Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 53

Morgunblaðið - 24.11.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 !*ró UMRÆÐAN E-pillufaraldur E-PILLUNEYSLA á íslandi er orðin svo stórt vandamál að allir verða að láta sig málið varða. Það eru þó einkum foreldr- ar, forráðamenn barna og fagfólk sem þurfa að kynna sér e-pillumálið og taka afstöðu til þess. Neysla e-pillunnar á Islandi hefur aldrei verið meiri en á þessu ári. Það sem af er árinu hafa komið á Sjúkra- húsið Vog yfir 500 ein- staklingar sem eru yngri en 25 ára og hef- ur meira en helmingur þeirra notað þetta vímuefni. 15% þessara ung- menna hafa notað efnið vikulega í Zi ár eða meira og eru nefndir stór- neytendur efnisins. _ E-pillan barst til Islands árið 1995 og það er engin tilviljun að síðan þá hefur vímuefnavandi ungra Islend- inga vaxið skarpt og þegar þetta er skrifað síðla árs 2000 sér ekki fyrir endann á þeim vexti enn. E-pillan er hluti af þessum vanda og á sinn sess í þeirri unglingamenningu sem drífur fíkniefnaneysluna áfram. Þúsundir ungra íslendinga hafa prófað e-pillu og einungis lítill hluti þeirra eru þekktir vímuefnaneytend- ur eða ííklar. Efnið hefur verið notað í sambandi við skemmtanir ungs fólks og flestir unglingar byrja að nota efnið um áramót, verslunar- mannahelgi eða á sér- stökum tónleikum. Flestir hinna fuli- orðnu gera sér enga grein fyrir þeirri miklu brej’tingu sem orðin er og felst í því hversu unglingamir nota oft e- pillu og önnur ólögleg vímuefni í stað áfengis þegar þeir eru að skemmta sér. E-pilluvandinn birt- ist okkur nú aðallega á tvo vegu: í fyrsta lagi er efnið eitt af mörg- um vímuefnum sem ungir vímuefna- neytendur nota á leið sinni til alvar- legrar vímuefnafíknar. Meðal vímuefnafíkla eykur neyslan hættu á líkamlegum og geðrænum fylgikvill- um og gerir ástandið flóknara og hættulegra. í öðru lagi birtist neyslan sem svo almenn tilraunaneysla á skemmtun- um ungs fólks að telja verður hana hluta af unglingamenningu eða ómenningu Vesturlanda. Þó að neysla e-pillu sé ólöglegt athæfi má segja að vaxandi hópur unglinga á Vesturlöndum telji þessa neyslu eðli- lega. Vímuefni Með tilkomu e-pillu á vímuefnamarkaðinn hér, segir Þórarinn Tyrfíngsson, hefur heilsufar vímuefnafikla versnað. Nýjabrum er enn á efninu og það er mjög í tísku og viðhorf almenn- ings og fræðimanna markast af því. Neytendurnir trúa ýmsum goðsögn- um um efnið eins og að það sé hættu- lítið og saklaust vímuefni. Aðrir mála skrattann á vegginn. Það mun þó ekki líða á löngu þar til fólk sér þetta vímuefni eins og það er, einfalt efni sem hefur ákveðin eituráhrif um leið og það hefur vímuáhrif. Hætturnar eru því tvíþættar: Annars vegar er eitrunin sem orð- ið getur af efninu bæði bráð og langvinn og hins vegar er hætta á að efnið valdi fíkn eða verði hluti af blandaðri fíkniefnaneyslu. Vímuefnaneytendur munu eflaust skipa efninu í flokk með LSD en aðr- ir munu telja efnið heldur varasam- ara en svo. Hvað sem þessu líður er þetta efni komið til að vera á vímu- Þórarinn Tyrfingsson Elnstakllngar som hafn notaO E-plllu og komu á SjúkrahúslA Vog 1996 - 2000 i; a D D D 21/jítóOOD úórénnn ryrfingason o efnamarkaði hins vestræna heims og hefur þegar valdið miklum usla. Með tilkomu e-pUlu á vímuefna- markaðinn hér hefur heilsufar vímu- efnafíkla versnað og aukið hættu- ástand skapast hjá tilraunaneytend- um ólöglegra vímuefna. I fyrsta lagi hefur hætta á skyndi- dauða og alvarlegum eitrunum af völdum vímuefna aukist. f öðru lagi getur efnið valdið sturl- un hjá heilbrigðum einstaklingum og auk þess hrint af stað alvarlegum geðsjúkdómi hjá einstaklingum sem hafa geðveilu fyiir. í þriðja