Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 30

Morgunblaðið - 26.11.2000, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/AIVINNUlÍF Á SUNNUDEGI Björn Hróarsson er fæddur 11. nóvember árið 1962. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi og útskrifaðist sem jarðfræðingur frá Háskóla ísland árið 1986. Hann stundaði síðar framhaldsnám í hellafræði við Háskóla Islands og að námi loknu var Björn ráðinn sem ritsljóri Ferðahandbókar- innar Land og hefúr síðan unnið að útgáfumálum. Sambýlis- kona Björns og jafnframt meðeigandi er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og eiga þau þrjú börn. Aðalheiður er fædd 4. mars árið 1964. Hún er stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1984, stundaði nám við í Lýðháskóla í Noregi í einn vetur og lauk námi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1990. Veturinn 1996-97 stundaði hún nám í markaðs- og útflutningsfræðum við Háskóla Islands og síðan í vefsmíðum og forritun. eftir Kristínu Gunnarsdóttur UTGÁFUFYRIRTÆKIÐ Pjaxi ehf. var stofnað fyrir fjórum árum og eru eigendur þess þau Björn Hróarsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, og Aðalheiður E. Ásmundsdóttir. Fyrirtækið býð- ur alhliða útgáfustarfsemi og sagði Björn að útgáfa á vefnum væri umfangsmikil en fyrirtækið rekur fjölmiðilinn Randburg á vefnum auk margvíslegrar útgáfuþjónustu. Að sögn Björns bjóða á annað þús- und fyrirtæki vörur sínar og þjón- ustu hjá Randburg. „Pjaxi er alhliða útgáfufyrirtæki í hvers kyns útgáfustarfsemi og margmiðlun þótt útgáfustarfsemin á vefnum sé talsvert umfangsmik- il,“ sagði Björn. „Við framleiðum prentgripi, sjáum um vefsíðugerð og sérstaklega markaðssetningu á þeim auk þess sem við erum með þýðingarþjónustu á flest tungumál jarðar. Állir okkar þýðendur hafa viðkomandi tungumál sem móður- mál og búa í viðkomandi landi en það er mjög mikilvægt að okkar mati. Þar höfum við sérstöðu og notum eðlilega Netið til allra sam- skipta. Við bjóðum einnig prentun en við erum með mjög hagstæða samninga við erlendar prentsmiðj- ur sem bjóða mun hagstæðara verð miðað við það sem hér tíðk- ast.“ Að sögn Björns er aðalverkefni Pjaxa ehf. að reka Randburg eða randburg.com, sem er alþjóðlegur fjölmiðill með sér- staka áherslu á að kynna ísland og það sem íslenskt er í útlöndum. „Við höfum algera sérstöðu. Við markaðssetjum okkur eingöngu er- lendis,“ sagði hann. „Randburg er dæmigerður upplýsingavefur. Við bjóðum hefðbundnar kynningar: og pöntunarsíður fyrir fyrirtæki. í raun er Randburg staður, þar sem allir geta komið sér á framfæri á þann hátt sem þeir vilja og á því tungumáli sem þeir óska t.d. þýsku og frönsku svo dæmi séu tekin. Við sjáum síðan um markaðssetning- una. í Randburg er rekin verslun- armiðstöð sem eingöngu selur ís- lenskar vörur til útlanda. Þar er lykilatriðið alþjóðleg markaðssetn- ing og við markaðsetjum hvern sem er og komum honum á fram- færi erlendis." Um 7.000 gestir daglega Randburg verður fjögurra ára í janúar nk. og sagði Björn að um- ferð inn á Randburg hefði aukist jafnt og þétt frá stofnun. Um 7.000 gestir frá um 120 þjóðlöndum fara þar um á hverjum degi og skoða um 35 þús. vefsíður. „Randburg er hringtorg upplýs- inga eða einhvers konar Kringla. Þú kemur inn og ferð í margar verslanir,“ sagði hann. „Við höfum verið að kynna okkur hér heima með áherslu á markaðssetningu um allan heim, fyrir netverslanir, kynningarsíður og pöntunarsíður. Við markaðssetjum hvern og einn á um 20 stöðum innan fjölmiðilsins til að ná til þessara 7.000 sem þar eru á hverjum degi og á um 2.000 stöðum úti á Netinu til þess að menn finnist bæði hratt og vel þegar leitað er að því sem tengist þeirra starfsemi. Þessar heimsókn- ir hljóta að gera Randburg að ein- um víðlesnasta fjölmiðli í eigu ís- lendinga enda ólíklegt að margir aðrir íslenskir fjölmiðlar séu lesnir í yfir 120 þjóðlöndum daglega." Björn