Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 8

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - Tillaga þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, Svona Guðni minn, ég læt þig bara baula á þetta lið, góði. IT Í33 T7I\ nTéun a Bi verðiðj ,'resario 5000 Series 1000Mhz • 17" vandaður Compaq skjár með JBL hátölurum • 64 MB SDRM • 20 GB harður diskur • 8x DVD mynddiskadrif •32 MBTNT2 meðTV-OUT • 64 radda hljóðkort • 56K V.90 módem • 4x USB tengi (tvö að framaverðu) Windows ME Öflugur hugbúnaðarpakki. Fullt verð slmans án áskriftar er 27.999,- Einniq fáanlegur með Islensku stýrikerfi 12.999 ÍTAL12og 31.999 án áskriftar. 731. útborgun TAL12 er 12 mánada 6SM greidsludreifmg greidd med kredit* korti. AukTAL12 útborgunar eru greiddar 800 krónur á mánuði (12 mánuði. Þannig eru greiddar kr. 17.599,- fyrir Nokia 6210. lægt er velja mismunandi þjónustuleiðir þar sem greitt er mismunandi iskriftargjald: Eintal fyrir kr. 600 á mánuði, Frítal fyrir kr. 500 á mánuði eða Tfmatal yrir kr. 590 á mánuði. Greiddar eru krónur 1.999 fyrir sfmkort og símanúmer. b50-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 • Kringlunni - 550-4499 æ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 • Egilsstöðum - 471-3880 Lífbíllinn verður á ferð um jólin Veitir ráðgjöf og aðhlynningu Guðmundur Jónsson BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag, verður með bifreið sem kallast lifbíllinn á ferli um hátíðamar. Að sögn Guð- mundar Jónssonar, for- stöðumanns Byrgisins, verður í í þessum bíl veitt ráðgjöf varðandi vandamál tengd áfengi og vímuefna- neyslu. Hann var spurður hvers vegna þessi bíll væri gerður út á þessum tíma? „Pað er tvimælalaus þörf fyrir þetta. Milli 80 og 100 einstaklingar eru á ferli á götum Reykjavíkur sem eiga ekki í nein hús að venda og stór hluti þessa hóps eru unglingar. Þetta fólk á ekki pláss í meðferð yfir hátíðarnar, kemst ekki inn, það er allt fullt alls staðar. Við ætlum að sinna þessu fólki.“ - í hverju er aðstoð ykkar fólg- in fyrir utan ráðgjöf? „Við gefum þeim sem til okkai' leita heita súpu og brauð og einn- ig erum við með hlýjan fatnað." -Er það svo að þetta fólk sé útigangsfólk? „Að stórum hluta er það svo. Sumir hafa kannski húsaskjól en engan mat. Vegna þessa verðum við líka með jólahlaðborð á jóla- dag í húsnæði okkar í Lækjargötu 32 í Hafnarfirði. Þangað geta allir komið klukkan 16 og fengið mat og notið tónlistarflutnings." - Er óvenjulega margt fólk sem er svona istatt fyrir núna? „Já, það ber öllum saman um það sem koma að hjálparstarfi fyrir þessi jóla að það sé óvenju- lega margt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. Líka má geta þess að þeir sem nóg hafa eru gjafmildari en oft áður.“ - Eruð þið með úthlutun á fatn- aði eða peningum fyrirjólin? „Við vorum með úthlutun á fatnaði og mat. Við erum ekki með neina opinbera styrki til slíkrar starsfemi, aðeins til upp- byggingarinnar í Rockville.“ - Hvað fer fram þar? „Þar er langtíma meðferðarúr- ræði fyrir alkóhólista og vímu- efnaneytendur.