Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 33
Listíðahópurinn, talið frá vinstri: Páll Jensson, Þórir Ormsson, Rita
Freyja, Guðmundur Sigurðsson, Snjólaug Guðmundsdóttir og Gróa
Ragnvaldsdóttir. Á myndina vantar Ástríði Sigurðardóttur, Ólöfu Sig.
Davíðsdóttur og Sverri Vilbergsson.
Listíð í Borgarnesi
SÝNING Listíðahópsins verður
opnuð í Safnahúsinu í Borgarnesi
á morgun, Iaugardag, kl. 15.
I hópnum er borgfirskt lista-
og handverksfóik sem sýnir
skraut- og nytjahluti úr horni,
tré, ull, gleri og fleiri efnum.
Flestir hlutir á sýningunni eru til
sölu.
Átta manna sönghópur undir
stjórn Steinunnar Árnadóttur
syngur við opnunina.
Sýningin verður opin virka
daga kl. 13-18 og á fimmtudags-
kvöldum kl. 20-22.
Sérstök helgaropnun verður
dagana 16. og 17. desember. Sýn-
ingunni lýkur 22. desember.
Stórsveit Reykjavíkur
Norræn stór-
sveitartónlist
STÓRSVEIT Reykjavíkur efnir
til tónleika í Ráðhúsi Reykjavík-
ur á morgun, laugardag, kl. 16,
og sama efnisskrá verður flutt í
sal Verkmenntaskólans á Akur-
eyri á morgun, sunnudag, kl. 17.
Á dagskrá verður tónlist eftir
Sigurð Flosason saxófónleikai-a
í útsetningum sænska stór-
sveitastjórans og útsetjarans
Daniels Nolgárds.
Nolgárd mun sjálfur stjórna
hljómsveitinni, en hann hefur
tvivegis áður stjórnað Stórsveit
Reykjavíkur. Sigurður Flosason
mun koma fram sem einleikari
með stórsveitinni á þessum tón-
leikum.
Daniel Nolgárd er einn af
fremstu stórsveitastjórnendum
og útsetjurum Svía.
Hann hefur starfað með öllum
atvinnustórsveitum þar í landi,
m.a. Nordbotten Big Band og
Bohuslen Big Band. Þá var Nol-
gárd um fjögurra ára skeið aðal-
stjórnandi Sandvikenastórsveit-
arinnar, þekktustu og vin-
sælustu áhugamannastórsveitar
Svíþjóðar. Nolgárd starfar einn-
ig sem píanóleikari og kennari,
en hann er yfirmaður djass-
deildar tónlistarháskólans í
Ingesund.
Sigurður Flosason hefur verið
í fremstu röð íslenskra djass-
tónlistarmanna um langt árabil,
staðið fyrir fjölbreyttu tónleika-
haldi og leikið inn á mikinn
fjölda geisladiska, bæði eigin og
annarra. Sigurður hefur verið
yfirkennari djassdeildar Tónlist-
arskóla FÍH frá 1989. Hann
hlaut íslensku tónlistarverðlaun-
in árið 1996 sem djassleikari
ársins og var tilnefndur til Nor-
rænu tónlistarverðlaunann árið
2000.
Lögin sem ílutt verða samdi
Sigurður Flosason á árunum
1987-1996, en Daniel Nolgárd
hefur unnið að útsetningum
verkanna undanfarin tvö ár.
Sigurður og Daniel hafa áður
flutt þessa efnisskrá með Stór-
sveit Reykjavíkur, Sandviken-
stórsveitinni í Svíþjóð og stór-
sveitum tónlistarháskólanna í
Stokkhólmi og Ingesund. í febr-
úar verður sama efnisskrá svo
flutt með Bohuslen-stórsveitinni
í Gautaborg og norður-norsku
unglingastórsveitinni í Bodö í
Noregi.
Norræni menningarsjóðurinn
styrkir þetta verkefni.
Bókmenntavaka
á ísafírði
HIN árlega bókmenntavaka Menn-
ingarmistöðvarinnar Edinborgar á
Isafirði verður haldin í Edinborgar-
húsinu á morgun, laugardag, kl. 16.
Eftirtaldir höfundar lesa úr verk-
um sínum:
Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Takk
mamma mín, minningabók. Þórhall-
ur Vilhjálmsson: Svínahirðirinn.
Bima Anna Björnsdóttir: Dís. Am-
aldur Indriðason: Mýri. Sigurjón
Magnússon: Hér hlustar aldrei
neinn. Matthías Viðar Sæmundsson
verður með erindi þar sem hann
fjallar m.a. um nýja útgáfu á Píslar-
sögu Jóns þumlungs.
Söngfjelagið úr Neðsta sér um
tónlistarflutning. Gestum stendur til
boða að kaupa kaffi og meðlæti á kr.
500.
Bach, Undína og
einsetumaðurinn
TONLIST
Dómkirkjan
KAMMERTÓNLEIKAR
Tónlistardagar Dómkirkjunnar.
Sigurbjörn Bemharðsson, Marta
Guðrún Halldórsdóttir, Áshildur
Haraldsdóttir og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir fluttu verk eftir Jó-
hann Sebastian Bach, Wolfgang
Amadeus Mozart, Carl Reinecke,
Samuel Barber og Fritz Kreisler.
Miðvikudag kl. 20.30.
TÓNLISTARDÖGUM Dóm-
kirkjunnar lauk á miðvikudag-
skvöldið með tónleikum þar sem
fram komu Sigurbjörn Bemharðs-
son fiðluleikari, Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari, Marta
Guðrún Halldórsdóttir sópransöng-
kona og Áshildur Haraldsdóttir
flautuleikari.
