Morgunblaðið - 24.11.2000, Qupperneq 58
. 58 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Samstaða o g gæði lykilorð
við markaðssetninguna
Samstaða og gæði virðast lykilorð þegar
framtíð markaðssetningar íslenska hestsins
á Bandaríkjamarkaði er rædd. Þessi orð
heyrðust oft á samráðsfundi Fagráðs í
hrossarækt sem haldinn var um síðustu
helgi. Ásdís Haraldsdóttir sat fundinn og
fylgdist með málefnalegum umræðum.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Myndin er tekin eftir sýningu á íslenska hestinum á stórri hestasýningu
í Bandaríkjunum, en eftir slíkar sýningar safnast jafnan mikill hópur
fólks í kringum hestana til að svala forvitninni og fá að snerta þá.
FRUMMÆLENDUR á fundinum
voru þau Helga Thoroddsen, Sigur-
björn Bárðarson og Ólafur Hafsteinn
Einarsson.
Sigurbjörn Bárðarson sagði að
markaðssetning á íslenska hestinum
í Bandan'kjunum hefði fram að þessu
gengið út á að hver ynni í sínu homi.
Með þessari aðferð hafl ekki náðst sá
árangur sem vonast var til. Pó muni
starf þessara aðila koma til góða við
áframhaldandi markaðssetningu.
Hann nefndi að til þess að markaðs-
setning í Bandaríkjunum geti orðið
markviss þurfi aukið fjármagn að
;oraa til sögunnar, einnig frá hinu
jpinbera. Hann minntist á að Sam-
bandið hafi á sínum tíma verið ómet-
anlegur bakhjarl við markaðssetn-
ingu á íslenska hestinum í Evrópu.
Nokkur gagnrýni kom fram á
styrkveitingar frá útflutnings- og
markaðsnefnd og sagði Sigurbjörn
að styrkir þaðan hafi verið of smáir
og þeim hafi verið veitt án teljandi
,tstefnu og hafi þeir vart dugað fyrir
ferðakostnaði viðkomandi. Hann
lagði til að fjármagninu yrði frekar
beint í færri, stærri og hnitmiðaðri
verkefni.
Markadssetning á
einu svæði í einu
Á fundinum kom sterklega fram sú
skoðun að beina ætti markaðssetn-
ingunni að einu ákveðnu svæði í einu
á þessum markaði og var New York-
fylki og nágrannafylki þess greini-
lega sá kostur sem flestir höfðu
áhuga á. Sigurbjöm sagði að kostim-
ir við þetta svæði væm þeir að flogið
er beint til New York vikulega með
hross, fólk á þessu svæði væri upp-
lýst um Island og þar byggi einnig
meira efnafólk en víða annars staðar.
Þótt svæðið væri þéttbýlt væri samt
sem áður nægt pláss til að halda
hross. Þama væri þegar kominn
nokkuð sterkur hópur áhugamanna
um íslenska hestinn og vegna þess
hve þéttbýlt svæðið er væri auðveld-
ara að ná til stærri hóps fólks.
Annað atriði nefndu framsögu-
mennimir að væri mikilvægt en það
er að koma upp þjónustumiðstöðum
til að fylgja markaðsátakinu eftir.
Sigurbjörn sagði að þar ættu að vera
fagmenn sem gætu aðstoðað fólk
bæði með reiðkennslu og upplýsing-
um. Þá væri mikilvægt að aðstoða við
að stofna hestaklúbba og félagasam-
tök og hvetja til að halda ýmsar upp-
ákomur svo sem mót og sýningar. Þó
taldi hann að þátttaka í stómm
hestasýningum hafi ekki alltaf skilað
nægilega miklu. Þær hrifu í augna-
blikinu, en oft ekki meira.
Að lokum benti hann á að Banda-
ríkjamenn væm lengur en Evrópu-
búar að gera upp hug sinn þegar þeir
hygðust kaupa hest, en væru ekki
eins bundnir hefðum í sambandi við
hestamennskuna. Á þennan markað
þyrfti að senda fjölbreytta hesta, allt
frá þægum, ganggóðum fjölskyldu-
hestum upp í góð kynbótahross. Gott
geðslag og fallegt útlit hrossanna
væri undirstaðan. Niðurstaðan væri
sú að til þess að markaðsstarf í
Bandaríkjunum skilaði sér þyrfti að
beina í það nægu fjármagni, beina
kröftum á minna svæði í einu, byggja
upp þjónustu við kaupendur, fá fram
hagræðingu og lækkun flutnings-
kostnaðar og fá fellda niður sóttkví.