lagi getur efnið valdið skyndilegu og svæsnu þunglyndi í neyslunni og rétt eftir hana og svipar að þessu leyti bæði til LSD og amf- etamíns. Þetta getur verið mjög hættulegt þegar ungir og hömlulitlir neytendur eiga í hlut og stuðlað að sjálfsvígum. í fjórða lagi þykir sannað að efnið getur valdið heilaskemmdum við til- tölulega litla notkun. Skemmdirnar koma þá fram sem persónuleika- breytingar sem einkennast af varan- legu óöryggi, þunglyndi eða kvíða. Menn hafa einnig sýnt fram á vits- munaskerðingu sem kemur fram sem truflun á minni og einbeitingu. Vísindamenn hafa líka haft af því vaxandi áhyggjur að nýjar rann- sóknir á amfetamíni og skyldum efn- um - og þá um leið ecstasy - virðast benda til þess að slík efni valdi meiri heilaskemmdum við langvarandi notkun en talið var áður. Höfundur er forstöðulæknir sjúkrastofnana SÁÁ. Um hvað ert þú að tala, Jón? KATLA, samband sunnlenskra karla- kóra, hélt tónleika í Laugardalshöll laug- ardaginn 11. nóvem- ber. Jón Ásgeirsson segir býsna ítarlega frá mótinu í Morgun- blaðinu 14. nóvember. Jón er virt tónskáld og hefur m.a. samið og útsett margt gott fyrir kóra. Þess vegna er eðlilegt að menn taki mark á því sem hann segir um kór- söng. Ýmislegt af því Höskuldur sem hann segir í um- Þráinsson sögn sinni um mótið er líka skarplega athugað og at- hyglisvert, þótt menn hljóti alltaf að greina á um mat á einstökum atriðum. En ég rak þó augun í eitt atriði sem ég botnaði ekkert í. Eg var fyrst að hugsa um að hringja í Jón og spyrja hann út í þetta, svona upp á gamlan kunningsskap, en svo fannst mér réttara að gefa honum færi á að skýra þetta hér í blaðinu af því að þetta er atriði sem kemur fleirum við en mér. Einn af kórunum sem tóku þátt í þessu Kötluþingi var Karlakórinn Stefnir og hann flutti m.a. Píla- grímakórinn úr óperunni Tannhauser eftir Wagner. Um þennan flutning segir Jón [letur- breytingar frá HÞ]: „Utfærsla Stefnismanna á Pílagrímakórnum var bæði stytt og umrituð fyrir píanóið, nokkuð sem ekki á að eiga sér stað, því ef ekki er hægt að flytja verk í gerð höfundar á að láta það vera að misbjóða því á þann hátt, svo sem hér var gert við meistaraverk Wagners." Af þessu virðist mega ráða að það sé ósvinna að stytta verk af þessu tagi og umrita þau. Það er „nokkuð sem ekki á að eiga sér stað“. En ég átta mig samt ekki á þvi hvað Jón á við hér og ég held það sé mikil- vægt að hann skýri það betur. Karlakórar eru nefnilega oft gagn- rýndir fyrir metnaðarleysi, sbr. eftirfarandi ummæli annars gagn- rýnanda Morgun- blaðsins í umsögn um eina tónleika Stefnis: „Hitt er auðvitað merkilegra, að ís- lenzkur karlakór skuli yfirhöfuð sinna sí- gildri fagurtónmennt, meðan flestallir sams konar söngklúbbar þessa lands láta eins og ekkert sé til í henni veröld nema ísland ögrum skorið og Aftur kemur vor í dal.“ Vegna þessa er mikilvægt fyrir alla sem málið varðar að fá að vita hvað átt er við þegar fjallað er um tilraunir karlakóra til að sýna meiri metnað, t.d. með því að freista þess að flytja „meistaraverk Wagners". Þess vegna skuldar Jón Ásgeirs- son karlakóramönnum skýringar á þeim ummælum sem hér voru til- greind. Ég skal lýsa því nánar. í fyrsta lagi segir Jón að „út- færsla Stefnismanna" á Pílagríma- kórnum hafi verið „stytt". Eg veit ekki hvað hann á við með því. Ég á t.d. disk þar sem Norman Luboff- kórinn flytur Pílagrímakór Wagn- ers, Nýja sinfóníuhljómsveitin í London (New Symphony Orchestra of London) leikur með og Leopold Stokowski stjórnar öllu saman. Ég get ekki heyrt að þar sé sunginn einn einasti taktur sem Stefnir söng ekki. Nú veit ég reyndar ekki fyrir víst hvernig „gerð höfundar" var í þessu tilviki (og auðvitað