Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þetta er síðasta hálmstráið hr. Gore, fóttalning er eina aðferðin sem eftir er að reyna.
82% telja að skylda eigi inn-
flytjendur til að læra íslensku
TÆPLEGA 82% íslendinga, eða
81,9%, telja að skylda ætti útlend-
inga sem setjast að á íslandi til
frambúðar að læra íslensku, að því
er fram kemur í þjóðarpúlsi Gall-
ups. 12,9% eru því andvíg en 5,2%
segjast hvorki fylgjandi né andvíg.
Könnun Gallups, sem unnin var
dagana 18. október til 7. nóvem-
ber, leiddi einnig í ljós að ríflega
56% landsmanna þykja reglur sem
heimila útlendingum að setjast að
á íslandi hæfilega strangar.
Á hinn bóginn telur um þriðj-
ungur að reglurnar séu of rúmar
og ríflega 10% að þær séu of
strangar.
Menntun hefur áhrif á
afstöðu manna
Vekur nokkra athygli að mennt-
un virðist skipta nokkru um af-
stöðu manna hvað þetta varðar, en
rösklega 46% þeirra sem hafa
grunnskólapróf og hafa auk þess
stundað annað nám þykja reglum-
ar of rúmar. Einungis 10% þeirra
sem hafa háskólapróf eru hins veg-
ar sammála því mati.
Þá telja 48,2% þeirra sem svör-
uðu að Islendingar taki vel á móti
innflytjendum, þ.e. að innflytjend-
ur fái jákvæð viðbrögð frá íslend-
ingum þegar þeir koma hingað til
lands. 26,6% telja innflytjendur fá
neikvæð viðbrögð og 25,3% telja
viðbrögðin hvorki jákvæð né nei-
kvæð.
Úrtakið í könnun Gallups var
1661 maður af öllu landinu á aldr-
inum 18-75 ára og af þeim svöruðu
tæplega 70%.
HORNSÓFAR
m
220
Horn 2 + 3
Hom 2 + 2
Áklseði hornsófanna or
moð ðhrelnlndavörrt.
SUÐURLANDSBRAUT 22 • SÍMI 553 7100 & 553 6011
Horn 1+2
Uppeidis- og menntunarfræðiskor Hl
Mat og þróun í
skólastarfi
Sigrún Aðalbjarnardóttir
UPPELDIS- og
menntunarfræði-
skor við félagsvís-
indadeild Háskóla íslands
stendur fyrir málþingi í
Odda, stofu 101 klukkan 14
í dag. Þar verður fjallað um
mat og þróunarstarf í skól-
um. Dr. Sigrún Aðalbjam-
ardóttir prófessor við um-
rædda deild og formaður
uppeldis- og menntunar-
íræðiskorar hefur annast
með fleirum undirbúning
málþingsins. Hún var
spurð um tilefni málþings-
ins.
„Sérstakt tilefni er það
að í haust kom til okkar
Fulbright-kennarinn dr.
Penelope Lisi prófessor,
sem sérhæft hefur sig í
mati á skólastarfi. Annað
tilefni er að við erum að breyta
matslínu meistaraprófsnámsins
hjá okkur, við erum að undirbúa
eins árs meistaraprófsnám til 45
eininga í mati og þróunarstarfi í
skólum og einnig námsleið þar sem
þátttakendur geta sérhæft sig í
mati með því að taka fimmtán ein-
inga nám. Markmiðið með þessari
námsleið er að þátttakendur öðlist
fræðilega þekkingu á margvísleg-
um aðferðum við mat á skólastarfi
og fái þjálfun í beitingu þeirra.
Þriðja tilefni þessa málþings er að
sjálfsögðu mikilvægi þess að skapa
vettvang til umræðu um þessi mál.
Skólum er skylt að meta starf sitt
og það er áríðandi að skólafólk fái
til þess stuðning. Það þarf að
standa mjög vel að slíku mati til að
það geti þjónað markmiði sínu sem
best - þ.e. að bæta og þróa skóla-
starfið."
- Ermikil þörf á slíku mati?
„Nokkur ár eru síðan leitt var í
lög að svona mat fari fram. Hugs-
unin er sú að mat á skólastarfi leiði
til árangursríkara skólastarfs. Ég
tel að í því efni sé afskaplega mikil-
vægt að kennaramir meti starf sitt
sjálfir. Að þeir séu með í þessu
matsferli. Þeir eru lykdlinn að þró-
unarstarfi í skólum og það er mjög
gefandi og lærdómsríkt fyrir þá að
skoða hvar þeim tekst vel til og
hvar kannski síður til að geta bætt
starfið. Um þetta verður m.a. fjall-
að á þinginu."
