Skírnir - 01.01.1889, Blaðsíða 56
58
AUSTURRÍK.I OG UNG VERJALAND.
Wiesbaden á þýzkalandi með son sinn Alexander 12 vetra
gamlan. Milan líkaði stórilla að ríkiserfinginn skyldi dveljast
með henni og sendi menn eptir honum. þegar hón vildi ekki
selja hann fram með góðu, beiddi Milan þýzkalandsstjórn um
leyfi og aðstoð til að taka sveininn frá henni. Lögreglustjór-
inn i Wiesbaden fór þá með lögregluliði heim til hennar og
tók sveininn með valdi. Hún hafði vopnað þjóna sina en
lagði þó ekki út í bardaga þegar til kom. þegar Mílan hafði
fengið sveininn, reyndi hann til að fá synodus Serba til að
skilja sig við Nataliu, en synódus vildi ekki gjöra það. þvi
næst fékk hann yfirbiskupinn í Serbiu, Theodosius, til að gjöra
það upp á hans eigin spítur. Natalía fór til Parisar, Vín og svo
til Jalta á Krím; leyfði Rússakeisari henni að búa i höll, sem
svo nefnist. Mílan var hróðugur yfir sigri sinum, en til þess að
Rússavinir í Serbíu skyldu fá annað að hugsa en þetta mál,
þá hugsaðist honum það snjallræði, að gefa stjórninni nýja og
frjálslega stjórnarskipun í minningu þess, að 1888 eru 500 ár
síðan orustan viðKossova stóð milliTyrkjaogSerba. Reyndar biðu
Serbar ósigur i henni, svo það sýnist ekki góð ástæða til að halda
minning hennar hátíðlega. Tveir biskupar sem mögluðu gegn
skilnaðinum, voru settir af og mótmæli Natalíu dugðu ekkert.
það var tveim dögum eptir skilnaðinn, að Milan lofaði þegn-
um sinum nýrri stjórnarskipun. Hann lét vera nýjar þing-
kosningar og báru vinir Róssa alla aðra flokka ofurliði i þeim
og höfðu langt um meir en helming atkvæða. Mílan lagði
frumvarpið fyrir þingið, en bannaði að ræða það nema í nefnd.
Við árslok var ekki komið lengra, en auðséð var að þingið
mundi ganga að stjórnarskipuninni.
Rússland.
Tsar pravoslavnokristianski.
(Hinn réttrúaði l'sar).
Alexander keisari annar er ekki einungis veraldlegt og
andlegt höíuð Rússa. Hann er meira. Hann er rússneskari