Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.12.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - Tillaga þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, Svona Guðni minn, ég læt þig bara baula á þetta lið, góði. IT Í33 T7I\ nTéun a Bi verðiðj ,'resario 5000 Series 1000Mhz • 17" vandaður Compaq skjár með JBL hátölurum • 64 MB SDRM • 20 GB harður diskur • 8x DVD mynddiskadrif •32 MBTNT2 meðTV-OUT • 64 radda hljóðkort • 56K V.90 módem • 4x USB tengi (tvö að framaverðu) Windows ME Öflugur hugbúnaðarpakki. Fullt verð slmans án áskriftar er 27.999,- Einniq fáanlegur með Islensku stýrikerfi 12.999 ÍTAL12og 31.999 án áskriftar. 731. útborgun TAL12 er 12 mánada 6SM greidsludreifmg greidd med kredit* korti. AukTAL12 útborgunar eru greiddar 800 krónur á mánuði (12 mánuði. Þannig eru greiddar kr. 17.599,- fyrir Nokia 6210. lægt er velja mismunandi þjónustuleiðir þar sem greitt er mismunandi iskriftargjald: Eintal fyrir kr. 600 á mánuði, Frítal fyrir kr. 500 á mánuði eða Tfmatal yrir kr. 590 á mánuði. Greiddar eru krónur 1.999 fyrir sfmkort og símanúmer. b50-4444 • Hafnarfirði - 550-4020 • Kringlunni - 550-4499 æ - 421-4040 • Akureyri - 461-5500 • Egilsstöðum - 471-3880 Lífbíllinn verður á ferð um jólin Veitir ráðgjöf og aðhlynningu Guðmundur Jónsson BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag, verður með bifreið sem kallast lifbíllinn á ferli um hátíðamar. Að sögn Guð- mundar Jónssonar, for- stöðumanns Byrgisins, verður í í þessum bíl veitt ráðgjöf varðandi vandamál tengd áfengi og vímuefna- neyslu. Hann var spurður hvers vegna þessi bíll væri gerður út á þessum tíma? „Pað er tvimælalaus þörf fyrir þetta. Milli 80 og 100 einstaklingar eru á ferli á götum Reykjavíkur sem eiga ekki í nein hús að venda og stór hluti þessa hóps eru unglingar. Þetta fólk á ekki pláss í meðferð yfir hátíðarnar, kemst ekki inn, það er allt fullt alls staðar. Við ætlum að sinna þessu fólki.“ - í hverju er aðstoð ykkar fólg- in fyrir utan ráðgjöf? „Við gefum þeim sem til okkai' leita heita súpu og brauð og einn- ig erum við með hlýjan fatnað." -Er það svo að þetta fólk sé útigangsfólk? „Að stórum hluta er það svo. Sumir hafa kannski húsaskjól en engan mat. Vegna þessa verðum við líka með jólahlaðborð á jóla- dag í húsnæði okkar í Lækjargötu 32 í Hafnarfirði. Þangað geta allir komið klukkan 16 og fengið mat og notið tónlistarflutnings." - Er óvenjulega margt fólk sem er svona istatt fyrir núna? „Já, það ber öllum saman um það sem koma að hjálparstarfi fyrir þessi jóla að það sé óvenju- lega margt fólk sem á hvergi höfði sínu að halla. Líka má geta þess að þeir sem nóg hafa eru gjafmildari en oft áður.“ - Eruð þið með úthlutun á fatn- aði eða peningum fyrirjólin? „Við vorum með úthlutun á fatnaði og mat. Við erum ekki með neina opinbera styrki til slíkrar starsfemi, aðeins til upp- byggingarinnar í Rockville.“ - Hvað fer fram þar? „Þar er langtíma meðferðarúr- ræði fyrir alkóhólista og vímu- efnaneytendur.