Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 18

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 18
18 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kvennakórinn Vox Feminae tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni 1 Páfagarði Páfablessun og silfurverðlaun ÍSLENSKI kvennakórinn Vox Fem- inae hlaut silfurverðlaun á alþjóð- legu kóramóti sem haldið var í Pófa- garði í liðinni viku. Sautján kórar kepptu í tveimur flokkum, A og B, og varð Vox Feminae í öðru sæti í A- flokki. Sungin var tónlist af trúarleg- um toga í Kirkju heilags Ignazios. „Þetta var ótrúleg lífsreynsla. Kórinn hefur aldrei sungið betur. Þegar úrslitin voru tilkynnt mátti líka heyra ískur í konunum eins og þær hefðu farið með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppni. Tár ílæddu,“ segir Margrét J. Pálmadóttir kór- stjóri. „Eg var líka ægilega stolt. Eini kvenkyns stjórnandinn í úrslit- unum.“ Vox Feminae flutti tvö verk í keppninni, Regina Coeli eftir da Pal- estrina, sem var skylda, og Beatus Vir eftir John Speight, en jafnframt var skilyrði að flytja nútímaverk úr heimahögum. Kóramir sautján sem sungu til úr- slita voru valdir úr miklum fjölda kóra. „Við fréttum af þessari keppni, sendum geislaplötu út og var boðið að koma,“ segir Margrét. Urslit voru gerð heyrinkunn að kvöldi miðvikudags. Var Vox Fem- inae beðinn að endurflytja bæði verk sín á hátíðartónleikum. Dagurinn byrjaði raunar ekki amalega. „Um morguninn sóttum við fyrirbænamessu páfa á Péturstorgi ásamt 40-50 þúsund manns. Það var ótrúlegt að upplifa hátíðleikann og þögnina. Ekki spillti heldur fyrir að páfi flutti í ávarpi sínu sérstaka kveðju til lúterska kvennakórsins Vox Feminae. Okkur krossbrá. Skýringin á þessu er sennilega sú að við sungum í Kristskirkju á dögun- um og kaþólski söfnuðurinn á íslandi bað fyrir okkur. Þeim hefur greini- lega tekist að láta Páfagarð vita um ferðir okkar. Þetta var ógleymanleg stund. Dagurinn hófst sem sagt á páfablessun og lauk með silfurverð- launum,“ segir Margrét. Sigurvegari í A-flokki varð ung- verskur kór en að sögn Margrétar voru allir kórarnir mjög góðir. Vox Feminae þenur raddböndin í Kirkju heilags Ignazios í Páfagarði. Sýningum lýkur Listasafn Islands YFIRLITSSÝNINGU Listasafns íslands á verkum frumherjans Þórarins B. Þor- lákssonar og sýningu á nýjum verkum Sigurðar Guðmun- dssonar lýkur sunnudaginn 26. nóvember. Leiðsögn verður um sýning- ar Listasafnsins undir hand- leiðslu Rakelar Pétursdóttur á sunnudaginn kl. 15. Opið alla vikudaga, nema mánudaga kl. 11-17. Gallerí i8 SÝNINGU á verkum finnska listamannsins Jyrki Parantain- en í i8 lýkur sunnudaginn 26. nóvember. Sýningin er jafnframt síð- asta sýningin sem verður á veg- um i8 í Ingólfsstræti 8 en gal- leríið flytur í nýtt húsnæði að Klapparstíg 33 snemma á næsta ári. I desember verður innsetn- ing eftir Sigurð Guðmundsson sem hægt verður að skoða frá götunni. En galleríið verður að öðru leyti lokað í desember og jan- úar. Tónleikar Kórs Háteigskirkju „Tvö hæfílega stór kórverk“ Dópaðir draumaprinsar „Helsti galli Óskabarnanna eru glompur í framvindunni þar sem öslað er áfram án þess að hlutimir séu nægilega útskýrðir," segi í dómnum. KÓR Háteigskirkju flytur Messu í G-dúr eftir Franz Schubert og Gloriu eftir Antonio Vivaldi á tón- leikum í kirkjunni í kvöld ásamt einsöngvurum og kammersveit. Stjórnandi er dr. Douglas Brotchie. Tónleikarnir eru umfangsmesta verkefni sem kórinn hefur ráðist í um allnokkurt skeið. Frá því að Douglas Brotchie tók við starfi org- anista og kórstjóra við kirkjuna fyrir tæplega hálfu öðru ári hefur hann unnið markvisst að því að stækka kórinn, sem nú telur 24 fé- laga. Kórinn var of lítill „Kórinn var lítill þegar ég kom hingað - of lítill - þannig að stærsta verkefnið hjá mér hefur verið að byggja hann upp, efla og stækka,“ segir Douglas. I takt við þá eflingu hefur kórinn smátt og smátt verið að ráðast í verkefni sem krefjast stærri kórs en áður. „Á aðventukvöldi í kirkjunni í