Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 33

Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 33
FRAKKLAND. 35 keisari hefur fyrirgefið honum framhleypni hans, því annars hefði hann ekki leyft sendiherranum að þiggja boðið. Nú risu ný blöð upp i Paris sem héldu Boulanger fram. Ut um allt land var útbýtt almanökum með æfisögu hans og spáð fyrir honum að hann mundi sigra þýzkaland 1890. Hinn 8. apríl fékk hann í Dordogne 59,500 atkvæði, en tók ekki við kosningu, því hann hafði boðið sig fram i norðurfylkinu. þjóðveidismenn sáu að hér var farið að grána gamanið, eink- um þegar sást að allir Napoleonssinnar (Bonapartistar) og flestir konungssinnar greiddu atkvæði með Boulanger. þjóð- veldismenn sögðu kjósendum, að þessi maður ætlaði að leggja út i ófrið, þegar hann kæmist höndunum undir og eyðileggja Frakkland. Boulanger sat kyr í París og gaf sig ekki að því, þó þeir segðu að hann ætlaði sér að verða harðstjóri, að myrða frelsið og þjóðveldið o. s. frv. Hann var valinn með 172,528 atkvæðum og hafði 100,000 atkvæðum meir en sá sem flest fékk næst honum. það dugði þannig ekkert að tveir helztu mótstöðumenn hans, Floquet og Ferry héldu langar ræður gegn honum sama dags morgun, Ferry i Epinal austur við landamæri og Floquet i Paris. Ferry sagði að ættjörðinni væri hætta búin af þessum Katilina (níðing); það væri svívirða fyrir Frakkland, ef það léti nú aptur mann á borð við Napóleon þriðja múlbinda sig. þjóðveldismenn yrðu að vera samtaka og samlyndir. Floquet sagði, að Frakkland þyrfti hvorki harð- stjóra i friði né alræðismann í ófriði. I París voru nú seldar myndir, sem sýndu Boulanger krossfestan, ráðaneytið fyrir neðan krossinn og Bismarck i Júdasarliki, nokkuð fjær. Hinn 17. april sendi Boulanger kjósendum sínum opið bréf og kvaðst heimta auk nýrra kosninga og endursltoðunar á stjórnarskránni, frumlagaþing (Constituante), sem gæfi þjóðinni meira vald. þannig voru skoðanir hans og kröfur allar teknar fram i hin- um þrem orðum, sem hann lætur festa upp í hvert skipti og kosningar fara fram: Dissolution, Revision, Constituante. Hinn 19. apríl kom hann á þing. Lögregluliði var raðað í göturnar sem hann fór um, en samt heyrðust heillaóp fyrir honum. Stúdentar ýmsir reyndu að andæfa Boulanger, en það tókst ekki. 3*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.