“ - Hvenær hófst ykkar starf? „Það hófst opinberlega 1. des- ember 1996. A þessum tíma hefur neyslan orðið „harðari" og meiri og þörfin því fyrir meðferðarúr- ræði hefur aukist. Ég hef ekki séð hlutina batna, heldur versna ár frá ári.“ -Eftir hvaða kerfí hjálpið þið fólkft „Við störfum samkvæmt tólf spora kerfi AA-samtakanna. Allt prógramm hjá okkur miðast við Orð Guðs og þann kærleiksboð- skap sem þar er að finna - ef þú hjálpar öðrum ert þú um leið að hjálpa sjálfum þér. Biblían er ein mesta mannræktarbók sem nokkurn tíma hef- ur verið gefm út.“ - Hvað eruð þið með marga í meðferð? „Núna eru hjá okkur sjötíu manns. Karlmenn eru í ör- litlum meirihluta. Það er allt fullt hjá okkur og við getum ekki tekið við fleirum fyrr en eftir áramóta, þó munum við sinna neyðartilvik- um og höfum auglýst sérstakan neyðarsíma: 565-5300. Bíllinn er liður í þessari neyðarhjálp.“ - Hvaða fólk verður á vakt í líf- bílnum? „Allir sem starfa í bílnum yfir jólahátíðina eru sjálfboðaliðar og fyrrverandi neytendur áfengis eða vímuefna sem hafa notið með- ferðar í Byrginu á sl. fjórum ár- ► Guðmundur Jónsson fæddist í Hafnarfirði 19. nóvember 1958. Hann lauk gagnfræða- prófl frá Víghólaskóla í Kópa- vogi og einnig lauk hann próf- um frá Iðnskólanum í Reykjavík í múrverki og er einnig sem kjötiðnaðarmaður. Hann hefur starfað við múr- verk og kjötafgreiðslu og sem kokkur á sjó. Nú er hann for- stöðumaður Byrgisins. Guð- mundur er kvæntur Helgu Haraldsdóttur húsmóður og skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn. um. Lífbíllinn og 8 aðrir bflar voru sérmerktir Byrginu á útihá- tíðum í sumar og þar vorum við með viðlíka hjálparstarf sem mæltist vel fyrir bæði hjá gestum og mótshöldurum.“ - Hvernig gengur fóUd að að- lagast samfélaginu eftir meðferð- ina? „Mjög vel. Skýrsla okkar fyrir síðasta ár sýnir að 38% þeirra sem hjá okkur hafa verið ná ár- angri og fjölmargir af þeim eru nú í atvinnu, en höfðu ekki at- vinnu áður.“ - Eruð þið með ráðgjöf fyrir þá sem eru að fóta sig á nýjan leik í samfélaginu eftir að hafa ánetjast vímuefnum alvarlega? „Já, við erum með samkomu- hald á hverju föstudagskvöldi þar sem við hittumst og eigum saman góða kvöldstund. Oft eru um 130 manns á kvöldunum hjá okkur, bæði þeir sem innan Byrgisins eru og þeir sem hafa verið þar. Einnig erum við með viðtöl við fyrrverandi Byrgisfólk og svo aft- ur aðstandendur þess. Þá eru fjöl- skylduviðtöl veitt.“ -Eru allir tilbúnir að koma í meðferð þar sem trúin hefur svo miklu hlutvcrki aðgegna? „Öllum sem koma til meðferðar í Byrginu er gert ljóst út á hvað meðferðin gengur og í sárafáum tilvikum veit ég til að fólk hafi yf- irgefið meðferðina vegna þess að pró- grammið væri trúar- legs eðlis. Við sjáum ár frá ári að fólk hungrar í að reyna þessa meðferð þegar allt annað hefur þrotið." - Hafíð þið samstarf við aðra meðferðaraðila? „Já, við höfum samskipti við Vog og áfengisdeild Landspítal- ans og áfangaheimili Krossgatna enda væri þetta vonlaust nema menn störfuðu saman. Þetta er því ekki eins og að starfa í við- skiptum - hugsjónin verður að vera til staðar og leiðarljós í starf- inu. Við munum sinna neydar tilvikum ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.