Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 37

Morgunblaðið - 26.11.2000, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 37 , tagi. Og svo kom það fyrir er halda átti basar að bílskúrinn hjá þeim var undirlagður líka. Lilja var svo ótrú- lega hugmyndarík kona. Ailtaf var hún tilbúin að leika hlutverk í Ieikriti og hjálpa til við að setja það á svið. Síðasta hlutverkið sem hún lék hjá okkur áður en hún veiktist var í litlu Gunnu og litla Jóni, hlutverkin voru óteljandi ásamt ýmsu gríni og glensi. Hún var afskaplega stolt af bömum sínum og barnabömum og sýndi hún þeim mikla umhyggju og kærleik. Mér er efst í huga á kveðjustund þakklæti fyiir samíylgdina í gegnum árin og allan lærdóminn sem af því leiddi. Ég kveð þig elsku Lilja með þessu ljóði Guðmundar Böðvarsson- ar. Á himni sínum hækkar sól. Umheiðbláloftogtær hún lýsir enn þitt land í náð ogljómasínumslær um hina mjúku, hljóðu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveðjuljóð svo litla gjöf aðlaunumfyrirallt Við biðjum algóðan guð að styrkja Palla, bömin, bamabömin og aðra ástvini á þessari erfiðu stund. Fyrir hönd Kvenfélagsins Fjall- konur. Jóhanna Gunnarsdóttir Mig langar í örfáum orðum að kveðja vinkonu mína, Lilju Torp leik- skólakennara. Minningarnar sem ég á um þá stórbrotnustu konu sem ég hef kynnst era margar. Ég kynntist Lilju þegar ég hóf vinnu hjá henni 1985, þá var hún for- stöðukona á skóladagheimilinu Hraunkoti. Við unnum saman þar til heimilinu var lokað 1997. Þvílík kona, hún var svo góð við okkur stelpurnar sem unnum hjá henni og bömin á heimilinu elskuðu hana. Hún var mikil listakona í höndun- um, saumaði, málaði og föndraði heilu listaverkin. Oft fóram við saman í ferðalög á Brúðubflnum sem við kölluðum stóra bflinn hennar og Páls eiginmanns hennar, þá var oft glatt á hjalla hjá okkur stelpunum fimm á Hraunkoti sem við kölluðum okkur gjaman, það voru Lilja, Bryndís, Svava, Sonja og Solla. Elsku Lilja, nú þegar þú ert horfin til annarra starfa og laus við þjáning- ar vil ég þakka þér fyrir hlýju, traust og góða vináttu í um fimmtán ára skeið. Eiginmanni Lilju, bömum, barna- bömum og öðram aðstandendum votta ég mína innilegustu samúð, megi Guð styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Ef Jesúaðþérsnýr Með ástarhóti Líttu þá hjartahýr Honum á móti. (12. sálmur, Hallgrímur Pétursson.) Sólveig. Lilja mín, þá er stríðið búið og því lauk ekki á þann veg sem við höfðum öll óskað. Ég veit ekki hvort þú gerðir þér nokkurn tíma grein fyrir þvi hvað þú hafðir mikil áhrif á mig og hvað þú gerðir mikið fyrir mig. Ég sagði þér það svosem aldrei beint en ég segi það þá núna. Þú varst frábær! Mig langaði til að spyrja þig um svo margt, og mig langaði til að segja þér frá svo mörgu en eftir að þú varðst veikari urðu tækifærin bara svo alltof fá. Ég sakna þín eiginlega á tvennan hátt einhverra hluta vegna. I fyrsta lagi er það þessi söknuður sem er lík- lega frekar hefðbundinn, mér finnst sorglegt að þú skulir hafa jiurft að yf- irgefa þetta líf svona löngu áður en þér og okkur öllum fannst það tíma- bært, en svo er það hin tegundin, hún er svona: Hvert á ég núna að fara þegar mig vantar leiðsögn? Hver á núna að gefa mér góð ráð? Þú varst svo ótrúlega mögnuð Lilja mín, eins og risastór rafstöð sem kveiktir ljós hvar sem þú komst. Batterí sem aldrei tæmdist, eins og gamall vitur indíánahöfðingi sem hafði svör við öll- um heimsins spurningum. Takk íyrir allt frá mér og mínu fólki. Ólafur Páll Gunnarsson Mig langar að minnast Lilju Torp vinkonu minnar með nokkram orð- um. Það var árið 1980 sem við Lilja og Palli kynntumst í gegnum sameigin- legan vin sem er líka horfinn yfir móðuna miklu. Við áttum margar góðar stundir í Skorradal og var þar mikið brallað. Eitt sinn vora Lilja og Palli hjá okkur í sumarbústaðnum um Jónsmessuna. Lilja skrapp á Hvítárbakka án þess að láta neinn vita og keypti iax. Um kvöldið sagði hún svo fólki sem sam- ankomið var við brennu í Skorradal að hún hefði veitt laxinn í Skorradals- vatni. Viti menn. Daginn eftir