Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 34

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 34
34 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ORAUNHÆFAR AÆTLANIR RÍKISINS UM LYFJAÚTGJÖLD ÍSLENDINGAR nota Utíð af lyfj- um og minnst lyfja af Norðurlanda- þjóðunum. Þrátt fyrir það eru stöð- ugt fréttir í fjölmiðlum um hvernig lækka beri lyfjakostnað ríkisins tU að hann standist fjárlög. Er það að- >. allega gert með því að auka hlutdeild almennings í lyfjakostnaði. Tími er kominn til að Alþingi hækki áætlanir sínar á lyfjaútgjöldum í fjárlögum því þær hafa verið óraunhæfar og aldrei staðist mörg undanfarin ár. Þar fyrir utan er stöðug aukning á hlutdeild almennings í lyfjakostnaði þjóðhagslega óhagkvæm, hún minnkar þjóðarframleiðslu og eykur annan kostnað vegna heilbrigðis- þjónustu, eins og nánar verður bent á hér á eftir. Lyfjakostnaður ríkisins íslendingar notuðu lyf fyrir um 9,2 milljarða króna með virðisauka- skatti á sl. ári, þar af greiddi: • Almenningur um 3,5 milljarða, • Tryggingastofnun ríkisins um 4,7 milljarða og • sjúkrahúsin um milljarð. Af þessum 9,2 milljörðum króna er 1,8 milljarðar virðisaukaskattur, þannig að lyfjakostnaður lands- manna án virðisaukaskatts var 7,4 milljarðar króna á sl. ári, þar af greiddi: • Almenningur um 3,5 milljarða og • ríkið um 3,9 milljarða (Trygginga- stofnun ríkisins og sjúkrahúsin að frádregnum virðisaukaskattin- um). Raunverulegur lyfjakostnaður ríkisins var því einungis um 3,9 millj- arðar króna á sl. ári og almennings um 3,5 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að áætlaður kostnaður ríkisins á næsta ári vegna sjúkrahúsa er 29,9 millj- arðar króna, vegna heilbrigðisstofn- ana 5,9 milljarðar, vegna heilsu- gæslustofnana 3,2 milljarðar, vegna annarra sjúkrastofnana 8,3 milijarð- ar og vegna lækniskostnaðar utan sjúkrastofnana og heilsugæslustofn- ana 2,5 milljarðar króna. Útgjöld heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins eru áætluð 78,9 milljarðar króna á næsta ári og heildarútgjöld r ríkisins eru áætluð 210 milljarðar. Lítill lyfjakostnaður Eins og sjá má af framangreindu er lyfjakostnaður landsmanna lítill miðað við önnur útgjöld heilbrigðis- þjónustunnar. Lyfjakostnaður landsmanna er reyndar ótrúlega lít- ill þegar haft er í huga að: • 40 þúsund manns taka hjarta- og æðasjúkdómalyf daglega vegna hjartabilunar, háþrýstings, hjartaangar o.fl., • 7 þúsund manns taka blóðfitu- lækkandi lyf daglega til að fyrir- byggja hjarta- og æðasjúkdóma, • 15 þúsund konur taka getnaðar- vamarpillur reglulega, • 14 þúsund konur nota hormón vegna tíðahvarfa reglulega, • 12 þúsund manns taka bólgueyð- andi lyf við gigt og eftir slys o.fl. daglega, • þrjú þúsund manns nota bark- stera við ýmsum bandvefs- og gigtsjúkdómum o.fl. daglega, • 5 þúsund manns nota sýkingalyf daglega að meðaltali, • 8 þúsund manns taka verkjalyf við höfuðverk o.fl. daglega, • fjögur þúsund manns nota sterk verkjalyf við krabbameini o.fl. daglega, • tvö þúsund manns taka flogaveiki- lyf daglega, • 6 þúsund manns taka róandi lyf daglega, • 14 þúsund manns taka svefnlyf daglega, • 16 þúsund manns taka geðdeyfð- arlyf við þunglyndi, kvíða, fælni