fyrra fluttum við nokkrar mótettur frá endurreisnartímanum og á föstunni fluttum við kantötu eftir Buxte- hude,“ segir hann. Síðan þá hefur kórinn enn eflst og er nú reiðu- búinn að takast á við „tvö hæfilega stór kórverk" eins og hann orðar það; Messu í G-dúr eftir Schubert og Gloriu eftir Vivaldi. Douglas segir kórinn vera á réttri leið en kveðst helst vilja hafa hann aðeins stærri. Ekki síst með það fyrir augum að geta skipt hon- um í þrjá hópa til messusöngs en ekki einungis tvo eins og nú er. „Kórinn er fyrst og fremst kirkju- kór og hlutverk hans er að syngja við messur. Til þess að álagið verði ekki allt of mikið væri gott að geta skipt honum upp í þrjá hópa sem geta skipst á að syngja við mess- umar,“ segir hann. Flytjendur á tónleikunum ásamt kórnum eru fimm einsöngvarar og kammersveit skipuð hljóðfæraleik- urum úr Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Konsertmeistari er Zbigniew Dubik og sjálfur grípur Douglas í semballeik auk þess að halda um tónsprotann. Einsöngvararnir eru Erla B. Einarsdóttir sópran, Gréta Jónsdóttir mezzósópran, Hrönn Hafliðadóttir alt, Sigurður Haukur Gíslason bassi og Skarphéðinn Þ. Hjartarson tenór og koma þau öll úr röðum kórfélaga, nema sá síð- astnefndi. Douglas Brotchie hefur verið organisti Háteigskirkju frá því um mitt sumar 1999. Áður var hann í mörg ár annar organisti Krists- kirkju, og eitt ár organisti Hall- grímskirkju í leyfi Harðar Áskels- sonar kantors. Hann hefur haldið einleikstónleika á orgel hér og er- lendis. Schubert var kornungur þegar hann skrifaði G-dúr-messuna, ekki nema 18 ára, en alls samdi hann einar sex eða sjö messur. „Hann samdi þessa messu á sex dögum, minnir mig að standi í nótnahand- ritinu, en það er talið að verkið hafi verið pantað fyrir kirkju í útjaðri Vínarborgar,“ segir Douglas og bætir við að messan sé sannarlega mjög merkileg tónsmíð frá svo ungu tónskáldi. „Þetta er Schubert þegar hann var ungur og lýrískur. Mér finnst ég heyra í þessu verki enduróm af Mozart, í tveimur hæg- um köflum messunnar," segir hann. Léttleikinn einkennandi fyrir Gloriu Gloria mun vera vinsælasta kirkjuverk Vivaldis, klerksins frá Feneyjum sem var á sínum tíma þekktur sem „rauði presturinn" sökum háralitar síns. Verkið skrif- aði hann fyrir stúlknakór og -hljómsveit munaðarleysingjaskól- ans Ospedele della Pietá í Feneyj- um þar sem hann var þá tónlistar- kennari. „Einkennandi fyrir þetta verk er léttleikinn og glæsilegur kontrapunktur í lokakaflanum. Kórfólk hefur mikla ánægju af að syngja þetta verk, það er krefjandi en gefur góða tilfinningu og útrás,“ segir Douglas. Á aðventukvöldi í kirkjunni 17. desember nk. verða fluttir nokkrir kaflar úr Gloriu. Það segir Douglas við hæfi, því á aðventukvöldi Há- teigskirkju síðasta sunnudag í að- ventu hefur ávallt verið til siðs að minnast og fagna vígsluafmæli kirkjunnar. „Þá á vel við að syngja Gloria,“ segir hann. Tónleikarnir í Háteigskirkju í kvöld hefjast kl. 20.30 og er að- gangur ókeypis. KVIKMYJVDIR Háskólabfó. Laugarásbfó ÓSKABÖRN ÞJÓÐARINNAR 'k'kV.2 Leikstjóri og handritshöfundur Jó- hann Sigmarsson. Tónskáld Jóhann Jóhannsson. Kvikmyndatökustjóri Guðmundur Bjartmarsson. Leik- mynd Haukur Karlsson, Daniel Newton, Ómar Stefánsson. Brellur Eggert Ketilsson. Búningar Hildur Rósa Konráðsdóttir. Klipping Sig- valdi Kárason. Hljóðhönnun Ingvar Lundberg Karlsson. Hljóðupptökur Iluldar Freyr Arnarson. Förðun Soffía Pálsdóttir. Aðalleikendur Óttarr Proppé, Grímur Hjartarson, Ragnheiður Axel, Davíð Þór Jóns- son, Jón Sæmundur, Þröstur Leó Gunnarsson, Árni Tryggvason, o.fl. Islensk. Islenska kvikmyndasam- steypan. Árgerð 2000. LÁNLAUSIR, forheimskir minni- pokamenn eru í tísku um þessar mundir í afþreyingarbókmenntum og kvikmyndum. Þeir eru komnir gal- vaskir hingað uppá klakann í nýju myndinni hans Jóhanns Sigmarsson- ar (Jonna), sem heitir því gráglettna nafni, Óskaböm þjóðarinnar. I nafn- inu er tónninn gefinn. Þokkalegir draumaprinsar það, Simmi (Óttarr Proppé) og félagar. Ótýndir