Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 29
ENGLAND.
31
leyti væri á þvi að láta kvennfólk fá kosningarrétt til þings.
I héraðsnefndirnar á Englandi hafa nokkrir kvennmenn verið
valdir, jafnvel i Lundiínaborg. Frumvarpi um kosningarrétt
kvenna, sem kom fram í efri deild þings, var vísað til neðri
deildar. þ>að liða enn nokkur ár áður það nær lagagildi.
Lundúnaborg eða svæði það sem lögreglulið Lundúna
hefur umsjón yfir (Metropolitan Police District) hafði 1881
4,767,000 íbúa. Borgarbúum fjölgar um 70,000 á ári og núna
eru þeir eptir þvi sem næst verður komizt rúmlega 5,200,000
það bætast jafnmargir bæjarbúar við í Lundúnaborg eins og ef
allir íslendingarbættust við íbúa hennar á hverju ári. Lundúnaborg
er eins og alkunnugt er miðbik allra viðskipta í heiminum;
peningarnir renna til hennar og frá henni eins og blóðið
rennur til mannshjartans og frá því. Hinn 29. ágúst 1888
námu kaup og sölur í kaupmannasamkundunni í Lundúnum
3500 miliónum króna! þ>etta set jeg til dæmis um þann feikna
auð, sem þar er fyrir.
Arið 1888 voru 300 ár síðan hinn ósigrandi floti Spán-
Verja, sem kallaðist Armada, var eyddur við Englands strendur
og voru haldnar stórhátiðir í minningu þess. Sama ár voru 100
ár siðan Byron fæddist og Times var stofnaður, og voru haldnar
hátiðir í minningu þess.
Malta fekk heimastjórn (Homerule) þetta ár, þing og ráða-
neyti. íbúafjöldinn á hinum þrem eyjum, Malta, Gozzo og
Comino er hérumbil tvöfalt á við Islendinga, en þær eru ekki
nema rúmar 5 ferhyrningsmilur að stærð.
Gladstone hefur ritað grein i tímaritið «North American
Review», janúar 1888, sem heitir «Universitas hominum» (allur
mannheimur). Hann sýnir í henni meðal annars, að menn
með ensku fyrir móðurmál hafa sjöfaldast 1787—1887; ef þeim
heldur áfram að fjölga að þessu skapi verða þeir 1987 rúmar
700 miliónir. Kinverjar eru miklu fleiri, segir hann, en Eng-
lendingar drottna nú þegar siðferðislega og skynsemislega
(morally and intellectually) yfir heiminum.
í Skírni 1888 bls. 18—22 skrifaði jeg um Imperial Federa-
tion (fjórðung mannkynsins í bandalögum). f>að er gömul
hugmynd. Harrington nokkur skrifaði um það á seytjandu öld