Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.11.2000, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tekjur af Hvalfjarðar- göngum drógust saman TEKJUR Spalar ehf., eiganda og rekstraraðna Hvalfjarðargang- anna, drógust saman um 37 millj- ónir á síðasta rekstrarári þrátt fyr- ir 10,7% fjölgun á bílum sem fóru um göngin. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem haldinn var á Akranesi í fyrradag. Alls námu tekjur félagsins á rekstrarárinu, frá 1. október 1999 til 30. september 2000, 774 milljón- um króna. Hagnaður ársins var 25 milljónir króna en var 125 milljónir króna árið áður. Ástæðan er sögð vera verulega aukinn fjármagns- kostnaður, aukin verðbólga og gengisþróun. Alls fóru rúmlega 1,1 milljón ökutækja um göngin á síðasta rekstrarári. Yfir 94% þeirra voru venjulegir fjölskyldubílar og hlið- stæð ökutæki styttri en sex metrar að lengd. Meðalumferð var liðlega þrjú þúsund bílar á sólarhring en var 2.745 bílar á sólarhring á fyrra rekstrarári. Þetta er tvöfalt meiri umferð en ráð var fyrir gert í upp- hafi. Þegar göngin voru opnuð haustið 1998 var reiknað með að meðalumferð yrði 1.550 bílar á sól- arhring. Stjóm félagsins var endurkjör- in. Hana skipa Gísli Gíslason for- maður, Gylfi Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Ólafsson og Jón Þór Guðmundsson. skyndibitastaður til sölu 18 litra og 800 watta, nettur örbylgjuofn býðst nú á góðu verði. Fínn í upphitun, prýðilegur í samlokugerð, góður fyrir ýmsa smárétti og pottþéttur poppari. Staðsetning er mjög miðsvaeðis og opnunartími sveigjanlegur. Verði þér að góðu ©42.900 B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Máli gegn Allrahanda vísað frá Félagsdómi MÁLI Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis gegn rútufyrirtækinu Allra- handa hefur verið vísað frá Félags- dómi. Óskar Stefánsson, formaður félagsins, segir að félagið stefni að því að afla frekari gagna í málinu og leggja það aftur fyrir dóminn. „Astæðan fyrir því að Félagsdóm- ur vísaði málinu frá var sú að fram- kvæmdastjóri Allrahanda hélt því fram fyrir rétti að enginn bifreiða- stjóri hjá þeim, sem var í öðru stétt- arfélagi, hefði verið í akstri meðan á verkfalli Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis stóð. Við vorum ekki með gögn í höndunum sem sýndu fram á annað og þess vegna var málið látið niður falla,“ sagði Óskar. Óskar sagði að félagið væri nú að afla sér upplýsinga um þá bflstjóra sem félagið grunaði um að hafa ekið rútum meðan á verkfallinu stóð. Fé- lagið stefndi síðan að því að leggja málið að nýju fyrir Félagsdóm. Sleipnir er einnig með mál á hend- ur Reykjavíkurborg fyrir Félags- dómi, en það varðar lögmæti um- sókna 27 strætisvagnabílstjóra hjá SVR um inngöngu í Sleipni. Reykja- víkurborg krafðist þess að málinu yrði vísað frá, en Félagsdómur hafn- aði því. Úrskurður Félagsdóms um frávísunarkröfuna hefur nú verið kærður til Hæstaréttar. Hátíðarfundur um heimaþjónustu Nær 80% ánægð með þjónustuna Hátíðarfundur um heimaþjónustuna í Reykjavík verð- ur haldinn í Borgarleik- húsinu á morgun klukkan 16.00 til 18.00. „Þar verður fólk frætt um heimaþjón- ustuna og einnig verður rætt um breytingu á starf- semi hennar sem nú er að verða,“ sagði Lára Björns- dóttir félagsmálastjóri. „Einnig verða á fundin- um kynntar helstu niður- stöður úr nýrri notenda- könnun sem gerð var nýlega á þróunarsviði Fé- lagsþjónustunnar.11 -I hverju eru þessar breytingar á heimaþjón- ustunni fólgnar? „Fram til þess hefur hefur heimaþjónustuna verið tvískipt, annars vegar fyrir 67 ára og eldri og hins vegar fyrir yngra fólk sem er tímabundið veikt, fatlað eða þarf af öðrum or- sökum aðstoð við heimilishald. Núna verður sú breyting á að þessir hópar sameinast og munu starfa frá félags- og þjónustumið- stöðvum í hverfum borgarinnar." - Er heimaþjónustan sívaxandi starfsemi? „Já, það er óhætt að segja að heimaþjónustan verður æ mikil- vægari og fær sífellt ný og aukin viðfangsefni. Það hefur verið breytt um starfsaðferðir þannig að í hverju tilviki er metið hvers viðkomandi þarf með hvað aðstoð við heimilishald og persónulegan stuðning snertir. Stundum þarf minna að hjálpa við heimilisstörf- in en meiri félagslegan stuðning. Til dæmis hvað varðar þá ein- staklinga sem ekki hafa neitt fjöl- skyldu- eða vinanet í kringum sig.