Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 51
'MÖRG&NBLÁÖífe
' ÖÖSTtírDÁGIÍRM’ NÖVÉMBÉR2Ó00 (Hl
MINNINGAR "
saumavélamar með ykkur og saum-
uðuð allar gardínumar í íbúðina og
settuð upp á mettíma. Það var gaman
að fylgjast með hvað þið systkinin
vomð samrýnd og miklir vinir. Þú
hafðir ákveðnar skoðanir á því
hvemig verkaskiptingin ætti að vera
á heimilinu og ég hef reynt að fylgja
því, við litla hrifningu konu minnar.
Óll böm elskuðu þig, dóttir okkar
kallaði þig alltaf litla barnið, því þeg-
ar þið lékuð ykkur saman varst þú
litla bamið og hún mamman. Þegar
afi Böðvar dó var skilið eftir stórt
tómarúm í lífi þínu og lífi okkar allra,
þú talaðir mikið um hann, enda var
söknuðurinn mikill, en þú stóðst þig
eins og hetja þegar þú varðst orðin
ein en nú emð þið saman að nýju.Við
fómm saman til Ítalíu og Búlgaríu og
einnig fómm við hringveginn saman,
þetta vom ógleymanlegar ferðir.
Elsku amma Dóra, við viljum þakka
þér fyrir allar samverustundimar
sem við áttum og við munum alltaf
geyma minninguna um þig í hjarta
okkar og aldrei gleyma því hvað þú
varst góð við okkur, við vitum að afi
Böðvar tekur á móti þér. Hvíl þú í
friði.
Pétur Smári, Jóhanna
Soffía, Silja Rós.
Elsku amma Dóra. Nú, þegar að
kveðjustund er komið, reikar hugur-
inn til æskuáranna. Til þeirra stunda
sem ég átti í Skeiðarvoginum með
þér og afa Böðvari. Ailtaf var vel tek-
ið á móti manni og iðulega biðu heitar
pönnukökur eða vöfflur á eldhús-
borðinu.
Ef beðið var um eitthvað var alltaf
sama viðkvæðið, „þú mátt fá allt sem
þú vilt, þú veist það“. Þú leyfðir okk-
ur krökkunum líka stundum að stel-
ast í sælgætisskúffuna hans afa (sem
alltaf var stútfull) eða í kökuboxið
sem geymdi dísætu kökumar hans.
Aldrei kvartaðir þú yfir neinu og
varst alltaf ótrúlega þolinmóð við
barnabömin.
Á unglingsárunum kom ég stund-
um til þín með nokkrar vinkonur
mínar með mér og fengum við að
liggja yfir videómyndum á meðan þú
barst í okkur mat eða sælgæti. Einn-
ig kom það fyrir að við fengum allar
að gista í kjallaranum, það vora alltaf
allir velkomnir í Skeiðarvoginn.
Ég gleymi heldur ekki Rimini-
ferðinni sem ég fór með ykkur afa,
Lilju, Helga, Bödda og Pétri Smára.
Það var mjög skemmtileg ferð. Það
lýsir þér kannski best að þú leyfðir
mér að velja áfangastaðinn þó svo að
þér væri meinilla við að vera í mikl-
um hita. Ósérhlífin varst þú og vildir
allt fyrir alla gera.
Það er ómetanlegt fyrir böm að
eiga ömmu sem hefur tíma fyrir þau.
Því fengu líka dætur mínar að kynn-
ast og þá sérstaklega Elín Ósk. Sam-
an gátuð þið leikið ykkur tímunum
saman, spilað, lesið eða dundað eitt-
hvað í saumaherberginu.
Eftir að afi dó og þú fluttir í Ár-
skógana áttum við tvær fleiri góðar
stundir saman. Þeir era mér ómetan-
legir þriðjudagsmorgnamir sem ég
kom til þín í morgunmat áður en við
fóram að kaupa í matinn og skoða
okkur um í bænum. Þeirra stunda á
ég eftir að sakna.
Ég kveð þig, elsku amma mín, með
þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyr-
ir mig og fjöiskyldu mína.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfm úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
oglýsirumókomnatíð.
(Þórunn Sig.)
Þín nafna,
Dóra.