o.fl. daglega, • tvö þúsund manns taka sefandi lyf við geðklofa o.fl. daglega, • 8 þúsund manns taka sársjúk- dómslyf við maga- og skeifu- gamarsárum og bólgu í vélinda vegna bakflæðis o.fl. daglega, • þijú þúsund manns nota lyf við sykursýki daglega, • 5 þúsund manns taka lyf við vanstarfsemi skjaldkirtils dag- lega, • þrjú þúsund manns nota lyf til að hætta reykingum að jafnaði, • 11 þúsund manns nota astmalyf daglega, • 5 þúsund manns nota neflyf við nefstíflu o.fl. daglega, • 5 þúsund manns nota ofnæmislyf að meðaltali, • tvö þúsund manns nota glákulyf daglega - svo algengustu lyfin séu nefnd. Eftir þessa upptalningu þykir ef- laust einhverjum margir nota lyf, en maðurinn er víst ekki fullkominn. Hafa ber í huga að lyfjanotkun er lít- il hér á landi miðað við önnur lönd. Lyf eru það sjálfsagður þáttur í daglega lífinu að sennilega átta sig ekki allir á því að án þeirra myndu þúsundir landsmanna deyja og tug- þúsundir manna verða óstarfhæfar á skömm- um tíma. Þrátt fyrir þann gífurlega hag sem er af notkun lyfja er stanslaus áróður gegn notkun lyfja, og það oft frá heilbrigðis- yfirvöldum, sem þó síst skyldu gera það. Lyfjakostnaður eykst ár frá ári, aðal- Iega vegna þess að ís- lendingum fjölgar ár frá ári, fólk lifir lengur en áður og lífsgæði aukast ár frá ári vegna tilkomu nýrra lyfja. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er oftast eða aldrei gert ráð fyrir aukningu lyfjaútgjalda í fjárlögum, reyndar er oftast gert ráð fyrir niðurskurði rík- Hætta er á, segir Haukur Ingason, að með vanhugsuðum lyfjasparnaði sé verið að spara eyrinn en kasta krónunni. isins á lyfjaútgjöldum. Stjómmála- menn ætlast því til að almenningur greiði fyrir alla þá aukningu sem verður á lyfjakostnaði. Ábyrgð stjórnmálamanna Alþingismenn hafa sloppið ótrú- lega vel frá umræðu um þá ábyrgð sem þeir bera á stanslausri aukningu á hlutdeild almennings í lyfjakostn- aði. Allir bera þeir ábyrgð á gerð fjárlaga og bera því allir ábyrgð á aukningu á hlutdeild almennings í lyfjakostnaði, með því að gera ekki athugasemdir eða breytingatillögur við viðkomandi áætlanir á lyfjaút- gjöldum í fjárlögum. Lyfjakostnaður sjúkratrygginga var 4,7 milljarðar árið 1999, í fjárlög- um fyrir árið 2000 var aðeins gert ráð fyrir 3,9 milljörðum í lyfjakostn- að sjúkratrygginga, sem var auðvit- að algjörlega óraunhæf áætlun, kostnaðurinn stefnir þó í að verða einungis 4,6 milljarðar fyrir þetta ár, með aukinni hlutdeild almennings í lyfjakostnaði. I fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 4,6 milljörðum króna í lyfjakostnað sjúkratrygginga þrátt fyrir að búist væri við að kostnaðurinn yrði 4,9 milljarðar á þessu ári þegar fjárlögin voru gerð og þrátt fyrir að lyfjamarkaðurinn auk- íst um 10% á milli ára, þannig að enn á að auka hlutdeild almennings í lyfjakostnaði. Hvað vill al- menningrir? Lyfjamarkaðurinn vex um 10% á ári og mun gera það áfram því fólk vill fá ný lyf við sjúkdómum sem ekki hefur verið hægt að meðhöndla áður og betri lyf við þeim sjúkdómum sem nú er hægt að meðhöndla, auk þess sem þjóðinni fjölgar og fólk lifir lengur en áður. Tími er kominn til að alþingis- menn svari til um hvers vegna