Efnaðir kaupendur með
mikla tölvukunnáttu
Ólafur H. Einarsson var að mörgu
leyti sammála Sigurbimi. Hann
sagði að fyrirspurnum um hesta á
þennan markað fjölgaði greinilega.
Markaðurinn væri lítill en færi
stækkandi. Hann sagði að söluferlið
væri oft langt þar sem Bandaríkja-
menn gæfu sér góðan tíma til að
ákveða sig þegar kæmi að kaupum á
hestum. Hluti af þeim hrossum sem
Ólafur hefur selt á Evrópumarkað
eru hryssur sem eru áfram í umsjá
hans. Þær eru tamdar og sýndar hér
á landi og notaðar í hrossarækt. Nú
hafi einn viðskiptavinur frá Banda-
ríkjunum bæst í þann hóp. Ólafur
nefndi einnig að bandarískir kaup-
endur hrossanna væru oftast notend-
ur þeirra líka og væri ekki eins mikið
um að milliliðir keyptu hross til end-
ursölu eins og á Evrópumarkaði.
Eitt af þeim vandamálum sem
menn hafa rekið sig á í Bandaríkjun-
um er að karlmenn telja hestinn vera
of lítinn og efast um að hann geti bor-
ið fullorðinn karlmann. Þetta sé því í
þeirra augum oft á tíðum hestur sem
er fyrir konur og börn.
Ólafur telur möguleikana á Banda-
ríkjamarkaði mikla. Þar gangi nú yf-
ir „náttúrubylgja" en lögð hefur ver-
ið áhersla á að íslenski hesturinn sé
alinn upp við náttúrulegar aðstæður.
Kaupendur eru frekar efnaðir, komið
hefur í ljós að tölvunotkun þeirra er
mikil og benti Ólafur á að mikil sam-
skipti ættu sér stað í gegnum Netið
og það ættu íslenskir hrossabændur
og seljendur að hafa í huga.
Aðstæður í þessu stóra landi eru
mjög misjafnar eftir svæðum en Ól-
afur sagði að íslenski hesturinn virt-
ist aðlagast ótrúlega fljótt og vel.
Gæði fyrst og fremst
Framtíðina taldi Ólafur eins og
Sigurbjöm byggjast á því að tekin
verði fyrir ákveðin svæði í markaðs-
setningunni. Þó benti hann á að sinna
þyrfti persónulegum viðskiptasam-
böndum jafnframt. Hefja þyrfti al-
mennt kynningarstarf á þessu
ákveðna svæði og fylgja því eftir með
því að hafa framboð af hestum á
svæðinu og gæta þess að flytja ein-
ungis út hross sem henta markaðn-
um. Fólk þurfi að geta prófað hross.
Þá sé mikilvægt að taka þátt í hesta-
sýningum. íslendingar þurfi að vera
á svæðinu og miðla þekkingu sinni,
en samstarf við heimamenn sé mikil-
vægt. Fólk þurfi að fá kennslu og
hafa greiðan aðgang að þjónustu.
Ólafur taldi einnig mikilvægt að
hið opinbera komi að málinu til dæm-
is með því að semja um niðurfellingu
á sóttkví, veita fjármagni til rann-
sókna og menntunar fagfólks. Annað
fjármagn gæti hugsanlega. komið frá
Hestamiðstöð íslands og Átaksverk-
efni í hrossarækt.
Þá telur hann að kynna eigi ís-
lenska félagskerfið í hestamennsku
og íslenska hestamenningu, keppni,
reglur og dóma. Sameina þurfi krafta
og stofna fyrirtæki um útflutninginn
til þess að hann verði hagkvæmari.
Það sé dýrt að selja hross á þennan
markað og því þörf fyrir stórar og
sterkar einingar. Þjónustumiðstöðv-
ar þar sem fagfólk getur aðstoðað,
kennt og veitt upplýsingar, sé það
sem koma skal.
Lykillinn að markaðsstarfi í
Bandaríkjunum í framtíðinni sé því
framsækni og skipulagning. Þangað
fari vel tamin hross og hæft fólk sé til
staðar. Settar verði á fót öflugar ein-
ingar til að sjá um markaðssetningu
og veittur verði stuðningur til að
koma upp félagskerfi. En fyrst og
fremst þurfi að hafa gæði að leiðar-
ljósi.
Áhyggjur af bakgarðsræktun
Helga Thoroddsen tók nokkuð
annan pól í hæðina. Hún sagði að ís-
lenski hesturinn væri dýr og fólk sem
eignaðist slíkan hest í Bandaríkjun-
um þyrfti að vera nokkuð efnað.
