Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 64
VlÐSKlf'TAHUCBÚNAÐUR
~~z*ÆBT <^x'
■ -ÓSTURIN
Einn heimur
-eitt dreifikerfi!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK,SÍMI 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3M0,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRLKA UPVANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Flutningaskipið Villach strandaði við Grundartangahöfn
MorgunDiaoio/itax
Flutningaskipið Villach strandaði 100 metra frá landi við Katanes í Hvalfirði og 500 metra frá Grundartangahöfn. Losa átti skipið á flóðinu í gær.
FLUTNINGASKIPIÐ Villach, sem er í eigu Nes-
skipa, tók niðri við Katanes í Hvalfírði um 500
metra frá Grundartangahöfn og 100 metra frá
landi þegar skipið var að leggjast að um níuleytið í
gærmorgun, um þremur tímum eftir morgunflóð-
ið. Skipið, sem er 7.500 tonn að stærð, er skráð á
Kýpur en hét áður ms. Akranes. Það var að koma
með kvarts fyrir Járnblendifélagið þegar það
strandaði. Tólf Pólverjar eru í áhöfn Villach og
sakaði engan þeirra. Þeir neituðu allri aðstoð og
stóð til að losa Villach á kvöldflóðinu á sjöunda
tímanum í gærkvöldi með aðstoð tveggja dráttar-
báta frá Akranesi og Reykjavík. Stíf norðanátt var
á strandstað en veður og sjólag að öðru leyti gott.
Allar varúðarráðstafanir voru gerðar sem vant er
þegar um skipstrand er að ræða. Að sögn Guð-
mundar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Nes-
skipa, urðu ekki teljandi skemmdir á skipinu nema
beygla á framanverðum skrokk þess. Guðmundur
sagði skipstjórann vanan þessari siglingaleið,
kannski of vanan, eins og hann orðaði það. Þegar
rætt var við Guðmund var hann kominn um borð
og sagði hann enga olíu leka frá skipinu og litla
hættu talda á slíku þar sem olíutankar eru í aftan-
verðu skipinu.
Samkvæmt upplýsingum hafnarstarfsmanna á
Grundartanga er afar óvenjulegt að skip taki niðri
á þessum stað, en skipstjórinn er talinn hafa farið
of norðarlega inn í höfnina og sveigt skipinu of
seint.
Sparkað í
lögreglu-
menn og
einn bitinn
RÁÐIST var að tveimur lög-
reglumönnum í Reykjavík í
fyrrinótt er þeir þurftu að hafa
afskipti af ölvuðu fólki.
Fyrra skiptið var við Geirs-
götu þegar lögreglumenn ætl-
uðu að koma manni til hjálpar,
sem tilkynnt hafði verið um
sem rænulausan í vegkant-
inum. Þegar einn lögreglu-
manna ætlaði að ýta við honum
réðst sá að honum með spörk-
um og látum. Þurfti lögreglu-
maðurinn að fara á slysadeild
til að láta gera að sárum á
hægri hendi. Hinn „rænulausi“
var handtekinn og látinn gista
fangageymslu lögreglunnar.
í seinna skiptið var lögreglu-
maður skallaður í andlitið og
bitinn af 14 ára gamalli stúlku
þegar hann ásamt starfsfélög-
um sínum ætlaði að leysa upp
samkomu unglinga í heimahúsi
í Breiðholti. Kvartað hafði verið
ítrekað undan hávaða frá ungl-
ingunum, samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglu. Foreldrar
unglinganna voru látnir vita af
hegðan bama sinna og flestir
komu og sóttu þau. Þetta er í
fjórða og fimmta sinn í mánuð-
inum sem ráðist er að lögreglu-
mönnum í skyldustörfum sín-
um hér á landi.
Tónleikar í leyfisleysi
Lögreglan þurfti einnig að
hafa afskipti af tónleikum á
Granda í fyrrinótt þar sem
fjöldi unglinga var saman kom-
inn í óþökk nágranna sem
kvörtuðu undan hávaða. I ljós
kom að leyfi hafði ekki fengist
fyrir tónleikunum og voru þeir
stöðvaðir án tafar.
Töluverður erill var hjá lög-
reglunni í Reykjavík í fyrrinótt
og voru 9 ökumenn teknir,
grunaðir um ölvun við akstur.