“ - Hvenær hófst ykkar starf? „Það hófst opinberlega 1. des- ember 1996. A þessum tíma hefur neyslan orðið „harðari" og meiri og þörfin því fyrir meðferðarúr- ræði hefur aukist. Ég hef ekki séð hlutina batna, heldur versna ár frá ári.“ -Eftir hvaða kerfí hjálpið þið fólkft „Við störfum samkvæmt tólf spora kerfi AA-samtakanna. Allt prógramm hjá okkur miðast við Orð Guðs og þann kærleiksboð- skap sem þar er að finna - ef þú hjálpar öðrum ert þú um leið að hjálpa sjálfum þér. Biblían er ein mesta mannræktarbók sem nokkurn tíma hef- ur verið gefm út.“ - Hvað eruð þið með marga í meðferð? „Núna eru hjá okkur sjötíu manns. Karlmenn eru í ör- litlum meirihluta. Það er allt fullt hjá okkur og við getum ekki tekið við fleirum fyrr en eftir áramóta, þó munum við sinna neyðartilvik- um og höfum auglýst sérstakan neyðarsíma: 565-5300. Bíllinn er liður í þessari neyðarhjálp.“ - Hvaða fólk verður á vakt í líf- bílnum? „Allir sem starfa í bílnum yfir jólahátíðina eru sjálfboðaliðar og fyrrverandi neytendur áfengis eða vímuefna sem hafa notið með- ferðar í Byrginu á sl. fjórum ár- ► Guðmundur Jónsson fæddist í Hafnarfirði 19. nóvember 1958. Hann lauk gagnfræða- prófl frá Víghólaskóla í Kópa- vogi og einnig lauk hann próf- um frá Iðnskólanum í Reykjavík í múrverki og er einnig sem kjötiðnaðarmaður. Hann hefur starfað við múr- verk og kjötafgreiðslu og sem kokkur á sjó. Nú er hann for- stöðumaður Byrgisins. Guð- mundur er kvæntur Helgu Haraldsdóttur húsmóður og skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn. um. Lífbíllinn og 8 aðrir bflar voru sérmerktir Byrginu á útihá- tíðum í sumar og þar vorum við með viðlíka hjálparstarf sem mæltist vel fyrir bæði hjá gestum og mótshöldurum.“ - Hvernig gengur fóUd að að- lagast samfélaginu eftir meðferð- ina? „Mjög vel. Skýrsla okkar fyrir síðasta ár sýnir að 38% þeirra sem hjá okkur hafa verið ná ár- angri og fjölmargir af þeim eru nú í atvinnu, en höfðu ekki at- vinnu áður.“ - Eruð þið með ráðgjöf fyrir þá sem eru að fóta sig á nýjan leik í samfélaginu eftir að hafa ánetjast vímuefnum alvarlega? „Já, við erum með samkomu- hald á hverju föstudagskvöldi þar sem við hittumst og eigum saman góða kvöldstund. Oft eru um 130 manns á kvöldunum hjá okkur, bæði þeir sem innan Byrgisins eru og þeir sem hafa verið þar. Einnig erum við með viðtöl við fyrrverandi Byrgisfólk og svo aft- ur aðstandendur þess. Þá eru fjöl- skylduviðtöl veitt.“ -Eru allir tilbúnir að koma í meðferð þar sem trúin hefur svo miklu hlutvcrki aðgegna? „Öllum sem koma til meðferðar í Byrginu er gert ljóst út á hvað meðferðin gengur og í sárafáum tilvikum veit ég til að fólk hafi yf- irgefið meðferðina vegna þess að pró- grammið væri trúar- legs eðlis. Við sjáum ár frá ári að fólk hungrar í að reyna þessa meðferð þegar allt annað hefur þrotið." - Hafíð þið samstarf við aðra meðferðaraðila? „Já, við höfum samskipti við Vog og áfengisdeild Landspítal- ans og áfangaheimili Krossgatna enda væri þetta vonlaust nema menn störfuðu saman. Þetta er því ekki eins og að starfa í við- skiptum - hugsjónin verður að vera til staðar og leiðarljós í starf- inu. Við munum sinna neydar tilvikum ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.