Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 1

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Aftur í sviðsljósið SLOBODAN Milosevic'raætir hér til þings félaga sinna í serbneska Sós- íalistaflokknum sem hittist í gær- morgun til að ræða ósigurinn í for- setakosningunum í september. Einnig átti að kjósa formann flokksins en þar var Milosevic einn um hituna og því leit út fyrir að hann yrði endurkjörinn. Brestir eru komnir í flokksaga Sósialistaflokksins og þó nokkrir meðlimir hans kenna Milosevic um ósigurinn í september. Milosevic þarf því að taka á honum stóra sín- um til að sameina flokknm fyrir þingkosningarnar í desember. -------------------- Spenna í Mið-Aust- urlöndum Jerúsalem, Nablus. AFP. ANDRÚMSLOFT á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu var þrungið spennu í gærdag, þrátt fyrir þann áfanga sem náðist á föstudag er Ehud Barak og Yasser Arafat rædd- ust við símleiðis og samþykktu sín á milli að taka á ný upp samstarf milli öryggissveita þjóðanna og að sam- starfsskrifstofur þeirra yrðu opnað- ar aftur. Palestínumenn sem létust í átök- unum á föstudag voru bornir til graf- ar í gær og tók á annan tug þúsunda Palestínumanna þátt í athöfnunum og hrópuðu þeir ókvæðisorð að leið- togum ísraela. Einnig kom til átaka á milli Palestínumanna og Israela og særðust nokkrir Palestínumenn í þeim. Arafat var í Jórdaníu í gær og ræddi þar við Abdullah II konung. Leiðtogarnir hugðust ræða versn- andi ástand á svæðum Palestínu- manna. Arafat heldur til Egypta- lands frá Jórdaníu og mun þar ræða við Hosni Mubarak forseta. GAGNRÝNISTEINGRÍMS VATN Á MYLLU ANDSTÆÐINGA BandanTdn skella skuldinni á ESB sem sagt er að hafí klofnað í afstöðu sinni Ekkert samkomulag á ráðstefnunni í Haag Haag. Morgunblaðið „PAÐ er staðreynd að við höfum ekki uppfyllt væntingar frá umheim- inum. En nú verðum við að ræða framhaldið því við getum ekki farið heim án þess,“ sagði Jan Pronk, um- hveríisráðherra Hollands, er hann ávarpaði lokafund loftslagsráðstefn- unnar í Haag en ekkert samkomulag náðist á ráðstefnunni. Mikil vonbrigði voru meðal þátt- takenda með niðurstöðu ráðstefn- unnar en lengi vel var vonast eftir já- kvæðum niðurstöðum. „Pronkreynir fram á síðustu stundu að ná sam- komulagi,“ sagði hin sænska Margot Wallström, sem fer með umhverfis- mál í framkvæmdanefnd Evrópu- sambandsins, ESB, um leið og hún þyrlaðist fram ganginn umkringd fréttamönnum og sjónvarpsvélum í ráðstefnumiðstöðinni í Haag í gær- morgun, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var á síðasta snúning. Jan Pronk forseti ráðstefn- unnar var þá á lokaspretti til að freista þess að ná samkomulagi, sem virtist þó svo ósennilegt að ýmsir ráðherrar tóku saman pjönkur sínar strax á laugardagsmorgun. Mörgum sögnm fer af atburðum I ráðstefnumiðstöðinni í Haag í gærmorgun fór mörgum sögum af því hvað hefði í raun gerst, en það eina sem var Ijóst var að samkomu- lag væri ólíklegt. „Það eru minni en meiri líkur á samkomulagi," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra í viðtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Og um hádegi sagðist hún vera orðin heldur svartsýnni. Heimildarmenn Morgunblaðsins í hópi norrænna embættismanna sögðu að þróunarlöndin hefðu hafnað samningi, sem Regnhlífahópurinn, hópur níu ríkja, þar á meðal Islands og Bandaríkjanna, og ESB hefði náð um nóttina. Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar skellti hins vegar skuldinni hikstalaust á ESB. Að sögn hans höfðu fulltrúar ESB, umhverfisráðherrar Þýskalands, Frakklands og Portúgal, hugsanlega fleiri og Bandaríkin náð samkomu- lagi um veigamikil atriði. Þetta hefðu ESB-fulltrúarnir síðan borið undir aðra ESB-ráðherra, sem hefðu ekki getað samþykkt það. „Það var komið Grænfriðungar mótmæla í Haag. samkomulag, sem ESB gat síðan ekki staðfest,“ sagði talsmaðurinn rétt fyrir hádegi í Haag. „Nú er stað- an sú að ESB vill ekki segja okkur hver afstaða þess sé,“ hnýtti hann aftan við athugasemdir sínar. Margir ráðherrar ESB vonsviknir Þó ESB túlkaði niðurstöðuna op- inberlega sem sigur, þar sem ráð- herrarnir hefðu staðið fast á mark- miði Kyoto-bókunarinnar héldu heimildarmenn Morgunblaðsins því fram að ESB hefði verið klofið og margir ráðherrar í þeim hópi hefðu verið mjög vonsviknir yfir skorti á samtakavilja landanna. Haft var eft- ir einum ESB-ráðherranna að svona gæti þetta ekki gengið lengur og þetta hefði verið þungbær reynsla. Umhverfisverndarsamtök höfðu uppi stór orð um hversu illa virtist ætla að takast til um dugandi um- hverfisátak. Arni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið að ábyrgð- in hvíldi á Bandaríkjunum, þjóðinni sem losaði mest af mengunarvald- andi lofttegundum á mann. Þau hefðu, ásamt Ástralíu, Japan og Kanada, sýnt eindæma þvergirð- ingshátt í að standa við fyrirheit Kyoto-bókunarinnar. Tekist á um mikla lækk- un herútgjalda AFP. SVISSLENDINGAR ákveða í þjóð- aratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag, hvort draga eigi stórlega úr útgjöld- um til hersins og hvort allir eigi að fá rétt á ellilífeyrisgreiðslum við 62 ára aldur. Lagt er til að útgjöldin til her- mála verði lækkuð úr fimm milljörð- um svissneskra franka, andvirði 250 milljarða króna, í 3,2 milljarða franka næstu tíu árin. Stjórnin er andvíg þessu og segir að hlutleysisstefna landsins sé dýr og tillagan sé „óþörf, óviðunandi og hættuleg". Samþykkí Svisslending- ar að setja ströng takmörk við út- gjöldum til hersins í stjómarskrána kann það að verða til þess að þeir geti ekki brugðist við nýjum hætt- um í öryggismálum, að sögn stjóm- arinnar. Andstæðingar tillögunnar benda í Sviss ennfremur á að varnarmálaráðu- neytið hafi dregið úr útgjöldum sín- um um níu milljarða franka, and- virði 450 milljarða króna, frá 1990. Stuðningsmenn tillögunnar segja hins vegar að hægt verði að nota féð sem sparast í ýmsar aðgerðir til að stuðla að afvopnun í heiminum, koma í veg fyrir stríð og greiða fyrir friðsamlegri lausn deilumála sem valda hættu á átökum. Aií' LÖGRCGLAN ------------ þjóðí skugga manndrápa vnxnpn/mnsmíí Á SUNNUOEQI pLGANDI BLEK IciU IIUI Fákafeni 9 Sími 568 2866 MORGUNBLAÐH) 26. NÓVEMBER 2000 5H690900 090000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.