Morgunblaðið - 24.11.2000, Page 59
-
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Þorkell
Reykjavíkurborg hefur tekið 1' notkun sorpbfl sem gengur fyrir metangasi. Tækið sem vinnur metangasið er
fyrir aftan hús bflsins. í sumar voru um 20 bflar sem ganga fyrir metangasi á götum borgarinnar.
Sorpbíll gengur fyrir metangasi
HREINSUNARDEILD Gatnamála-
stjdra, Sorpa og Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar gera um þess-
ar mundir tilraun með sorpbfl, sem
gengur fyrir metangasi, sem unnið
er úr sorphaugunum á Álfsnesi.
í sumar voru 20 minni fdlksbflar
og sendibflar, sem ganga fyrir
metangasi, á götum borgarinnar. í
frétt frá Vélamiðstöð Reykjavíkur-
borgar segir að tilraunin með
sorpbflinn sé þáttur í þeirri við-
leitni að auka enn notkun metan-
gass til vistvænni samgangna og
því bætt við að þess verði væntan-
lega ekki langt að bíða að keyptur
verði nýr sorpbfll til líeykjavíkur,
sem gengur fyrir hauggasi.
í fréttinni segir að tilraun þessi
sé fyrst og fremst ætluð til að
safna upplýsingum um rekstur
slíkra bfla við aðstæður í Reykja-
vík. Greinilegt sé að vistvænni um-
hverfísstefnu fylgi kostnaðarauki,
en borgaryfirvöld vilji undirbúa
vistvænni rekstur sorpbflanna tím-
anlega. Sorpbfllinn er frá Scania í
Svíþjdð og hefur Hekla hf. milli-
göngu um að lána bflinn til lands-
ins.
Evrópuráðstefna
samtaka foreldra
skólabarna í Evrópu
LANDSSAMTÖKIN HeimUi ogskóli
boða til ráðstefnu samtaka foreldra
skólabama í Evrópu, European Par-
ents Assoeiation (EPA), á Hótel Loft-
leiðum, 24.-26. nóvember. Á fundi
fulltrúaráðs EPA í Barcelona í maí sl.
var landssamtökunum Heimili og
skóla falið að halda ráðstefnu EPA í
Reykjavík, sem og ársþing, en þingið
er jafnan haldið í einni af menningar-
borgum Evrópu. Gert er ráð fyrir um
180 erlendum og innlendum þátttak-
endum á ráðstefnunni.
Ráðstefnan ber yfírskriftina
„Tungumál, lykill að samskiptum,
framlag foreldra". Þar fjalla innlendir
og erlendir sérfræðingar um mikil-
vægi tungumálakunnáttu og hve
nauðsynlegt það er að læra erlend
tungumál. Þar verður m.a. bent á hve
tungumálakunnátta getur víkkað
sjóndeildarhringinn og gefið ný tæki-
færi í nútímasamfélagi. Til að auka
skilning á heiminum þarf tungumál
og víðtæk tungumálakunnátta eykur
þekkingu og auðveldar landvinninga,
segir í fréttatilkynningu. Við setningu
ráðstefnunnar halda m.a. ræðu Bjöm
Bjamason menntamálaráðherra,
Dominique Bariller, forseti EPA, og
Olivier Branet, fulltrúi í fram-
kvæmdastjóm ESB.
Á ráðstefnunni verður Alcuin-við-
urkenningin veitt því verkefni í skóla-
starfi í Evrópu, sem þykir skara fram
úr fyrir nýbreytni og framsækni og
hvetur til aukinnar þátttöku og áhrifa
foreldra. Árlega berast tilnefningar
alls staðar að í Evrópu og fulltrúaráð
EPA velur fimm verkefni, sem sér-
SÖFNUNARFÉ Rauðrar fjaðrar
er Lionshreyfingin á íslandi safnaði
árið 1999 undir yfirskriftinni
„Leggjum öldruðum lið“ verður af-
hent á morgun.
Athöfnin fer fram í Norræna hús-
inu í Reykjavík og hefst kl. 11 f.h.
Verndari söfnunarinnar, forseti
Islands, Ólafur Ragnar Grímsson,
mun afhenda styrkina sem deilast
milli tuttugu og fimm aðila.
Átak síðasta árs var gert í félagi
við Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni, Landssamband eldri
borgara, Félag aðstandenda alz-
heimers-sjúkra, Félag öldrunar-
lækna og heilbrigðisráðuneytið.
Rauða fjöðrin á Norðurlöndum
stök alþjóðleg dómnefnd fjallar um og
velur sigurvegara.
Dómnefndina skipa frú Vigdís
Finnbogadóttir, fyrram forseti ís-
lands, formaður alþjóðaráðs UN-
ESCO um siðferði í vísindum og
tækni og sendiherra tungumála á
vegum UNESCO, Hilde Havelicek,
fyrrum menntamálaráðherra Austur-
ríkis og fulltrúi á Evrópuþinginu,
Patrick Hillery, fyrram forseti ír-
lands og fulltrúi á Evrópuþinginu, og
Britt Solheim, varaforseti EPA.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, for-
maður dómnefndar, afhendir Alcuin-
viðurkenninguna í Eldgjá, stöðvar-
húsi Hitaveitu Suðumesja, við athöfn
sem hefst kl. 19.15 á laugardag.
