Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1908, Page 2

Skírnir - 01.08.1908, Page 2
194 Vistaskifti. ig hann reis upp í fangið og valhoppaði og tók svo sprett- inn, eins og fugl fiygi. Mér lá við að kenna í brjósti um Jón. Nú átti hann bráðum að fara af baki Bleikskjóna. . . . Og koma heim . . . til hennar Þorgerðar! . . . Aldrei skyldi eg koma heim til hennar Þorgerðar, ef eg væri fullorðinn og húsbóndi og maðurinn hennar. Aldrei á æfi minni. Eg skyldi alt af vera í ferðalögum á þeim bleikskjótta. Eg skyldi aldrei láta hana vita, hvar eg væri, svo að hún gæti aldrei náð til mín. Mér óx þróttur inni í þessum skýjaborgum. Eg barði fiskinn rösklegar en áður. Samt fann eg til verkjanna i handleggjunum og bakinu innan um draumana. Aftar varð mér litið fram eftir og ofan fyrir túnið. Jón vaggaðist nokkuð til á hestinum. Og stundarkorn hallaðist hann út á vinstri hliðina, stundarkorn út á hægri. Og Bleikskjóni hallaðist til líka. Það gerði hann æfin- lega, þegar svona var ástatt um eigandann. Þá fór heldur að hýrna yfir mér. Eg vissi, hvernig á þessu ruggi stóð og þessum hall- anda á þeim Jóni og Bleikskjóna. Þegar Jón var drukkinn, var hann æfinlega góður við mig, en vondur við Þorgerði. Odrukkinn var hann aldrei góður við neinn. Og ekkert von;ur heldur. Jón tók harðan hlaðsprett. Gufumökkurinn stóð fram úr nösunum á Bleikskjóna. Og svitinn var eins og kápa utan á honum. Jón fór af baki. Eg sá, að hann var dálítið valtur á fótunum. Samt kanni hann auðsjáanlega vel við sig og veröldina. Mér fanst eins og eyrun á honum vera brosandi — hvað þá munnurinn og augun. Hann stóð kyr, hætti að brosa, lagði undir flatt, hvesti augun á fiskinn, sem eg var að berja, og hafði langt á milli fótanna á sér, eins og sjómenn í öldugangi. Eg herti mig að berja. — Geturðu sprett af honum Bleikskjóna, greyið mitt?

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.