Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 273. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Aftur í sviðsljósið SLOBODAN Milosevic'raætir hér til þings félaga sinna í serbneska Sós- íalistaflokknum sem hittist í gær- morgun til að ræða ósigurinn í for- setakosningunum í september. Einnig átti að kjósa formann flokksins en þar var Milosevic einn um hituna og því leit út fyrir að hann yrði endurkjörinn. Brestir eru komnir í flokksaga Sósialistaflokksins og þó nokkrir meðlimir hans kenna Milosevic um ósigurinn í september. Milosevic þarf því að taka á honum stóra sín- um til að sameina flokknm fyrir þingkosningarnar í desember. -------------------- Spenna í Mið-Aust- urlöndum Jerúsalem, Nablus. AFP. ANDRÚMSLOFT á Vesturbakkan- um og Gaza-svæðinu var þrungið spennu í gærdag, þrátt fyrir þann áfanga sem náðist á föstudag er Ehud Barak og Yasser Arafat rædd- ust við símleiðis og samþykktu sín á milli að taka á ný upp samstarf milli öryggissveita þjóðanna og að sam- starfsskrifstofur þeirra yrðu opnað- ar aftur. Palestínumenn sem létust í átök- unum á föstudag voru bornir til graf- ar í gær og tók á annan tug þúsunda Palestínumanna þátt í athöfnunum og hrópuðu þeir ókvæðisorð að leið- togum ísraela. Einnig kom til átaka á milli Palestínumanna og Israela og særðust nokkrir Palestínumenn í þeim. Arafat var í Jórdaníu í gær og ræddi þar við Abdullah II konung. Leiðtogarnir hugðust ræða versn- andi ástand á svæðum Palestínu- manna. Arafat heldur til Egypta- lands frá Jórdaníu og mun þar ræða við Hosni Mubarak forseta. GAGNRÝNISTEINGRÍMS VATN Á MYLLU ANDSTÆÐINGA BandanTdn skella skuldinni á ESB sem sagt er að hafí klofnað í afstöðu sinni Ekkert samkomulag á ráðstefnunni í Haag Haag. Morgunblaðið „PAÐ er staðreynd að við höfum ekki uppfyllt væntingar frá umheim- inum. En nú verðum við að ræða framhaldið því við getum ekki farið heim án þess,“ sagði Jan Pronk, um- hveríisráðherra Hollands, er hann ávarpaði lokafund loftslagsráðstefn- unnar í Haag en ekkert samkomulag náðist á ráðstefnunni. Mikil vonbrigði voru meðal þátt- takenda með niðurstöðu ráðstefn- unnar en lengi vel var vonast eftir já- kvæðum niðurstöðum. „Pronkreynir fram á síðustu stundu að ná sam- komulagi,“ sagði hin sænska Margot Wallström, sem fer með umhverfis- mál í framkvæmdanefnd Evrópu- sambandsins, ESB, um leið og hún þyrlaðist fram ganginn umkringd fréttamönnum og sjónvarpsvélum í ráðstefnumiðstöðinni í Haag í gær- morgun, þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var á síðasta snúning. Jan Pronk forseti ráðstefn- unnar var þá á lokaspretti til að freista þess að ná samkomulagi, sem virtist þó svo ósennilegt að ýmsir ráðherrar tóku saman pjönkur sínar strax á laugardagsmorgun. Mörgum sögnm fer af atburðum I ráðstefnumiðstöðinni í Haag í gærmorgun fór mörgum sögum af því hvað hefði í raun gerst, en það eina sem var Ijóst var að samkomu- lag væri ólíklegt. „Það eru minni en meiri líkur á samkomulagi," sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra í viðtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Og um hádegi sagðist hún vera orðin heldur svartsýnni. Heimildarmenn Morgunblaðsins í hópi norrænna embættismanna sögðu að þróunarlöndin hefðu hafnað samningi, sem Regnhlífahópurinn, hópur níu ríkja, þar á meðal Islands og Bandaríkjanna, og ESB hefði náð um nóttina. Talsmaður bandarísku sendinefndarinnar skellti hins vegar skuldinni hikstalaust á ESB. Að sögn hans höfðu fulltrúar ESB, umhverfisráðherrar Þýskalands, Frakklands og Portúgal, hugsanlega fleiri og Bandaríkin náð samkomu- lagi um veigamikil atriði. Þetta hefðu ESB-fulltrúarnir síðan borið undir aðra ESB-ráðherra, sem hefðu ekki getað samþykkt það. „Það var komið Grænfriðungar mótmæla í Haag. samkomulag, sem ESB gat síðan ekki staðfest,“ sagði talsmaðurinn rétt fyrir hádegi í Haag. „Nú er stað- an sú að ESB vill ekki segja okkur hver afstaða þess sé,“ hnýtti hann aftan við athugasemdir sínar. Margir ráðherrar ESB vonsviknir Þó ESB túlkaði niðurstöðuna op- inberlega sem sigur, þar sem ráð- herrarnir hefðu staðið fast á mark- miði Kyoto-bókunarinnar héldu heimildarmenn Morgunblaðsins því fram að ESB hefði verið klofið og margir ráðherrar í þeim hópi hefðu verið mjög vonsviknir yfir skorti á samtakavilja landanna. Haft var eft- ir einum ESB-ráðherranna að svona gæti þetta ekki gengið lengur og þetta hefði verið þungbær reynsla. Umhverfisverndarsamtök höfðu uppi stór orð um hversu illa virtist ætla að takast til um dugandi um- hverfisátak. Arni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtakanna sagði í samtali við Morgunblaðið að ábyrgð- in hvíldi á Bandaríkjunum, þjóðinni sem losaði mest af mengunarvald- andi lofttegundum á mann. Þau hefðu, ásamt Ástralíu, Japan og Kanada, sýnt eindæma þvergirð- ingshátt í að standa við fyrirheit Kyoto-bókunarinnar. Tekist á um mikla lækk- un herútgjalda AFP. SVISSLENDINGAR ákveða í þjóð- aratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag, hvort draga eigi stórlega úr útgjöld- um til hersins og hvort allir eigi að fá rétt á ellilífeyrisgreiðslum við 62 ára aldur. Lagt er til að útgjöldin til her- mála verði lækkuð úr fimm milljörð- um svissneskra franka, andvirði 250 milljarða króna, í 3,2 milljarða franka næstu tíu árin. Stjórnin er andvíg þessu og segir að hlutleysisstefna landsins sé dýr og tillagan sé „óþörf, óviðunandi og hættuleg". Samþykkí Svisslending- ar að setja ströng takmörk við út- gjöldum til hersins í stjómarskrána kann það að verða til þess að þeir geti ekki brugðist við nýjum hætt- um í öryggismálum, að sögn stjóm- arinnar. Andstæðingar tillögunnar benda í Sviss ennfremur á að varnarmálaráðu- neytið hafi dregið úr útgjöldum sín- um um níu milljarða franka, and- virði 450 milljarða króna, frá 1990. Stuðningsmenn tillögunnar segja hins vegar að hægt verði að nota féð sem sparast í ýmsar aðgerðir til að stuðla að afvopnun í heiminum, koma í veg fyrir stríð og greiða fyrir friðsamlegri lausn deilumála sem valda hættu á átökum. Aií' LÖGRCGLAN ------------ þjóðí skugga manndrápa vnxnpn/mnsmíí Á SUNNUOEQI pLGANDI BLEK IciU IIUI Fákafeni 9 Sími 568 2866 MORGUNBLAÐH) 26. NÓVEMBER 2000 5H690900 090000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.