Þetta taldi hún að útilokaði stóran
hóp áhugasamra sem engan veginn
hafi efni á að kaupa og halda íslensk-
an hest. Hún sagði að þetta muni ef-
laust leiða til þess að fólk reyni að
rækta eigin hesta og selja á lægra
verði en hesta sem koma frá Islandi.
Hún benti á hættuna á að þessi hross
verði ekki eins góð því margir freist-
ast eflaust til að nota hross sem lítt
eru fallin til kynbóta. Hætta er á að
slík hross yrðu alin upp í bakgörðum
sem gæludýr og því muni fylgja ýmis
vandamál. Það sé hinsvegar hags-
munamál fyrir íslenska hrossarækt-
endur og útflytjendur að hross sem
sjást séu eðlisgóð og vel tamin. Hún
sagði fulla ástæðu til að hafa áhyggj-
ur af slíkri þróun.
Helga benti á mikilvægi þess að
veita upplýsingar um íslenska hest-
inn. Hún lagði til að hverjum hesti
sem færi úr landi fylgdi handbók sem
innihéldi upplýsingar um sögu hests-
ins, ræktunarmarkmið, fóðrun og
hirðingu, járningar og hófhirðu, al-
menna meðhöndlun, gangtegundim-
ar, reiðmennsku og tamningar á ís-
lenskum hestum, nafna- og
heimilisfangaskrá. Hún taldi skort á
upplýsingum þegar vera mikið
vandamál hjá eigendum íslenskra
hesta í Bandaríkjunum.
Til að auka útflutning íslenskra
hesta til Bandaríkjanna sagði hún að
nauðsynlegt væri að ná til breiðari
hóps. Nefndi hún karlmenn á öllum
aldri, ungt fólk og börn og þjálfara og
tamningamenn annarra hestakynja.
Hún sagði að reiðmenn annarra
kynja væru mun fljótari að aðlagast.
Nauðsynlegt væri að sannfæra fólk
að íslenski hesturinn geti hentað öll-
um. Hún sagði að varast bæri að það
orð festist við íslenska hestinn að
hann væri fyrst og fremst hestur fyr-
ir „gamlar kerlingar", því þurfi að
sjást verulega spennandi og góðir
hestar á sýningum og í hestamið-
stöðvum.
Helga sagði að vilji íslendingar
kynna hestinn á nýjum markaði fyrir
nýjum hópum sé sterkasta markaðs-
setningin að væntanlegir kaupendur
og eigendur íslenskra hesta komi til
íslands og kynni sér af eigin raun
þær aðstæður sem hér ríkja við
hestahald. Góð leið væri að setja
saman stuttar náms- og skemmti-
ferðir til íslands og bjóða upp á vand-
aða og persónulega kynningu til að
opna augu fólks og kenna því að
skfija bakgrunn og aðstæður ís-
lenska hestisns.
ímyndin andstæð notkun
hestsins á Islandi
Að hennar áliti ber íslendingum
skylda til að rækta allan markaðinn
og veita þeim þjónustu sem eiga eða
hafa áhuga á að eignast íslenskan
hest, hvar sem þeir búa í Bandaríkj-
unum. Hún segir að ef hesturinn
verði markaðssettur einungis sem
hestur fyrir fræga, ríka og fína fólkið
sé verið að búa til ímynd sem er í
andstöðu við það hvernig hann er
notaður hér á landi, þ.e. af öllum,
stórum og smáum. Hún sagði að ís-
lenskir útflytjendur ættu að hjálpa til
við að stofna virk hagsmunasamtök
og geta þannig haft meiri áhrif á þró-
un mála í framtíðinni á þessum mark-
aði.
Margir aðrir tóku til máls á fund-
inum. Meðal annars benti Hulda G.
Geirsdóttir á að þegar verið væri að
tala um að Islendingar þyrftu að vera
til staðar á þessum markaði til að
kenna, temja, járna og aðstoða bæri
að hafa í huga að mjög erfitt væri að
fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Út
frá því spunnust umræður um að fá
bandaríska tamningamenn til að
koma hingað til lands og læra og
flytja út þekkinguna. Meðal annars
nefndi Hulda að einn frægasti hesta-
maður í Bandaiíkjunum, John
Lyons, hefði lýst yfir áhuga sínum á
að koma til íslands í þessum erinda-
gjörðum. Það þyrfti bara að bjóða
nokkrum slíkum mönnum hingað til
lands. Svanhildur Hall frá Hestamið-
stöðinni á Gauksmýri sagðist þar
með bjóða John Lyons til dvalar þar
kæmi hann til landsins.
