Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 68
70
NOREGUR OG SVÍMÓÐ.
öllum kveðskap. Stórþingið sendi Ibsen heillaóskir. Um jólin
kom út leikrit eptir hann «Fruen fra Havet» (Konan við sjó-
inn). Hann lítur þar meir á hinar bjartari hliðar mannlífsins
en hann er vanur að gera, og var þetta leikrit strax leikið um
þýzkaland og öll Norðurlönd. Ibsen fór til Berlinar um það
leyti og var þar í viku. þá viku var ekki meir um annað
talað og ritað en Ibsen, og var hún kölluð Ibsens vika. I
Lundúnum og Parisarborg á að leika ýms leikrit hans,
f>að er í orði að senda Dr. Friðþjóf Nansen sumarið 1890
að leita norðurpóls jarðarinnar; á hann að fara á skíðum yfir
Frans Jósefs land og reyna að komast eins langt norður á
leið og hann getur.
í Svíþjóð hafa tollvinir ráðið mestu árið 1888. Hæsta-
réttardómur um Stokkhólms þingmennina (sjá Skírni 1888 bls.
65) var tollinum 5 vil, og urðu þannig 22 tollvinir þingmenn
Stokkhólms. I báðum þingdeildum höfðu þeir nú fleiri atkvæði
en tollféndur. Themptander sá sér nú ekki annað fært en
segja af sér forstöðu ráðaneytis og skipaði Bildt nýtt ráða-
neyti 6. febrúar. Nú voru lagðir tollar á útlenda kornvöru
og áttu lögin um þá ,að gilda frá 14. febrúar. Útlendingar
fluttu ósköpin öll af kornvöru inn í Svíþjóð næstu dagana á
undan tolllaust og græddu mikið á því. Brennivínstollur var
hækkaður og tollvinir ætluðu nú að ná sér niður og leggja
tolla á fleiri aðfluttar vörur. En vinnumenn héldu fund út um
land til að mótmæla tollunum. Hedlund, ritstjóri blaðsins
Göteborgs Handels- och Sjöfarts-Tidning, barðist duglega
móti þeim. Hedlund hefur lika tekið málstað Jóhanns Sverdrups
móti Björnstjerne Björnson og öðrum í Noregi. Tollvinir vilja
losast úr sambandinu við Norðmenn og segja að Norðmenn
hafi allan haginn af þvi. þeir kaupi vörur ódýrt og flytji þær
tolllaust inn i Svíþjóð.
Óskar konungur heldur í hemilinn á þessum tollheimtu-
mönnum, því hann er frjálslyndur maður. Hann vill láta þá
verja nokkru af fé því sem tollarnir gefa af sér til að bæta
kjör vinnumanna. Á hinn bóginn eru vinnumenn margir
óánægðir með tollana, þannig má segja um tollheimtumenn
i Sviþjóð eins og um Jóhann Sverdrup i Noregi: ekki er sopið
kálið þó í ausuna sé komið.