Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 75

Skírnir - 01.01.1889, Side 75
ASIA. 77 úr þeim allt sem bezt er og búa til nýja stjórnarskipun hjá sér sjálfum. í Japan hefur orðið mikið eldgos og fórust í því um 400 manns. Ameríka. Bandaríkin. í dag raér, á morgun þér. í Bandaríkjunum hefur verið forsetaskipti 1888, og hefur það ætið mikla þýðingu þar í landi. Öll viðskipti manna á milli, kaup og sölur, efnahagur fjölda manns og ótal margt annað er komið undir því, hver flokkurinn, demókratar eða repúblikanar, sigrar i forsetakosningunni. þ að á ekki lengur við að kalla þá sérveldismenn og samveldismenn, því það er ekki slikt sem þeim ber á milli og demókratar vilja nú jafnt og hinir hamla sundrung Bandaríkjanna. það verður næst réttu lagi að kalla hina tvo flokka Norðurmenn (republicans) og Suðurmenn (democrats). það mætti líka kalla þá Norð- lendinga og Sunnlendinga. Sunnlendingar héldu rnikinn fund í St. Louis til að kjósa forsetaefni og varaforsetaefni. Með feiknalegum fagnaðar- og heillaópum kusu þeir Cleveland til forsetaefnis og Allan Thur- man til varaforsetaefnis. Thurman er kallaður hinn gamli Rómverji, vegna sinnar frábæru ráðvendni og ósérplægni. Norðlendingar héldu sinn fund í sama mánuði, júni, í Chicago. þeir höfðu fengið bréf frá Blaine, sem var forsetaefni þeirra móti Cleveland 1885, og náði ekki kosningu til forseta. í bréfi frá honum, dagsettu París 17. maí, eru borin saman kjör vinnumanna í Evrópu og Ameríku. Hann segir meðal annars: «Ef kjósendurnir í Bandaríkjunum sæju með eigin augum kjör og laun vinnumanna í Evrópu, þá mundu þeir sem berjast fyrir frjálsri verzlun (Cleveland og Sunnlendingar) ekki fá eitt atkvæði milli Kyrrahafs og Atlantshafs». Á fundinum var kosið aptur og aptur, en af því Blaine gaf ekki kost á sér, þá fékk ekkert af forsetaefnunum nógu mörg atkvæði. Loks-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.