- Hvað flcira verður fjallað um?
„Þama koma ýmis sjónarmið
fram um mat á skólastarfi.
Menntamálaráðherra, Bjöm
Bjamason, mun hefja þingið með
ávarpi, þar á eftir flytur deildar-
forseti, dr. Jón Torfi Jónasson pró-
fessor við félagsvísindadeild,
ávarp. Þá mun dr. Penelope Lisi
tala. Hún kallar erindi sitt Þankar
um mat og þróun í skólastarfi:
Beggja skauta byr. í framhaldi af
erindi hennar verður teflt fram
ýmsum sjónaimiðum þar sem
nokkrir skólamenn verða með
framsögu. Hér verða á ferð fulltrúi
frá menntamálaráðu-
neytinu, skólameistari,
fræðslustjóri Reykja-
víkur, grunnskólakenn-
ari sem lokið hefur
meistaraprófi í mats-
fræðum og svo lektorinn
okkar hér í matsfræðum við upp-
eldis- og menntunarfræðskor HI.“
- Hefur orðið mikil framþróun í
skólastarfí?
„Það hefur verið mikil þróun í
skólastarfi hér á landi og kennarar
eru mjög virkir í því starfi. Sjálf
bind ég miklar vonir við nýja náms-
grein, lífsleikni, en þeim þætti er
meðal annars ætlað að eíla félags-
þroska og samskiptahæfni nem-
enda. Ég tel að slík þjálfun sé feiki-
lega góður undirbúningur undir
lífið.“
- Gerið þið hjá uppeldis- og fé-
► Sigrún Aðalbjarnardóttir
fæddist á Hvammstanga 9. júlí
1949. Hún lauk kennaraprófi
1969 og stúdentsprófi 1970 frá
Kennaraskóla Islands, BA-prófi
1983 í uppeldisfræði frá HÍ og
meistaraprófi 1984 og doktors-
prófi 1988 frá Harvard-háskóla
úr sálfræðideildinni innan
School of Education. Hún
starfaði sem grunnskólakenn-
ari um tíma og námsefnishöf-
undur á vegum menntamála-
ráðuneytisins en hefur siðan
1988 verið kennari við félags-
vi'sindadeild HI. Sigrún er gift
Þórólfi Ólafssyni tannlækni og
eiga þau tvo syni og eina son-
ardóttur.
lagsfræðiskor HI rannsóknir á
þessum sviðum?
,Já, það eru ýmsar rannsóknir
gerðar hér. Sjálf hef ég sérstakan
áhuga á að rannsaka félagsþroska
nemenda, en hér eru líka gerðar
rannsóknir á fagmennsku kennara,
á skólastjómendum og mennta-
kerfinu, framvindu nemenda í
námi og að meta og gera úttekt á
stofnunum. Mikið þróunarstarf er í
gangi hjá okkur í uppeldis- og
menntunarfræðiskorinni. Til við-
bótar því sem ég nefndi hér á áðan
erum við jafnframt að undirbúa
tvær aðrar námsleiðir í framhalds-
námi sem hægt verður að taka til
fimmtán eininga en líka til meist-
araprófs, 45 eininga. Aðra köllum
við Fræðslustarf og stjómun. Hún
er ætluð fólki sem vinnur við eða
hefur áhuga á að sinna fræðslu-
starfi á breiðum vettvangi, hvort
sem það er í menntastofnunum eða
innan fyrirtækja. Æ fleiri starfa í
fyrirtækjum og stofnunum að því
að sinna fræðslu og mikilvægt er
að þeir hafi til þess góðan grann.
Markmið námsins er að þátttak-
endur öðlist þekkingu og hæfni í að
skipuleggja fræðslu, vinna að gerð
fræðsluefnis og verði færir um að
hafa umsjón með
fræðslustarfsemi. Hin
námsleiðin er Kennslu-
fræði og námsefnisgerð.
Þessari 15 eininga
námsleið er ætlað að
koma til móts við vax-
andi þörf fyrir sí- og endurmenn-
tun kennara og þá einkum kennara
í efri bekkjum gmnnskóla og fram-
haldsskóla. Markmiðið er að gefa
kennumm tækifæri til að fylgjast
með þróun í kennslu faggreinar
sinnar."
- Hverja óskið þið helst að sjá á
málþinginu?
„Allir em velkomir. Mat á skóla-
starfi er í brennidepli og ættu því
fjölmargir innan menntakerfisins
að eiga erindi á málþingið. Ekki síst
skólameistarar, kennarar og náms-
ráðgjafar."
Það þarf að
standa vei að
mati á skóla-
starfi