Efnisskrá tónleikanna var blönd-
uð og fjölbreytt en þó prýðilega vel
samansett. Sigurbjöm Bemharðs-
son lék fyrst Einleikssónötu nr. 1 í
g-moll eftir Bach BWV 1001. Það
kom gagnrýnanda vemlega á óvart
að heyra Sigurbjörn leika talsvert
undir getu. I heild var sónatan óró-
leg og í túlkunina vantaði bæði yfir-
vegun og meiri innileik. I fúguþætt-
inum vora tvígrip óhrein og
prestoþátturinn varð óskiljanlegum
asa að bráð.
Marta Guðrún Halldórsdóttir
söng þrjú lög eftir Mozart við með-
leik Ónnu Guðnýjar Guðmundsdótt-
ur. Lögin vora Das Lied der Trenn-
ung; Als Luise die Briefe ihres
ungetreuen Liebhabers verbrannte
og loks Abendempfindung. Síðast,-
nefnda lagið bar af í flutningi
þeirra; kliðmjúk kvöldstemmningin
sem þær sköpuðu var sérstaklega
áhnfamikil.
Áshildur Haraldsdóttir og Anna
Guðný fluttu sónötuna Undine eftir
Carl Reinecke, einn virtasta pían-
ista seinni hluta 19. aldar. Reinecke
var í slíkum metum, að sjálfur
píanósnillingurinn Franz Liszt réð
hann til að kenna dætram sínum á
píanó. Undine-sónatan ber þess líka
merki að hann var fær píanóleikari.
Sónatan er 'sérstaklega fallega sam-
in fyrir flautuna en hlutverk píanós-
ins er ekki síður stórt og fallegt.
Mikið var gaman að heyra þær Ás-
hildi og Önnu Guðnýju leika þetta
ljúfa verk. Allegro-þátturinn var
ástríðuþranginn og heitur, en hitinn
leystist upp í mikinn gáska í bráð-
fjöragum Intermezzo-þættinum.
Angurvær Andante-þátturinn var
yndislega leikinn; þar var hlutverk
píanósins stórt og þær Áshildur og
Anna Guðný fóra á kostum. Loka-
þátturinn var leikinn með brillians
og bravúr með sama ástríðuþunga
og einkenndi fyrsta þáttinn. Þetta
var ákaflega músíkalskur og indæll
flutningur, og samleikur Áshildar
og Önnu Guðnýjar var eins góður
og hjá margreyndu dúói.
Sönglög Samuels Barbers heyr-
ast því miður allt of sjaldan hér, -
og þá helst að maður heyri Söngva
einsetumannsins. Það er undarlegt
að söngvarar skuli ekki hafa áhuga
á að sækja meira í þennan digra og
fagra sjóð sönglaga. Marta Guðrún
hefur áður flutt einsetumannslögin
öll, en á tónleikunum í Dómkirkj-
unni söng hún þijá söngva. Anna
Guðný lék með á píanóið. Þessir
söngvar henta rödd Mörtu ákaflega
vel; - það er stutt í þjóðlagablæinn
og textamir era einfaldir og auð-
skiljanlegir. Marta Guðrún og Anna
Guðný fluttu lög Barbers skínandi
vel og af mikilli einlægni og list-
fengi.
Rúsínan í pylsuendanum á þess-
um tónleikum var auðvitað endur-
reisn fiðluleikarans. Resitatív og
Scherzo eftir Fritz Kreisler lék í
höndum Sigurbjöms Bemharðsson-
ar og hann flutti þetta erfiða glans-
númer, sem reynir bæði á fingrafimi
vinstri handar og bogatækni hægri
handar, frábærlega músíkalskt og
vel. Þegar upp var staðið vora þetta
prýðisgóðir tónleikar. Það var sér-
staklega gaman að heyra Önnu
Guðnýju Guðmundsdóttur leika svo
listavel með tónlistarkonunum
Mörtu Guðrúnu og Áshildi sem
gagnrýnandi man ekki eftir að hafa
heyrt hana leika með áður.
Bergþóra Jónsdóttir
------------------
Tónleikar í
Skálholts-
kirkju
TÓNLEIKAR verða í Skálholt-
skirkju á morgun, laugardag, kl. 16.
Á efnisskránni eru verk eftir Pal-
estrina, Jakob Arcadelt, Diderich
Buxtehude, Jón Ásgeirsson, Atla
Heimi Sveinsson o.fl.
Fram koma Kór Nýja tónlistar-
skólans, stjómandi Sigurður Braga-
son, Kvennakórinn Ljósbrá, stjórn-
andi Nína María Mórávek, og
Skálholtskórinn, stjómandi Hilmar
Öm Agnarsson. Undirleikarar verða
Bjami Jónatansson, Richard Simm
og Hilmar Örn Agnarsson.
taeknival.is
COMPAQ
Compaq EX borðvél
600Mhz Intel Celeron örgjörvi
64 Mb vinnsluminni
Geisladrif & hljóðkort
10 Gb harður diskur
Windows 98 stýrikerfi
17“ Compaq S-710 skjár
3 ára ábyrgð
Aukahlutir
Stækkun úr 17“ í 19“ skjá Kr.15.000.- m.vsk
Gpson Laser EPL 5700 Kr.44.900.- m.vsk
3Com XL 10/100 netkort Kr.6.800.- m.vsk
Intel EtherExp Pro 10/100 netkort Kr.6.800.- m.vsk
Vinnustöð
1 33,000.“ verðm.vsk
Reykjavík • Sími 550 4000 | Akureyri • Sími 461 5000 | Keflavík • Sími 421 4044