ekki er gert ráð fyrir aukningu lyfjaút- gjalda í fjárlögum, ætlast þeir til að almenningur beri þennan aukna kostnað eða ætlast þeir til að íslend- ingar fái ekki að njóta þeirra fram- fara sem hafa orðið og munu verða í lyfjaiðnaði? Hefur almenningur ein- hvern tímann verið spurður að því hvort hann vilji að ríkið spari í lyfja- útgjöldum? Fólk vill jú fá ný og betri lyf- Það er ákvörðun stjómmála- manna hversu mikinn hlut almenn- ingur á að bera í lyfjakostnaði, en hafa ber í huga að öllu má nú ofgera. Eftir því sem kostnaður almennings í lyfjakostnaði eykst sparar almenn- ingur þeim mun meira við sig lyfin sem aftur leiðir til fjölgunar veik- indadaga, minni þjóðarframleiðslu, fjölgunar heimsókna til lækna, auk- ins rannsóknakostnaðar vegna sjúk- dóma og fjölgunar innlagna á sjúkra- hús. í upphafi skyldi því endinn skoða. Athuga þarf hversu miklar álögur er hægt að leggja á almenning þannig að ríkið tapi ekki beinlínis á sparnað- inum, ef takmarkið er að almenning- ur taki eins mikinn þátt í lyfjakostn- aðinum og mögulegt er, eins og virðist vera stefna stjórnvalda. Lítil greiðsluþátttaka TR á lyfjum Óraunhæfar áætlanir á lyfjaút- gjöldum í fjárlögum undanfarinna ára hafa auðvitað aldrei staðist og er skuldinni þá venjulega skellt á heil- brigðisráðherra sem síðan kennir Tryggingastofnun ríkisins um hvernig komið er. Tryggingastofnun ríkisins bregst síðan við með því að auka hlutdeild almennings í lyfja- kostnaðinum. Bæði er það gert með því að taka ekki þátt í greiðslu á ákveðnum lyfjum, og með því að auka greiðsluhlutdeild almennings í þeim lyfjum sem Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða. Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í greiðslu lyfja í mörgum tilvikum og skal hér bent á tvö dæmi þar sem ríkið beinlínis tapar á spam- aðinum. Talið er að reykingar og offita séu þeir einstöku þættir sem mest áhrif er hægt að hafa á til að fyrirbyggja ótímabær dauðsföll, veikindi og notkun á h''ilbrigðisþjónustu. Um 55 þúsund manns reykja hér á landi að jafnaði og talið er að um 350 manns deyi árlega vegna afleiðinga reykinga úr krabbameini, lungna- þembu, kransæðastíflu, heilablæð- ingu o.fl. Til samanburðar má nefna að um 25 manns deyja árlega í um- ferðarslysum og um 40 manns vegna sjálfsvíga. Nokkur lyf eru hér á markaði til að hjálpa fólki til að hætta að reykja. Þótt ótrúlegt megi virðast tekur Tryggingastofnun rík- isins ekki þátt í greiðslu þessara lyfja. Aftur á móti tekur Trygginga- stofnun ríkisins þátt í kostnaðinum þegar í óefni er komið, t.d. vegna krabbameins, lungnasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma. Að ríkið skuli ekki taka þátt í lyfjakostnaði til að hjálpa fólki að hætta að reykja skýtur nokkuð skökku við, miðað við umræðuna um að leggja þurfi aukna áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í heUbrigðismálum. Benda má á í þessu sambandi að ef eitthvert lyf hefði álíka aukaverkanir og tóbak hefur, þá væri það umsvifalaust tek- ið af markaði! Um 25 þúsund manns þjást af of- fitu hér á landi og áætla má að um 180 manns deyi á ári vegna fylgi- kvilla offitu úr hjartaáfalli, heilablóð- falli o.fl. Mörg þúsund manns þjást auk þess daglega vegna afleiðinga offitunnar, t.d. vegna sykursýki, kæfisvefns, mæði, slitgigtar eða þvagsýrugigtar. Tryggingastofnun ríkisins tekur ekki þátt í greiðslu lyfja við offitu fyrr en viðkomandi er orðinn u.