Morgunblaðið - 26.11.2000, Side 5
■rsrntwn
Bækur sem
talað er um!
Uppgjör Steingríms
Steingrímur Hermannsson var forsætisráðherra nánast samfleytt frá 1983-1991 og
síðan seðlabankastjóri um nokkurra ára skeið. í bók þeirra Dags B. Eggertssonar,
Forsætisráðherranum, fjallar Steingrímur um þessi viðburðaríku ár; greinir frá
baktjaldamakki við stjórnarmyndanir, sögulegum stjórnarslitum, harðvítugum átökum
við andstæðinga og samherja og opnar lesendum dyr að heimi stjórnmálanna sem
hingað til hafa verið luktar.
„Mjög áhugaverð saga og gaman að lesa hana. Dagur gerir þetta mjög vel... Á eftir að vekja mikla
athygli og mikla umræðu." Kolbrún Bergþórsdóttir, ísland í bítid.
Dagur B. Eggertsson
Besta íslenska glæpasagan"
Roskinn maður finnst myrtur í kjallaraíbúð í Norðurmýri í Reykjavík. Þannig hefst ný
skáldsaga Arnalds Indriðasonar, Mýrín. Rannsóknarlögreglumennirnir Erlendur og Sigurður
Óli, sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Arnalds, standa ffammi fyrir óvenju flóknu verkefni
sem teygir anga sína inn í myrka fortíð en tengist nútímanum einnig á áþreifanlegan hátt.
„Áhugaverð og gripandi... Mýrin er saga sem kallar tesandann sjálfan til leiks. Hún vekur áhuga og heldur
honum föngnum." Skafti Þ. Halldórsson, Morgunblaóinu
„Besta íslenska gtæpasagan - Loksins trúverðug íslensk sakamálasaga. ***“
Kolbrún Bergþðrsdóttir, ísland í bítið
„[Amaldurj er á góðri teið með að verða fremsti gtæpasagnahöfundur Islendinga."
Katrín lakobsdóttir, DV
íslenskt forystufólk í nýju Ijósi
• Hvenær íhugaði Vigdís Finnbogadóttir að segja af sér forsetaembætti?
• Hverjir eru helstu ráðgjafar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur?
• Hvers vegna bauð Davíð Oddsson sig fram til flokksformanns gegn æskufélaga
sínum Þorsteini Pálssyni?
• Hvaða mistök gerði Hörður Sigurgestsson á forstjórastóli?
• Af hverju ákvað Kári Stefánsson að segja skilið við prófessorsstöðu við
Harvard-háskóla og stofna íslenska erfðagreiningu?
Hér ræða fimm þjóðkunnir forystumenn opinskátt um líf sitt og feril í meðvindi og
mótbyr. í lok bókarinnar fjallar höfundurinn, Ásdís Halla Bragadóttir, um listina að
vera leiðtogi og leitar meðal annars svara við spurningunum: Hvað þarf til að verða
leiðtogi? Hvernig nær leiðtoginn árangri?
Ásdís Halla Bragadóttir
Hrífandi ættarsaga
Guðrún Helgadóttir kemur lesendum skemmtilega á óvart með fyrstu skáldsögu sinni fyrir
fullorðna. Oddaflug er fjölskyldusaga um Katrínu Ketilsdóttur, dætur hennar fjórar og
einkasoninn sem hún missti ungan. Líf þessa fólks virðist í föstum skorðum en undir
lygnu yfirborði eru ýmis óuppgerð og sársaukafull mál. Oddaflug er litrík og hrífandi
frásögn um ást og söknuð, gleði og sorg, svik og vonbrigði.
Guðrún Helgadóttir
*
VAKA- HELGAFELL