smákrimmar og óreglupés- ar, sem tæpast geta lagt saman einn við tvo svo engu skakki, en telja sig vitaskuld færa í flestan sjó. Eina glóran í Simma, sem í upphafi mynd- ar er varpað á dyr af kærustunni, at- burðurinn vekur hann til umhugsun- ar um að Mklega sé hann ekki á beinu brautinni í lífinu, í átt til frægðar og frama. Þessi láglífissöfnuður hefur í sig og á með eitursölu en tekst að klúðra þeirri fjáröflunarleið sem öðru. Er þeir komast óvænt yfir fé, skal hún ráða, hin frjálsa samkeppni og göfugt einkaframtakið. Haldið til eiturefnabirgja Evrópu í Amster- dam, þar sem skúrkagengið kaupir drápsklyfjar af dópi. Því er ekki lagið að gera áætlanir, jafnvel einfóldustu skammtímaplön eru því ofviða. Því fer sem fer. Það er fyrst til að taka að Jonni hefur gaman af því sem hann er að gera. Það smitar útfrá sér þó myndin hafi kostað hann blóð, svita og tár í einhver ár. Óskabörnin er stórt skref framávið fyrir Jonna, í samanburði við Eina stóra fjölskyldu, næstu mynd hans á undan sem leikstjóri/ handritshöfundur. Hann er greini- lega þrautseigur og tekst að ljúka við verkefnin. Sem er talsvert afrek, útaf fyrir sig. Þar með er ekki sagt að Óskabörnin sé á nokkurn hátt stór- virki, enda ekki lagt upp með það. Hún hefur sína galla og kosti líka. Skyggnist inní undirheima borgar- innar og gerir það sjálfsagt á talsvert raunsannan og kaldhæðnislegan hátt. Þeir menn sem kallaðir eru „góðkunningjar lögreglunnar", eru vafalaust margir af þessu sauðahúsi; seinheppnir, skaðbrenndir brenni- vínsmenn og eiturætur, fyrir margt löngu búnir að gefa öllu sem heitir borgaralegt lífemi langt nef og lifa fyrri næsta glas, pillu, sprautu, hvað sem er til að þrauka af næstu nótt, næsta dag. Allt eru þetta ungir menn, enn með nokkra, ógæfulega bjartsýni í farangrinum og helteknir gálga- húmor sjálfseyðandi kæruleysis. Hópurinn virkar, alltént á köflum, furðu sannfærandi á tjaldinu. Helsti galli Óskabamanna era glompur í framvindunni þar sem öslað er áfram án þess að hlutimir séu nægilega út- skýrðir. T.d. reisa austur á Litla- Hraun og peningamál era rýr í roð- inu. Þó ekki sé ætlunin að myndin sé tekin háalvarlega, koma losaralegir endar og göt í veg fyrir sæmilega sterka heildarmynd. Stíllinn er hrár en myndin virkar líka brokkgeng. Leikhópurinn breiðir skemmtilega yfir vankantana, fram kemur í mynd- inni vel lukkuð blanda af sviðsvönum mönnum og óvönum. Tónlistarmað- urinn og söngvarinn Óttarr Proppé kemst nokkuð vel frá aðalhlutverki manns sem er ekki alveg klár á í hvom fótinn hann á að stíga. Davíð Þór, Grímur Hjartarson, Jón Sæ- mundur, Þröstur Leó, o.fl., allir era þeir borabrattir í meinfyndnum rall- um sínum sem láglífismenn. Kunnum andlitum úr þjóðlífinu bregður fyrir í smáhlutverkunm og krydda tilver- una. Hinsvegar era kvenpersónumar eiginlega til þess eins að níðast á þeim og niðurlægja og ná ekki í gegn. Höfundurinn tók sér mun betri tíma í að gera Óskabörnina en næstu mynd á undan. Hafði einnig íýmri fjárráð - þó myndin sé gerð fyrir smáura. Það leynir sér ekki, Jonni er á réttri leið, enn vantar þó herslu- muninn. Hinsvegar hefur maður öðl- ast trú á honum sem kvikmyndagerð- armanni sem forvitnilegt verður að fylgjast með í framtíðinni. Það er aldrei að vita hvað kemur uppúr garðinum hans Jóhanns Sigmars- sonar. Sæbjörn Valdimarsson y<M-2000 Sunnudagur 26. nóvember SJÓNVARPIÐ OG RÁS 1 ,,Þá veröur líklega farin afmér feimni. “ Rödd konunnar í landslaginu. Reykjavík er þema tilraunar til aö lýsa því hvernig konan nær máli í Reykjavík og rödd hennar hljómar og mótar borgina á þeirri öid sem núer aö líöa. Um eraö ræöa 40 mínútna leikna heimildarmynd sem frumflutt veröur samtímis í Ríkissjónvarpinu ogáRás 1. Myndin fjallarum tvær konur og baráttu konunnar í Reykja- vík á fyrri hluta 20. aldar viö aö ná máli og vopnum sínum. Konurnar sem sagt er frá eru Málfríöur Einars- dóttirogElka Björnsdóttir. María Kristjánsdóttir er leikstjóri verksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.