Elsku amma Dóra. Við systurnar
eigum eftir að sakna þess að geta
ekki lengur komið í heimsókn til þín í
Árskógana. Það var alltaf gott að
koma til þín og fá heitar pönnukökur.
Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera.
Við eigum eftir að sakna þín sárt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
saenginniyfirminnl
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elín Ósk, Eva Ósk
og Eyrún Ósk.
Mig langar til að minnast með
nokkram orðum móðursystur minn-
ar, Halldóra Jónsdóttur, eða Dóra
systur eins og hún var alltaf kölluð af
systkinum sínum og systkinaböm-
um. Dóra var ein af 13 systkinum,
þar af 6 systram. Samband þeirra
systkinanna var einstaklega náið og
átti Dóra ekki minnstan þátt í að
halda fjölskyldunni saman. Hún lét
sér ákaflega annt um alla sína ætt-
ingja og fjölskyldur þeirra, sem og
alla sem hún átti samskipti við.
Dóra var alla tíð stór hluti af mínu
lífi. Ég minnist allra heimsóknanna
með mömmu til Dóra og Böðvars á
Langholtsveginn þegar ég var bam,
allra bókanna sem til vora á heimil-
inu og hægt var að sökkva sér niður í
tímunum saman, allrar hlýjunnar og
gestrisninnar sem við nutum á heim-
ili þeirra. Ég minnist ekki síður vin-
áttu þeirra hjóna við mig og fjöl-
skyldu mína eftir að ég varð
fullorðin. Enginn getur átt betri vini
en Dóra og Böðvar. Það er mikil
gæfa að eignast vináttu fólks eins og
þeirra.
Ég og fjölskylda mín og móðir
þökkum þér, elsku Dóra, fyrir sam-
fylgdina. Líf okkar verður fátækara
án þín. Fjölskyldu þinni og systkin-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Erla og fjölskylda.
+ Brynleifur Kon-
ráð Jóhannesson
fæddist í Reykjavik
17. maí 1978. Hann
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi 14. nóvember
sfðastliðinn.
Útför Brynleifs fór
fram frá Grafarvog-
skirkju 22. nóvem-
ber.
Sú hugsun var fjar-
stæð fyrir rúmri viku
að það næsta sem við
gerðum fyrir vin okkar
Binna væri að skrifa um hann eftir-
mæli. Þegar það er stórt skarð í
hjarta manns er erfitt að pinna niður
þau orð og þær tilfinningar, sem við
áttum saman, í eina litla grein. Ef
maður ætti að skrifa um allt það góða
og jafnframt það slæma sem við
deildum myndi heil bók ekki rýma
þann texta.
Þú varst vinur okkar og við feng-
um oft að kenna á góðlátlegri stríðni
þinni og þá var stutt í hláturinn. En
oft varstu leiður og umkomulaus og
þá reyndi maður að gjalda líku líkt og
fá þig til að brosa aftur, það tókst nú
yfirleitt.
Við munum sérstaklega eftir því
þegar þú varst á þeyt-
ingi við að baka hitt og
þetta, og svo spurðirðu
okkur aftur og aftur
hvort okkur þætti
baksturinn þinn ekki
góður. Auðvitað, hann
var frábær. Eða þegar
þú fékkst þér pinna í
tunguna og við kölluð-
um þig Binna pinna, svo
gastu gert okkur brjál-
aðar að fikta í þessum
blessaða pinna þínum.
Þú gast verið svo fynd-
inn á einlægan, bams-
legan hátt.
Við fundum okkur alltaf eitthvað
til dundurs og létum fólkið í kringum
okkur hrista höfuðið yfir fíflagangin-
um í okkur. Við voram líka oft að
bralla eitthvað sem okkur þótti voða
sniðugt en öðram ekki, þannig að við
létum hina bara ekki vita af því.
Það verður alltaf stór staður í
hjarta okkar sem stendur á BynnY
(ekki prentvilla) þar sem við geymum
minningar okkar um ljúfan dreng.
