Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1908, Síða 2

Skírnir - 01.08.1908, Síða 2
194 Vistaskifti. ig hann reis upp í fangið og valhoppaði og tók svo sprett- inn, eins og fugl fiygi. Mér lá við að kenna í brjósti um Jón. Nú átti hann bráðum að fara af baki Bleikskjóna. . . . Og koma heim . . . til hennar Þorgerðar! . . . Aldrei skyldi eg koma heim til hennar Þorgerðar, ef eg væri fullorðinn og húsbóndi og maðurinn hennar. Aldrei á æfi minni. Eg skyldi alt af vera í ferðalögum á þeim bleikskjótta. Eg skyldi aldrei láta hana vita, hvar eg væri, svo að hún gæti aldrei náð til mín. Mér óx þróttur inni í þessum skýjaborgum. Eg barði fiskinn rösklegar en áður. Samt fann eg til verkjanna i handleggjunum og bakinu innan um draumana. Aftar varð mér litið fram eftir og ofan fyrir túnið. Jón vaggaðist nokkuð til á hestinum. Og stundarkorn hallaðist hann út á vinstri hliðina, stundarkorn út á hægri. Og Bleikskjóni hallaðist til líka. Það gerði hann æfin- lega, þegar svona var ástatt um eigandann. Þá fór heldur að hýrna yfir mér. Eg vissi, hvernig á þessu ruggi stóð og þessum hall- anda á þeim Jóni og Bleikskjóna. Þegar Jón var drukkinn, var hann æfinlega góður við mig, en vondur við Þorgerði. Odrukkinn var hann aldrei góður við neinn. Og ekkert von;ur heldur. Jón tók harðan hlaðsprett. Gufumökkurinn stóð fram úr nösunum á Bleikskjóna. Og svitinn var eins og kápa utan á honum. Jón fór af baki. Eg sá, að hann var dálítið valtur á fótunum. Samt kanni hann auðsjáanlega vel við sig og veröldina. Mér fanst eins og eyrun á honum vera brosandi — hvað þá munnurinn og augun. Hann stóð kyr, hætti að brosa, lagði undir flatt, hvesti augun á fiskinn, sem eg var að berja, og hafði langt á milli fótanna á sér, eins og sjómenn í öldugangi. Eg herti mig að berja. — Geturðu sprett af honum Bleikskjóna, greyið mitt?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.