Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1908, Side 4

Skírnir - 01.08.1908, Side 4
196 Vistaskifti. horfði á hann; athugaði vandlega ruggið, sem á honum var; en sýnilega ekki með sem mestri góðgirni. Þá gekk Jón að flskasteininum og horfði á mig stund- arkorn. — Þú verður drepinn, greyið, sagði hann því næst. . . . Mjög bráðlega drepinn. Mér þótti það ekki sem vænlegasta horfur, og fór að skæla. En eg hélt áfram að berja fiskinn. — Ætli hann verði ekki drepinn þó! ? sagði Þorgerð- ur. . . . Hver ætli vinni á honum? ■— Þú, sagði Jón. Hann hnykti á orðinu og setti rykk á sjálfan sig, svo að hann var nærri því dottinn. Og færði sig nær Þorgerði. — Fallegt er nú talið! . . . Viltu ekki reyna að standa? . . . Hvar heflrðu komið? — Að Stað. — Að Stað? Ekki hefirðu fengið brennivín þar . . . hjá prestinum. — Brennivín? . . . þar? . . . þurfti þess ekki, kelli mín. Fekk það hjá sjálfum mér. Hann tók pelaglas upp úr brjóstvasanum á treyjunni sinni, tók úr því tappann, hrækti og drakk gúlsopa sinn úr pelanum. — Fekk a n n a ð hjá prestinum. . . . Nokkuð handa þér. — Handa mér? ' ' Þorgerði fór sýnilega að þykja nokkurs um vert. Jón færði sig aftur frá henni og að fiskasteininum. Hann fór aftur að horfa á mig, strauk dökkrauðan skegg- kragann á kjálkabörðunum og gerði sig blíðan í málrómnum. — Það vita fleiri en e g, að þú verður drepinn, greyið. — Vertu ekki að þessum bölvuðum þvættingi, Jón. Þorgerður stakk höndunum í síðurnar, og setti fram kviðinn og herðarnar aftur á bak. Málrómurinn varð þýð- ari og augnaráðið líka: — Hvað fekstu þá handa mér?

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.