þ.b. 30 kg yfir kjörþyngd og er kominn með fylgikvilla offitunnar, t. d. sykursýki, mikla blóðfitu, kæfi- svefn, mæði, gallsteina, kransæða- sjúkdóm, háþrýsting eða slitgigt, þrátt fyrir að lyfjanefnd mæli með notkun lyfja hjá þessu fólki ef það er orðið u.þ.b. 10 kg yfir kjörþyngd og þrátt fyrir að Tryggingastofnun rík- isins taki þátt í greiðslu annarra lyfja við þessum fylgikvillum. Trygg- ingastofnun ríkisins tekur einnig þátt í greiðslu þessara lyfja ef við- komandi eru án fylgikvilla, en þá þurfa viðkomandi að vera orðnir a.m.k. 40 kg yfir kjörþyngd, þó svo að lyfjanefnd mæli með notkun lyfs- ins hjá þessu fólki ef það er orðið u. þ.b. 15 kg yfir kjörþyngd. Trygg- ingastofnun ríkisins tekur því ekki þátt í greiðslu lyfja við offitu fyrr en í óefni er komið, þó svo að hægt sé að grípa mun fyrr inn í vandamálið, og þrátt fyrir að mikið sé talað um að leggja þurfi aukna áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir í heilbrigðismál- um. Reykingar og offita eru stærstu vandamálin sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir á næstu árum og athyglisvert verður að sjá hvem- ig yfirvöld ætla að taka á þeim. Und- irritaður vonar þó að það verði gert með skynsamlegri hætti en gert er varðandi greiðsluþátttöku ríkisins á lyfjum við þessum vandamálum. Að spara eyrinn en kasta krónunni Það hefur verið einkenni á lyfja- markaðinum hér á landi að íslend- ingar hafa verið fljótir að tileinka sér nýjungar og nýta sér þannig þær framfarir sem orðið hafa í lyfjaiðnað- inum. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa, Islendingar eru meðal langlífustu þjóða í heimi. íslendingai- nota einnig lítið af lyfjum miðað við aðrar þjóðir, því eftir því sem notuð eru betri lyf þarf að nota minna af þeim. Þennan árangur má trúlega þakka að hluta til því að kostnaður almenn- ings við lyf og heilbrigðisþjónustu hefur verið tiltölulega lítill hér á landi miðað við mörg önnur lönd. Sí- felldur niðurskurður yfirvalda á hlutdeild sinni í kostnaði vegna lyfja kann þó að breyta þessu, því auknar álögur á almenning í lyfjakostnaði leiða til verri lyfjameðferðar en vera þyrfti og ónógrar lyfjameðferðar í mörgum tilvikum, sem aftur leiðir til verri meðhöndlunar á sjúkdómum en þyrfti að vera. Lyfjakostnaður er það lítill hluti af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna að fara þarf með mikilli gát í lyfja- sparnaði til þess að aukning á út- gjöldum vegna annarra þátta heil- brigðisþjónustunnar verði ekki mun meiri en sem sparnaðinum nemur. Hætta er á að með vanhugsuðum lyfjasparnaði sé verið að spara eyr- inn en kasta krónunni. Höfundur er lyfíafræðinjpir og nmrkadssíjóri Roche á Islandi. Karíus og Baktus fara ekki í jólafrí! TAHNVfRNDARRAú Foreldrar 09 börn athugið að tennurnar eru jafn- viðkvæmar í desember og aðra mánuði. Byrjum ekki daginn á neyslu súkkulaðis eða annarra sætinda - bað er slæmur siður á öllum árstímum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.