sagði að líta mætti á Randburg sem stað á vefnum, sem tæki að sér að markaðssetja þá sem kæmu þangað inn og ætti staðurinn í raun töluvert sameigin- legt með Kringlunni, Morgunblað- inu og Borgarbókasafninu. Boðið væri upp á auglýsinga- og kynn- ingarsíður og hægt væri að leita upplýsinga rétt eins og á bókasafni auk þess sem hægt væri að kaupa þjónustu og vörur ýmissa fyrir- tækja. „Enn er það svo að mikill meirihluti þeirra sem eru að leita á vefnum eru að leita á stóru leitar- vélunum," sagði hann. „Við höfum lagt áherslu á að markaðssetja hvern einasta aðila sem hjá okkur er á þeim stöðum þar sem fólk er að leita.“ Að koma sér á framfæri Björn sagði að frá því Randburg var stofnuð fyrir fjórum árum hafi sífellt fleiri lesið sér þar til um ís- land. Undir lok ársinsl997 skoðuðu um 50 þúsund einstaklingar sig um í Randburg í mánuði en gestirnir eru nú um 200 þúsund mánuði. „Þetta endurspeglar markaðssetn- inguna," sagði hann. „Það er mjög mikilvægt að kunna að koma sér á framfæri á þeim stöðum, þar sem fjöldinn er að leita. Við erum að reyna að markaðssetja á vefnum alla helstu leitarfrasana, sem að íslandi snúa og við erum að vinna með öllum helstu leitarvélunum við að markaðssetja hvern og einn. Markmiðið er að það skipti ekki máli hvar þú leitar eða að hverju um ísland þá kemur Randburg upp á skjáinn." Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Aðalheiður E. Ásmundsdóttir og Björn Hróarsson eigendur Útgáfufyrirtækisins Pjaxa ehf. en fyrirtækið rekur meðal annars fjölmiðilinn Randburg á vefhum. „í raun standa íslendingar mjög aftar- lega miðað við þær þjóðir sem sem ég hef kynnst. Hér er mjög lítil þekking á því hvernig á að markaðssetja sig á vefnum og menn hafa yfirleitt litið skit greint af hverju þeir eru þar eða hvort um arðbæra fjárfestingu er að ræða.“ Tenging við stærra svæði Sagði hann að fyrirtækin væru markaðssett á nokkrum Evrópu- málum öðrum en ensku og nefndi hann, sem dæmi að þegar kynn- ingasíður hefðu t.d. verið settar upp á itölsku og frönsku hefðu strax komið fram viðbrögð þaðan. „ísland er lítil eining og í ljós hef- ur komið að menn leita frekar að t.d. ullarvöru frá Skandinavíu held- ur en ullarvörum frá Islandi," sagði Björn. „Það þarf því að tengja landið við stærra svæði þegar það er markaðssett í Banda- ríkjunum. Við höfum séð að mjög margir bæði í Asíu og í Banda- ríkjunum leitar að Evrópu en síðan eru aðrir sem leita að Norður- Evrópu og enn aðrir að Scandin- avíu, sem reyndar er mest notaða leitarorðið í Bandaríkjunum. Við ákváðum að einskorða okkur ekki við ísland en reyna þess í stað að fá þá í heimsókn, sem væru að hugsa um að fara til Evrópu og benda þeim á ísland sem mögu- leika hvort sem væri til ferðalaga eða fjárfestinga. Við ákváðum því að setja upp fjölmiðil, sem kynnir Island og nágrannalöndin, Græn- land, Færeyjar, Noreg, Svíþjóð, Finnland og Danmörk auk Lett- tímaritum og mér finnst við alltaf vera að flytja inn fyrirlesara sér- staklega frá Bandaríkjunum sem eru að flytja okkur allt að sex mánaða gamlar fréttir. Þessu er síðan slegið upp í fjölmiðlum og hamrað á því hvað ísland geti en menn gleyma því hvað nettenging- in við landið er léleg. Þetta hefur að vísu batnað á síðustu mánuðum en miðlari Randburg er í Banda- ríkjunum." Forskot í markaðssetningu Björn sagði að framtíðar mark- mið Randburg væri veruleg sölu- aukning á íslenskum vörum er- lendis. „Við vitum að við höfum forskot í markaðssetningu á vefn- um og að það verður erfiðara og erfiðara að ná til kaupendanna," sagði hann. „Við höfum náð ákveð- inni sérstöðu og það verður erfitt að ná okkur. Framtíðarsýnin er að auka mjög vöruúrvalið í Randburg-verslunar- miðstöðinni, selja mun meira af ís- lenskum vörum til útlanda og skapa enn meiri gjaldeyristekjur heldur en við gerum í dag með kynningu á íslandi sem ferða- mannalandi."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.