sáum við hóp af sumarhúsaeigendum úr Skorradalnum storma niður að vatni með veiðistangir í veiðihug. Við stóð- um við gluggann og hlógum mikið, enda hafði ekki fengist branda úr vatninu í mörg ár. Þarna var Lilju rétt lýst. Kímnigáfan var aldrei langt undan. í annað skipti vorum við saman í Skorradalnum í mikilli aftnælisveislu. I hópnum vora nokkrir ungir menn, þar á meðal sonur minn. Lflja dreif allan hópinn með sér í Hreppslaugina í sund. Sundlaugarvörðurinn spurði hvort þetta væra allt synir hennar og hún játti því galvösk og varð lífskraft- ur hennar og smitandi kátína til þess að allur hópurinn komst frítt om' laug- ina. Það var svo mikið líf og orka í þessari konu að hún átti engan sinn líka. Lilja var mikil handavinnukona og lék allt í höndum hennar. Hún var gömul sunddrotttning og mikill göngugarpur og elskaði að vera úti í náttúranni með Palla sínum. Enda vai' snjór varla farinn að bráðna þeg- ar þau Palli vora farin í ferðalög eitt- hvað út í buskann. Oft var haft á orði að Lilja og Palli væra mikið gift því þau vora miklir vinir og áttu sömu áhugamál. Hvort sem þau ferðuðust langar vegalengdir eða skrappu í hjólreiðatúr. Alltaf vora þau saman. Fyrir nokkram mánuðum sagði hún mér að hún væri búin að velja sér eig- inmann íyrir næsta líf. Það var auð- vitað Palli. Svona var Lilja dásamleg manneskja oggóð kona. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að þekkja Liiju og læra af henni. Það hafa verið forréttindi að fá að eiga hana að vinkonu. Elsku Palli, Kristján, Elísabet, Lóa og fjölskyldur. Ég votta ykkur innilega samúð mína. Minningin um góða konu lifir. Elsku Lilja. Hvíl í friði. Guð geymi þig- Guðmundína (Día). Þegar kveðja skal góðan vin verður oft tregt um mál. Fallega tungumálið okkar sem annars er svo ríkt verður allt í einu litlaust og fátæklegt. Leiðir okkar og Lilju lágu saman í gegnum sameiginlegan áhuga á and- legum málum. Strax á fyrstu önnum Sálarrannsóknarskólans myndaðist sá sterki kjai'ni sem hópurinn okkar er, hringurinn hennar Lilju. Hún var sterkur hlekkur í þeirri heild og átti ríkan þátt í því að halda hópnum sam- an. Bæði með geislandi persónutöfr- um sem örlæti hjartans. Örlæti r Biómabuðiiv > öai^ðskom . v/ iros:;\'o.js!<i 11*0 j Símh 554 0500 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta þeirra hjóna, Lilju og Páls, kynnt- umst við margítrekað þann tíma sem hringurinn okkar átti athvarf sitt á heimili þeirra. Það er tími sem við getum seint fullþakkað þeim. Lilja var stórbrotin kona. Ætíð til- búin að miðla öðram af þekkingu sinni og reynslu. Hún var rétt sem sólin. Hjartahlýja hennar og dillandi hlátur lýsti upp umhverfið og tendr- aði líf í öllu sem á vegi hennar varð. Arin okkar saman fengum við notið fágætra hæfileika hennar, umhyggju og yndislegrar sagnagáfu. Ófá eru þau ævintýrin sem hún gaf okkur hlutdeild í. Ævintýri sem áttu upptök sín í nánum tengslum hennar við landið og sýn hennar inn í hulda heima þess. Vatn, loft, steinar, blóm og litir vora henni auðveld upp- spretta slílcra ævintýra. Vissulega er skarð fyrir skildi að missa slíkan vin. Jafnvel þótt við höf- um lengi vitað að hverju dró þá er samt erfitt að kyngja því að horfinn sé hláturinn hennar, brosið og hlýjan. En við trúum því að líf sé handan jarðvistar og að leiðir okkar muni liggja saman aftur og yndislegu kynnin okkar endumýjuð. Þess vegna lgósum við að vísa kveðjuorð- um okkar beint til þín, Lilja: „Það vora forréttindi okkar að fá að kynnast þér og með fátæklegum orðum viljum við þakka þér þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt með þér. Við trúum því að sál þín gisti nú bjartari heima og þó við söknum birt- unnar sem alltaf stafaði frá þér þá vit- um við að enn geislar sú birta í öðram heimum. Ef til er leið fyrir það ljós inn til okkar heima þá munt þú í ör- læti sálar þinnar finna þá braut og hjörtu okkar allra munu snortin verða. Þakka þér fyrir þá stórkost- legu geisla sem þú stráðir inn í ver- öldina í gegnum líf þitt okkar á með- al.