Rafveitur
fá ókeypis
aukaaflí
desember
LANDSVIRKJUN hefur
ákveðið að hækka yfirafl í des-
ember til þeirra rafveitna sem
eru í beinum viðskiptum við
fyrirtækið, þeim að kostnaðar-
lausu. Aukningin nemur 20%
og gefur veitunum möguleika á
að afhenda viðskiptavinum sín-
um meira rafmagn en ella.
í frétt frá Landsvirkjun
kemur fram að gripið sé til
þessara ráðstafana nú, þar sem
óvenju vel ári í vatnsbúskap og
nægt afl sé fyrir hendi í kerfi
fyrirtækisins.
Sumar rafveitur hafa mætt
hluta af aflþörf viðskiptavina
sinna að vetrarlagi með því að
keyra dísilvélar en rekstrar-
kostnaður þeirra hefur hækkað
vegna hærra olíuverðs. I ljósi
þessa segist Landsvirlyun
vilja, með ráðstöfunum sínum
nú, stuðla að aukinni nýtingu
innlendra orkugjafa og draga
um leið úr mengun.
Níu af hverjum tíu innbrot-
um vegna fíkniefnaneyslu
ÓMAR Smári Armannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn í Reykjavík seg-
ir að níu af hverjum tíu innbrotum
sem lögreglan í Reykjavík upplýsir
séu vegna fíkniefnaneyslu.
Innbrotsþjófar beri því a.m.k. við
að þeir séu að fjármagna fíkniefna-
neyslu þegar þeir eru spurðir um
ástæður fyrir innbrotunum. Tíðir
þjófnaðir á skjávörpum og fartölvum
benda til þess að hér á landi sé tals-
vert stór hópur fólks sem vill kaupa
þessar vörur stolnar. Þá er vitað til
þess að nokkrir skjávarpanna hafa
skotið upp kollinum erlendis. Skjá-
varpa má m.a. nota til að varpa
sjónvarpsefni og tölvuleikjum á
rf. On
Æ KM
L-l-n-a-n
ÆskulínufeóJf
r
Grundvöllur að góðrí framtið
Æskullnubók er verðtryggður 36 mánaða reikningur
með hæstu vöxtum almennra reikninga bankans.
Forráðamenn barna geta þó bundið reikninginn
til lengri tima, þannig að innstæðan verði laus til
útborgunar við ákveðinn aldur, t.d. 16 eða 18 ára.
® BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
veggi. Ómar Smári Armannsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík,
segir að svo virðist sem þessi tæki
séu orðin e.k. stöðutákn.
Þeir sem kaupa stolna vöru
gerast brotlegir við lög
Hann minnir á að þeir sem kaupa
stolna vöru, jafnvel í gáleysi, gerist
brotlegir við hegningarlög. Hægt er
að refsa fyrir slíkt með sektum eða
varðhaldi. Ef um ásetning er að ræða
getur brotið varðað fangelsi allt að
fjórum árum. Fólk sem kaupir stolna
muni má því eiga von á refsingu,
komist upp um það. Þá verður það
jafnframt af varningnum.
Ómar Smári bætir við að kaup á
þýfi ýti undir fleiri afbrot. Því fleiri
sem kaupi þýfi, því meiri líkur séu á
að þeir sem séu að byrja afbrotaferil
sinn haldi honum áfram. Þar sem
innbrotsþjófar stundi í langflestum
tilvikum iðju sína til að fjármagna
fíkniefnakaup sé fólk með þessu
einnig að ýta undir fíkniefnaneyslu
með öllum þeim hörmulegu afleið-
ingum sem fylgja.
Mikil afföll við sölu
Ómar Smári segir að undanfarið
hafi skjávörpum verið stolið úr fyrir-
lestrasölum og verslunum, sem hafa
þá á boðstólum, og það þrátt fyrir að
þeir hafi verið festir þar kirfilega
niður. Stutt er síðan skjávarpa var
stolið úr einni kennslustofu Háskól-
ans í Reykjavík. Talið er að
skjávarpinn hafi horfið á milli klukk-
an fjögur og fimm en kennt var í
stofunni fram að þeim tíma. Búast
má við því að þjófurinn hafi þurft
a.m.k. 20-40 mín. til að athafna sig.
Nú mun vera búið að ganga tryggi-
legar frá skjávörpunum í skólanum.
Á fimmtudaginn handtók lög-
reglan í Reykjavík mann þegar hann
reyndi að koma stolnum skjávarpa í
verð. Hann vildi skipta á varpanum
fyrir nokkurt magn af hassi sem
metið er á um 50.000 krónur.
Skjávarpinn sjálfur kostaði um
400.000 krónur.
Sat fast 100 metra frá landi