Það era margir snortnir af þessum
skyndilega missi. Við megum ekki
gleyma, að Binni glímdi við banvæn-
an sjúkdóm, sem líkt og illkynja æxli
getur tekið sig upp aftur. En sem
betur fer er yfirleitt til lækning, þó
svo sú leið sé frekar löng og stremb-
in. Það er okkar von að fólk sjái að
þjáning er ekki endalaus í þessum
heimi. Þó svo það sjáist ekki glæta í
bláan himin fyrir þungum skýjuiat
kemur alltaf sá dagur þegar birtir tit
Elsku Binni, hvar sem þú ert von-
um við að þú sért fullfrískur og
blómstrir eins og þú átt skilið. Það
hefði verið gaman að geta séð þig
blómstra hérna hjá okkur. Við kveðj-
um þig nú í hinsta sinn í þessari til-
vera, og vonumst til að sjá þig að
nýju eftir um það bil 75 ár.
Þínar vinkonur,
Anna Sigríður Pálsdóttir
og Sigurbjörg Magnúsdóttir
(Anna Sigga og Sibba).
Elsku Binni, síðast þegar ég sá þig
geisluðu í þér augun af gleði og þú
leist svo vel út. Þú sagðir mér þá að
þér hefði aldrei liðið betur. Mér
fannst að þú hefðir sigrast á þessari
baráttu sem þú hafðir þurft að heyja
alltof lengi, ég skil svo vel þína van-
líðan sem þú þurftir að kljást við, því
við voram að berjast við sama dóm-
inn. En svona er þetta á hótel jörð,
sumir dvelja lengi en aðrir fara allt of
fljótt. Ég veit samt, elsku Binni
minn, að að þér líður betur núna. Það
verður hugsað vel um þá sem koma
til guðs eftir svo langa baráttu sem
þína.
Ég kveð þig nú um stundarsakir
því ég veit við munum hittast aftu|.
Ég varðveiti fallega brosið þitt og
tindrandi augun þín í huga mér.
Þín vinkona,
Hulda Björk Sigurðardóttir
(Dulah).
BRYNLEIFUR
KONRÁÐ
JÓHANNESSON
+
Hjartkær eiginmaður minn,
NJÁLL BENEDIKTSSON
frá Bergþórshvoli,
Garði,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
19. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugar-
daginn 25. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda
Málfríður Baldvinsdóttir.
t
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
PÉTUR M. SIGURÐSSON
mjólkurfræðingur
og fyrrum bóndi í Austurkoti,
Engjavegi 67,
Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 14. nóvember, verður
jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
25. nóvember kl. 10.30.
Magnús Pétursson,
Ólafur Pétursson, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Sigurður H. Pétursson, Ragnhildur Þórðardóttir,
Margrét Pétursdóttir,
Jórunn Pétursdóttir, Þröstur V. Guðmundsson,
Guðrún K. Erlingsdóttir, Pétur Hauksson,
barnaböm og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum, sem
sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR RÓSU JÓNSDÓTTUR,
Túngötu 18,
Grenivík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldr-
unardeildar Kristnesspítala fyrir góða og kærleiksríka umönnun.
Jóakim Guðlaugsson,
Júlíus Unnar Jóakimsson, Sigurlaug Svava Kristjánsdóttir,
Rósa Jóna Jóakimsdóttir, Þórsteinn Arnar Jóhannesson,
Guðlaugur Emil Jóakimsson, Elsý Sigurðardóttir,
Jenný Jóakimsdóttir, Árni Dan Ármannsson,
Rúnar Jóakim Jóakimsson, Þórunn Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okk-
ur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELSU D. HELGADÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
Árskógum 2,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Hafstein Gíslason,
Hans Bjarni Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir,
Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir,
Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ERNA ARADÓTTIR,
frá Patreksfirði,
andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópa-
vogi, fimmtudaginn 23. nóvember.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar,
KRISTÍN PETREA SVEINSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu laugardaginn 18. nóvember.
Minningarathöfn verður í Áskirkju í dag, föstu-
daginn 24. nóvember, kl. 13.30.
Útförin fer fram frá Gufudal laugardaginn
25. nóvember kl. 14.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti björgunarsveitina Heimamenn á
Reykhólum njóta þess, sími 570 5900.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
systkinin frá Gufudal.
t
Þökkum innilega vináttu, samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÞORGERÐAR INGIBERGSDÓTTUR.
Systkini hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.