EPA hefur opinbera stöðu sem ráð-
gefandi aðili fyrir Evrópuráðið á sviði
skóla- og uppeldismála. EPA fundar
reglulega með framkvæmdastjóm
Evrópuráðsins, fulltrúum Evrópu-
þingsins, forsetum ráðherraráðs og
menntamálaráðherram Evrópu-
sambandsins. Auk þess starfa sam-
tökin í tengslum við UNESCO og
stofnanir OECD.
Meginmarkmið EPA er að hafa
áhrif á stefnu Evrópusambandsins í
mennta- og uppeldismálum og stuðla
með því að sem mestum gæðum
skólastarfs. Að beita áhrifum EPA til
þess að efla virka þátttöku evrópskra
foreldra í skólastarfi á öllum skóla-
stigum, styrkja samstarf heimila og
skóla með því að miðla hugmyndum
og dæmum um það besta sem gert er
og vera vettvangur skoðanaskipta og
samráðs evrópskra foreldra.
var samnorrænt verkefni að þessu
sinni, en þetta var í sjöunda sinn
sem landssöfnun undir merki
Rauðrar fjaðrar fór fram á Islandi.
Hápunktur sjöundu landssöfnun-
ar Lionshreyfingarinnar á íslandi
var í apríl 1999, segir í fréttatil-
kynningu landsnefndar Rauðu
fjaðrar-söfnunarinnar á íslandi.
Tuttugu prósent af söfnunarfénu
renna til samnorræna vísindasjóðs-
ins. Úthlutun úr þeim sjóði hefur
ekki farið fram enn, en vonir eru
bundnar við að vísindaverkefni á
íslandi njóti styrkja úr þeim sjóði.
Um sextán milljónum króna verður
úthlutað á laugardag hér innan-
lands.
Fyrirlestur um
lífshamingju
FYRIRLESTUR um lífshamingju
verður haldinn í sal 101 í Odda í Há-
skóla íslands laugardaginn 25. nóv-
ember kl. 14.15. 'Aðgangseyrir er
1.000 kr. og fyrirlesari Jóhann Breið-
ijörð. í fréttatilkynningu segir: „Þessi
fyrirlestur er ekki fyrir viðkvæmar
sálir þar sem fjallað verður um mál-
efni sem geta rist djúpt í hugann,
hjartað og sálina. Fyrirlesarinn mun
segja frá eigin reynslu af því að
drukkna og því sem hann skynjaði á
meðan Ukaminn var látinn. Það skal
tekið sérstaklega fram að umfjöllunin
er ekki trúarlegs eðlis heldur er ein-
ungis byggð á beinni skynjun og
reynslu.
Markmiðið með fyrirlestrinum er
að lýsa upp þetta dimma málefni og
sefa ótta fólks í þeirri von að það geti
horfst í augu við þá staðreynd að við
höfum öll takmarkaðan tíma. Þessi
vitneskja getur nefhilega verið okkar
mesti fjörgjafi og fyrsta skrefið í átt-
ina að lífshamingju.
í fyrirlestrinum verður einnig fjall-
að um mikilvægi þess að axla ábyrgð
á þeim ákvörðunum sem við tökum og
nauðsyn þess að losa okkur við sjálfs-
upphafningu og þær hugmyndir sem
við höfum um okkur sjálf.“
Verið 40 ára
SÆNGURFATAVERSLUNIN
Verið Njálsgötu 86, er 40 ára um
þessar mundir og býður af því tilefni
viðskiptavinum og velunnuram að
kíkja í verslunina laugardaginn 25.
nóvember milli kl. 10 og 17 þar sem
boðið verður upp á léttar veitingar.
Fyrirtækið hefur alltaf verið í eigu
kvenna og rekið saumastofu og
verslun, segir í fréttatilkynningu.
Stofnandi fyrirtækisins var Selma
Antóníusardóttir. Núverandi eig-
endur eru Erna Kristinsdóttir og El-
ín K. Kolbeins.
Gönguferð
SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um
náttúruvernd efna til léttrar göngu
laugardaginn 25. nóvember. Lagt
verður af stað kl. 11 frá strætis-
vagnaskýlinu í Mjódd.
LEIÐRÉTT
RANGHERMT er í Morgunblaðinu
í gær að Kiwanisklúbburinn Hraun-
borg í Hafnarfirði hafi gefið lög-
reglunni á Keflavíkurflugvelli fíkni-
efnahund. Hið rétta er að hundurinn
fer til embættis sýslumanninum á
Keflavíkurflugvelli. Þar mun hann
starfa með tollgæslunni á Keflavík-
urflugvelli en sýslumaðurinn er yfir-
maður tollgæslu og lögreglu á flug-
vellinum.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessum mistökum.
Söfnunarfé Rauðrar
fjaðrar afhent
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2000 59,
'Zíf&JSiíVÍSigFJtL
ínBua
fmmeamaví&i&mys
■
.......
—*
-■■'- - '■
I
■■ ■ í 1
HORPU
TILBOÐ ,
Gæða innimalninq ^
J
J
r
_ r
f
ÓdyTtl
Vönduð íslensk
innimálning á
einstöku tilboðsverði.
Yerð á 4 lítra dós
1.990 ki'
í verslunum HÖRPU veita reyndir
sérfræðingar þér góða þjónustu og
faglega ráðgjöf við val á hágæða
málningarvörum.
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI.
Sími 544 4411
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK.
Sími 568 7878
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK.
Sími 567 4400
HARPA MÁLNINGARVERSLUN,
DROPANUM, KEFLAVÍK.
Sími 421 4790
mÁLNINGARUERSLANIR