væri gott ef Jón gæti útvegað okkur hana), en það er a.m.k. ljóst að sú gerð sem Stefnir flutti var ekki styttri en sú sem heimsfrægir listamenn hafa látið frá sér fara á diskum. Reyndar var útfærsla Stefnismanna í heild að- eins lengri en útfærsla Norman Luboffmanna því að Stefnisútgáf- an hófst á stuttu forspili á píanóið og í henni var líka stutt millispil sem ekki er í útfærslu Stokowskis og félaga. (Það var reyndar ekki heldur í útfærslu sem Stefnir hef- Gagnrýni Jón Ásgeirsson, segír Höskuldur Þráinsson, skuldar karlakóramönn- um skýringar á ummæl- um sínum. ur flutt áður, ef ég man rétt.) Kannski það sé þetta sem hefur farið í taugarnar á Jóni og honum hafi fundist að þar væri verið að misbjóða verkinu. Við skulum at- huga það aðeins nánar. Pílagrímakórinn er óperukór, eins og áður segir, og í óperuupp- færslum fylgir jafnan hljómsveit: arleikur en ekki píanóleikur með. í „útfærslu Stefnismanna" var aftur á móti leikið á píanó. Um þessa út- færslu segir Jón að hún hafi verið „umrituð fyrir píanóið" og á um- mælum hans er helst að skilja að þessi umritun hafi verið liður í því að „misbjóða" verkinu og gera það ólíkara „gerð höfundarins11. Þetta liggur þó ekki í augum uppi ef grein Jóns er lesin til enda. Síðar í umsögninni fjallar Jón nefnilega um flutning sameiginlega Kötlu- kórsins á fjórum verkum. Þar var leikið með á blásturshljóðfæri og píanó og í söngskrá stóð að Ólafur Gaukur Þórhallsson hefði séð um „útsetningu hljóðfæ_raleiks“. Jón segir hins vegar að Ólafur Gaukur hafi „umritað undirleikinn" og skýrir síðan muninn á umritun og útsetningu á þessa leið: „Umritun og útsetning er tvennt ólíkt, því út- setning getur verið frumgerð út- setjara hvað varðar hljómskipan og raddferli alls verksins. En þeg- ar kórraddsetningin er eins og frumgerðin og undirleikur frum- gerðarinnar er lagður til grund- vallar umritun fyrir önnur hljóð- færi en tónsmíðin er hugsuð fyrir, er ekki hægt að tala um útsetn- ingu, heldur aðeins umritun." Þetta virðist ljóst, en um leið verð- ur óljósara en áður á hvern hátt Stefnismenn voru að misbjóða meistaraverki Wagners með því að notast þar við umritun fýrir píanó. En málið er þó flóknara en þetta. Undir lok umsagnarinnar er Jón að fjalla um flutning sameigin- lega kórsins á lagi Karls O. Run- ólfssonar Svörtu skipin og segir að það sé „á köflum dramatísk tón- sm£ð en millispilin hjá Karli slíífc' lagið oft illa í sundur. Hér hefði „útsetjari“ getað bætt um...“ Og nú er ég farinn að missa þráðinn. I út- færslu Stefnis var verið að mis- bjóða verki Wagners með meintri styttingu en hér virðist gefið í skyn að útsetjari hefði jafnvel átt að stytta verk Karls með því að nema burt einhverja óheppilega millikafla, þótt Jón bæti því svo reyndar við að „varlega skuli farið með tónverk manna" að þessu leyti. Ég held sem sé að þeir sem voru á Kötluþingi, og aðrir sem kunna að hafa lesið umsögn Jóns Ásgeirs- sonar um sönginn þar, þurfi að fá betri skýringar á því á hvern hátt hann telur að Stefnismenn hafi þðr misboðið Pílagrímakór Wagners og hvernig sú skoðun samrýmist öðru sem hér hefur verið rakið. Þá geta allir lært eitthvað af þessu og reynt að gera betur næst. Annars ekki. Höfundur syngur í karlakómum Stefni og tók þátt í flutningi Pílagrímakórsins á nýafstöðnu Kötlumóti. skrefi framar oroblu@sokkar.is www.sokkar.is Haust-/vetrarlínan 2000-2001 jKynning í Ápótekinu Mosfellsbæ í dag frá kl. 14-18 20% afsláttur af öllum qrqbhj sokkabuxum. Tilboð gilda einnig í Apótekinu Hafnarfjarðarapóteki Mosfellsbæ Hafnarfjarðarapótek Þverholti 2, Mosfellsbæ Fjarðargötu 13-15, sími 565 5550

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.