Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 26
26 ■ Fös^rúDÁaúR&t: úövéiííBéR2ooo
'MÖRGÉNÉÉXfiÍÐ
VIÐSKIPTI
IKE A notar lausnir
ÁrsuppRjör Fiskiðjusamlags Húsavikur
frá Landsteinum
DANSKA hugbúnaðarfyrirtækið
Navision Software A/S, framleiðandi
Navision-viðskiptalausnanna, og
Landsteinar hafa gert samkomulag
við Inter IKEA Systems B.V., móð-
urfyrirtæki IKEA-samstæðunnar,
um innleiðingu lausna sem Land-
steinar hafa þróað í Navision-kerf-
inu. Með samningnum mun Inter
IKEA Systems B.V. mæla með notk-
un sérþróaðrar lausnar í Navision
Financials, sem Landsteinar hafa
smíðað, í öllum þeim verslunum sem
selja IKEA-vörur með sérleyfi frá
Inter IKEA Systems B.V. Navision-
lausnir frá Landsteinum hafa nú
þegar verið settar upp í verslunum
IKEA í Ástralíu, á íslandi og í Kúv-
eit. í fréttatilkynningu Navision-fyr-
irtækisins kemur fram að reiknað sé
með að samningurinn muni skila um
250 milljónum íslenskra króna í sölu
á hugbúnaðarleyfum á næstu þrem-
ur árum, en velta Landsteina verður
mun meiri þar sem fyrirtækið mun
einnig selja sínar vörur og vinna við
innleiðingu lausnanna ásamt því að
veita þjónustu við notkun þeirra.
Lego hættir við að nota
hugbúnað frá Oracle
STJÓRNENDUR Lego í Dan-
mörku hafa ákveðið að hætta við
uppsetningu á Oracle-viðskipta-
hugbúnaði örfáum mánuðum áður
en hann átti að vera fullbúinn til
notkunar. Fyrir aðeins um ári ákv-
að Lego að hætta við SAP-við-
skiptahugbúnaðinn, sem þó hafði
ekki að fullu verið lokið við að
setja upp og nota frekar hugbún-
aðinn frá Oracle sem nú á að láta
sigla sinn sjó. Og til þess að kór-
óna allt saman ætlar Lego að láta
hefja aftur uppsetningu á SAP-
hugbúnaðinum. Peter Perregaard,
framkvæmdastjóri Oracle, segir að
ákvörðun stjórnenda Lego sé ill-
skiljanleg: „Ég hef aldrei kynnst
svona vinnubrögðum. Við áttum
ekki eftir nema nokkurra mánaða
vinnu til þess að ljúka verkinu og
þá gerist þetta. Þetta er stórfurðu-
legt, eiginlega bara tragíkómískt."
Talsmenn Lego segja hins vegar
að viðskiptakerfi Oracle, lli, hafi
ekki reynst vera nægjanlega nú-
tímalegt til þess að halda utan um
viðskipti Lego og því hafi verið
hætt við allt saman.
„Þetta eru skringileg rök,“ segir
Perregaard. „Við höfum sett upp
hugbúnaðinn hjá meira en hundr-
að fyrirtækjum í Evrópu sem
mörg hver eru svipuð Lego. Þar að
auki buðum við Lego fast verð og
fastákveðinn afhendingartíma.“
Stjórnendur Lego segja hins
vegar að Oracle hafi ekki staðið
við það sem um var samið og því
kunni Lego að fara fram á skaða-
bætur. „Ég held að það sé ekki
rétt að láta klögumálin ganga á
víxl í fjölmiðlum. Við munum
funda með stjórnendum Lego inn-
an skamms og fara yfir málið,“
segir Perregaard.
225,3
milljóna
kr. tap
TAP Fiskiðjusamlags Húsavíkur
nam 225,3 milljónum króna á síðasta
rekstrarári, það er frá 1. september
1999 til 31. ágúst árið 2000. Rekstr-
arárið á undan nam tap félagsins
126,4 milljónum króna.
Eigið fé félagsins minnkar um
35,4%, eða úr 605,2 milljónum króna
í 391,2 milljónir króna.
1 ársreikningi Fiskiðjusamlags
Húsavíkur eru kröfur og eignarhlut-
ir í hlutdeildarfélögum færðir niður
um 172 milljónir króna vegna van-
fæmissjónarmiða. Hér er um kröfur
vegna eignasölu upp á 71 milljón, 14
milljón króna viðskiptakröfur, krafa
og eignarhlutur vegna verksmiðju í
Kanada upp á 56 milljónir og eignar-
hlutir í hlutdeildarfélögum upp á 31
milljón króna þar sem rekstrarfor-
sendur þeirra eru nú ótryggar, sam-
kvæmt upplýsingum frá Fiskiðju-
samlaginu.
