Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 17
FRIÐUK OG ÓFRIÐUR.
19
í París gefur engum frönskum hermanni leyfi til að stíga fæti
inn á Elsass-Lothringen, þó lif liggi við eða þó foreldrar hans
þar í landi liggi á banasænginni o. s. frv. þetta ferðabann
kemur líka hart niður á Englendingum og öðrum útlending-
um sem fara um Frakkland. þeir verða að fara um Sviss til
þýzkalands til að tefja ekki ferð sína i marga daga, meðan
þeir bíða eptir leiðarbréfi, því sendiherrann í Paris sendir bréf
þeirra sem sækja um leyfi til að fara yfir landamærin til yfir-
valdanna í Elsass-Lothringen og þau gera út um hvort leyfið
skuli veitt; verða menn því opt að bíða vikum saman eptir
leyfinu. þetta ferðabann hefur þess vegna orðið mjög óvinsælt.
Frakkar létu sér nægja með að telja alla útlendinga á Frakk-
landi og láta þá segja, hverrar þjóðar þeir væru, hvort þeir
væru búfastir, hvers vegna þeir dveldu i landinu o. s. frv., og
gaf Carnot út tilskipun um það 20. október. Annars tóku
Frakkar ferðabanninu með stiilingu, en hugsuðu þjóðverjum
þegjandi þörfina. Hugur þeirra til þjóðverja kom fram i ýmsu.
Franskur maður fór upp i skrifstofu sendiherra þjóðverja í
Paris og skaut á embættismann einn, en hitti hann ekki.
Hann sagði, að hefði hann hitt manninn, þá hefði verið ein-
um þjóðverja færra á jörðunni. Hann var settur á vitlausra
spitala. I Havre var nafnskjöldur (Skilt) á húsi hins þýzka
konsúls rifinn niður um nótt, og hefur ekki komizt upp, hver
hefur gert það.
En þjóðverjar voru ekki aðgerðalausir. það kom út til-
skipun um, að öll málafærsla í Elsass-Lothringen skyldi fara fram
á þýzku, og 2. júni voru sendimenn hinna frönsku blaða,
Gaulois og Matin, reknir úr Berlin; var þeim gefið að sök að
þeir hefðu talað óvarlega um keisarann (Vilhjálm annan). í
júli voru 3 merkismenn í Elsass-Lothringen dæmdir í margra
ára fangelsi af ríkisréttinum i Leipzig og var þeim gefið að
sök, að þeir hefðu viljað gefa Frökkum leiðbeiningar um víg-
girðingar og varnir þjóðverja í fylkinu. Svona hjarir friðurinn
enn milli Frakka og þjóðverja.
Hin tvö ríkin i þrenningarsambandinu, Austurríki og Italía,
hafa líka storkað Frökkum. Tisza hélt 27. mai ræðu í Pest
og réði Ungverjum frá að taka þátt í sýningunni í París, þvi
2*