Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 41

Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 41
ÞÝZKALAND. 43 þá varð Bismarck honum höfuð og hönd síðan. Vilhjálmur varð vinsæll hjá þjóðinni eptir þetta. Ofriðurinn við Frakka 1870—71 lagði smiðshöggið á allt. Vilhjálmur var i mörgum bardögum og mannraunum, þó hann væri yfir sjötugt. Hann íékk keisaranafnið í Versölum 18. janúar 1871 og stóðu þar kring um hann flestir stjórnendur á þýzkalandi og sigursælir hershöfðingjar. A sama stað hafði Loðvík fjórtándi staðið fyrir 200 árum. Siðan fóru vinsældir hans á þýzkalandi vaxandi. Vorið 1878 voru gjörð tvö banatilræði við hann, en hann varð lítt sár. Prússar eru ekki vinsælir á Suður-þýzkalandi, en hann var vinsæll alstaðar. Síðustu nóttina sem hann lifði, vöktu Bismarck, Vilhjálmur, elzti sonur krónprinsins, og dóttir keisara, kona stórhertogans af Baden, við banasængina. Hann talaði orð á stangli við prinsinn t. d.: «Komdu þér vel við Rússakeisara; það er bezt fyrir oss alla». Plann talaði um herauka þjóðverja, um sam- bandið við Austurriki o. s. frv. Bismarck tilkynnti þinginu lát keisara og viknaði svo, að menn þóttust heyra gráthljóð í rödd hans og sýndist hann tárfella. þing flestra ríkja í Evrópu, þar á meðal Dana, lýstu yfir hryggð sinni yfir dauða keis- arans. Nú víkur sögunni til krónprinsins. í Skírni 1888 bls. 40—41 gat jeg um hálsmein það, sem nú loks hefur dregið hann til dauða (krabbamein). Hann fór eptir ráðum hins enska læknis Morell Mackenzie til San Remo á Norður-Italíu við Miðjarðar- hafið. Hinn 9. febrúar lá honum við köfnun, svo skorið var andhol á barkann og sett silfurpípa i það. Kona hans og dætur dvöldust hjá honum. Hinn 9. marz fékk hann bréf, sem stóð utan á: «Friðrik keisari*. Hann sá af þessu, að faðir hans var látinn og baðst fyrir í einrúmi. Næsta dag, laugardaginn 10. marz, lögðu þau hjónin af stað til þýzkalands. Umbertó Italíukonungur kom til móts við hann nálægt landamær- unum og steig inn i járnbrautarvagp hans. þeir föðmuðust, en keisari mátti ekki tala og ritaði á miða allt sem hann vildi segja. Bismarck kom inn í vagn hans i Leipzig og kysstust þeir keisari er þeir hittust. Bismarck var í vagni hans alla leið heim til Charlottenburg, sem er höll utan til við Berlín, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.