Framleiða lítið fyrir mikið -
ekki mikið fyrir lítið
Athygli vakti erindi Baldvins Jóns-
sonar frá átaksverkefninu Áformi.
Áform hefur meðal annars hefur
staðið fyrir markaðssetningu land-
búnaðarafurða í Bandaríkjunum í
nafni hreinleika, hollustu og gæða.
Baldvin sagði Bandaríkjamarkað
erfiðan og þar væru jafnvel settar
reglugerðir sem gengju þvert gegn
gerðum samningum. Þetta hefðu
þeir mátt reyna sem gert hefðu
samninga um sölu á lambakjóti á
þessum markaði.
Hann sagðist halda að mikilvægast
væri fyrir þá sem ætluðu sér á þenn-
an markað að standa saman. Islensk-
ir hestaútflytjendur ættu að taka
höndum saman með öðrum útflytj-
endum landbúnaðarafurða og taka
þátt í að stofna útflutningsmiðstöð
landbúnaðarins. Þá þótti honum það
góð hugmynd að setja á stofn hesta-
miðstöð í New York-fylki í samstarfi
við bandaríska aðila. íslenskir
hrossabændur og ríkið gætu verið
hluthafar í slíkri miðstöð. Þar ættu
að vera til góð hross á lager og bjóða
ætti upp á fræðslu- og þjónustudeild
og gistiaðstöðu fyrir þá sem sæktu
námskeið. Jafnvel væri boðið upp á
íslenskan mat. Þarna yrði þjálfunar-
stöð fyrir tamningamenn og þjálfara
og ferðaskrifstofa fyrir þá sem vildu
fara í hestaferðir til íslands eða
hestakaupaleiðangur. Fyrst og
fremst yrði slík miðstöð rekin með
viðskiptasjónarmið í huga og hægt
væri að hugsa sér þetta sem þróun-
arverkefni til nokkurra ára. Ef vel
gengi yrði hugað að því að setja á fót
samskonar miðstöð á öðru svæði og
unnið á grundvelli þeirrar reynslu
sem fengist hefði.
Baldvin sagði að ekki mætti hnika
frá því að tengja nafn íslenska hests-
ins við gæði. Um væri að ræða há-
gæðahest og stefnt væri að því að ná
hæsta mögulega verði. Þar sem
markaðurinn er griðarstór gætum
við aldrei fyllt hann og í því sambandi
sagðist hann engar áhyggjur hafa
þótt karlmenn vildu ekki íslenskan
hest. Konurnar í Bandaríkjunum
væru nógu margar. Hugsunin þyrfti
að breytast og verða sú að framleiða
lítið fyrir mikið en ekki mikið fyrir
lítið.
Spurt var á fundinum hvort rækt-
unarmarkmið íslenska hestsins sam-
ræmdist kröfum Bandaríkjamarkað-
ar um íslensk hross. Frummælendur
voru sammála um að svo væri. Hins
vegar benti Sigurbjörn á að tamn-
ingaaðferðir hér á landi hafi ekki ver-
ið nógu góðar. Enn mætti gera betur
á því sviði þó margt hafi batnað.
Ný bók um hestaferðir
REIÐLEIÐIR um ísland eftir Sig-
urjón Björnsson prófessor kemur út
hjá bókaútgáfunni Máli og mynd í
dag, föstudag.
Sigurjón Björnsson hefur stundað
hestaferðir lengi og í bókinni er
þessum ferðum lýst með ítarlegum
leiðarlýsingum, myndum og kortum.
Sigurjón sagði í samtali við Morgun-
blaðið að hann hafi á ferðum sínum
jafnan haldið dagbækur. Þegar hann
kom heim úr ferðunum skrifaði hann
síðan eftir þeim samfellda frásögn. Á
þessum frásögnum byggir hann bók-
ina. Hann sagðist hafa reynt að hafa
þær þannig að auðvelt væri að átta
sig á reiðleiðunum fyrir þá sem
hugsa sér að fara um sömu slóðir.
Hann sagði að þessar ferðasögur
væru auðvitað svolítið persónulegar
því sagt er frá stemmningunni meðal
manna og hesta í ferðahópnum en
einnig er náttúrunni lýst og rifjaðar
upp sögur tengdar þeim stöðum sem
riðið er um. I lok bókarinnar eru birt
viðtöl við fjóra ferðafélaga Sigur-
jóns, þá Marinó Sigurpálsson,
Guðbrand Kjartansson, Agnar Ól-
afsson og Jan Jansen.
Vandað er til útlits bókarinnar.
Hún er litprentuð og í henni eru um
300 ljósmyndir auk fjölda korta af
reiðleiðum.