“ Við vermum okkur við ljúfar minn- ingar um kæran vin og sendum Páli hugheflar samúðarkveðjur. Elsku vinur, megi Guð vera þér og fjöl- skyldu þinni styrkur í missi ykkar. Félagamir í Hringnum. Elsku góða Lilja mín. Við hittumst fyrst fyrir 52 áram. Ég var 14 ára og þú 15. Mér þótti strax svo vænt um þig. Þú varst svo glæsileg stúlka og augu þín geisluðu af góðvild og feg- urð. Já þar með hófst ævflöng vinátta okkar, sem ég mun alla tíð þakka guði fyrir. Minningamar era svo óteljandi margar sem ég mun alla tíð varðveita í hjarta mínu. Ég man svo vel þegar þú hittir Palla þinn fyrst. Við sátum á tröppunum á Laugateigi, og þú sagð- ir mér að þú værir öragglega ástfang- in í fyrsta sinn, og fljótlega fékk ég að kynnast honum. Það tók mig ekki langan tíma að finna að þið tvö gátuð bundið böndin fast saman, enda gerð- uð þið það fljótlega. Og í gegnum ævi- brautina ykkar hefði ekkert getað slitið þessi bönd. Þið vorað alltaf eins og eitt, hvort sem það var í foreldra- hlutverkinu eða öðru, og það var svo gott að vera í ykkar návist. Það var mikið reiðarslag þegar ég frétti af sjúkdómi þínum, ég var þá að flytja heim eftir langa fjarvera, og er ég þakklát fyrir það að ég gat hitt þig oft, og kynnst hetjulegri baráttu OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSTRÁI-TI 4B • 101 REVKJAVIK j i Dtivið lugcr Olnfnr j Útfnrarstj. Útfnrarstj. Útfnrnrstj. LÍKKISTUVINNUSTOFA EWINDAR ARNASONAR 1899 þinni við þennan sjúkdóm sem við óttumst öll. Það var svo sárt að kveðja þig núna þegar ég fór, því þá vissi ég að þú yrðir farin þegar ég kæmi aftur heim en ég veit að við munum hittast aftur þegar þar að kemur. Þú varst sérstök og ógleym- anleg persóna, sem öllum þótti vænt um sem kynntust. Og ekki síst fjöl- skyldu minni. Ég mun aldrei gleyma þér elsku vinkona mín. Elsku Palli minn. Guð styrki þig og fjölskyldu þína á þessari sorgarstundu. Kveðja, Gerður Ólafsdóttir og fjölskylda. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LILJA E. A. TORP, sem andaðist fimmtudaginn 16. nóvember, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 27. nóvemberkl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags islands og líknardeild Landspítalans í Fossvogi. Páll Torp, Elísabet Torp, Erling Huldarsson, Kristján Torp, Daenthai Phalee og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, systir, tengdamóðir og amma, EYVÖR MARGRÉT HÓLMGEIRSDÓTTIR, Hlunnavogi 15, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðju- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Steingrímur Helgason, Unnur Heba Steingrímsdóttir,Hafþór Aðalsteinsson, Helga G. Steingrímsdóttir, Eiríkur Hauksson, Jón H. Steingrímsson, Soffía Hilmarsdóttir, Ingunn Steingrímsdóttir, Sveinbjörn Auðunsson, Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir, Lárus Guðgeirsson og barnabörn. + Þökkum innilega vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega INGÓLFS J. ÞÓRARINSSONAR, Hjallaseli 55, Reykjavík. Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki Seljahlíðar kærleiksríka umönnun og vináttu. Dóróthea Daníelsdóttir, Daníel R. Ingólfsson, Olga Ágústsdóttir, Bjarni Ingólfsson, Erna Agnarsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Örn Ingólfsson, Lovísa Jóhannsdóttir og fjölskyldur. + Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, ÁRNI JÓNSSON, Víðigrund 14, Sauðárkróki, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 19. nóvember. Útför hans verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. desember kl. 14.00. Sigríður Árnadóttir, Ásmundur Jónsson, Ragnheiður Kjærnested, Rannveig Jónsdóttir, Alois Raschhofer. + Okkar ástkæra, RAKEL GUÐLAUGSDÓTTIR, Helluhrauni 12, Mývatnssveit, sem lést 21. nóvember, verður jarðsungin frá Reykjahlíðarkirkju mið- vikudaginn 29. nóvember kl. 14.00. Rögnvaldur Egill Sigurðsson, Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Garðar Jónsson, Sigurður Rögnvaldsson, Elín Elísabet Magnúsdóttir, Sigurlaug Rögnvaldsdóttir, Sigurður Pálsson, Agla Rögnvaldsdóttir, Karl Emil Sveinsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.