til undankomu.
■ Enn eitt skrefið/28
MORGUNBLABIÐ 24. NÓVEMBER 2000