“ -Hvað margir njóta þjónustu ykkar? ,Á síðasta ári aðstoðuðu starfs- menn heimaþjónustunnar 3.300 heimili í borginni og flest til lengri tíma. Starfsmannafjöldi skipti hundruðum. Við reiknum t.d. með að á fundinn á morgun í Borgar- leikhúsinu komi yfir 300 manns.“ - Hvað verður á dagskrá fund- arins? „í fyrsta lagi mun ég fjalla um heimaþjónustu á tímamótum, not- endakönnunin verður kynnt og auk þess fáum við Bergþór Páls- son til að setja menningu og gleði í fundinn með söng sínum. Þá verða fimm heimaþjónustustarfsmenn sem starfað hafa yfir tuttugu ár heiðraðir. Eg mun einnig minnast þeirra í minna mæli sem starfað hafa hjá okkur í tíu ár eða lengur. Þetta eru tuttugu konur sem við þetta hafa starfað svona lengi. Þær hafa unnið við krefjandi að- stæður, farið á mjög mismunandi vinnustaðir og þurft að glíma við margvíslegar kringumstæður í sínu starfí. Það er of sjaldan nefnt að þetta starf gefur mikið þótt það sé ekki vel launað. Það á það skilið að vera hafið til meiri vegs og virð- ingar vegna þessa. Af því viljum stefna, m.a. með þess- um fundi.“ - Hvað getur þú sagt okkur um niðurstöður fyrrnefndrar könnun- ar? „Langflestir þeirra sem svöruðu voru kon- ur, enda eru fleiri al- draðir konur og þær líka duglegri að svara. Um 70% af þeim sem svöruðu búa einir. Rúmlega 79% svarenda eru mjög eða frekar ánægðir með heimaþjónustuna þegar á heildina er litið og þeir hinir sömu segja að heimaþjón- ustan standist þær væntingar sem ► Lára Bjömsdóttir fæddist 25. 1943 á Stöðvarfirði. Hún lauk stúdentsprófi 1963 frá Mennta- skólanum á Akureyri og prófi í félagsráðgjöf frá Kaupmanna- höfn 1968. MA-prófi í sömu grein lauk hún frá Bradford Univers- ity í Englandi 1986. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi, lengst af í málefnum fatlaðra. Hún hóf störf fyrst hjá Félags- þjónustunni í Reykjavík 1969 en er nú félagsmálasljóri frá 1994. Lára er gift Ingólfi Hjartarsyni hæstaréttarlögmanni og eiga þau þijú uppkomin börn. þeir höfðu til þeirra. Þegar við spurðum hvort fólk væri ánægt með hversu mikla þjónustu það fengi þá kom fram að margir vilja meiri þjónustu. Flestir af þeim vildu fá aukna aðstoð við þrif. Ein- hver hluti vildi líka fá meiri tíma til að tala við starfsmanneskju heimaþjónustu. En það er athygl- isvert að menn leggja mikla áherslu á samskipti við heima- þjónustustarfsmanninn, þeir sem taka fram að starfsmaðurinn tali við sig eru nær undantekningar- laust ánægðir með þjónustuna." - Ber þetta ekki vott um að fólk sé einmana? „Jú, ég þetta bendir til að þeir sem fá aðstoðina og búa einir þeir hafi þörf meiri mannleg sam- skipti. I þessu sambandi við ég hvetja fólk til þess að nýta sér vel öflugt félagsstarf sem byggt hefur verið upp í borginni á 13 félags- og þjónustumiðstöðvum í borginni. Þess ber að geta að frá og með áramótum verður þetta félags- starf opið öllum aldurshópum með það að leiðarljósi að: „Maður er manns gaman. Þennan möguleika ætti félagslynt fólk á öllum aldri að skoða.“ - Petta er greinilega margþætt - er brugðist við því hvað undir- búning snertir? „Um árabil hafa verið haldin námskeið fyrir starfsmenn í heimaþjónustu í samvinnu stétt- arfélags og Reykjavíkurborgar. Þessi námskeið hafa verið haldin í Náms- flokkunum og hafa bæði verið styrking í starfi og gefið heldur hærri laun. Nú er í far- vatninu ný námsleið fyrir starfsmenn, m.a. í heimaþjónustu, innan framhaldsskólakerfisins. Mennta- málaráðuneytið hefur fallist á til- lögu starfsgreinaráðs að setja á stofn sérstaka námsbraut félags- liða. Þetta er 4 anna 67 eininga nám og verið er að undirbúa nám- skrárgerð fyrir það. Við væntum mikils af þessu framtaki. Ný námsleið í farvatninu fyrir starfs- menn heima- þjónustu og fleiri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.