Afkoma félagsins á reikningsárinu
er nokkru verri en áætlanir höfðu
gert ráð íyrir og stafar það af lækk-
andi framlegð í rækjuvinnslu og
óhagstæðri þróun gengis seinni
hluta ársins, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi
erfiðleikum í rekstri félagsins næsta
reikningsár, meðal annars vegna
óhagstæðra ytri skilyrða. í hálf fimm
fréttum Búnaðarbanka íslands kem-
ur fram að niðurstaða reikningsárs-
ins sé afleit og ljóst sé að breyting
þarf að verða á rekstri félagsins.
Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf
Úr ársreikningi 2000 wmMSBkmmmm 1.9.-31.8. br HHHH 1.9.-31.8.
Rekstrarreikningur 1999/00 1998/99 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.996,1 1.750,8 +14,0%
Rekstrargjöld 1.816,2 1.572,3 +15,5%
Afskriftir 137,6 110,6 +24,4%
Fjármagnsliðir -84,6 -122,2 -30,8%
Aðrar tekjur og gjöld -153,6 -19,1 +704,2%
Aflögð starfsemi -29,4 -53,0 -44,5%
Hagnaður (tap) ársins -225,3 -126,4 +78,2%
Efnahagsreikningur 31.08.00 31.08.99 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 1.565,3 2.654,8 -41,0%
Eigið fé 391,2 605,2 -35,4%
Skuldir 1.174,1 2.049,6 -42,7%
Skuldir og eigið fé samtals 1.565,3 2.654,8 -41,0%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999/00 1998/99 Breyting
Eiginfjárhlutfall 25,0% 22,8%
Veltufjárhlutfall 0,80 1,16
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 54,5 155,6 -65,1%
Samskip annast lagerhald og
vöruafgreiðslu Búrs
Heildarverð-
mæti samnings-
ins 800 milljónir
Viltu vita
hvað tekvr viö af
boókerfi Símans?
BÚR ehf. hefur samið við Samskip
um allt lagerhald og afgreiðslu
vöru sem Búr kaupir inn. Heildar-
verðmæti samningsins er um 800
milljónir króna. Samningurinn er
til fimm ára og í honum felst, með-
al annars, að Samskip taka að sér
alla afgreiðslu á 6.500 vörunúmer-
um, sem samsvarar um tveimur
milljónum heildsölueininga á ári.
Ákveðið var á dögunum að
ganga til samninga við Samskip
eftir lokað útboð.
Búr ehf. er hlutafélag sem sér
um innkaup, lagerhald og vöruaf-
greiðslu fyrir Kaupás, Samkaup,
Matbæ, Kaupfélögin, _ hraðbúðir
Olíufélagsins og fleiri. Árlega velta
í þurrvöru er um 4 milljarðar
króna.
Samskip reisa
nýtt vöruhús
í fréttatilkynningu kemur fram
að þjónusta við Búr verði aukin á
næstunni, meðal annars munu
Samskip reisa nýtt vöruhús á at-
hafnasvæði félagsins sem tekið
verður í notkun í júlí á þarnæsta
ári. Með því skapast möguleiki
fyrir Búr að fjölga verulega vöru-
flokkum, bæta við innflutningi á
ávöxtum og grænmeti og fjölga
vörutegundum í frysti- og kæli-
vöru.
Markmiðið með samningnum við
Samskip er að gera búðir fyrir-
tækjanna; Nóatún, 11/11, KÁ,
Sparkaup, Nettó, Úrval, Strax,
kaupfélögin og hraðbúðir ESSO,
samkeppnishæfari á matvöru-
markaði.
Það var mat forráðamanna Búrs
að best væri að láta þessa þjón-
ustu í hendur fyrirtækis sem hefði
sérhæfingu á þessu sviði; þannig
fengjust aukin gæði og hagstæð-
ara verð.
Verslanirnar geta dregið úr
birgðahaldi, veitt betri þjónustu,
fengið vöru á lægra verði og aukið
hraðann í vöruveltunni. Með því að
hafa allt birgðahald á einum stað
nægir búðunum að fá eina vöru-
sendingu á dag, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu.
Á ráðstefnunni Björgun 2000 á Grand Hótel
í Reykjavík um helgina verður haldin málstofa
um samræmdan gagnagrunn viðbragðsaðila
og nýjar leiðír í boðunarmálum.
—
ICELANDAIR HÓTELS
Málstofan er sérstaklega
áhugaverð fyrir þau
fyrirtæki sem hafa notað
boðkerfi Símans en þurfa
nú að leita nýrra lausna.
Á málstofunni sem verður á morgun, laugar-
dag, klukkan 16.00 tala fulltrúar Neyðar-
línunnar, Símans, Verkfræðistofunnar Hnita og
Landsbjargar.
Síminn og Neyðarlínan bjóða upp á léttar
veitlngar.
Ráðstefnugjald er 8.000.-
Aðgangseyrir á málstofu eingöngu er 500.-
stmmn.is
Allar nánari upplýsingar og skráning er
í síma 570 5900 og á www.landsbjorg.is
7^
S í M I N N
Hlaðin jólastemmning
Á Hótel Flúðum er boðið upp á kræsilegt jólahlaðborð
alla laugardaga til 16. desember. Komdu íjólaskapið á Flúðum.