Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 41

Skírnir - 01.01.1889, Page 41
ÞÝZKALAND. 43 þá varð Bismarck honum höfuð og hönd síðan. Vilhjálmur varð vinsæll hjá þjóðinni eptir þetta. Ofriðurinn við Frakka 1870—71 lagði smiðshöggið á allt. Vilhjálmur var i mörgum bardögum og mannraunum, þó hann væri yfir sjötugt. Hann íékk keisaranafnið í Versölum 18. janúar 1871 og stóðu þar kring um hann flestir stjórnendur á þýzkalandi og sigursælir hershöfðingjar. A sama stað hafði Loðvík fjórtándi staðið fyrir 200 árum. Siðan fóru vinsældir hans á þýzkalandi vaxandi. Vorið 1878 voru gjörð tvö banatilræði við hann, en hann varð lítt sár. Prússar eru ekki vinsælir á Suður-þýzkalandi, en hann var vinsæll alstaðar. Síðustu nóttina sem hann lifði, vöktu Bismarck, Vilhjálmur, elzti sonur krónprinsins, og dóttir keisara, kona stórhertogans af Baden, við banasængina. Hann talaði orð á stangli við prinsinn t. d.: «Komdu þér vel við Rússakeisara; það er bezt fyrir oss alla». Plann talaði um herauka þjóðverja, um sam- bandið við Austurriki o. s. frv. Bismarck tilkynnti þinginu lát keisara og viknaði svo, að menn þóttust heyra gráthljóð í rödd hans og sýndist hann tárfella. þing flestra ríkja í Evrópu, þar á meðal Dana, lýstu yfir hryggð sinni yfir dauða keis- arans. Nú víkur sögunni til krónprinsins. í Skírni 1888 bls. 40—41 gat jeg um hálsmein það, sem nú loks hefur dregið hann til dauða (krabbamein). Hann fór eptir ráðum hins enska læknis Morell Mackenzie til San Remo á Norður-Italíu við Miðjarðar- hafið. Hinn 9. febrúar lá honum við köfnun, svo skorið var andhol á barkann og sett silfurpípa i það. Kona hans og dætur dvöldust hjá honum. Hinn 9. marz fékk hann bréf, sem stóð utan á: «Friðrik keisari*. Hann sá af þessu, að faðir hans var látinn og baðst fyrir í einrúmi. Næsta dag, laugardaginn 10. marz, lögðu þau hjónin af stað til þýzkalands. Umbertó Italíukonungur kom til móts við hann nálægt landamær- unum og steig inn i járnbrautarvagp hans. þeir föðmuðust, en keisari mátti ekki tala og ritaði á miða allt sem hann vildi segja. Bismarck kom inn í vagn hans i Leipzig og kysstust þeir keisari er þeir hittust. Bismarck var í vagni hans alla leið heim til Charlottenburg, sem er höll utan til við Berlín, sem

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.